Morgunblaðið - 16.12.1994, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FAVfe. /2-g
Tommi og Jenni
Ferdinand
THI5 F00TBALL L00K5 LIKE A THANK5GIVIN6 TURKEV lOITHOUT THE DRUM5TICK5.. CATCH THE TURKEV, 5IR! UJHITE MEATOK DARK MEAT7SAVE ME THEU)I5HB0NE!__ II-zs 0^ THE TURKEV FELL OFF THE TABLE, 5IR..^ 993 Unlted Feature Syndicate, Inc. I HATE PLAVIN5 LUITH VOU,M ARCIE!
tsjrv ^ / V*-' jQlM
•
Þessi fótbolti lítur út eins
og leggjalaus þakkar-
gjörðarkalkúni
Gríptu kalkúnann,
herra! Hvítt kjöt eða
dökkt kjöt? Geymdu
óskabeinið handa
mér!
Kalkúninn féll Mér ieiðist að
ofan af borðinu, leika við þig,
herra. Magga!
BREF
ITL BLAllSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Að vera eða vera ekki
- af réttu kyni?
Frá Ragnheiði H. Þórarinsdóttur:
EKKI ætti það að hafa farið fram
hjá neinum síðustu daga, að það er
búið að ráða í stöðu umboðsmanns
barna hér á landi. 24 sóttu um starf-
ið, 15 konur og 9 karlmenn, flest
allir eflaust með menntun og starfs-
reynslu við hæfi. Eins og gefur að
skilja gat einungis einn hreppt
hnossið, og hefur kvenlögfræðingur
hlotið starfann.
Réttum mánuði eftir að málið er
frá gengið, birtist opið bréf í Mogg-
anum til Davíðs Oddssonar, þar sem
hann er krafinn skýringa vegna
þessa, þar sem viðkomandi umsækj-
andi geti ekki með nokkru móti tal-
ist standa öðrum umsækjendum
framar. Bréfritarar eru tveir um-
sækjendur, karlkyns. í 2. grein laga
um umboðsmann barna stendur:
„Umboðsmaður barna skal hafa lok-
ið háskólaprófi. Hafí umboðsmaður
barna ekki lokið embættisprófí í lög-
fræði skal lögfræðingur starfa við
embættið." í greinargerð með þess-
ari grein frumvarpsins stendur, að
umfjöllun um ýmis lagaleg atriði
varðandi börn verði án efa eitt meg-
inverkefni umboðsmanns barna,
a.m.k. á fyrstu árum embættisins.
Hæfur starfskraftur ráðinn
Með hliðsjón af lögunum og þeim
skilyrðum, sem umsækjendur þurftu
að uppfylla, get ég því með góðri
samvisku tekið hattinn ofan fyrir
stjórnvöldum, sem svo sannarlega
hafa slegið margar flugur í einu
höggi með þessari stöðuveitingu.
Þau mega teljast stálheppin að hafa
fengið umsækjanda, sem bæði upp-
fyllir starfsskilyrðin með sóma og
þess utan er Kona, með stórum staf.
í fyrsta lagi finnst mér, sem skatt-
borgara, hið besta mál, að nú þarf
hvorki að ráða lögfræðing til að
halda í höndina á ólöglærðum um-
boðsmanni né kaupa rándýra lög-
fræðiþjónustu fyrir þetta nýja emb-
ætti. Stjórnvöld sýna, að mínum
dómi, óvenjulega mikla framsýni, því
gera má ráð fyrir, að það séu ein-
mitt lög og reglugerðir varðandi
börn og unglinga, sem helst þarf að
hafa auga með og breyta fyrst í
stað, svo lögfræðiþekking þarf ör-
ugglega að vera til staðar. Að veita
lögfræðingi stöðuna minnir því einna
helst á vinnubrögð hinnar margum-
töluðu hagsýnu húsmóður, því auð-
vitað er miklu betra að hafa þetta
allt á einni hendi. Með stöðuveiting-
unni er því verið að spara skattborg-
urunum stórfé.
í öðru lagi hefur stjórnvöldum
með þessari veitingu loksins tekist
að koma landanum ofarlega í „stati-
stikkinni", hvað varðar konur í
ábyrgðar- og stjórnunarstöðum.
Samanborið #við hin Norðurlöndin
erum við nefnilega hrikalega aftar-
lega á merinni hvað raunverulegt
jafnrétti varðar, og margir íslenskir
karlmenn eru alveg einstakir aftur-
haldsseggir í jafnréttismálum.
Bréfritarar gera lítið úr menntun
og starfsreynslu umboðsmannsins
og benda sérstaklega á, að hann
hafi starfað m.a. við skipulagsmál
hjá félagsmálaráðuneytinu og kynn-
ingarstörf hjá forsætisráðuneytinu,
og það geti varla talist til tekna,
þegar meta á starsreynsluna. Ég fæ
ekki betur séð, en að það sé sérstak-
lega tekið fram í lögunum og grein-
argerðinni með þeim, að þau fjalli
um velferð barna á öllum sviðum,
og að afskipti umboðsmanns barna
séu ekki einskorðuð við barnaréttar-
eða barnaverndarmál heldur falli t.d.
skipulags- og umhverfísmál einnig
undir verksvið hans. Og skyldu þeir
ekki hafa vitað, að „kynningarstarf-
ið“ hjá forsætisráðuneytinu fólst
m.a. í því að skipuleggja og halda
námskeið fyrir ólöglærða starfs-
menn í opinberri stjórnsýslu um nýju
stjórnsýslulögin? Fáir þekkja því þau
lög betur en nýi umboðsmaðurinn.
Mig langar nú til að snúa spurn-
ingunni við, og spyija hvað bréfrit-
ararnir hafa fram yfir lögfræðing-
inn, sem gerir þá hæfari til starf-
ans, skv. lögum um umboðsmann
barna? Er svona miklu betra að vera
geðlæknir eða uppeldisfræðingur en
lögfræðingur, þegar starfssviðið er
jafn víðtækt og það er? Ég fæ nú
ekki skilið það, en hitt veit ég að
bréfritararnir eru náttúrlega með
eitt framyfir þann, sem embættið
fékk, þó ég sjái ekki, að það skipti
máli, hvað varðar hæfni til þessa
starfs.
Undarlegur fréttaflutningur
Fréttaflutningur Morgunpóstsins
í morgun er kapítuli út af fyrir sig,
en því blaði má einna helst líkja við
„Bild Zeitung" í Þýskalandi, sem
ekki þykir nú par góður fjölmiðill
meðal sæmilega þenkjandi manna.
Þó hugsa ég að þeir hjá Bild hefðu
nú brugðist skjótar við, ef stöðuveit-
ingin ber svona mikilli spillingu vott.
Það þykja nú ekki skjót viðbrögð eða
snöfurmannleg fréttamennska að
mega vart vatni halda af vandlæt-
ingu rúmum mánuði eftir' að allt er
afstaðið.
Það er nokkuð dæmigert, að
blaðamaður Morgunpóstsins talar
við 4 af 9 karlkyns umsækjendum
og nefnir sérstaklega tvo aðra karla,
sem gengið var framhjá við veiting-
una. Af kvenkyns umsækjendunum
15 er einungis minnst á tvo, fyrir
utan þann, sem stöðuna fékk. Af
hverju eru það bara karlarnir, sem
eru svona svekktir? Hvar eru kon-
urnar 14? Var þá ekkert hneyksli
að „sniðganga" þær?
Nei, bréf þeirra félaga og umfjöll-
un Morgunpóstsins um málið, fínnst
mér vera sláandi dæmi um smásál-
arskap og öfundsýki, sem því miður
ér allt of ríkjandi í íslensku þjóðfé-
lagi. Og það virðist hafa farið mikið
fyrir brjóstið á nokkrum umsækjend-
anna og sært þeirra karimannsstolt,
að þeir skyldu hafa orðið að láta í
minni pokann fyrir konu. í minni
sveit var þetta kallað að vera taps-
ár, og þeir krakkar sem ekki þoldu
að tapa voru hundleiðinlegir að leika
við.
Skyldu strákarnir hafa æst sig
svona upp í réttláta reiði og heilaga
vandlætingu, ef lögfræðingurinn,
sem ráðinn var, hefði verið af réttu
kyni? Spyr sá sem ekki veit.
RAGNHEIÐUR H. MRARINSDÓITIR,
Akureyri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.