Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nánast allir kjarasamn- ingar lausir um áramót Hj úkr unarfræðingar með kjarasamning út næsta ár Brunatryggingar í Reykjavík Iðgjöldin hækka um 1,78% BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hækka tryggingargrunn húseigna í Reykjavík um 1,78% og hækka ið- gjöld brunatrygginga jafn mikið. Að sögn Hjörleifs Kvaran borgar- lögmanns lögðu matsmenn til 3,98% hækkun á tryggingargrunni. Lög heimila eingöngu að hækkunin fylgi byggingam'sitölu, en hún hefur hækkað um 1,78% á árinu. Hjörleifur benti á að inn í trygg- ingaskilmála væru að koma nýjar mats- og tjónareglur, t.d. væri gert ráð fyrir að teppi í íbúðum og skrif- stofum fylgi með í mati. „Það eru fleiri þættir sem matsmenn vildu láta taka tillit til og lögðu til að grunnur- inn yrði hækkaður um 3,98%,“ sagði hann, „en samkvæmt áliti Vátiygg- ingaeftirlitsins er það ekki heimilt." KJARASAMNINGAR nánast allra stéttarfélaga í landinu verða lausir um áramót og gildir það jafnt um kjarasamninga á almennum mark- aði og kjarasamninga ríkisstarfs- manna. Eina undantekningin sem blaðinu er kunnugt um eru kjara- samningar hjúkrunarfræðinga sem gerðir voru síðastliðið vor, en þeir gilda út árið 1995. Samningagerðin hjá félögunum Að svo komnu virðist kjara- samningagerðin ætla að vera á vettvangi einstakra stéttarfélaga eða landssambanda þeirra og er það niðurstaðan á vettvangi allra helstu heildarsamtaka launafólks, Alþýðusambands íslands, Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja og Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Reiknað er með að einstök félög ræði sérmál sín við viðsemjendur, en sameiginleg mál, einkum þau sem snúi að stjórnvöldum, verði á vettvangi heildarsamtakanna. Mjög er hins vegar mismunandi hversu stéttarfélög og landssam- bönd eru langt komin í undirbún- ingi nýrra kjarasamninga. Nokkur eru búin að kynna viðsemjendum kröfugerð sína og hafa byijað við- ræður um sérmál meðan önnur hafa ekki enn gengið frá kröfu- gerð sinni eða eru nýbúin að kynna hana viðsemjendum sínum. Deildir VMSÍ ræða sérmál Svo dæmi séu tekin hefur fisk- vinnsludeild og byggingardeild Verkamannasambándsins verið í viðræðum um sín sérmál. Einkum er tekist á um kauptryggingar- ákvæði fiskvinnslufólks, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur lítið miðað í þeim viðræðum. Þá hefur Samiðn, sameinað fé- lag trésmiða og járniðnaðar- manna, verið í viðræðum um sam- ræmingu á kjarasamningum í einn samning. Rafíðnaðarsambandið hefur kynnt viðsemjendum kröfu- gerð og Landssamband verslunar- manna hefur farið fram á gerð starfsgreinasamninga. Tvö af stærstu félögum BSRB, Starfsmannafélag ríkisstofnana og Félag íslenskra símamanna, hafa kynnt kröfugerð sína og sama gildir um stéttárfélög kenn- ara. Félög innan BHMR eru einn- ig með lausa samninga um áramót | og fara með samningsumboðið hvert um sig. Þau eru að undirbúá kröfugerð. Morgunblaðið/RAX Bálkösturinn hlaðinn ÁRAMÓTIN nálgast og nú er háannatími hjá hveija spýtu sem hentað gæti í bálköstinn og krökkunum, sem safna timbri og öðru lauslegu í stundum hleypur verulega á snærið og heilu bát- áramótabrennumar. Árvökul augu þeirra finna amir bætast í köstinn. Heilsdagsvistun hjá Dagvist barna Giftir og fólk í sam- búð greiði 19.600 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gjald fyrir heilsdagsvistun barna giftra foreldra og fólks í sambúð verði kr. 19.600 frá og með 1. febrúar næstkomandi. Að sögn Garðars Jóhannssonar, skrifstofu- stjóra Dagvistar bama, er þetta í fyrsta sinn sem þetta gjald er ákveðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem sér- stakt gjald er sett upp fyrir böm giftra foreldra og foreldra í sam- búð án nokkurra kvaða,“ sagði Garðar. „Gjaldið var 14.400 krón- ur í þeim tilfellum sem hægt var að fá vistun fyrir börn þessara foreldra en það var eingöngu í neyðartilvikum.“ Engin laus pláss Garðar sagði að ekki væri ljóst hversu mörg börn yrði hægt að vista á næstunni en stefnan væri að gefa öllum kost á að sækja um heilsdagsvist. „Væntanlega verður ekki ljóst fyrr en á næsta ári með tilkomu nýrra leikskóla hversu mörg þessara barna eiga kost á heilsdagsvistun,“ sagði hann. „Það eru engin pláss laus núna.“ -----------♦ ♦ ♦---- Valbær og KEA kaupa Viking Brugg KEA og Valbær hf. hafa keypt verk- smiðju Viking Brugg af Delta hf. Nýir eigendur taka við rekstrinum um áramót, en stofnað verður hluta- félag um reksturinn. Nú starfa um 20 manns hjá verksmiðjunni og taka nýir eigendur við starfssamningum þeirra. ■ KEA og Valbær/12 vi Stefnt að staðfestingu GATT-samninganna fyrir áramót Yfirlýsing verður lögð fyrir utanríkismálanefnd FORSÆTISRÁÐHERRA segir að yfirlýsing verði lögð fyrir utanríkis- málanefnd Alþingis í dag þar sem lýst verði þeim meginsjónarmiðum sem höfð verði í huga við framkvæmd á innflutningi landbúnaðarvara sam- kvæmt nýjum GATT-samningum. Með þessu móti sé vonast til að hægt verði að fullgilda GATT-samningana fyrir áramót þótt ekki liggi fyrir nákvæmlega hvernig þarf að breyta innflutningslöggjöf vegna þeirra. Utanríkismálanefnd Alþingis hefur viljað að fyrir liggi lagafrum- varp um nauðsynlegar breytingar á innflutningsiöggjöfínni áður en GATT-samningamir verða stað- festir. Slíkt frumvarp er ekki til- búið en Davíð Oddssön forsætisráð- herra sagði við Morgunblaðið, að ríkisstjómin legði til, að um leið og ísland fullgildi GATT-samning- inn og gerist stofnaðili að Alþjóða- viðskiptastofnuninni um áramót, liggi fyrir stefnumörkun varðandi þau mál sem væm viðkvæm, svo sem vegna innflutnings á landbún- aðarvömm. Á grundvelli þess verði málið afgreitt. Meginsjónarmið Davíð sagði, að í sérstakri ráðu- neytanefnd, sem hefur haft það hlutverk að fara yfir innflutnings- löggjöfina með hliðsjón af GATT- samningunum, hefði verið lögð fram bókun um hvaða farveg málið fari í. „Ég á von á að sú bókun verði kynnt í utanríkismálanefnd Alþingis," sagði Davíð. Þegar Davíð var spurður nánar um efni bókunarinnar sagði hann að þar væri lýst hvaða meginsjón- armið yrðu höfð í huga þegar tolla- ígildum verður beitt við innflutning landbúnaðarvara. GATT væri í sjálfu sér neytendamál og því væri hagsmunamál fyrir neytendur að staðfesta samningana. Forræði hjá Iandbúnaðarráðherra „Á sama tíma er þess gætt að íslenskur landbúnaður fái ekki lak- ari aðlögunartíma að þessum breyt- ingum en landbúnaður annars stað- ar,“ sagði Davíð. Davíð sagði aðspurður að for- ræði og innri stefnumörkun í þess- um málaflokki yrði hjá landbúnað- arráðherra. Þetta væri í samræmi við þá stefnu sem Alþingi hefði markað og komið hefði fram í yfir- lýsingum í vor, bæði frá sér og Ossuri Skarphéðinssyni, sem þá var starfandi utanríkisráðherra. Hins vegar heyrðu tollamál undir fjár- málaráðherra og þessir tveir ráð- herrar myndu þá með vissum hætti fara sameiginlega með málið. Þegar Davíð var spurður hvort stjórnarflokkarnir hefðu afgreitt þetta mál með þessum hætti í gær, svaraði hann að þessi stefnu- yfirlýsing yrði lögð fram í utanrík- ismálanefnd í dag. ■ Framkvæmdastjóri GATT/4 Biluii í Fokkerum Tafir og röskun á áætlun MIKIL röskun varð á áætlunarflugi Flugleiða innanlands í gær vegna bilunar sem kom í ljós í tveimur Fokker-vélum félagsins en hinar tvær Fokker-vélar þess voru í verk- efnum í útlöndum. Margrét Gunnarsdóttir, vaktstjóri í innanlandsdeild, sagði að fært hefði verið á alla áætlunarstaði Flugleiða í gær og fullbókað í allar vélar utan af landi til Reykjavíkur. í gærmorgun voru hins vegar báðar vélarnar sem áttu að sinna fluginu bilaðar um tíma og önnur vélin, sem var á Egilsstöð- um þegar bilunin kom í ljós, stendur þar enn meðan beðið er eftir vara- hlut í hana frá útlöndum. Að sögn Margrétar urðu miklar tafir á öllum áætlunarleiðum. Leigð- ar voru vélar frá Flugfélagi Norður- lands og síðdegis var send þota frá Keflavík til Akureyrar og Egilsstaða. Gerði Margrét ráð fyrir að allir far- þegar kæmust á áfangastað í gær- kvöldi en hún sagði hugsanlegt að röskun yrði á ftugi í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.