Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Norðursambandið krefst stóls forsætisráðherra Greidd atkvæði um traustsyfirlýsingu við Silvio Berlusconi á miðvikudag Róm. Reuter. UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, gerði í gær kröfu til embættis forsætisráðherra fyrir hönd flokks síns. Sá maður, sem Bossi hefur í huga sem næsta forsætisráðherra Ítalíu, hefur hins vegar ekki áhuga á embættinu. ítölsk blöð voru í gær samhljóða um að stjórn Silvios Berlusconis væri að falla. A miðvikudag í næstu viku mun Ber- lusconi ávarpa þingið, er fjárlagafrumvarpið hefur verið samþykkt, og í kjölfarið verða greidd atkvæði um traustsyfirlýsingu við hann. Bossi kallaði yfir sig reiði Berlusconis og þriðja stjórnarflokksins, Þjóðarfylkingarinnar, er hann boðaði til viðræðna við stærstu vinstri- og miðjuflokkanna í stjórn- arandstöðunni um mögulega stjórnar- myndun. Sagði Bossi í samtali við franska blaðið Le Figaro að Norðursam- bandið yrði að vera í for- sæti næstu ríkisstjómar, þar sem flokkurinn hefði farið fyrir breytingum í ítölskum stjómmálum. Hann útilokaði hins veg- ar að setjast sjálfur í stól forsætisráðherra. Roberto Maroni inn- anríkisráðherra, sem tal- inn hefur verið líklegasta forsætisráðherraefni Norðursambandsins, sagðist í gær ekki hafa áhuga á embættinu. „Ef önnur stjórn verð- ur mynduð, getur sá sem hefur trúað á þessa stjórn ekki verið eins og strengjabrúða,“ sagði Maroni. „Ekki er um hollustu mína við Berlusconi að ræða heldur það að vera trúr eigin sannfæringu." Neitaði Maroni því að Norðursam- bandið leitaðist við að kljúfa ríkis- stjórnina. Fullyrt er að þijátíu af 164 þingmönnum Norður- sambandsins muni til- kynna Bossi að þeir muni ekki styðja stjórn sem Lýðræðislegi vinst- riflokkurinn, flokkur fyrrum kommúnista, eigi aðild að. „Stjórn í dái“ í samtali við La Repubblica segir Ber- lusconi tíma til kominn að „horfast í augu og depli einhver auga, verð- ur það áreiðanlega ekki ég.“ Berlusconi og Bossi hafa deilt hart, auk þess sem hart hefur verið deilt á Berlusconi vegna gruns um spillingu í tengslum við fyrirtæki hans, Fininvest. Er nú svo komið að stjórnin er við það að klofna. ítölsku dagblöðin virð- ast á einu máli máli um að svo muni fara. „Stjóm í dái, stjórnar- andstaðan undirbýr valdarán,“ segir í fyrirsögn II Giornale sem hallt er undir Berlusconi. Þá segir stjómmálaskýrandinn Napoleone Colojanni að Berlusconi verði að víkja. „Hann er eini maðurinn eft- ir stríð, sem hefur tekist á aðeins átta mánuðum að eyðileggja al- mennt samkomulag sem náðst hefur eftir kosningar“. Berlusconi JÓLA GJAFIRNAR íÁR Stærð 122x50 sm. Staðgreiðsluverð 28.800 Stærð 59x37, h.60 sm. Staðgreiðsluverð 19.710 Stærð 72x47, h.123 sm. Staðgreiðsluverð 34.830 húsgögn Ármúla 44, sími 91-32035. Reuter REIÐHJÓL liggur á broti úr væng smáþotunnar sem brotlenti á fjölbýlishúsi í Fresno á miðvikudagskvöld. Flugvéi brotlendir á fjölbýlishúsi Eldur kviknaði í hreyflinum Fresno, Kaliforaíu. Reuter. RANNSÓKNARMENN kanna nú rústir fjölbýlishúss, sem Lear-þota bandaríska þjóðvarðliðsins brotlenti á í Fresno í Kaliforníu á miðviku- dag. Flugmennirnir tveir og maður sem varð fyrir braki úr vélinni lét- ust og tuttugu manns sem voru í húsinu slösuðust. Þotan brotlenti á götu nærri flug- vellinum í Fresno og þeyttist flak hennar á íbúðarblokk, þar sem það sprakk. Myndaðist gífurlegt eldhaf í húsinu auk þess sem kviknaði í nokkrum bílum sem lagt var fyrir framan það. íbúarnir þustu skelf- ingu lostnir út úr byggingunni, margir með alvarleg brunasár. Um 100 manns bjuggu í húsinu. Þotan hafði fengið leyfi til lend- ingar er flugmennirnir tilkynntu um neyðarástand, flugu yfir flugbraut- ina og brotlentu á götunni. Að sögn talsmanns slökkviliðsins í Fresno, kviknaði í öðrum hreyfli vélarinnar. Bandaríska loftferðaeftirlitið hefur borið lof á flugmanninn fyrir að beina vélinni frá skóla sem vélin stefndi á og er skammt frá ijölbýlishúsinu. Flugöryggisregl- ur verða hertar Ralcigh. Rcuter. FEDERICO Pena samgönguráð- herra Bandaríkjanna fyrirskipaði loftferðaeftirlitinu (FAA) í gær að rannsaka öryggismál hjá hveiju ein- asta flugfélagi landsins. Jafnframt hefur verið ákveðið að herða öryggiskröfur gagnvart smærri flugfélögum. Verða þær samræmdar þeim kröfum sem gilda fyrir stóru áætlunarfiugfélögin. Eiga breytingarnar að liggja fyrir innan innan 100 daga. Pena sagði í gær að bandan'sk yfir- völd hefðu þungar áhyggjur vegna tíðra slysa í farþegaflugi undanfarnar vikur. Hefur verið ákveðið að stórauka eftirlit með flugrekstri og gera auknar kröfur til flugrekstraraðila. Mun FAA ráða 300 nýja öryggi- seftirlitsmenn á næstunni. Þá sagð- ist Pena hafa ákveðið að boða flug- rekstrarstjóra og yflrflugstjóra allra lítilla og stórra farþegaflugfélaga í Bandaríkjunum til fundar í Washing- ton til að ræða um aðgerðir til að auka flugöryggi. Þrátt fyrir flugslys síðustu vikur hefur óhöppum í flugi lítilla svæðis- bundinna flugfélaga fækkað um helming frá í fyrra, eða úr 19 óhöpp- um í níu. Fjórum sinnum hlaust dauðaslys af í fyrra en tvisvar á þessu ári. Um er að ræða þrjár milij- ónir flugferða hvort ár og koma um 55 milljónir farþega við sögu sitt- hvort árið. Völd Ahtisaari skert STJÓRNARSKRÁRNEFND finnska þingsins úrskurðaði í gær að þátttaka Finna í hinum ýmsu stofnunum Evrópusam- bandsins (ESB) skuli heyra undir ríkisstjórnina og þingið en ekki forseta. Martti Ahtisa- ari forseti hefur sóst eftir þessu hlutverki en öruggt þykir að þingið samþykki tillögur nefnd- arinnar sem skerða völd forset- ans. Faðir frank- ans látinn ANTOINE Pinay, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, lést á þriðjudag rétt fyrir 103. afmælisdag sinn. Hans er einkum minnst fyrir góða hag- stjórn og fyrir mikinn árangur við að kveða nið- ur verðbólgu. Um Pinay er sagt að hann hafi verið maðurinn sem bjarg- aði franska frankanum. Verkamanna- flokknum spáð stórsigri BRESKI íhaldsflokkurinn átti yfir höfði sér auðmýkjandi ósigur í aukakosningum sem fram fóru í Dudley West í gær, því skoðanakannanir bentu til þess að Verkamanna- flokkurinn hefði stóraukið fylgi sitt í kjördæminu. íhaldsflokk- urinn vann þingsætið í síðustu kosningum árið 1992. Sam- kvæmt einni könnuninni er fylgi Verkamannaflokksins 71% en íhaldsflokksins aðeins 16%. Verði úrslitin eitthvað í líkingu við þetta yrði það mesta fylgissveifla frá stjórnarflokki til stjórnarandstöðunnar í stjórnmálasögu Breta. Dregur úr vöggudauða DREGIÐ hefur úr vöggudauða í Bretlandi eftir að þar var hafin herferð fyrir því að láta kornabörn sofa á bakinu. At- huganir benda til að 1.469 börn hafi dáið vöggudauða árið 1988 en 442 í fyrra eða eittþúsund færri. Finna for- söguleg tré FUNDIST hafa 39 tré í klettagjá í Bláufjöllum vestur af Sydney í Ástralíu og eru þau sögð náskyld tijátegund sem var algeng fyrir 150 milljónum ára. Trén eru allt að 40 metra há og bolurinn allt að þrír metrar í þvermál. Mannrétt- indabrot Tyrkja ÞÝSKA þingið gagnrýndi tyrk- nesk stjórnvöld fyrir meðferð á kúrdíska minnihlutanum í Tyrklandi í ályktun í gær. Yfir- völd í Ankara voru hvött til þess að nema úr gildi fangelsis- dóma yflr átta kúrdískum þing- mönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.