Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Fríða Knudsen fæddist á Akur- eyri 28. febrúar 1910. Hún lést á V ifilsstaðasp ítala 10. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Vil- helm Biering- Knudsen, f. 1866, d. 1934, og Hólmfríður Margrét Gísiadótt- ir, f. 1870, d. 1950. Systkini Fríðu voru Jóhanna Andrea, f. 1897, d. 1950, Ós- valdur, f. 1899, d. 1979, og Aðalheiður, f. 1910, d. 1979. Fríða giftist árið 1936 Þorvaldi Þórarinssyni hæsta- réttarlögmanni, f. 1909, d. 1975. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju i dag. VIÐ VORUM báðar Reykvíkingar Fríða Knudsen vinkona mín og ég. Hér höfum við alið okkar aldur samanlagt í meira en 150 ár. Við gátum set- ið heima hjá okkur umkringdar fólkinu sem við þekkjum eða körmumst við í húsun- um í bænum. Skyldi nú Þorsteinn Gylfason, frændi Fríðu, sitja við skrifborðið á Mímis- vegi tvö að skrifa eða yrkja eitthvað til að auka gleði okkar. Eða listamennirnir í húsun- um fyrir ofan mig og neðan í Skólavörðu- hæðinni, eða nábúinn sagnaþulurinn með frumlegar og úthugsaðar hugmyndir um sigling- ar á norðurhöfum á löngu liðnum tíma. Hvað hafa þeir fyrir stafni núna? Eða gamli skólastjórinn sem enn stingur niður penna um sín hjartans mál. Er ljós í glugganum hans? Já, það er ljós. Er hann kannski að skrifa um velferð æsk- unnar, sjálfur kominn á níræðisald- MIIMIMIIMGAR ur? Við könnumst við börnin sem við sjáum daglega að leik og líka við kettina í næstu húsum. Þess vegna er Reykjavík okkar heimili. Nú er eitt af þessum heimilum ekki lengur til, húsbændurnir eru báðir famir þau Fríða Knudsen og mað- urinn hennar, Þorvaldur Þórarins- son lögfræðingur. I Hellusund númer sex kom ára- tugum saman allskonar fólk. Börn, unglingar, listamenn, stjórnmála- menn og verkmenn úr öllum stétt- um. Allir áttu eriridi þangað á vit vináttu og þess sérstaka andrúms- lofts sem umlék unga og gamla. Þar ríkti aldrei lognmolla þótt frið- sældin væri hluti af andrúmsloftinu. Allt fullt af bókum, gömlum og nýjum; skáldsögur, ljóðabækur, ættartölur, fræðibækur, landa- bréfabækur, allt sem nöfnum tjáir að nefna - líka listaverk, steinar og blóm. Andi heimilisins var næst- um áþreifanlegur, allir fundu hann. Smám saman fækkaði gamla fólk- inu en yngra fólk bættist við í stað- inn. Fyrir stuttu fór ég þangað með þriggja ára snáða. Honum var vel fagnað en heimsóknin snerist ekk- ert sérstaklega um hann. Hann borðaði með okkur pönnukökur og dundaði svo við að stijúka kisu og leika með steina. Þegar við komum út spurði hann: Er þetta langamma mín? Hvenær förum við aftur til hennar? En hvað var það sem gerði allar heimsóknir í Hellusundið svona heilsusamlegar? Það var vitanlega margt. Góðvild, skemmtilegar sam- ræður eða deilur um menn og mál- efni og svo þessi íslenski andi sem erfitt er að lýsa. Fríða ferðaðist ung mikið með Osvaldi Knudsen bróður sínum. Hún sá landið. Hún meðtók það með kostum og göllum, kinkaði kolli í kveðjuskyni þegar hún sá fyrsta vetrarblómið á vorin, vissi hvar í Blönduhlíðinni var hægt að hvílast í fjólubrekku, saknaði ilms- ins af birki og blóðbergi meðan hún og Þorvaldur dvöldu í Bandaríkjun- um á stríðsárunum. Henni fannst gott að vera úti í öllum veðrum bæði í byggð og óbyggð. Þó var í Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, •Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfír eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða. eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. FRÍÐA KNUDSEN raun aldrei talað sérstaklega um neitt af þessu, það bara lá í loftinu. Hún sat einu sinni á hól á Hvera- völlum þegar ég fór til að sækja hana í kaffi. Hún stóð strax upp og það var ekki fyrr en ég spurði hvað hefði dvalið hana á hólnum sem hún sýndi mér blómstrandi steindeplu þarna í auðninni. Hún safnaði líka og þurrkaði blóm þegar hún var yngri. Einu sinni spurði hún mig hvort ég hefði nokkurn, tíma hugleitt hvers vegna svona margar blómategundir yxu í Öskjuhlíðinni. Það vildi svo til að ég var nýbúin að .glugga í gamla dagbók frænda míns. Þar stóð að Árna Thorsteinssyni landfógeta hafi runnið til rifja hve Öskjuhlíðin var berangursleg, svo hann tók til að safna blómafræjum á haustin og sáldraði þeim yfir hlíðina. Æ, æ, sagði Fríða og nú er búið að tyrfa yfir bestu blómastaðina mína og hans. Fyrir mörgum árum sagði hún mér frá þvi þegar hún tók unga vin- konu með sér í kirkjugarðinn. Göm- ul kona sat á einu leiðinu og barnið spurði: Er nú gamla konan að grafa sig niður? Fríða stillti sig um að hlæja en svaraði eitthvað á þá leið að gömlu fólki þætti gott að fá að hvíla sig. Nú var Fríða sjálf búin að fá nóg því að síðustu vikumar var líkaminn orðinn kvalinn þó and- inn væri óbreyttur. Við vinimir, ungir og gamlir, söknum hennar og heimilisins, ég óska öllum þess að eiga svipaða áningastaði að leita til í dagsins önn eins og við höfum svo mörg átt í Hellusundinu; Sigríður Theodórsdóttir. Gömul og trygglynd vinkona okkar hjóna, Fríða Knudsen, hefur nú Iokið erfiðri baráttu við lang- vinna- vanheilsu. Svo vildi til að við kynntumst Fríðu og manni hennar, Þorvaldi Þórarinssyni, undir eins þegar við fluttumst heim 1946, og með okkur tókst snemma vinátta sem haldist hefur óbreytt síðan í nær hálfá öld, en Þorvaldur lést 1975. Á þá falslausu vináttu Fríðu í okkar garð hefur aldrei borið skugga. Við vorum þar síður en svo ein á báti, því að Fríða var bæði vinsæl og vinmörg, enda þótt hún tæki ekki öllum opnum örmum. Hún var ávallt gestrisin og glaðvær, en fremur hlédræg í ljölmenni, enda bjó hún yfir rniklu skapi og næmum tilfinningum sem hún bar ekki á torg. Hún átti enga samleið með stórlöxum þessa heims, allra síst með þeim sem henni þótti troða á þeim sem minna máttu sín. Lítil- magnar — hvort sem voru menn eða málleysingjar — áttu ævinlega samúð hennar yísa, og fleirum varð hún hjálparhella en almennt var kunnugt. Við hjónin eigum margs að minn- ast og margt að þakka úr margvís- legum samskiptum okkar við Fríðu, bæði á heimilum okkar og utan húss. Minnisstæð verður okkur ávallt gleði hennar og hrifning af útivist í ópsilltri íslenskri náttúru, sem við kynntumst á fjölda göngu- ferða utan alfaraleiða, svo og í heimsóknum okkar að Laxabakka, sumarbústað bróður hennar, þar sem við áttum margar ánægju- stundir. Þessar samvistir við fjölbreytileik íslenskrar náttúru voru okkur ómet- anlegar, ekki síst af því að Fríða kunni jafn vel að meta hið smá- gerða í náttúrunni og hið stórbrotna og hrikalega. í þessu efni var Fríða mikil leiðbeinandi með skilningi sín- um á hinu smáa í'óspilltri náttúru. En við áttum saman fleiri hugð- arefni. Fríða var alla tíð mikill lestr- arhestur og unnandi góðra bók- mennta, og á því sviði var hún bæði margfróð og smekkvís. Eftir að heilsu hennar tók að hraka, urðu bækurnar henni ekki aðeins dægra- stytting, heldur sá heimur sem hún gat leitað skjóls í. Við hjónin kveðjum trygglynda vinkonu með söknuði og þakklæti fyrir órofa vináttu og'alla góðvild sem við þágum af hennar hendi. Eftir stendur minningin um heil- steypta konu, gædda miklum mann- kostum og falslausri tryggð. Jakob Benediktsson. EPA POLLIITION PREVENTER DAEW00 2800 ■ 66Mhz Intel 486DX2 ■ 128KB skyndiminni (mest 256KB) ■ 4MB vinnsluminni (mest 64MB) ■ 260MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF ■ 32-bita VESA Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest 2MB) ■ VESA Local Bus og ISA tengibrautir E MS-D0S, Windows og mús ■ Kr. 129.000 stgr. m/vsk DAEWOO 5200 Pentium ■ 60Mhz Intel Pentium ll 256KB skyndiminni (mest 1MB) ■ 8MB vinnsluminni (mest 128MB) ■ 264MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ Overdrive sökkull, ZIF 237 pinna ■ 32-bita PCI Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni (mest2MB) ■ PCI o.g ISAtengibrautir ■ MS-D0S, Windows og mús ■ FRÁBÆRTVERÐ Kr.174.000 stgr. m/vsk RAÐGREIÐSLUR LykiH aí> alhliða töl B V 1 | EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000 Opið laugardag 17. des. kl. 10-18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.