Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Á að skilja að
ríki og kirkju?
Fyrri grein
í ALÞÝÐUBLAÐ-
INU þann 7. þessa
mánaðar gaf að líta
spurningu dagsins þar
sem fólk á förnum
vegi var spurt: „Finnst
þér að aðskilja eigi ríki
og kirkju?“
Þessi spuming
kemur fram í dagsljós-
ið annað slagið.
Skemmst er að minn-
ast Gallup könnunar
frá síðasta ári, þar
sem meirihluti að-
spurðra svaraði ámóta
spurningu játandi. Viðmælendur
Alþýðublaðsins fengu að rökstyðja
svör sín. Einn sagði, að kirkjan
væri ekki sönn, nema hún væri
sjálfstæð. Annar sagði að kirkjan
yrði að geta verið sjálfstæð. Sá
þriðji að aðskilja ætti ríki og kirkju,
vegna þess að annars ríkti ekki
trúfrelsi nema að nafninu til. Þetta
eru fróðleg svör, enda spumingin
forvitnileg og hreint ekki jafn ein-
föld og spurt væri hvort ríkisstjóm-
in væri góð eða vond. Því er ástæða
til að skoða nánar hvað aðskilnað-
ur ríkis og kirkju merkir og hvað
yfirstandandi samband ríkis og
kirkju felur í sér, bæði hvað varðar
þjóðkirkjuna og önnur trúfélög.
Ríkiskirkjan
Oft heyrist sagt, að íslenska
þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Sú stað-
hæfing er röng, sé hún sögð og
tekin bókstaflega. Ríkiskirkja get-
ur merkt tvennt. Annars vegar
ríkisátrúnað, líkt og var við iýði
hér á landi frá kristni-
töku og fram til ársins
1874. Hins vegar að
ríki og kirkja em nán-
ast eitt. Ríkiskirkja
hefur ekkert sjálfstæði
í málum sínum; hún
verður að bera stórt
og smátt undir verald-
leg yfirvöld, skipu-
lags- og fjármál, jafnt
sem málefni andlegrar
tegundar. Kenning
kirkjunnar, boðun
hennar, helgisiðir og
annað þvíumlíkt em
þá þannig háð sam-
þykki ríkisvaldsins.
Ríkiskirkjutímabilið
í íslandssögunni er ákaflega stutt,
alla vega miðað við hve lengi krist-
inn siður hefur ríkt hér. Við sið-
bót, um miðjá 16. öld, varð kon-
ungsvaldið hluti af kirkjustjórn-
inni. Biskupar og prestar kirlq'unn-
ar héldu engu að síður miklu sjálf-
stæði í málum kirkjunnar um langa
hríð og tókst að varðveita löggjaf-
ararf frá miðaldakirkjunni, sem
varði kirkjuna að nokkru gegn
ásælnu konungsvaldi. Óhætt mun
að segja að ríkiskirkjufýrirkomu-
lag hafi fyrst komist á hér á landi
á fyrri hluta átjándu aldar með
lagaboðum er rannin era frá sendi-
för Ludivigs Harboes, er gerður
var út til að rannsaka kristnihald
á íslandi og varð ekki ýkja hrifínn
- það er hins vegar önnur saga.
Með stjómarskránni 1874 verð-
ur evangelísk-lútherska kirkjan
þjóðkirkja á íslandi. Þá var einnig
í lög leitt trúfrelsi; þar með var
þeirri skipan breytt, að það færi
saman að vera íslenskur ríkisborg-
Þorbjörn Hlynur
Arnason
ari og evangelísk-lúterskrar trúar.
Með lagasetningum frá þeim tíma
og fram vfír 1930 má segja að sú
þjóðkirkjuskipan sé grundvölluð er
við búum við í dag.
Samband ríkis og þjóðkirkju
Hvað felst þá í sambandi ríkis
og kirkju?
í 62. grein stjómarskrárinnar
er kveðið á um, að evangelísk-lúth-
ersk kirkja skuli vera þjóðkirkja á
íslandi og ríkisvaldinu beri að því
leyti að vernda hana og styðja.
Aldrei hefur það verið skilgreint
nákvæmlega hvað þetta ákvæði
merkir. Við sjáum hins vegar ávöxt
þess í lögum um skipan og starfs-
hætti þjóðkirkjunnar. Svo dæmi sé
tekið, þá era í gildi lög um skipan
prestakalla og prófastsdæma og
um starfsmenn þjóðkirkjunnar sem
geyma margvísleg ákvæði um
presta og biskupa, starfsskyldur
þeirra og réttindi. I þessum lögum
er einnig kveðið á um hvernig þjón-
ustu kirkjunnar er skipað um la«d-
ið allt.
Þá era í gildi lög um sóknar-
og kirkjugarðsgjöld. Sóknargjöldin
era almennur tekjustofn þeirra
sókna er saman mynda þjóðkirkj-
una. Sóknimar eru sjálfstæðar
fjárhagslegar- og félagslegar ein-
ingar og hafa þar afleiðandi mikið
sjálfstæði í flestum málum sínum.
Tekjustofn þeirra er lögverndaður.
Sóknargjöldin, sem hver þjóð-
kirkjumaður yfír 16 ára aldri greið-
ir, era innheimt með tekjuskatti
og skilað til sóknanna. Sama gildir
um önnur trúfélög. Þau fá sín
„sóknargjöld“ með sama móti. í
þessu fyrirkomulagi má segja, að
felist vemd og stuðningur við þjóð-
kirkjuna og reyndar öll viðurkennd
trúfélög; öll sitja þau við sama
borð hvað þetta varðar. Sú vernd
er þjóðkirkjan nýtur er þá líka
skjól annarra trúfélaga.
Almennt má segja, að þetta fyr-
irkomulag merki að ríkisvaldið telji
að starfsemi trúfélaga og trú-
félagsaðild einstaklinganna sé þess
eðlis að rétt sé að veita stuðning
og vemd með þessum hætti. Trúfé-
Hreinn og klár skilnað-
ur ríkis og kirkju myndi
hvorki, að mati Þor-
björns Hlyns Árnason-
ar, gera kirkjuna sann-
ari né sjálfstæðari.
lögin eru þannig ekki sett út á
gadd markaðslögmála þar sem
slegist er um sálirnar og þurfa
ekki að ónáða meðlimi sína með
gíróseðlum í hveijum mánuði; slíkt
hlutskipti trúfélaga væri heldur
dapurlegt. Fráleit er þá sú frjáls-
hyggjuröksemd í þessu sambandi,
að þetta fyrirkomulag varðandi
tekjustofnana sé hvati á metnað-
arleysi og deyfð innan þjóðkirkju-
safnaða.
Innan þjóðkirkjunnar hefur mik-
ið verið fjallað um samband ríkis
og kirkju að undanförnu. Á kirkju-
þingi nú í haust var samþykkt
frumvarp til laga um stöðu, stjórn
og starfshætti þjóðkirkjunnar.
Vonir standa til að þetta frumvarp
verði flutt á Alþingi á þessum vetri.
Frumvarpið felur í sér að sett verði
rammalöggjöf um þjóðkirkjuna.
Löggjöfin tekur þá til almennra
atriða í skipan og starfsháttum
kirkjunnar. Þetta felur í sér að
vald færist frá Alþingi og Dóms-
og kirkjumálaráðuneyti til kirkju-
legra stofnana, einkum kirkju-
þings. Eftir mun standa einföld
rammalöggjöf en kirkjan sjálf og
stofnanir hennar munu ákvarða
um skipulagsmál sín, um réttindi
og skyldur starfmanna og að
nokkru leyti íjármál. Ytri mál
kirkjunnar kæmu því í meira mæli
undir lögsögu hennar. Þarna eru
á ferðinni svo róttækar breytingar
á sambandi ríkis og kirkju, að orð-
ið aðskilnaður mun betur lýsa sam-
bandinu en hugtakið ríkiskirkja.
Ytri og innri mál, eru hugtök
töm þeim sem fást við kirkjuleg
málefni, en kannski ókunnug öðr-
um. Þetta era grundvallarhugtök
og skipta megin máli þegar fjallað
er um samband ríkis og kirkju.
Með lögum um kirkjuráð árið
1931, kirkjan fær aftur ótvíræða
lögsögu í svokölluðum innri mál-
um. Innri mál kirkju eru þau mál
er varða játningarnar, helgisiðina,
sakramentin og guðsþjónustuna;
þetta eru hin andlegu eða trúarlegu
mál kirkjunnar, þau mál er bók-
staflega ákvarða hvort kirkjan er
trú fagnaðarerindinu sem henni er
falið að boða.
Ytri mál eru hins vegar þau mál
er varða fjármál, sumt í kirkju-
legri stjórnsýslu og skipan eða
byggingu kirkjunnar. Með siðbót-
inni var flestum ytri málum kirkj-
unnar skipað undir vald konunga
og fursta; að því lágu bæði prak-
tísk og guðfræðileg rök. Þá fóru
sum hin innri mál einnig undir
þessa valdsmenn. Þegar ríkis-
kirkjuskipan kemst á hér á landi
í kring um 1740, eins og áður
greinir, hverfa innri málin einnig
undir konungsvaldið.
Þeir sem nú vilja aðskilnað ríkis
og kirkju á þeirri forsendu að kirkj-
an verði „sönn“, eða „sjálfstæð"
þurfa að átta sig á þessari sögu til
að sjá, að kirkjan hefur um áratugi
haft fullt sjálfstæði í innri málum
sínum, þeim málum sem ráða því
hvort kirkja er sönn kirkja og trú-
verðug, eða ekki. Sambandið við
ríkið er fyrst og fremst hvað varðar
skipulag og stjórnsýslu, hin ytri
mál. Þróunin hefur reyndar orðið
sú að kirkjan hefur fengið meira í
sínar hendur af stjómsýslunni. Á
síðasta ári gengu í gildi lög um
prestssetur og kirkjumálasjóð. í
þessum lögum felst að sjálfstæð
stofnun, prestssetrasjóður, er heyrir
undir kirkjuráð, fer nú með málefni
prestssetranna í stað Dóms- og
kirkjumálaráðuneytis áður.
Hreinn og klár skilnaður ríkis
og kirkju nú myndi engu breyta
um innri málin; kirkjan yrði ekkert
„sannari" eða sjálfstæðari hvað
þessi grundvallaratriði varðar.
Höfundur er biskupsrítari.
Kj arasamningnr
hjúkrunarfræðinga
AÐ UNDAN-
FÖRNU hafa kja-
rasamningar hjúkrun-
arfræðinga fengið
mikla umfjöllun í fjöl-
miðlum og reynt hefur
verið að gera þá tor-
tryggilega á ýmsan
máta. í þessari grein
verður fjallað lauslega
um aðdraganda, tilurð
og efni þessa kjara-
samnings.
Hjúkrunarfræðing-
ar teljast til háskóla-
menntaðra starfs-
stétta og bera kjör sín
saman við aðrar há-
skólamenntaðar starfsstéttir. Þær
menntunarkröfur sem eru gerðar
nú til starfsins eru fjögurra ára
háskólanám og frá 1986 hefur
enginn hjúkrunarfræðingur með
aðra menntun verið útskrifaður
hér á landi. Um 2.000 hjúkrunar-
fræðingar eru starfandi á landinu
og ríflega 700 hjúkrunarfræðingar
hafa verið útskrifaðir úr íslenskum
háskólum. Nám í Hjúkranarskóla
Islands var þriggja ára nám (síð-
ustu árin yfírleitt eftir stúdents-
próf) og er áætlað að u.þ.b. 800
hjúkranarfræðingar í Félagi ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga hafí
lokið formlegu 1-2 ára viðbót-
arnámi eftir hjúkranarpróf.
Þegar hjúkranarfræðingar lögðu
upp í samningaviðræður í byijun
árs 1994 var staðan í kjaramálum
hjúkrunarfræðinga eftirfarandi:
1. Tvö fyrri félög
hjúkrunarfræðinga,
Hjúkrunarfélag ís-
lands og Félag há-
skólamenntaðra hjúk-
runarfræðinga, voru
lögð niður og nýtt fé-
lag, Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga,
var stofnað 15. janúar
1994. Hjúkranarfræð-
ingar tóku því laun
eftir tveimur að
mörgu leyti ólíkum
samningum.
2. Gerðar höfðu
verið breytingar á
ráðningarsamningum
hjúkranarfræðinga á stærstu sjúk-
rastofnunum og í heilsugæslunni
í Reykjavík m.a. í kjölfar uppsagna
hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
á Ríkisspítölum í byrjun árs 1993.
Þessar breytingar urðu til þess að
margir almennir hjúkrunarfræð-
ingar fengu nokkra kjarabót en
aðrir fengu ekkert.
3. Ljóst var í upphafí samninga-
viðræðna 1994 að kjör hjúkranar-
fræðinga voru talsvert lægri en
kjör annarra háskólamenntaðra
starfsstétta án þess að unnt væri
að fínna haldbær rök fyrir þessum
launamun. Á árinu 1992 vora laun
hjúkrunarfræðinga að meðaltali
11—13% lægri en laun annarra
félagsmanna innan BHMR.
4. Áðurgildandi kjarasamningar
hjúkranarfræðinga vora flóknir og
óaðgengilegir. Starfsheiti í samn-
Nýr kjarasamningur
hjúkrunarfræðinga,
segir Vigdís Jónsdótt-
ir, hefur ekki gert þá
að hátekjufólki.
ingunum voru ekki lengur lýsandi
og margir launagreiðendur áttu í
erfíðleikum með að greiða eftir
þeim laun.
Formlegar samningaviðræður
við samninganefnd ríkisins hófust
í janúar 1994 og tóku um fímm
mánuði. Skrifað var undir samn-
inginn 30. maí 1994 og tók síð-
asta samningalotan tæpan sóla-
hring. Það skal tekið fram, að
gefnu tilefni, að samningurinn var
undirritaður tveimur dögum eftir
sveitarstjórnarkostningarnar og
kynntur hjúkranarfræðingum í
júnímánuði. Gildistími samnings-
ins er frá 1. apríl 1994 til 31.
desember 1995.
í samningaviðræðunum var
stefnt að því að gera einfaldan og
auðskiljanlegan samning. Búið var
til nýtt launakerfí með lýsandi
starfsheitum, margar greinar í
áðurgildandi samningum voru
felldar út, orðalag var lagað og
reynt var að gera samninginn
þannig úr garði að hann væri ein-
faldur og skýr öllum þeim sem
þurfa að nota hann.
Vigdís Jónsdóttir
Ráðningarsamningar við hjúkr-
unarfræðinga lögðu ákveðnar lín-
ur um niðurstöðu úr samningavið-
ræðunum. Það var ljóst strax í
upphafí að ekki var unnt að semja
um að grannröðun hjúkrunarfræð-
inga í nýjum kjarasamningi yrði
lægri en hún var nú þegar orðin
samkvæmt ráðningarsamningum
á stofnunum. í nýjum kjarasamn-
ingi fyrir hjúkrunarfræðinga
þurfti svo að fella í einn kjara-
samning tvo fyrirliggjandi samn-
inga sem voru að mörgu leyti mjög
ólíkir. Má þar nefna mismunandi
launatöflu, starfsheitaröðun og
starfsaldursákvæði og var sam-
ræming á þessum þáttum, án þess
að nokkur lækkaði í launum, ekki
framkvæmanleg nema með ein-
hverri almennri hækkun. Kjara-
samningurinn var þannig fyrst og
fremst staðfesting á þeim breyt-
ingum sem orðið höfðu á ráðning-
arkjöram hjúkrunarfræðinga sl.
tvö ár auk þess sem í honum voru
samræmdir áðurgildandi kjara-
samningar hjúkrunarfræðinga.
Eftir gildistöku nýs kjarasamn-
ings hjúkrunarfræðinga eru byrj-
unarlaun hjúkrunarfræðings eftir
fjögurra ára háskólanám 75.182
kr. á mánuði og dagvinnulaun í
starfsheiti almenns hjúkrunar-
fræðings geta hæst orðið 98.991
eftir 20 ár. Deildarstjóri á stórfi
deild ber faglega ábyrgð á með-
ferð 20-30 sjúklinga, stjórnar
vinnu u.þ.b. 30 starfsmanna og
ber ábyrgð á sólarhringsrekstri
deildar sem hefur fjárhagsáætlun
sem nemur allt að 40 milljónum á
ári. Þessi deildarstjóri hefur sam-
kvæmt kjarasamningi 107.130 kr.
í laun á mánuði eftir 15 ára starfs-
aldur. Nýr kjarasamningur hjúkr-
unarfræðinga hefur þannig ekki
gert þá að hátekjufólki.
í uppsögnum hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra á Ríkisspítölum
í byrjun árs 1993 hafði mörgum,
m.a. ýmsum ráðamönnum, verið
tíðrætt um nauðsyn þess að hækka
laun hjúkrunarfræðinga. Kom það
m.a. fram í utandagskrárumræð-
um á Alþingi af þessu tilefni 14.
janúar 1993, þar sem þingmenn
stjórnarflokka jafnt sem stjórnar-
andstöðu mæltu fyrir leiðréttingu
launa hjúkrunarfræðinga. Þá tók
Morgunblaðið upp hanskann fyrir
þessar stéttir í Reykjavíkurbréfi
30. janúar 1993, tveimur dögum
áður en uppsagnirnar áttu að
koma til framkvæmda, en þar
sagði m.a.:
„Það er svo umhugsunarefni,
m.a. í ijósi uppsagna hjúkrunar-
fræðinga og ljósmæðra, hvort
hægt er að halda við þá afstöðu
ár eftir ár að leiðréttingar á kjör-
um einstakra starfshópa komi ekki
til greina. Það var hægt að
rökstyðja þá afstöðu í febrúar
1990 á giidistíma þeirra samninga
og hefur raunar tekizt í þijú ár
en hve lengi er það hægt? Hvenær
kemur að því að upp úr sýður hjá
fóiki, sem telur sig órétti beitt?"
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga hefur lagt áherslu á skyldu
samninganefndar ríkisins og ann-
arra aðila vinnumarkaðarins að
virða samningsrétt einstakra
stéttarfélaga. Laun eru gjald sem
greitt er fyrir ákveðna þjónustu.
Það er viðurkennt að ekki er hægt
að frysta verð á vörum og þjón-
ustu í langan tíma, verðhlutföll
verða að fá að breytast og aðlag-
ast breyttum aðstæðum þjóðfé-
lagsins á hveijum tíma,. Það geng-
ur ekki lengi að halda því fram
að ekki megi leiðrétta laun ein-
stakra starfshópa þegar allir sjá
og geta verið sammála um að leið-
réttingar sé þörf.
Höfundur er hagfræðingur Félags
íslcnskra lyúkrunarfræðinga.