Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ H Mótettukórinn Aðventu- tónleikar endur- teknir MOTETTUKOR Hallgrímskirkju hélt aðventutónleika sína sunnu- daginn 4. desember sl. undir stjórn Harðar Áskelssonar. Tónleikarnir hafa hlotið einróma lof gagnrýn- enda og áheyrenda og hefur nú verið ákveðið að þeir verði endur- teknir næstkomandi sunnudags- kvöld vegna fjölda áskörana. Á efnisskránni eru verk frá 16. og 17. öid. Aðalverkið á tónleikun- um er Missa Papae Marcelli, sex radda kórverk í sex þáttum eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina. Auk þess verða fluttar tvær mót- ettur eftir Palestrina, Canite tuba fyrir 5 raddir og 0 magnum myst- erium fyrir 6 radda kór. Þá verða flutt þijú verk eftir Samuel Scheidt, Canzon fyrir þrjá tromp- ettá og móttetturnar Nun komm, der Heiden Heiland og In dulce jubilo. Einnig fljAur kórinn Jubil- ate Deo, átta radda mótettu og Hodie Christus natus est, 10 radda mótettu fyrir einsöngvara, kór og málmblásara eftir Giovanni Gabri- eli. Tónleikamir verða sem fyrr segir í Hallgrímskirkju á sunnu- dagskvöldið 18. desember og hefj- ast kl. 21.00. Aðgöngumiðar verða seldir í kirkjunni og kosta 1.000 krónur. KÓR Langholtskirkju mun syngja jólasöngva á þrennum tónleikum um helgina. KÓR Langholtskirkju hefur und- anfarin ár sungið jólasöngva í kirkjunni á miðnætti síðasta föstu- dags fyrir jól. Fólki hefur verið boðið að leggja leið sína í kirkjuna og hlýða á jólalög, gæða sér á pip- arkökum og sötra heitt kakó eftir búðaráp kvöldsins. Sextán ár eru liðin frá því að siður þessi var tek- inn upp og hafa vinsældir jóla- söngvanna vaxið ár frá ári. Nú er svo komið að halda verður þrenna tónleika enda var uppselt á föstu- dagstónleikana áður en forsala hófst. Tónleikarnir í kvöld hefjást klukkan 23 og verður föstudags- stemmningin endurtekin á sama tíma annað kvöld. Loks munu jóla- söngyar óma í Langholtskirkju á íjölskyldutónleikum klukkan 17 á sunnudag. Að sögn Jóns Stefánssonar stjórnanda kórsins verða tónleik- arnir í ár með hefðbundnu sniði. Jólasöngvar í Lang- holtskirkju Kórstarf í Langholtskirkju er í miklum blóma um þessar mundir. Kór kirkjunnar mun halda þrenna tónleika um helgina þar sem sungnir verða jólasöngvar og í dag kemur út geisla- plata með söng Gradualekórs Langholtskirkju. Sérstaklega mun seinni hluti þeirra verða eins og fólk vill hafa tónleik- ana, eins og Jón kemst að orði; flutt verða jólalög í léttari kantin- um í útsetningum Svíans Anders Öhrwalls. Barokkverk munu ráða ríkjum framan af tónleikunum og verður meðal annars bryddað upp á þeirri nýjung að skipta kórnum í tvennt og flytja verk fyrir tvo kóra sem verða hvor á sínum staðnum; annar í kirkjunni sjálfri en hinn í safnaðarheimil- inu. Kórarnir munu ekki heyra hvor í öðrum og bíður Jón spennt- ur eftir útkom- unni. Einsöngvar- ar á tónleikunum verða Eiríkur Hreinn Helgason, Halldór Torfason, Árný Ingvarsdótt- ir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir en hljóðfæraleikarar Bernard S. Wilk- inson flauta, Hall- fríður Ólafsdóttir flauta, Monika ÉG BIÐ að heilsa nefnist geislaplata með Graduale- kór Langholtskirkju. JÓLAGLADNINGUR HJÁ McDonald's A PLANINU HJA McDonald’s AÐ SUÐUR- LANDSBRAUT 56 GETUR ÞÚ FENGIÐ KEYPT ÍSLENSKT RAUÐGRENI OG FYRSTA FLOKKS NORÐMANNSÞIN. SÖLUMENN KENNA ÞÉR AÐ MEÐHÖNDLA RAUÐGRENIÐ ÞANNIG AÐ ÞAÐ ENDIST OG FELLI SÍÐUR BARR OG EF ÞÚ KAUPIR McSTJÖRNUMÁLTÍÐ, SEM ER AFSLÁTTARMÁLTÍÐ, FÆRÐ ÞÚ STÓRAN AFSLÁTT TIL VIÐBÓTAR Á NORÐMANNSÞIN. VERÐDÆMI: 1,90 M FYRSTA FLOKKS NORÐMANNSÞINUR: VENJULEGT VERÐ KR. 4.650,- McDonald’s VERÐ: KR. 3.999,- Abendroth harpa, Jón Sigurðsson kontrabassi og Gústaf Jóhannes- son orgel. Gradualekór Langholts- kirkju mun syngja með kórnum. Gradualekórinn á geislaplötu Miðar á tónleikana eru til sölu í Langholtskirkju og í bókaverslun- um Eymundsson. Miðaverð er kr. 1.000 fyrir fullorðna en börn undir fermingu þurfa ekki að greiða að- gangseyri. Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju eru fáanlegir á geisla- plötum og snældum sem heita Barn er oss fætt og fást í Lang- holtskirkju og í hljómplötuverslun- um._ Ég bið að heilsa er yfirskrift geislaplötu með söng Gradualekórs Langholtskirkju sem kemur út í dag. Platan hefur að geyma ætt- jarðarsöngva, sálma og kirkjuleg verk. Kór þessi starfar í tengslum við Kórskóla Langholtskirkju sem tók til starfa haustið 1991. Mark- mið skólans er að veita börnum og unglingum staðgóða tónlistar- menntun með markvissri þjálfun raddar og heyrnar sem miðar að þátttöku í kórstarfi. Kennarar við skólann eru Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona, Helga Björg Svansdóttir tónmenntakennari og Jón Sfefánsson kórstjóri. Kennslu- greinar eru tónfræði, tónheyrn, nótnalestur, raddþjálfun og sam- söngur. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fá inngöngu í kórinn. Miklir grallarar Gradualekór Langholtskirkju tók til starfa eftir áramót 1992. Nafn kórsins er fengið frá messu- bók Guðbrands biskups Þorláks- sonar sem gengið hefur undir nafn- inu Grallarinn. Það vísar til þess að Langholts- kirkja er helguð Guðbrandi en á þessu ári eru liðin Qögur hundruð ár frá útgáfu Grallarans. Fé- lagar í kórnum eru ungir að árum, eða frá tíu til sautján ára og geta þess vegna, að sögn Jóns, verið miklir grall- arar. Fyrsta verk- efni kórsins var þátttaka í flutn- ingi Kórs Lang- holtskirkju á Mattheusarpass- íunni árið 1993. Kórinn tekur þátt í jólasöngvunum auk þess sem hann syngur í messu sjötta hvern sunnudag í Langholtskirkju. Þá söng kórinn ásamt Skólakór Kárs- ness tónleika í nóvember á síðasta ári þar sem sungin var heil bók með 40 jólalögum. Stærsta verk- efni Gradualekórsins til þessa var flutningur á Gloríu eftir Vivaldi ásamt Unglingakór Selfosskirkju og Kammersveit Langholtskirkju í fyrra vetur. PlnrgniiiWaltili - kjarni málsins! € 1 > Cí i € i t s AA AAA AAA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.