Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 37
36 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 37
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BLINDIR LESA
TÖLVUTÆKNINNI fleygir sífellt fram. Blindir og
sjónskertir geta nú fengið aðgang að Morgunblað-
inu með beintengingu um tölvu. Morgunblaðið er sent
á tölvuneti til Blindrafélagsins og fer þaðan sjálfvirkt
til notenda. Textinn kemur á skjáinn og talgervill „les“
hann fyrir hinn blinda. Með þessum mikilvæga áfanga
er farsællega lokið fjögurra ára undirbúningsvinnu
ýmissa aðila, er að málinu komu.
Ólafur Þór Jónsson, sjúkranuddari, sem er blindur,
segir í viðtali við Morgunblaðið: „Það var haustið 1964
sem ég las Morgunblaðið síðast, svo ég hef beðið spennt-
ur meðan á undirbúningstímanum hefur staðið . . . Þetta
er ekki minni bylting en þegar gufuskipin hættu og
vélskipin komu til sögunnar."
Gísli Helgason, forstöðumaður Hljóðbókagerðar, segir
af sama tilefni: „Það að blindir og sjóndaprir skuli loks-
ins fá aðgang óhindrað að dagblaði, er sennilega ein-
hver merkasti atburður í fjölmiðlun í 20 ár. Við gátum
valið um þrjár leiðir til að senda Morgunblaðið til sjón-
skertra. í fyrsta lagi á disklingum, í öðru lagi með út-
varpsbylgjum og í þriðja lagi gegnum síma. Við völdum
þá leið . . .“
ísland er sjöunda landið í Evrópu sem býður blindum
og sjónskertum upp á dagblaðalestur í tölvutæku formi
með beintengingu. Svíar búa þegar að nokkurri reynslu
á þessu sviði, en Göteborgs-Posten braut ísinn að þess-
ari þjónustu þar í landi. Henryk Rubenstein, einn af
frumkvöðlum þessarar þjónustu í Svíþjóð, sagði í viðtali
við Morgunbalaðið, að þar í landi hafi þegar verið komið
á fót bókasafns-gagnasafni fyrir blinda. „Framtíðarsýn-
in er auðvitað sú,“ segir Rubenstein, „að allur skrifaður
texti verði blindum aðgengilegur.“
Það er Morgunblaðinu fagnaðarefni að hafa átt hlut
að þessari tækninýjung hér á landi. Það er ánægjulegt
að geta „opnað nýjan heim fyrir blinda og sjónskerta“
að þessu leyti, eins og Helgi Hjörvar, framkvæmda-
stjóri Blindrafélagsins, komst að orði, þegar hann lýsti
þessari nýju þjónustu.
LÍNUHRAÐALL FYRIR
KRABB AMEIN SDEILD
OHJAKVÆMILEGT var að sparnaðarviðleitni í ríkis-
búskapnum gengin kreppuár segði til sín á útgjalda-
þyngstu sviðunum, heilbrigðis- og menntageiranum. Hún
hefur því miður komið niður á afar þýðingarmiklum
þáttum, eins og endurnýjun og viðhaldi á tækjakosti
hátæknisjúkrahúsa. Ekki hefur verið hægt að end-
urnýja, svo dæmi sé tekið, kóbalt-geislameðferðartæki
Landspítalans, sem nýzt hefur í 26 ár — og hefur lokið
„líftíma“ sínum. Ábyrgð framleiðenda er fallin niður
vegna skorts á varahlutum og hættu á málmþreytu.
Það kom fram í erindi stjórnenda Ríkisspítala til fjár-
laganefndar, fyrr á þessu ári, að verðmæti lækninga-
og rannsóknartækja á vegum Ríkisspítala er um 1,7
milljarðar króna. Eðlilegur „líftími“ flestra tækjanna er
talinn fimm til sjö ár. Stór hluti þeirra úreldist áður en
hann getur talizt ónýtur, vegna örra tækniframfara. Til
þess að halda í horfinu þyrfti því 240-340 m.kr. árlega
fjárveitingu. Þá er eftir að gera ráð fyrir framlagi til
kaupa á nýjum búnaði til að Ríkisspítalar standi undir
nafni sem háskólasjúkrahús. Fjárveiting á árinu 1994
til meiriháttar eigna- og tækjakaupa var á hinn bóginn
aðeins 95 m.kr. Sama tala er í fjárlagafrumvarpi fyrir
komandi ár.
Það er lofsvert, út af fyrir sig, að stjórnvöld hafa
síðustu ár staðið betur en áður gegn vexti ríkisútgjalda.
Ef það er hins vegar ætlun þeirra að standa við eigin
yfirlýsingar um „að gera stærstu sjúkrahúsunum [og
þar með sjúklingum] kleift að nýta sem bezt þær miklu
framfarir, sem átt hafa sér stað á sviði læknavísinda“
þarf að auka myndarlega framlög til endurnýjunar og
viðhalds tækjabúnaðar hátæknisjúkrahúsanna. Fyrsta
skrefið ætti að vera framlag til endurnýjunar á um-
ræddu kóbalttæki, það er til kaupa á línuhraðli fyrir
krabbameinslækningadeild Landspítala.
Mjólkurvinnslu verður hætt í Borgarnesi á næsta árí
O
MJÓLKURSAMLAGIÐ er þriðja stærsta samlagið á landinu. Húsið er frá 1981, 5.200 fm að grunnfleti, og vel búið tækjum. Tæki til mjólkurvinnslu
verða ýmist notuð til annars eða seld. Allri mjólk verður hins vegar ekið til Reykjavíkur í framtíðinni.
ÚRELDING
EÐA NÝSKÖPUN?
HÆTT er að fullyrða að
viðhorf í mjólkuriðnaði
hafa breyst frá því fyrstu
hugmyndir að Mjólkur-
samlagi Borgfirðinga komu fram
fyrir meira en tveimur áratugum.
Bændur voru hvattir til að framleiða
hvað þeir gátu af mjólk. Vart yrði
nokkurn tíma til nægilegt magn til
að gera stóra drauma um farsæla
sigra á sviði útflutnings að veru-
leika. Eftir því sem leið á fram-
kvæmdirnar fóru hins vegar að
koma fram gagnrýnisraddir og
smám saman kom í ljós að veruleik-
inn varð annar en ráð var fyrir
gert. Ostaútflutningur, sem litið
hafði verið sérstaklega til í Borgar-
nesi, reyndist ekki sá mikli mögu-
leiki sem virst hafði í fyrstu. Breytt
var um stefnu og dregið úr fram-
leiðslu með þeim afleiðingum að
ekki var jafn mikil þörf fyrir hið
fullkomna mjólkursamlag ög áður.
Annars konar starfsemi fluttist inn
í bygginguna og nú er svo komið
að samkomulag hefur orðið milli
stjórnar Kaupfélags Borgfirðinga
og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík
um úreldingu mjólkurbúsins.
75-95 milljóna sparnaður á ári
Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri
MS, segir að niðurfelling útflutn-
ingsbóta hafi meðal annars orðið
til þess að ekki hafi lengur verið
hagkvæmt að flytja út mjólkurvör-
ur. „Fyrir ákvörðunina og í kjölfar
hennar voru gerðar kannanir á því
hvort hagræða mætti í iðnaðinu.
Ég nefni sérstaklega kannanir
Mjólkursamsölunnar, landbúnaðar-
ráðuneytis og mjólkuriðnaðarins
með fleiri aðilum. Allar leiddu þær
í ljós að hægt væri að spara háar
upphæðir og myndi sparnaðurinn
fyrst og fremst nást með því að
Ieggja niður einstök samlög. Borg-
arnesútibúið var í því sambandi allt-
af efst á blaði. Ein ástæðan er sú
að stórt húsnæði búsins er ijarri
því fullnýtt,“ sagði Guð-
laugur. Hann sagði að
áðumefndar kannanir
gerðu ráð fyrir að á bilinu
75 til 95 milljóna króna _________
árlegur sparnaður næðist
með úreldingu mjólkurbúsins í
Borgarnesi.
Hann sagðist skilja áhyggjur
bænda vegna mjólkurflutninganna.
„En í samningnum er leitast við að
tryggja hagsmuni framleiðenda. Að
bændur fái viðunandi þjónustu og
mjólk verði sótt reglulega til þeirra.
Stjómir Kaupfélags Borgfirðinga og Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavík hafa komist að sam-
komulagi um að flytja alla mjólkurvinnslu
Mjólkursamlagsins í Borgamesi til Reykjavík-
ur. Anna G. Olafsdóttir komst að raun um
að margir em ósáttir við ákvörðunina. Fylgis-
menn hennar forðast hins vegar að nefna
orðið úreldingu og halda því fram að meiri
möguleikar geti hugsanlega falist í starfsemi
nýs hlutfélags. Ein hugmyndin er að fullvinna
kjöt í neytendapakkningar á markað erlendis.
Halldór
Guðlaugsson
Horfum til
matvæla-
iðnaðar
Við munum auðvitað leggja okkur
fram um að fara að samkomulag-
inu. Ég nefni í þessu sambandi að
mér vitanlega hafa ekki borist nein-
ar kvartanir frá bændum á Patreks-
firði eftir að útibúið á staðnum var
úrelt og samið var um að Búðardal-
ur tæki við þjónustu við þá.“
Samkomulagið
Samkomulag stjórnar Kaupfé-
lags Borgnesinga og Mjólkursam-
sölunnar verður ekki gert opinbert
fyrr en eftir staðfestingu framleið-
enda. Engu að síður er ljóst að
meðal annars er tekið á eignar-
haldsmálum Mjólkursamsölunnar
og Mjólkursamlagsins. Deilur höfðu
staðið um eignarhald fyrirtækjanna
um iiokkurt skeið og var sérstak-
lega bitist á um Mjólkursamsöluna.
Stjórn kaupfélagsins taldi að Mjólk-
ursamsalan væri eign mjólkurbú-
anna. Hún varð hins vegar
að láta í minni pokann
fyrir bændum á aðalfundi
Mjólkursamsölunnar 1.
________ nóvember. Fundurinn
sendi frá sér samþykkt í
þeirra anda; staðfestingu á því að
einstakir framleiðendur ættu Mjólk-
ursamsöluna. Samkomulagið gerir
ráð fyrir því sama. En mjólkurbúið
sé alfarið eign kaupfélagsins.
Hins vegar er stofnun hlutafélags
Mjólkursamsölunnar, Osta- og
smjörsölunnar og Mjólkurbús Flóa-
manna með Kaupfélagi Borgfirð-
inga gerð að skilyrði fyrir úreldingu
mjólkurbúsins í Borgarnesi. Fyrir-
tækið verði að minnsta kosti að
helmingi í eigu Kaupfélagsins og
starfi á sviði matvæiaiðnaðar og
haldi uppi atvinnu á staðnum. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er gert ráð fyrir 80 milljóna króna
hlutafé í fyrirtækinu.
Að lokum kveður samkomulagið
á um sameiginlega yfirstjórnun og
breytta verkaskiptingu mjólkurbúa,
sérstaklega á suðvesturhorninu, og
er meðal annars gert ráð fyrir að
safapökkun flytjist úr Flóabúinu á
Selfossi í Borgarnes.
Langspenntastir fyrir kjöti
Þórir Páll Guðjónsson, kaupfé-
lagsstjóri, sagði að úreldingin myndi
eiga sér stað samhliða því að ný
starfsemi kæmi inn í mjólkurbúið á
næsta ári. „Við gerum ráð fyrir að
mjólkurinnviktun, mjólkureftirlit,
vörudreifing og önnur starfsemi en
mjólkurvinnslan verði hér áfram.
Ég á í því sambandi við pizzugerð-
ina og áfengisátöppunina. Síðan
bætist við safapökkunin úr Flóanum
og önnur verkefni en mjólkurvinnsla
frá öðrum fyrirtækjum í mjólkuriðn-
aði. Að öðru leyti horfum við til
matvælaiðnaðarins. Við erum auð-
vitað langspenntastir fyrir kjötinu
enda er hérna stórt og gott slátur-
hús. Ég er þá að meina meðal ann-
Fimm til sex mjólkur-
fræðingar missi vinnuna
HALLDÓR Guðlaugsson, trúnaðarmaður nyólkur-
fræðinga, tók fram að starfsmönnum hefði ekki ver-
ið kynnt hvers konar starfsemi ætti að fara fram í
Mjólkursamlaginu.
„Engu að síður teljum við ólíklegt að nema helm-
ingnr okkar haldi vinnunni. Við erum núna tíu og
einn í námi og líklega verða ekki nema fjórir til fimm
eftir. Þeir myndu væntanlega nýtast við safapökkun
ef framleiddur verður djús eða eitthvað því um líkt.
Hinir hlaupa ekki beint inn í önnur mjólkurbú, sér-
staklega ekki ef á líka að fara að hagræða í þeim.
Hin hliðin er að eflaust verður erfitt fyrir okkur að losna við eign-
ir hérna ef við flytjum burt og við myndum aldrei frá samsvarandi
eignir í borginni fyrir andvirðið ef tækist að selja,“ sagði hann.
„Mér líst almennt ekki vel á samkomulagið og tel að breytingin
eigi eftir að koma illa niður á nyólkuriðnaðinum hér á svæðinu.
Ég veit heldur ekki hvort úrelding mjólkurbúsins hér skilar endi-
lega einhverri hagræðingu. Því get ég ekki svarað fyrr en ég hef
séð kostnaðinn samfara því að flytja starfsemina og hefja hana
annars staðar.“
Hrædd, reið og döpur
KRISTÍN Halldórsdóttir, trúnaðarmaður ófaglærðs
starfsfólks, tók í sama streng og Halldór og sagði
að sínu fólki þætti óvissan verst. Að vita ekki hvað
tæki við.
„Hér líður öllum illa. Við höfum verið hrædd, reið
og döpur til skiptis. Ég býst ekki við að við missum
vinnuna. Hins vegar óttast ég að launin lækki og
kvíði kjarasamningagerð. Á sama hátt er ég kvíðin
fyrir hönd bændanna. Nú þegar stendur þeim til
boða ákveðin upphæð fyrir að hætta. Þróunin verður
líklega sú í framtíðinni að þeir sem fjærst eru hætti
og byggðin hopi í átt að höfuðborginni. Sú þróun myndi hafa slæm
áhrif á atvinnuástandið í héraðinu," sagði Kristín.
„Þó að umræðan um mjólkurbúið hafi staðið í nokkur ár urðum
við fyrir sjokki og erum eiginlega enn í sjokki. Vonandi þykir okk-
ur útlitið bjartara á morgun. Samt verður alltaf sárt að sjá á eftir
því þróunarstarfi sem við höfum unnið hérna fai’a eitthvað annað.“
Kristín
Halldórsdóttir
ars frysta kjötrétti í neytenda-
pakkningum, beint í örbylgjuofninn,
á markað erlendis. Bytjað er að
huga að markaði fyrir slíkt og sér-
staklega horft til Evrópu í því sam-
bandi,“ sagði hann. Þórir sagði að-
spurður að ekkert hefði orðið úr
fyrirhuguðum framkvæmdum
*
Ovissa
„ÓVISSAN er auðvitað
mikil. Við vitum að erfitt
er að finna eitthvað jafn
traust og mjólkuriðnaðinn.
Ekkert annað hefur heldur
verið nefnt við okkur.
Tíminn verður einfaldlega
að leiða í ljós hvað gerist,“
sögðu Jórunn Guðsteins-
dóttir og Þóra Einarsdóttir
starfsmenn mjólkurbúsins.
Þær voru að pakka Engja-
þykkni þegar blaðamaður
og ljósmyndari heimsóttu
Mjólkursamlagið í vikunni.
Engjaþykkni er einmitt ein
af þeim vörum sem þróað-
ar hafa verið í Borgarnesi
frá því umræðan um úreld-
ingu búsins hófst. AIIs
starfa um 40 manns í
Mjólkursamlaginu. Af
þeim eru tíu mjólkurfræð-
ingar og um fimmtán sem
starfa við annað en mjólk.
Guðlaugur
Björgvinsson
forsljóri MS
Þórir Páll
Guðjónsson
kaupfélagsstjóri
Óli Jón
Gunnarsson
bæjarstjóri
Þorkell
Fjeldsted
bóndi í Feijukoti
vegna vatnsútflutnings. Lokanið-
urstaða væri hins vegar ekki fengin
í því.
Þórir sagði að ekki væri hægt
að líta fram hjá því að Borgnesing-
ar væru að færa vissa fórn og auð-
vitað væri gerð sú krafa að aðrir
fylgdu á eftir svo viðunandi mark-
mið um lækkað verð til neytenda á
mjólk og mjólkurvörum og stöðug-
leiki í greiðslum til framleiðenda
næðist. Hann tók hins vegar fram
að úrelding væri leiðinlegt orð og
kannski ekki nákvæmlega rétta orð-
ið í þessu sambandi. „Við getum
líka litið svo á að ekki sé hægt að
ganga óskaplega mikið lengra í þró-
un í mjólkurvinnslu. Matvæla-
vinnsla gefi hins vegar fleiri tæki-
færi í nýsköpu'n. Aðstæðurnar eru
fyrir hendi. Húsnæði Mjólkursam-
lagsins er stórt og gott og starfs-
fólkið vant aganum úr mjólkur-
vinnslunni varðandi hreinlæti og
slíkt,“ sagði Þórir. Hvað starfsfólkið
varðaði sagðist hann ekki hafa
áhyggjur af því að halda sama at-
vinnustigi. „Núna starfa á bilinu
15 til 20 manns beint við mjólkur-
vinnsluna. Ég sé ýmsa möguleika á
að útvega sama fjölda vinnu áfram.
Raunar sé ég fram á, ef vel geng-
ur, að við getum frekar bætt við_
starfsfólki en hitt. En ég get hins
vegar ekki litið fram hjá því að
ekki er víst að allir mjólkurfræðing-
arnir geti haldið áfram. Þeir eru
eiginlega viðkvæmasti hlutinn af
þessu öllu saman og ég hef áhyggj-
ur af því.“
Sæmileg eiginfjárstaða
Mjólkurbúið í Borgarnesi er
þriðja stærsta mjólkurbúið á land-
inu og gegnum Borgarnes fóru 9,3
Indriði
Albertsson
mjólkurbússljóri
milljónir mjólkurlítra,
eða yfir 9% lands-
framleiðslu, á síðasta
ári. 50 til 60% var flutt
óunnið til Reykjavíkur
en annað fullunnið í
Borgarnesi.
Eins og áður segir
kveður samkomulagið
á um að mjólkurbúið
sé eign kaupfélagsins.
Þórir staðfesti að
kaupfélagið fengi 250
milljónir úr úrelding-
arsjóði við úreldingu
mjólkursamlagsins.
Því til viðbótar rynni
fé sem sparaðist
vegna úreldingarinnar
til kaupfélagsins og
væri miðað við 75 milljóna króna
grunnupphæð. Þórir vildi ekki
meina að kaupfélagið væri mjög
illa statt. „Ég vil halda því fram
að 400 milljónir sé sæmilega eigin-
fjárstaða, þ.e. 30% af niðurstöðu
efnahagsreiknings, miðað við það
sem gerist og gengur í sambærileg-
um fyrirtækjum. Engu að síður er
auðvitað ekki hægt að neita því
að það skynsamlegasta sem fyrir-
tækið gerir í dag er að selja eignir
og greiða skuldir."
Ósáttur
Indriði Albertsson, mjólkurbús-
stjóri, sagði að breytingin fæli í sér
fleiri dökka en ljósa punkta. „Okk-
ur hefur gengið erfiðlega og auðvit-
að er ég ósáttur við að núna þegar
betur gengur sé vinnslan tekin frá
okkur. Ég get heldur ekki annað
en verið í vafa um hvernig hvernig
breytingin kemur út fyrir ________
bændur, kaupfélagið og
starfsmennina hér í fram-
tíðinni. Annars halda lík-
lega flestir starfsmenn- _________
irnir vinnunni. Þó er hætt
við að eitthvað af okkur mjólkur-
fræðingunum lendi upp á skeri,“
sagði Indriði og taldi eðlilegt fram-
haíd að mjólkurfræðingunum yrði
sagt upp strax um áramót enda
gerðu samningar ráð fyrir að þeir
hefðu 9 mánaða uppsagnarfrest við
úreldingu mjólkurbúa. Hann sa'gð-
Morgunblaðið/Sverrir
ist persónulega efast um að úreld-
ing búsins eins skilað einhverri
hagræðingu. Miklu meira þyrfti til
að ná hagræðingu sem munaði ein-
hverju um.
Erfitt að sjá fyrir áhrif á
atvinnuástandið
Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri
í Borgarnesi, sagði að honum hefði
ekki verið kynnt samkomulagið og
því ætti hann erfitt með að met;
hver áhrif úreldingar yrðu á at
vinnuástand í bænum. Því væri hin
vegar ekki að leyna að bæjaryfir
völd hefðu áhyggjix' enda væri erf
itt að finna jafn trausta atvinnu-
starfsemi og mjólkuriðnað. Hann •
sagði aðspurður að sér kæmi ekki
á óvart þó mjólkurframleiðendum á
jaðarsvæðum myndi fækka í kjölfar
breytingarinnar. Hann sagði að 30
manns væru á atvinnuleysisskrá í
bænum eða svipað hlutfall og verið
hefði á sama árstíma undanfarin
ár. Atvinnuástand hefði hins vegar
verið gott í sumar.
Treyst á reiknimeistara
Þorkell Fjeldsted í Feijukoti seg-
ir að skiptar skoðanir hafi verið
meðal borgfirskra kaupfélags-
manna um hvort gefa ætti stjórn
kaupfélagsins umboð til að semja
um úreldingu. Þeir andsnúnu hafi
hins vegar skipt um skoðun þegar
staða kaupfélagsins var gefin upp '
á fulltrúafundi í síðstu viku. Ekki
vegna þess að kaupfélagið væri á
hausnum. Fremur vegna þess að
þeir gerðu sér grein fyrir að rekst-
urinn gengi ekki upp með sama
áframhaldi. Nefndi Þorkell í því
sambandi að þó kaupfélagið stæði
ekki illa hefði tap numið 60 til 70
milljónum á síðasta ári. „Við sáum
að kaupfélagið gæti aldrei rekið
afurðastÖðina og mjólkursamlagið
með sama hætti og áður,“ sagði
Þorkell og fram kom að verið væri
að safna hlutafé fyrir afurðastöð-
ina. „Auðvitað finnst mönnum mik-
ið að missa bæði afurðastöðina og
mjólkursamlagið úr tengslum við
kaupfélagið á sama tíma. Við vitum
líka hvað við höfum en ekki hvað
við fáum. Engu að síður vonum við
að hinir háu reiknimeistarar hafi
reiknað dæmið rétt og varnarað-
gerðin sem felst í breytingunni
þjóni sínum tilgangi. Að mjólkur-
verð standi í stað eða lækki svo
mjólkin standi betur á mörkuðum.
Bættar samgöngur ættu
líka að verða til þess að
aðgerðirnar skili sér,“
sagði Þorkell og gat þess
________ að þrátt fyrir ákvörðun
bændanna ríkti ekki
ánægja meðal þeirra að þurfa að
taka þess ákvörðun og þeir hefðu
áhyggjur af því að aukinn þrýsting-
ur verði á bændur á jaðarsvæðum
að leggja niður búskap . Nú þegar
væri bændum með litla mjólkur-
framleiðslu boðin greiðsla úr úreld-
ingarsjóði fyrir að hætta.
Jafntraust
starfsemi
vandfundin