Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 47

Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 47 GEORG FELIX GÍSLASON -I- Georg Felix * Gíslason var fæddur í Englandi 29. september 1921. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Eir hinn 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Frank Gaze- ley, lögreglufor- ingi hjá Scotland Yard í Lundúnum, og kona hans, Leontine Ann Marie, ættuð frá Frakklandi. Hann var elstur fjögurra systkina, en þau eru Jackelin, Neville og Monica og lifa þau öll bróð- ur sinn. Georg kvæntist eftir- lifandi konu sinni Ingibjörgu Eiríksdóttur 3. nóvember 1945, en hún er dóttir hjónanna Ei- ríks K. Jónssonar málarameistara í Reykjavík og Jennýjar Friðriks- dóttur sem bæði eru látin. Georg og Ingibjörg eignuð- ust þijú börn. Þau eru: Anna María f. 13.3.47, gift Óla Pétri Olsen; Ingi- bergur Jón, f. 18.4.54, kvæntur Sigríði Gunnars- dóttur, og Eiríkur Oddur, f. 22.9.56, giftur Ragn- hildi Sveinsdóttur. Einnig ólu þau upp son Onnu Maríu, Ge- org, f. 24.2.65. Útför Georgs fer fram frá Langholtskirkju í dag. ELSKU pabbi minn. Loksins hefur þú fengið hvíldina langþráðu eftir áralöng -og ströng veikindi og sjúkrahúsvistir. Pabbi fæddist í Englandi og ólst upp þar og í Frakklandi þaðan sem móðir hans var ættuð. Ungl- ingsár hans voru sveipuð skugga stríðs seinni heimsstyijaldarinnar og átján ára gamall var hann kall- aður í herinn, ungur og óreyndur, úr ormum fjölskyldunnar þar sem blákaldur veruleikinn blasti við honum, breskur heragi í öllu sínu veldi. Sjóherinn varð hans hlutskipti og árið 1942 var skipi hans stefnt í norður og til íslands. Til Reykja- víkur var komið þar sem dvalið skyldi næStu tólf mánuði. Þar vann pabbi á pósthúsi hersins í Hafnar- stræti ásamt fleiri störfum. Á löngum dögum fjarri sínum nán- ustu eru dagarnir lengi að líða og á einum slíkum sá pabbi unga ljós- hærða stúlku sem vann við fram- reiðslu á matstað í Hafnarstræt- inu. Hún varð sólargeislinn hans í skammdeginu og þau unnust hugarástum. En brátt rann tíminn sem íslandsdvölin átti að standa út og haldið skyidi á ný út í óviss- una, sem reyndist vera dvöl á tundurspili í Kyrrahafínu það sem eftir lifði stríðsins. En öll él birtir upp um síðir og í október 1945 kom pabbi til ís- lands aftur til að giftast mömmu sem hafði beðið eftir honum, stundum án þess að heyra frá honum mánuðum saman vegna stríðsins. Þau giftu sig og fimm dögum síðar fengu þau far með íslenskum ísfisktogara sem var fara í söluferð til Englands og brúðkaupsdagamir liðu í vonsku- veðri alla leið til Englands. Á þessum tíma var erfitt fyrir stúlku frá íslandi að aðlaga sig landi sem stríðið hafði leikið grátt og mikil heimþrá gerði vart við sig, sem endaði með því að þau fluttust til íslands ári seinna og hófu búskap á Laugavegi 43. Seinna byggðu þau hús í Gnoðar- vogi 52 ásamt foreldrum mömmu og bræðrum. Pabbi hóf störf í versluninni hjá Agli Vilhjálmssyni strax eftir kom- una til Islands og vann þar til heilsan brást honum, aðeins 57 ára_ gömlum. Árin hjá Agli Vilhjálmssyni urðu 33 og það eru ábyggilega margir sem muna eftir Gogga í búðinni. Þó pabbi hafí flust til Islands skildi hann ekki ensku hefðimar eftir heima. Enska nákvæmnin og snyrtimennskan var höfð í háveg- um og man ég alltaf eftir skóburst- un hans og öllum glansandi skón- um. Hann hafði afar gaman af stangveiði í ám og vötnum og var farið mjúkum höndum um náttúr- una og bráðina. Veiðiferðirnar í Miðjarðarána í góðum félagsskap vom eftirminnilegastar og sá stóri, stóri, stóri sem þar veiddist var sennilega toppurinn. Alltaf voru tengslin við gamla England sterk og oft var útvarp BBC hátt stillt en sennilega aldrei eins hátt og þegar England varð heimsmeistari í knattspymu sum- arið 1966. Þá ætlaði þakið að rifna af húsinu og tár sáust renna smá stund. Þegar pabbi var 57 ára gamall fékk hann blóðtappa við heilann og lamaðist. Maður eins og hann sem alltáf hafði verið í fullu fjöri átti afar erfítt með að sætta sig við orðinn hlut og urðu árin sem eftir komu afar erfíð honum og mömmu, sem hlúði að honum eins og hún gat. Margar urðu sjúkrahúslegur hans og vil ég þakka öllum sem hjálpað hafa honum gegnum árin, nú síðast starfsfólkinu á 3. hæð hjúkrunarheimilisins Eirar í Graf- arvogi, þar sem hann dvaldi síð- asta árið. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Elsku pabbi. Nú ert þú laus við fjötrana og frjáls á ný. Megi Guð vera með þér. Þín dóttir, Anný. Georg Felix Gíslason var fædd- ur í Englandi. Hann átti franska móður og enskan föður. Þijú systkini átti hann, tvær systur og einn bróður, sem öll em búsett í Englandi. Georg giftist systur minni, Ingibjörgu Eiríksdóttur, og eignuðust þau þijú börn og einn fósturson sem reyndist þeim sem besti sonur. Á unglingsárunum lék Georg knattspyrnu og var mikill Crystal Palace-maður. Fljótlega eftir að hann fluttist til íslands hóf han störf hjá Agli Vilhjálmssyni. í 15 ár átti hann við veikindi að stríða. Hann var mikill íslendingur en hafði sterkar taugar til Englands. Nú kveð ég góðan vin og bið Guð að blessa eiginkonu hans, böm og fjölskyldur þeirra. Helga Eiríksdóttir. CHATEAU D'AX TEG.87I 3ja sæta sófi og tveir stólar í leðri Verð kr. 239.800 stgr. Síðumúla 20, sfmi 688799. 'fgjufú' Honse bouilkm Piske bouillon ^ Svine kodkraft 0kse kodkraft * ^ sovs Alt-i-én teming -med smag, kulor og jævning Gronsags bouillon Lamh STOCK CUBES Klar bouillon SKIÐATILBOÐ ALITAðTo% ELDRI ARGERÐIR AF SKIÐUM OG SKÍÐAVÖRUM Á FRÁBÆRU VERÐI Ódýrir skíöapakkar, barna, unglinga og fulloröinna Skíði barna verð frá kr. 4.900 Skíði unglinga verð frá kr. 6.900 Skíði fullorðinna verð frá kr. 8.900 Skíðaskór barna verð frá kr. 3.300 Skíðaskópokar verð frá kr. 1.190 Leðurskíðahanskar verð kr. 970 Skíðagleraugu verð frá kr. 890 Skíðapokar verð frá kr. 2.300 Skíðasokkar verð frá kr. 690 Bakpokar verð frá kr. 1.290 7~n: '-^,,.; 4yiittistöskur verð frá kr. 590 Skíðalúffur verð kr. 490 Og aö sjálf- sögöu margt fleira. Ódýrir, vandaðir DYNASTAR skíðagallar: Barnastærðir 6—16 ára, litir; blátt, lilla og svartur. Verö kr. 5.200. Dömustærðir, litir; grænn, burgundy og blár. Verð kr. 7.300. Herrastærðir, litir; dökkblár, svartur og burgundy. zzVerö 7 Símar: 35320, 688860. Ármúla 40. Sveppa- kraftur Alltaf uppi á kraftmikið og gott bragð! , YOOA F14.17rSlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.