Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri GATT hvetur Alþingi til að samþykkja samkomulagið Fyrirkomulag innflutnings þarf ekki að liggja fyrir PETER Sutherland, framkvæmda- stjóri GATT og verðandi fram- kvæmdastjóri Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar, WTO, hefur ritað Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf og hvatt til þess að Alþingi samþykki GATT-samkomulagið fyrir áramót. Sutherland segir að tæknilega sé ekkert því til fyrirstöðu að full- gilda samkomulagið, þótt fyrir- komulag á innflutningi landbúnað- arafurða liggi ekki fyrir. Ýmsir þingmenn hafa krafizt þess að slíkt liggi fyrir, áður en hægt verði að samþykkja GATT. Sutherland segir í bréfinu, sem er dagsett 22. desember, að hann hafí án árangurs reynt að ná í forsætisráðherra í síma og sendi honum því bréf á myndsenditæki. Hann bendir á að 75 ríki hafí þeg- ar lokið staðfestingu GATT-sam- komulagsins eða afhent fullgild- ingarskjöl sín. Islandi mjög til framdráttar „Alls á ég von á að a.m.k. yfír 90 ríki, þar á meðal helztu við- skiptaríki íslands, hafí afhent full- gildingarskjöl sín fyrir 30. desem- ber 1994 og verði þess vegna stofn- ríki WTO 1. janúar 1995,“ segir Sutherland í bréfínu. „Mér skilst að fullgilding sé nú til meðferðar á Alþingi og að líkt og í öffrum þjóðþingum kunni umræðurnar að tengjast pólitískt innlendri löggjöf um framkvæmd samningsins, jafn- vel þótt slík tenging sé tæknilega ekki nauðsynleg áður en fullgilding á sér stað.“ Sutherland segist mjög gjaman vilja sjá íslendinga staðfesta GATT-samkomulagið á næstu dögum, „þar sem ég tel að það yrði íslendingum mjög til fram- dráttar að vera í hópi stofnríkja WTO 1. janúar 1995. Ég vil þess vegna hvetja til þess að Alþingi taki ákvörðun fljótlega, svo fremi það er gerlegt, og á réttum tíma til þess að þetta verði mögulegt." Trú á að Alþingi fullgildi GATT fyrir árslok Davíð Oddsson sendi Sutherland svarbréf á Þorláksmessu og segir þar að ríkisstjórn íslands leggi áherzlú á að ísland þurfi að verða stofnríki WTO. „Það er bjargföst trú mín að Alþingi muni verða stjóminni sammála og fullgilda samninginn fyrir árslok," segir í bréfí forsætisráðherra. 10 og 12 uðust ára bræður slös- í vélsleðaslysi Bolungarvík. Morgunblaðið. TVEIR bræður, 10 og 12 ára, slös- uðust í vélsleðaslysi rétt ofan við Bolungarvíkurkaupstað laust eftir miðnætti annars dags jóla. Sá er ók vélsleðanum er um tvítugt, bróð- ir drengjanna, og höfðu þeir bræður þrír farið í stutta vélsleðaferð um nágrenni bæjarins og voru á leið heim. Er slysið varð voru þeir bræðurn- ir á ferð í Tungudal rétt ofan við kaupstaðinn. Myrkur var og snjó- mugga og skyggni því slæmt. Að sögn lögreglu mun það hafa orðið með þeim hætti að sleðinn rann til í hjólfömm á veginum rétt í þann mund að honum var ekið í gegnum hlið. Við það köstuðust yngri bræð- umir tveir af og sá yngsti varð á milli sleðans og hliðstólpans með þeim afleiðingum að hann brotnaði á handlegg og hlaut opið beinbrot á fæti. Ökumanni sleðans tókst að koma bræðrum sínum upp á sleðann aftur og ók með. þá rakleiðis til læknis þar sem hlúð var að þeim og þeir búnir undir flutning á sjúkrahúsið á ísafírði. Sá yngri var síðan fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur síð- ar um nóttina. Gekkst hann undir aðgerð í gær og er líðan hans eftir atvikum. Sá eldri slapp með minni háttar meiðsli og fékk hann að fara af sjúkrahúsinu síðar um morguninn. Morgunblaðið/Júlíus EF UM semst flyst Tryggingastofnun í Höfðabakka 9. Ríki býður í húsnæði í Höfðabakka 9 Skrifstofur Trygg- ingastofnunar verði á einum stað FJARMALARAÐUNEYTI hefur gert Sameinuðum verktökum til- boð um kaup á rúmum 4.000 fm í Höfðabakka 9 fyrir Trygginga- stofnun ríkisinsi. Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, vildi ekki gefa upp hvað boðið hefði verið í rýmið. Tilboðið væri hjá Sameinuðum verktökum og yrði því svarað eftir áramót. Hefðbundið skrifstofuhúsnæði Þórhallur sagði að boðið hefði verið í húsnæðið að ósk Trygg- ingastofnunar. Skrifstofur stofn- unarinnar eru til húsa á þremur stöðum í miðbænum og er gert ráð fyrir að öll starfsemin geti flust. Hjálpartækjabanki verði hins veg- ar áfram til húsa í Kópavogi. Þórhallur sagði að ef um semd- ist færu flutningar eftir því hve- nær hægt væri að rýma húsnæðið sem væri í leigu. Hann sagði að þar sem um hefðbundið skrifstofu- húsnæði væri að ræða væri ekki gert ráð fyrir að gera þyrfti mikl- ar breytingar innanhúss og mikið hagræði yrði að því að hafa alla starfsemina á sama stað. Hús- næðið er á hálfri fyrstu hæð, ann- arri hæð, þriðju hæð, fjórðu hæð og hluta fimmtu hæðar í bygging- unni. Þórhallur kvað ekki tímabært að gefa upp hvað boðið hefði verið í húsnæðið. Hins vegár væri ljóst að hluti af húsnæði Trygginga- stofnunar á Laugavegi 114 hefur verið boðinn upp í húsnæðið. Ungnr maöur slapp ótrúlega vel í bílveltu í Hvalfirði Beið í fjörunni í tvo tíma áður en hjálp barst TUTTUGU og fjögurra ára gamall Reykvíkingur, Rafn Benediktsson, slapp ótrúlega lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór út af Vestur- landsvegi við Fossá í Hvalfírði í fyrrakvöld. Bifreiðin, skutbíll af Subarugerð, kastaðist niður bratta hlíð og lenti niðri í fjöru, aðeins örfáa metra fyrir ofan sjávarmál, og telst vera gjörónýt. Talið er að um tvær klukkustund- ir hafí liðið áður en vegfarandi varð bílsins var og gat látið vita og var Rafn orðinn mjög kaldur þegar hjálpin barst. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var send á staðinn og flutti hún hann að Borgarspítala. Þegar þangað var komið var lík- amshiti hans kominn niður í 34 gráður. Rafn iagði af stað úr bænum um sjöleytið á lánsbíl til fundar við unnustu sína sem býr norður í iandi. Hann hefur sennilega misst bílinn út af veginum um klukkutíma síð- ar. Rafn kveðst muna mjög óljóst eftir atburðarásinni, enda lá hann í roti í um tvo klukkutíma eftir slys- ið. Geðhjúkrunarfræðingur sem tal- aði við hann á sjúkrahúsinu sagði honum að það væri eðlilegt að gloppur kæmu í minnið eftir jafn skelfílega lífsreynslu og langt með- vitundarleysi. Hann muni þó að hafa verið að eiga við bílútvarpið en „síðan veit ég ekki meir“. Hann segist líka muna eftir því að hafa losað sig úr beltinu á leið- inni niður, áður en allt varð svart. Þegar hann rankaði við sér var bíl- inn á hvolfi og hann lá í þakinu. Hann gat einhvem veginn komið sér út og ætlaði að reyna að kom- ast upp á veg, en fann svo mikið til að hann gafst upp og ákvad að skríða inn í bílinn áftur og bíða hjálpar þar. Þá datt honum í hug að kveikja á viðvörunarljósum bíls- ins. Vegfarandi sá ljósin Vegfarandi, sem átti leið um Hvalfjörðinn, sá Ijósin og lét lög- reglu vita. Tveir lögreglubílar fóru á staðinn auk sjúkrabíls. Að sögn lögreglumanns, sem fór , # Morgunblaðið/Júlíus BILLINN fór út af veginum, yfir graskafla, niður urð sem er fremst á myndinni og lenti í fjörunni. Þar beið bílstjórinn í um tvær klukkustundir áður en vegfarandi varð bílsins var og lét lögreglu vita. á slysstað, þótti ekki ráðlegra annað en að kalla til þyrlu vegna þess hve bratt er niður í fjöruna þar sem bíllinn var. Rafn hefði sloppið ótrú- lega vel því bíllinn væri gjörsamlega handónýtur. Að sögn Tómasar Helgasonar flugstjóra á þyrlu Land- helgisgæslunnar gekk vel að ná í Rafn, þrátt fyrir hvassviðri og snjó- komu í Hvalfírðinum. Hann segir að þyrlan taki vel af sér vindinn og auk þess hafí lögreglu- og sjúkraflutningamenn leiðbeint vel á lendingarstað, sem var í fjöruborð- inu. Þyrlan var lent við Borgarspítal- ann rúmum hálftíma eftir að hún lagði af stað frá Reykjavíkurflug- velli. Kraftaverk að hann lifir Höfuðáhersla var lögð á að ná líkamshita Rafns upp þegar komið var með hann á spítalann áður e.n meiðsl hans voru könnuð. Hann fékk að fara heim af sjúkrahúsinu í gærdag og er nú með hálskraga, marinn á baki og hefur fundið til eimsla í höfði, en er að öðru leyti ótrúlega lítið meiddur. Svava Guðjónsdóttir, móðir Rafns, segir margar einkennilegar tilviljanir hafa stuðlað að björgun hans, meðal annars þá að sá er kom að honum er sonur gamals heimilis- vinar þeirra. Hann hafi verið stadd- ur í veislu hjá föður sínum í Hval- firði þegar honum fannst skyndi- lega að hann þyrfti að halda af stað, og^skömmu síðar sá hann viðvörun- arljósin í fjörunni. „Það er eins og einhver hafí haldið verndarhendi yfir Rafni og ber öllum saman að það sé kraftaverk að hann hafí lifað af,“ segir Svava.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.