Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nánast allir kjarasamn-
ingar lausir um áramót
Hj úkr unarfræðingar með
kjarasamning út næsta ár
Brunatryggingar
í Reykjavík
Iðgjöldin
hækka
um 1,78%
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
hækka tryggingargrunn húseigna í
Reykjavík um 1,78% og hækka ið-
gjöld brunatrygginga jafn mikið.
Að sögn Hjörleifs Kvaran borgar-
lögmanns lögðu matsmenn til 3,98%
hækkun á tryggingargrunni. Lög
heimila eingöngu að hækkunin fylgi
byggingam'sitölu, en hún hefur
hækkað um 1,78% á árinu.
Hjörleifur benti á að inn í trygg-
ingaskilmála væru að koma nýjar
mats- og tjónareglur, t.d. væri gert
ráð fyrir að teppi í íbúðum og skrif-
stofum fylgi með í mati. „Það eru
fleiri þættir sem matsmenn vildu láta
taka tillit til og lögðu til að grunnur-
inn yrði hækkaður um 3,98%,“ sagði
hann, „en samkvæmt áliti Vátiygg-
ingaeftirlitsins er það ekki heimilt."
KJARASAMNINGAR nánast allra
stéttarfélaga í landinu verða lausir
um áramót og gildir það jafnt um
kjarasamninga á almennum mark-
aði og kjarasamninga ríkisstarfs-
manna. Eina undantekningin sem
blaðinu er kunnugt um eru kjara-
samningar hjúkrunarfræðinga
sem gerðir voru síðastliðið vor, en
þeir gilda út árið 1995.
Samningagerðin
hjá félögunum
Að svo komnu virðist kjara-
samningagerðin ætla að vera á
vettvangi einstakra stéttarfélaga
eða landssambanda þeirra og er
það niðurstaðan á vettvangi allra
helstu heildarsamtaka launafólks,
Alþýðusambands íslands, Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja og
Bandalags háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna.
Reiknað er með að einstök félög
ræði sérmál sín við viðsemjendur,
en sameiginleg mál, einkum þau
sem snúi að stjórnvöldum, verði á
vettvangi heildarsamtakanna.
Mjög er hins vegar mismunandi
hversu stéttarfélög og landssam-
bönd eru langt komin í undirbún-
ingi nýrra kjarasamninga. Nokkur
eru búin að kynna viðsemjendum
kröfugerð sína og hafa byijað við-
ræður um sérmál meðan önnur
hafa ekki enn gengið frá kröfu-
gerð sinni eða eru nýbúin að kynna
hana viðsemjendum sínum.
Deildir VMSÍ
ræða sérmál
Svo dæmi séu tekin hefur fisk-
vinnsludeild og byggingardeild
Verkamannasambándsins verið í
viðræðum um sín sérmál. Einkum
er tekist á um kauptryggingar-
ákvæði fiskvinnslufólks, en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur lítið miðað í þeim viðræðum.
Þá hefur Samiðn, sameinað fé-
lag trésmiða og járniðnaðar-
manna, verið í viðræðum um sam-
ræmingu á kjarasamningum í einn
samning. Rafíðnaðarsambandið
hefur kynnt viðsemjendum kröfu-
gerð og Landssamband verslunar-
manna hefur farið fram á gerð
starfsgreinasamninga.
Tvö af stærstu félögum BSRB,
Starfsmannafélag ríkisstofnana
og Félag íslenskra símamanna,
hafa kynnt kröfugerð sína og
sama gildir um stéttárfélög kenn-
ara. Félög innan BHMR eru einn-
ig með lausa samninga um áramót |
og fara með samningsumboðið
hvert um sig. Þau eru að undirbúá
kröfugerð.
Morgunblaðið/RAX
Bálkösturinn hlaðinn
ÁRAMÓTIN nálgast og nú er háannatími hjá hveija spýtu sem hentað gæti í bálköstinn og
krökkunum, sem safna timbri og öðru lauslegu í stundum hleypur verulega á snærið og heilu bát-
áramótabrennumar. Árvökul augu þeirra finna amir bætast í köstinn.
Heilsdagsvistun
hjá Dagvist barna
Giftir og fólk í sam-
búð greiði 19.600
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
gjald fyrir heilsdagsvistun barna
giftra foreldra og fólks í sambúð
verði kr. 19.600 frá og með 1.
febrúar næstkomandi. Að sögn
Garðars Jóhannssonar, skrifstofu-
stjóra Dagvistar bama, er þetta í
fyrsta sinn sem þetta gjald er
ákveðið.
„Þetta er í fyrsta sinn sem sér-
stakt gjald er sett upp fyrir böm
giftra foreldra og foreldra í sam-
búð án nokkurra kvaða,“ sagði
Garðar. „Gjaldið var 14.400 krón-
ur í þeim tilfellum sem hægt var
að fá vistun fyrir börn þessara
foreldra en það var eingöngu í
neyðartilvikum.“
Engin laus pláss
Garðar sagði að ekki væri ljóst
hversu mörg börn yrði hægt að
vista á næstunni en stefnan væri
að gefa öllum kost á að sækja um
heilsdagsvist. „Væntanlega verður
ekki ljóst fyrr en á næsta ári með
tilkomu nýrra leikskóla hversu
mörg þessara barna eiga kost á
heilsdagsvistun,“ sagði hann. „Það
eru engin pláss laus núna.“
-----------♦ ♦ ♦----
Valbær og
KEA kaupa
Viking Brugg
KEA og Valbær hf. hafa keypt verk-
smiðju Viking Brugg af Delta hf.
Nýir eigendur taka við rekstrinum
um áramót, en stofnað verður hluta-
félag um reksturinn. Nú starfa um
20 manns hjá verksmiðjunni og taka
nýir eigendur við starfssamningum
þeirra.
■ KEA og Valbær/12
vi
Stefnt að staðfestingu GATT-samninganna fyrir áramót
Yfirlýsing verður lögð
fyrir utanríkismálanefnd
FORSÆTISRÁÐHERRA segir að yfirlýsing verði lögð fyrir utanríkis-
málanefnd Alþingis í dag þar sem lýst verði þeim meginsjónarmiðum sem
höfð verði í huga við framkvæmd á innflutningi landbúnaðarvara sam-
kvæmt nýjum GATT-samningum. Með þessu móti sé vonast til að hægt
verði að fullgilda GATT-samningana fyrir áramót þótt ekki liggi fyrir
nákvæmlega hvernig þarf að breyta innflutningslöggjöf vegna þeirra.
Utanríkismálanefnd Alþingis
hefur viljað að fyrir liggi lagafrum-
varp um nauðsynlegar breytingar
á innflutningsiöggjöfínni áður en
GATT-samningamir verða stað-
festir. Slíkt frumvarp er ekki til-
búið en Davíð Oddssön forsætisráð-
herra sagði við Morgunblaðið, að
ríkisstjómin legði til, að um leið
og ísland fullgildi GATT-samning-
inn og gerist stofnaðili að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni um áramót,
liggi fyrir stefnumörkun varðandi
þau mál sem væm viðkvæm, svo
sem vegna innflutnings á landbún-
aðarvömm. Á grundvelli þess verði
málið afgreitt.
Meginsjónarmið
Davíð sagði, að í sérstakri ráðu-
neytanefnd, sem hefur haft það
hlutverk að fara yfir innflutnings-
löggjöfina með hliðsjón af GATT-
samningunum, hefði verið lögð
fram bókun um hvaða farveg málið
fari í. „Ég á von á að sú bókun
verði kynnt í utanríkismálanefnd
Alþingis," sagði Davíð.
Þegar Davíð var spurður nánar
um efni bókunarinnar sagði hann
að þar væri lýst hvaða meginsjón-
armið yrðu höfð í huga þegar tolla-
ígildum verður beitt við innflutning
landbúnaðarvara. GATT væri í
sjálfu sér neytendamál og því væri
hagsmunamál fyrir neytendur að
staðfesta samningana.
Forræði hjá
Iandbúnaðarráðherra
„Á sama tíma er þess gætt að
íslenskur landbúnaður fái ekki lak-
ari aðlögunartíma að þessum breyt-
ingum en landbúnaður annars stað-
ar,“ sagði Davíð.
Davíð sagði aðspurður að for-
ræði og innri stefnumörkun í þess-
um málaflokki yrði hjá landbúnað-
arráðherra. Þetta væri í samræmi
við þá stefnu sem Alþingi hefði
markað og komið hefði fram í yfir-
lýsingum í vor, bæði frá sér og
Ossuri Skarphéðinssyni, sem þá var
starfandi utanríkisráðherra. Hins
vegar heyrðu tollamál undir fjár-
málaráðherra og þessir tveir ráð-
herrar myndu þá með vissum hætti
fara sameiginlega með málið.
Þegar Davíð var spurður hvort
stjórnarflokkarnir hefðu afgreitt
þetta mál með þessum hætti í
gær, svaraði hann að þessi stefnu-
yfirlýsing yrði lögð fram í utanrík-
ismálanefnd í dag.
■ Framkvæmdastjóri GATT/4
Biluii í Fokkerum
Tafir og
röskun á
áætlun
MIKIL röskun varð á áætlunarflugi
Flugleiða innanlands í gær vegna
bilunar sem kom í ljós í tveimur
Fokker-vélum félagsins en hinar
tvær Fokker-vélar þess voru í verk-
efnum í útlöndum.
Margrét Gunnarsdóttir, vaktstjóri
í innanlandsdeild, sagði að fært hefði
verið á alla áætlunarstaði Flugleiða
í gær og fullbókað í allar vélar utan
af landi til Reykjavíkur. í gærmorgun
voru hins vegar báðar vélarnar sem
áttu að sinna fluginu bilaðar um tíma
og önnur vélin, sem var á Egilsstöð-
um þegar bilunin kom í ljós, stendur
þar enn meðan beðið er eftir vara-
hlut í hana frá útlöndum.
Að sögn Margrétar urðu miklar
tafir á öllum áætlunarleiðum. Leigð-
ar voru vélar frá Flugfélagi Norður-
lands og síðdegis var send þota frá
Keflavík til Akureyrar og Egilsstaða.
Gerði Margrét ráð fyrir að allir far-
þegar kæmust á áfangastað í gær-
kvöldi en hún sagði hugsanlegt að
röskun yrði á ftugi í dag.