Morgunblaðið - 16.12.1994, Page 72
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉE 691181,
PÓSTIIÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Skagstrending-
ur hf. sækir um
fulla aðild að SH
SKAGSTRENDINGUR hf. á Skaga-
strönd hefur sótt um fulla aðild að
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Fjallað hefur verið um málið hjá SH
og er gert ráð fyrir að félagið taki
við sölunni fyrir Skagstrending hf. á
næstu vikum.
Skagstrendingur hf. gerir út tvo
frystitogara, Arnar HU-1 og Örvar
HU-21, auk frystitogarans Arnars
II, sem er skráður hérlendis en stund-
ar veiðar utan landhelginnar. Fyrir-
tækið hefur yfir að ráða kvóta sem
nemur um 6.000 þorskígildis tonn-
’um.
Fyrirtæki með milljarð í veltu
Velta Skagstrendings hf. er um
einn milljarður króna á ári. Fyrirtæk-
ið hefur um nokkurra ára skeið selt
afurðir frystitogara sinna í gegnum
eigið sölufyrirtæki, Fiskileiðir hf., en
þar áður sá Asiaoo hf. um söluna.
„SH er sterkt fyrirtæki á EES-
markaði og við sjáum möguleika á
að koma fleiri afurðum að eins og
karfa með því að hefja samstarf við
SH. Við teljum okkur vera að fara
í samstarf við mjög trausta og sterka
aðila. Það er fyrirsjáanlegt að það á
eftir að verða mikil þróun á frekari
fullvinnslu til sjós og nauðsynlegt
fyrir okkur að vera þá í samstarfi
við traust sölufyrirtæki," sagði Gylfi
Sigurðsson, stjórnarformaður Skag-
strendings hf.
Gylfi sagði ljóst að á næstunni
þyrfti að leggja meiri vinnu og ijár-
muni í vöruþróun og markaðsmál á
sjófrystum afurðum heldur en eitt
framleiðslufyrirtæki gæti staðið und-
ir. Það væri því æskilegt að standa
í slíku starfi í samvinnu við aðra sem
hefðu svipaða hagsmuni.
Gylfi sagði að afurðir Skagstrend-
ings hf. yrðu áfram seldar undir
vörumerki fyrirtækisins í Bretlandi
þó að SH sæi um söluna.
Hugað að markaði ytra
fyrir frysta kjötrétti
SAMHLIÐA úreldingu Mjólkurbús-
ins í Borgarnesi verður nýrri starf-
semi komið fyrir í húsnæði þess.
Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélags-
stjóri, segir að horft sé til matvæla-
iðnaðar. Þegar er farið að huga að
markaði fyrir frysta kjötrétti ytra.
Þórir staðfesti að kaupfélagið
fengi 250 milljónir úr úreldingar-
sjóði við úreldingu mjólkurbúsins.
Því til viðbótar rynni fé sem sparist
vegna úreldingar til kaupfélagsins
og væri miðað við 75 milljón króna
grunnupphæð. Guðlaugur Björg-
vinsson, forstjóri MS, sagði að
kannanir gerðu ráð fyrir að 75 til
95 milljónir myndu sparast árlega
vegna úreldingarinnar.
■ Úrelding eða nýsköpun/36
Flækingsfuglinn krossnéfur hefur orpið í Fljótshlíð
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
ÞRIR ófleygir ungar eru í hreiðri krossnefsins í þriggja metra-
hæð í grenitré á Tumastöðum í Fljótshlíð.
Ungar í
hreiðri á
jólaföstu
Selfossi, Morgunblaðið.
KROSSNEFSHREIÐUR
fannst fyrir skömmu í greni-
lundi á Tumastöðum í Fljóts-
hlíð. Hreiðrið er vel varið, í
um fjögurra metra hæð og í
því eru þrír ungar. Hrafn Osk-
arsson garðyrkjumaður á
Tumastöðum fann hreiðrið af
hreinni tilviljun.
Sérhæfður í að tína fræ
af sitkagreni
Hann sagði starfsmenn á
Tumastöðum hafa orðið vara
við krossnefi í júlí, einn karl-
fugl og sjö kvenfugla. Hrafn
sagði krossnefinn duglegan að
fæða ungana á fræjum af sitka-
greninu enda nef hans sérhæft
í að ná fræinu úr könglunum.
Krossnefur heitir loxia corv-
irostra á latínu og kemur
stundum hingað til lands í smá
hópum sem flækingsfugl.
Fuglinn verpir oft á veturna í
kringum jól.
í sumar voru eða héldu til á
Tumastöðum, barrfinkur
(carduelis spinus), sem eru evr-
ópskir flækingsfuglar, skyldir
auðnutittling. Seinnipart sum-
arsins fundust svo litlir ungar
þessarar tegundar á Tuma-
stöðum. Þá sannaðist í fyrsta
sinn að barrfinka hefði orpið
hér á landi
Borað á
heiðinni
STARFSMENN Jarðborana hf. og
Hitaveitu Reykjavíkur starfa nú
við að bora rannsóknarholu á 01-
kelduhálsi, háhitasvæði austan við
Hengil, en áætlað er að bora allt
að 2.000 metra djúpa holu þar í
vetur. A svæðinu er mikill jarðhiti
og þykir brýnt að fá úr því skorið
hvort svæðið sé fýsilegt til virkj-
unar en hins vegar er ekki talin
þörf á virkjunarframkvæmdum á
þar næstu 15-16 ár miðað við
óbreytta heitavatnsnotkun, að
sögn Einars Gunnlaugssonar,
jarðfræðings hjá Hitaveitunni.
125.000 tonna sinkverksmiðja á Grundartanga besti kosturinn
3-400 gætu unnið við
sinkframleiðslu 1998
Eignaraðild og 10 milljarða króna fjármögnun óljós
AÐ LOKINNI forathugun Zink Corporation of America, um hag-
kvæmni þess að reisa sinkverksmiðju hér á landi, er besti kosturinn
talinn sá að reisa 100 þúsund tonna rafhitunarverksmiðju og um 25
þúsund tonna sinkoxíðverksmiðju á Grundartanga, við hlið verksmiðju
Islenska járnblendifélagsins. Þá yrði reist forvinnsluverksmiðja á lóð
Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi.
Búist er við að kostnaður við
mannvirki og tæki nemi rúmum 10
milljörðum króna og er gert ráð
fyrir að 300-400 manns fái starf
við sinkframleiðslu, sem gæti hafist
árið 1998. Að sögn Hákons Björns-
sonar, framkvæmdastjóra Áburðar-
verksmiðjunnar, á enn eftir að
hnýta marga lausa enda varðandi
fjármögnum, raforkuverð og fleira.
Fulltrúar ZCA eru nú staddir hér á
landi, þar á meðal yfirmenn innan
ZCA, Bob Sunderman og Jim
Derby, en þeir hafa stjórnað forat-
huguninni. Þeir áttu í gær fundi
með íslenskum samstarfsaðilum
sínum, sem og fulltrúum Lands-
virkjunar og Járnblendifélagsins.
Að sögn Halldórs Jónatanssonar,
forstjóra Landsvirkjunar, var
skiptst á skoðunum um hugsanlegt
Morgunbiaðið/RAX orkuverð og skilmála. Halldór segir
að engar endanlegar tölur liggi fyr-
ir og muni ekki gera í þessari heim-
sókn Bandaríkjamannanna.
íslendingar ættu lítinn hlut
Hákon Björnsson, framkvæmda-
stjóri Áburðarverksmiðjunnar, sem
er einn íslenskra samstarfsaðila
ZCA, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að nú lægi fyrir að hag-
kvæmt væri að reisa verksmiðju
hér og því þyrfti að huga að næsta
skrefí. „Það á enn eftir að hnýta
marga lausa enda, en nú er ein
hugmyndin sú að stofna undirbún-
ingsfélag til að gera nákvæmari
athuganir," sagði Hákon.
Hann sagði að enn væri allt óráð-
ið með hugsanlega fjármögnun hér
á landi. „Hugmyndir þar að lútandi
breytast daglega, enda málið ekki
komið svo langt. Það er þó ljóst,
að ef Islendingar koma inn sem
eigendur þá verður það aðeins að
litlum hluta. Fjármögnun og skipt-
ing eignaraðildar er að öðru leyti
ekkert farin að mótast enn.“
■ Starfsemi gæti/lC
Flugleiðir
Milljónasti
farþeginn
MILLJÓNASTi farþeginn
með Flugleiðum á þessu ári
fer væntanlega með áætlun-
arvél félagsins til Kaup-
mannahafnar upp úr hádeg-
inu í dag.
Þetta er í fyrsta skipti sem
farþegafjöldinn með Flugleið-
um fer yfir milljón á ári, en
fjöldi farþega í millilandaflugi
hefur aukist um 18% frá því
sem var í fyrra.
POTTASLEI KIR
DAGAR TIL JÓLA