Morgunblaðið - 16.12.1994, Qupperneq 54
54 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+ LHja Lárusdótt-
ir fæddist í
Garðshorni í Kálfs-
hamarsvík í Aust-
ur-HúnavatnssýsIu
hinn 3. ágúst 1940.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 9.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Þórey
Una Frímannsdótt-
ir og Lárus Guð-
mundsson. Þau eru
bæði látin. Lilja var
næstyngst af _ tíu
systkinum. Árið
1959 giftist hún Guðlaugi
Helgasyni og eignuðust þau
fimm börn. Það elsta dó í frum-
bernsku en hin eru: Helgi Lár-
us, f. 1962, maki Anna Þórðar-
dóttir; Stefanía Þórey, f. 1964,
maki Magnús Sævar Ottarsson;
Inga Jóna, f. 1966, maki Jón
Einarsson; og Arnar, f. 1968,
maki Eygló Bára Jónsdóttir.
Barnabörnin eru tíu talsins.
Lilja og Guðlaugur slitu sam-
vistum. Eftirlifandi sambýl-
ismaður Lilju er Albert Ágústs-
son. Útför Lilju fer fram frá
Akraneskirkju í dag.
MIG LANGAR að minnast í fáum
orðum elskulegrar systur minnar,
sem varð að lúta í lægra haldi fyr-
ir illvígum sjúkdómi sem hún ætl-
aði sannarlega að sigra fram á síð-
ustu stundu. Hún kvaddi þennan
heim í faðmi fjölskyldu sinnar.
Lilja ólst upp í Kálfshamarsvík
til 14 ára aldurs. Þá flutti hún með
foreldrum sínum til Akraness. Þar
átti hún sín unglingsár og kynntist
fyrrverandi rhanni sínum, Guðlaugi
Helgasyni. Fyrsta barnið sitt misstu
þau nýfætt, en hin fjögur lifa móð-
ur sína. Lilja og Guðlaugur slitu
samvistir og bjó hún þá ein með
bömin á Akranesi meðan þau voru
að vaxa upp. En alltaf var góður
vinskapur með henni og Guðlaugi
þó sambúðinni lyki og var það einn-
ig eftir að hún kynntist
eftirlifandi sambýlis-
manni sínum, Alberti
Ágústssyni. Albert
reyndist Lilju og börn-
um hennar einstaklega
vel, sem ber þess vitni
að hann eignaðist lítinn
nafna hjá yngri dóttur
hennar. Lilja og Albert
áttu engin börn saman.
Á heimih Lilju var
alltaf gott að koma,
gestrisni og góðvild
alltaf í fyrirrúmi. Alltaf
var nóg pláss til að
hýsa gesti þó oft væri
þröngt meðan börnin voru öll
heima. Hún var alltaf kát og aldrei
var neitt að hjá henni ef hún var
spurð, þó maður vissi að oft var
þröngt í búi meðan hún var ein
með fjögur lítil böm. Það var henn-
ar vani að kvarta ekki þó eitthvað
bjátaði á. Það sýndi hún svo sannar-
lega í veikindum sínum.
Við áttum margar góðar sam-
verustundir þegar ég var að koma
með minn barnahóp til hennar með-
an ég bjó úti á landi og þær minn-
ingar mun ég geyma í hjarta mínu.
Börnunum mínum þótti einstaklega
vænt um hana því að Lilja frænka
var eitthvað sérstakt í þeirra huga,
enda var hún þeim jafngóð og sínum
eigin bömum.
Lilja starfaði í mörg ár í þvotta-
húsi á sjúkrahúsi Akraness, eða þar
til hún flutti ásamt sambýlismanni
sínum til Reykjavíkur, þá hóf hún
störf í Skálatúni í Mosfellsbæ, því
henni var það yndi að hlúa að þeim
sem minna máttu sín. Síðast starf-
aði hún við heimilishjálp hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkur eða þar
til hún varð óvinnufær vegna sjúk-
dómsins sem lagði hana að velli.
Hún fékk að vera heima sem
mest þetta ár sem hún barðist við
þennan vágest. Síðustu vikurnar
naut hún þess hve góð börn og
mann hún átti. Þau vöktu yfir henni
hveija stund og reyndu að gera
henni lífið sem léttbærast. Hún var
MINNINGAR
alltaf að starfa eitthvað þó þrekið
væri alltaf að minnka og fæturnir
orðnir hálflamaðir. Hún var að
pijóna og sauma á barnabörnin sín
sem voru orðin tíu talsins. Hún var
að hugsa um komandi jól, að allar
jólagjafirnar skyldu vera tilbúnar
handa þeim, því hún ætlaði svo
sannarlega að halda sín jól.
Ég minnist þess að um miðjan
nóvember var ég í heimsókn hjá
henni. Hún var þá nýkomin úr stórri
aðgerð og gat aðeins gengið með
göngugrind. Mér varð á að fara að
vorkenna henni, þá sagði hún: „Við
förum á ball og fáum okkur snún-
ing á jólaföstunni." Hún sagði allt-
af: „Eg ætla að ganga sjálf fyrir
jól.“ Svona var harkan og dugnað-
urinn á öllum sviðum. Henni hefur
orðið að ósk sinni því nú gengur
hún þó vegurinn sé annar en hún
ætlaði sér.
Starfsfólki og læknum á Krabba-
meinsdeild Landspítalans þakka ég
góða umönnun og sérstakar þakkir
sendi til hjúkrunarfræðingánna sem
önnuðust Lilju í legu hennar heima.
Elsku systir, ég mun ætíð minnast
þín og allra okkar samverustunda.
Ég þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir börnin mín og mig. Þú
varst alltaf ómetanleg stoð þegar
ég þurfti á því að halda. Ég kveð
þig þar til við hittumst að ný hand-
an móðunnar miklu.
Elsku Þórey, Lárus, Inga, Arnar
og fjölskyldur ykkar. Elsku Alli
minn, missir ykkar er mikill en
minningin um góða eiginkonu og
móður mun sefa sorgina að lokum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta- skalt.
(V. Briem.)
Guðbjörg Lárusdóttir.
Elsku frænka, um leið og við
kveðjum þig langar okkur til að
minnast þín með fáeinum orðum.
Þú varst okkur alltaf kær og til
þín var gaman að koma. Við minn-
umst allra góðu stundanna sem við
áttum hjá þér á Akranesi þegar við
vorum litlar.
í mörg sumur vorum við vanar
að vera á Akranesi hjá Unu ömmu
í einhvem tíma. Mestum tíma dags-
ins var samt varið hjá þér og krökk-
unum þínum. Alltaf var hús þitt
opið okkur hvort sem var að nóttu
eða degi. Þú varst alltaf til staðar
til að hugga og hughreysta okkur
ef eitthvað bjátaði á eða ef einhver
prakkarastrik voru framin sem
amma mátti ekki vita um. Oft var
líf og fjör í kaffitímanum um miðj-
an daginn þegar allur hópurinn var
sestur niður og var þá ekki alltaf
hljóðlátt í kringum okkur. En þú
sýndir okkur ótrúlega þolinmæði.
Ekki vissum við þá hversu oft var
þröngt í búi hjá þér. Okkur var allt
velkomið sem þú áttir.
Þessara stunda minnumst við nú
þegar þú ert farin frá okkur. Á
unglingsárum okkar breyttist
frænka í góðan vin í okkar huga.
Margar voru stundimar þegar við
sátum fram á nætur að tala saman.
Alltaf komst þú fram við okkur eins
og við væru fullorðnar en ekki ungl-
ingar svo við gátum rætt um allt
við þig sem okkur lá á hjarta. Þó
við hittum þig ekki eins oft eftir
að við urðum fullorðnar, minntumst
við þessara stunda oft, því víst varst
þú okkur meira en frænka, þú varst
okkur líka vinur.
Elsku Alli, Lalli, Tóta, Inga, Am-
ar og fjölskyldur ykkar. Sorg ykkar
er mikil og söknuðurinn sár. Við
sendum ykkur samúðarkveðjur og
hugsum til ykkar á þessum erfiðu
stundum.
Er við litum um öxl til Ijúfustu daga
liðinnar ævi,
þá voru það stundir í vinahópi
sem mesta gieði veittu.
(NICO)
Heiðrún og Auður.
Nú á aðventu þegar undirbúning-
ur jólanna stendur sem hæst læðast
dimmir skuggar fram á milli ljós-
anna. Lilja systir mín hefur lokið
lífsgöngu sinni, svo alltof fljótt. Hún
lést á heimili sínu eftir margra
mánaða baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Svo sannarlega var það bar-
átta, því fram á það síðasta ætlaði
hún að sigra erfiðleikana eins og
hún hafði alltaf gert. Lögmál henn-
LILJA
LÁR USDÓTTIR
t
Elskuleg dóttir mín, systir og frænka,
STELLA J. MARGESON,
Lumberton,
Norður-Karóli'nu,
lést að morgni 15. desember í sjúkrahúsi í Norður-Karólínu.
Lára K. Ólafson,
Birna Jóhannsdóttir,
Lárus Jóhannsson,
Jakob P. Jóhannsson,
Rannveig Gísladóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
HALLDÓR SIGURBJÖRNSSON,
frá ísafirði,
andaðist í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 6. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Lilja Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Elskulegur faðir okkar,
SIGURÐUR PÉTURSSON
gerlafræðingur,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Ægisíðu 56,
lést að morgni 15. desember.
Hulda Sigurðardóttir,
Svavar Sigurðsson,
Pétur Sigurðsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA ÞORBERGSDÓTTIR,
Skólabraut 5,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir 13. desember.
Bergþóra Siguröardóttir, Róbert Róbertsson,
Guðrún K. Sigurðardóttir Golden, Georg D. Golden,
Jórunn Hulda Sigurðardóttir, Eyjólfur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Sambýlismaður minn og fósturbróðir okkar,
ÞORGRÍMUR BJARNASON,
Vík við Stykkishólm,
sem lést á heimili sínu 8. desember, verður jarðsunginn frá Helga-
fellskirkju laugardaginn 17. desember kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Helgafellskirkju njóta þess.
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Dagbjört Davíðsdóttir,
Halldóra Davíðsdóttir
og börn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og
amma,
ÞÓREY HANNESDÓTTIR,
Álftamýri 54,
Reykjavík,
lést í Borgarspítalanum 14. desember.
Hannes Már Sigurðsson, Brynja Jónsdóttir
og barnabörn.
ar gerði ekki ráð fyrir að hafa í
flimtingum líðan sína eða tilfínning-
ar og ætíð gerði hún sem minnst
úr öllu og hughreysti jafnvel okkur
sem heilbrigð erum.
I amstri daganna er dauðinn svo
fjarlægur og ætíð erum við jafn
óundirbúin afdráttarleysi hans. En
öllu er afmörkuð stund, einnig lífi
okkar. Af tíu systkinum er Lilja
fyrst til að kveðja. Það hefur verið
eitthvað svo sjálfsagt að við værum
hér öll og hjálpuðumst að á erfiðum
stundum en nú er eitt sætið autt
og minnir okkur á að enginn fær
umflúið örlög sín.
Á þessari stundu koma minning-
arnar fram í hugann hver af ann-
arri. Mér finnst hafa verið hrifsaður
frá mér hluti af bakgrunni mínum,
æsku- og unglingsárin marka þar
svo djúp spor. Lilja var næstyngst
af systkinahópnum, en undirrituð
er litla systir, sex árum yngri. Ekki
hefur Lilju þótt ástæða til að öf-
unda þann keppinaut sem ég mun
hafa verið henni, því aldrei man ég
annað en umhyggju og góðsemi í
minn garð, alla tíð.
Lilja giftist Guðlaugi Helgasyni
og bjuggu þau allan sinn búskap á
Akranesi. Á mínum unglingsárum
var ég mikið á heimili þeirra. Þar
voru allir velkomnir og móttökurnar
alltaf jafn hlýjar. I búðarferðum var
oft stungið að mér peysu eða ein-
hveiju öðru sem vitað var að ég
dáðist að og var það gefið af góðum
huga. Þannig var Lilja. Þegar við
síðar bjuggum langt hvor frá ann-
aíri var alitaf jafn gaman að koma
í heimsókn. Þá var oft mikið spjall-
að og sólin jafnvel farin að gægjast
upp þegar okkar svefntími kom.
Ég hugsa til þess núna að Lilja
hafði ætíð nægan tíma. Þó hún
væri í fullri vinnu var ijúkandi á
könnunni hvenær sem maður kom
og kökudunkarnir fullir. Hún var
eljumanneskja og þó að brautin
hafi stundum verið þyrnum stráð
hafði hún sérstakt lag á að sópa
þeim frá og sjá björtu hliðarnar á
tilverunni.
Lilja og Guðlaugur slitu samvist-
um en þrátt fyrir það hefur þeim
auðnast í sameiningu að veita börn-
um sínum þann hlýhug og hand-
leiðslu sem þarf til þroska. Það
hefur sýnt sig nú síðustu mánuði,
þar sem þau hafa umvafíð móður
sína kærleika í veikindum hennar
og varla vikið frá henni nokkra
stund. Slíkt er virðingarvert. Þau
hafa nú öll stofnað sín heimili og
veit ég að þau miðla sínum börnum
þeim kærleika og umburðarlyndi
sem Lilja hefði óskað þeim til
handa.
Fyrir nokkrum árum fluttist Lilja
til Reykjavíkur með sambýlismanni
sínum Alberti Ágústssyni. Sá öðl-
ingsmaður á innilegar þakkir skild-
ar frá öllum þeim sem þótti vænt
um Lilju. Hann var henni og börn-
um hennar ekkert nema alúðin og
umhyggjusemin og gaf þeim það
besta sem hann átti, tryggð og vin-
áttu. Guð gefi þeim nú öllum styrk
til að yfírvinna sorgina. Bestu þakk-
ir fær hjúkrunarfólkið frá Karitas
sem aðstoðaði síðustu vikurnar og
gerði Lilju kleift að vera á heimili
sínu. Þar gat hún fylgst með hópn-
um sínum og verið síðustu stundirn-
ar með þeim sem henni þótti vænst
um.
En allir dagar eiga sér kvöld og
allar nætur morgna. Dagurinn
hennar Lilju er að kvöldi kominn
en upp rís morgunsólin og mun
verma hana geislum sínum á þeim
stað þar sem við öll munum hittast
að lokum.
Blessuð sé minning þín, systir
mín.
Nú blundar fold í blíðri ró
á brott er dagsins stríð
og líður yfir land og sjó
hin ljúfa næturtíð.
Þá mæða sálar hverfur hver
svo hvílst þú getur rótt
og sjálfur Drottinn sendir þér
er sefur góða nótt.
(Þýð. J. Helgason)
Sólborg Lárusdóttir.