Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
„Hin langa
löngnn“
MYNDLIST
Listhorn Sævars
HUGMYNDALIST
KATRÍN SIGURÐAR-
DÓTTIR
Opið á verslunartíma til 30. desem-
ber. Lokað sunnudaga. Aðgangur
ókeypis.
SEGJA má að allt verði ungum
að list nú á dögum og eitt af því
er skrásetning atvika úr eigin lífi
eða réttara sagt einhverra afmark-
aðra þátta eða athafna.
Katrín Sigurðardóttir, búsett í
San Francisco, var með eins konar
mynsturinnsetningú í listhorni
Sævars Karls á síðastliðnu ári og
var þar, að eigin sögn, að herma.
eftir vélrænum framleiðsluaðferð-
um og snúa við þeirri grundvallar-
rökfærslu að maðurinn fari á und-
an maskínunni. Nú er hún komin
aftur á sama stað og í þettá sinn
eru það ferðalög hennar og við-
komustaðir innan Bandaríkjanna
sem eru á dagskrá. Hin aðskiljan-
legustu atvik og þættir hvunn-
dagsins eru að sjálfsögðu gild til-
efni til listsköpunnar, en fram-
kvæmdirnar m'inna stundum
ískyggilega á þá áráttu margra
hér áður fyrr, að safna einhveijum
minningarbrotum á
ferðalögum sínum,
t.d. bókfæra staðar-
nöfn, safna vörumið-
um, bollum, bjórglös-
um og krúsum 'á veit-
ingastöðum eða .papp-
amottunum undan
þeim. Sumir gerðu
þetta mjög skipulega
og samsafnið gjaman
til sýnis í heimahús-
um. Nýtt er hins vegar
að gera þetta og
margt fleira skipulega
og þá karfnski með þá
hugmynd að baki að
framkvæmdin verði
seinna að myndverki.
Listspíran, sem um'
þessar mundir er nemandi við
listaskóla í Nýju Brúnsvík, Nýju
Jersey í Bandaríkjunum, valdi að
skrá leiðir þær sem hún hefur
ekið um í Bandaríkjunum á síðast-
liðnum sjö ámm. Þær eru kyrfilega
merktar á eins konar vegakorta-
Katrín
Sigurðardóttir.
ræmu festri upp með títupijónum
og hlykkjast' um veggi herbergis-
ins á þann hátt sem vegum er
tamt að gera. Þegar inn er komið
virkar þetta sem línuteikning, sem
gengur allan rýmishringinn, og sá
leikur er fjarri því að vera nýr í
myndlistinni. Viðbótin við þetta
eru svo tvö sjóngler í undirstöðu-
grind og setja þau óneitanlega
nokkurn svip á gjörninginn, en
skoðandinn er litlu fróðari þó þau
séu borin upp að staðarnöfnunum
því glerið minnkar frekar en
stækkar hið örsmáa letur. Maður
verður því að gera ráð fyrir að
hin sjónræna yfirsýn sé það sem
höfuðmáli skiptir, þótt
menn séu hvattir til
að nota sjónglerin.
Þessi hvatning
ásamt nafngift sýn-
ingarinnar og upplýs-
ingum um hugmynd-
ina að baki er það
eina, sem skoðandinn
fær upp í hendumar,
og telst það nokkuð
klént, því að hún hlýt-
ur að fara fyrir ofan
garð og neðan hjá
flestum, vera líkust
sjónrænni blindhæð.
Það hefur ómælda
þýðingu í sambandi
við framkvæmdir sem
slíkar, að komið sé á
móts við sýningargesti og jafnvel
ein vélrituð síða um inntak fram-
kvæmdanna getur skipt sköpum.
Þetta telst því skondin fram-
kvæmd og tormelt.
Bragi Asgeirsson
i
♦
v
♦
♦
Það skeði
ígær
BOKMENNTIR
Skálsaga
SAGAN AF DANÍEL 1
Undir bláu augliti eilífðarinnar eftir
Guðjón Sveinsson Prentverk: Hér-
aðsprent sf. Bókband: Flatey, Rvík
Mánabergsútgáfan 1994- 264 síður.
UNDARLEGUR
Augnablikið, sem þú
geymir í huga þér sem
gærdaginn, er ekki
þar, heldur tugi ára að
baki. Og í forundran
starirðu á þessa stað-
reynd, skilur ekki, en
verður þó að viður-
kenna. Þú ert ekki
lengur strákpjakkur-
inn sem horfðir á
hlægilegar sperrirófur,
í felulitum kamelljóns-
ins, með byssuhóika
yið öxl, grafandi í hóla
og grundir og Iétu þig
skilja, að þeir væru að
veija þig. Þessu til
áréttingar settu þeir
byssur á hóla, breiddu
tuskur yfir, svo þú héldir
er tíminn.
Guðjón Sveinsson
þegar halda skal
gleðiteg jól!
Kjötiðnaðarmenn frá Höfn tóku þátt í fagkeppni f kjötiðn
á INTERFAIRfagsýningunni í Danmörku árið 1988,fyrstir Islendinga.
Ávallt síðan hafa kjötvörurfrá Höfn hlotið verðlaun í þeirri keppni.
M gengur að gæðunum vísum þegar þú velur kjötvörurfrá Höfn því þar
er fagmennska ífyrirrúmi.
HOFN
SELFOSSI
alvöru hólka væri að ræða. Síðan
á sunnudagsmorgnum steypti sér
flugvél yfir dalinn, hnitaði hringa
yfir ráðvilltum lýð, sem fundu ekki
púðrið sitt, fyrr en en vél var kom-
in fýrir næsta ijall. Sá, sem stýrði
vél, veifaði hlægjandi til kúasmal-
ans, eins og hann tæki undir þá
skoðun drengsins, að þessir tindátar
væru ekki hættulegri en gargandi
kríur. Stundum bárust fréttir um
voðaverk á sjó, þar sem
saklausir urðu fyrir
barði bijálæðinga og
grátandi konur og
börnlentu í sorgarhyl.
Nú eða þorpið þitt.
Hvílík breyting þar.
Streðfólk við verk, með
húsdýr í kofum; mat-
jurtir við vegg. En fyrst
og fremst fólk sem
rauðagullið hafði ekki
ært, undi sátt við sitt,
urðu spekingar af að
setjast á smiðjustétt
eða bryggjuhaus og
kryfja gátur lífsins.
Þetta fólk hafði nennu
til að sinna börnum,
kenna þeim handtök
að um úr arfasjóði kynslóðaanna, leysa
með þeim hnúta, fylgja þeim í þro-
skans fjall.
Var þetta ekki í gær? Nei, þorpið
mitt er horfið. Kofarnir fallnir.
Tímans tönn að hamast á amboðum
pabba og barnabörnin spyija: Hvað
gerði Iangamma við þetta? Slík hef-
ir bylting þjóðar verið. Mér finnst
eg hafa verið strákur í gær, en svo
kemur höfundur sögunnar um
Daníel, klappar mér á öxl og segir:
Dagurinn í gær er löngu, löngu lið-
inn. Hann er að hverfa í blámóðu
gleymskunnar og á morgun manstu
hann ekki nema þú tínir saman
brot minninganna, úr ríki náttúr-
unnar; úr lífi fólksins, — reynir að
skilja kjör þess, mál þess
Guðjón ætlar sér ekkert minna
með bókinni um Daníel, 9 ára föður-
leysingja, sem trúir ekki að vitfirr-
ingur stríðsins hafi læðzt að baki
föður hans og skötið, þar sem hann
var að afla fjölskyldunni matar.
Daníel bíður hans allt sumarið.
Hann er sendur í var föðurömmu
og frænda, — sendur frá Marbakka
í Miðfirði til Syðrivíkur. Þar er spek-
ingurinn Karítas, amman, og þar
er Valdimar, bróðir pabba. Meist-
aralega gerðar persónur, sem skilja
tilfinningar ungs drengs og í þolin-
mæði veija hann kærleika, — sönn-
um voryl grógeislans. Nú þarna er
Nonni, strákur sem verður Daníel
vinur, — enn í mótun. Þarna eru
strákpjakkar, Benni og Valur, með
vaxtarverki gamanseminnar. Já,
það verður gaman að fylgjast með,
hvað Guðjón gerir úr þessum ungu
•vinum, því fyrirheit er um lengri
sögu. Það er vel, Syðrivík er að eign-
ast veg, kannske inn í bjartari dag,
alla vega nýjan dag.
Höfundur er afburða orðhagur,
hreinlega leikur sér að orðum, sum-
um svo myndrænum, að þau standa
ein í setningu. Þetta gerir kröfu til
lesanda. Líka það, að hann þræðir
götu sem sagnfræðingur, tínir upp
gull úr genginni slóð, skoðar þar til
lesandinn kann skil á. Að vísu hæg-
ir þetta á sögu, en grunur minn er,
að Guðjón sé að flétta hér saman
sagnfræði og skáldskap, eins og
þeir sem sögur okkar fornar gerðu.
Það er erfitt, en sagan af Daníel
lofar góðu. Mér segir svo hugur,
að þetta verk verði frekar lesið af
fullorðnum, þroskuðum sálum. Þær
eru líka til meðal unglinga.
Villulaus er bókin ekki, en frá-
gangur allur góður.
Bíð spenntur framhalds.
Sig.Haukur Guðjónsson
I
I
I
I
I
I
(
(
I
I
I