Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 51

Morgunblaðið - 16.12.1994, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ stundunum fækkaði, eftir að Hörð- ur bróðir minn lést. Alla tíð hafði Ella samband og áhuga á því hvernig bömunum okkar vegnaði. Nokkrum vikum áður en hún lést heimsótti ég hana á Landspítalann. Bað hún mig þá um að sýna sér myndir af sonardætrunum okkar, sem búa í Svíþjóð, næst þegar ég kæmi í heimsókn, sem ég og gerði og var hún mjög ánægð. Þess má geta, að handbragð Ellu bar -ávallt vitni vandaðra vinnubragða í hverju sem var. Það er með þakklæti og virðingu í huga sem þessi hugljúfa mágkona er kvödd. Minning hennar rís hæst í manngildi, trúmennsku, vináttu og kærleika til annarra. Það er trú mín og vissa að hún muni nú hitta eiginmann sinn, svo og aðra ætt- ingja, sem farnir eru á undan henni, yfir móðuna miklu. Það verða sælufundir og ást og kær- leikur munu ríkja. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum, svo og öðrum ástvinum, vottum við samúð og biðjum Guð, að styrkja ykkur í sorginni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Bára Jónsdóttir. Okkur langar að minnast Elínar nágrannakonu okkar. Það var fyr- ir rúmlega fimm árum áð við flutt- um á Suðurvanginn, ásamt öðru ungu barnafólki. Við fréttum að í næstu íbúð við okkur ætluðu hjón á miðjum aldri að flytja inn. Við höfðum áhyggjur- af því, að þau yrðu ekki hrifin af þeim hávaða og ijöri sem fylgt getur börnum og að þau myndu ekki falla inn í þann unga foreldrahóp sem ný- fluttur var í húsið. En annað kom á daginn. Bæði Elín og Hörður voru ung í anda og tóku börnunum okkar einsog þeirra eigin bama- börnum. Börnin litu á þau sem ömmu og afa í næstu íbúð og ófá- ar stundirnar léku börnin okkar við barnabörn þeirra, sem komu mjög oft í heimsókn. Elín var einstaklega góð og hreinskilin kona. Hún sagði sína meiningu á sinn skemmtilega og opinskáa hátt og var alltaf tilbúin að aðstoða okkur eins og hún gat. Þrátt fyrir langa sjúkdómslegu og mikil veikindi upp á síðkastið, von- uðum við alltaf að hún myndi hressast og koma heim. Við fjölskyldan þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Elínu og munum við sakna hennar mikið. Minningin uni hana mun alltaf lifa hjá okkur. Ástvinum hennar og ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Margrét og Torfi. FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 51 Geisladríf Stwnd-BlasterPRo + 2hatalarar saman í hörðum iofapakka §ound Meinháttar hljoðkerfi fyrir alla tölvunotendur creativ .... Geis'adrifið Mitsumi CD-ROM (2 spin) r + CREATIVE C Sound-Blaster PRo + Iveir hátalarar. Saman I Pakka á kr. Mikið úrval glæsilegra jólagjafa sem finna má á óskalista tölvu áhugamannsins um þessi jól Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664 Opiðtilkl. 16.00 á laugardaginn. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.