Morgunblaðið - 28.12.1994, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Komst til
byggða
með lamb-
ið fyrir jól
Mývatnssveit. Morgunblað-
Á ÞORLÁKSDAG fór Hermann
Rristjánsson austur í Búrfells-
hraun að leita að kindum. Grun-
ur lék á að þær gætu leynst
þar. Enga kind fann hann þar
þann dag en sá slóð sem hann
taldi eftir lamb. Víða var snjó-
laust og því tafsamt að fylgja
slóðinni. Hann kom því heim
enda farið að skyggja.
Á aðfangadag lagði hann
aftur af stað og ók á bíl að
Búrfellshrauni og gekk síðan
inn í hraunið. Eftir nokkra leit
fann hann eitt lamb. Nokkuð
vel gekk að handsama það.
Hann varð að bera lambið einn
kílómetra í bílinn. Allt gekk þó
vel og náði hann til byggða
rétt áður en jólahátíðin gekk í
garð. Lambið left furðuvel út
og virðist ekki hafa skort til-
fínnanlega haga í vetur.
Kertaskreyt-
ing í ljósum
logum
ELDUR kom upp í kertaskreyt-
ingu í húsi við Norðurgötu 51
á Akureyri í fyrrakvöld. Hús-
ráðendur höfðu slökkt eldinn
þegar slökkvilið kom á staðinn.
Mikill reykur var í íbúðinni.
Þetta var eina útkall slökkvi-
liðsins um jólin, en hins vegar
voru miklar annir við sjúkra-
flutninga um hátíðina. Alls var
farið í 14 ferðir eftir sjúkling-
um, lengst til Blönduóss á Þor-
láksmessudag, þá var farið til
Sauðárkróks á aðfangadag og
einnig í Fnjóskadal og í fyrra-
kvöld var farið eftir sjúklingi
fram 5 Eyjafjörð.
Sextán inn-
brot upplýst
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
á Akureyri hefur upplýst 16
innbrot og þjófnaði sem framin
hafa verið á Akureyri á haust-
mánuðum.
Daníel Snorrason, lögreglu-
fulltrúi Rannsóknarlögreglunn-
ar á Akureyri, sagði að innbrot-
in hefðu verið framin nú í haust
og væru allt frá smámálum þar
sem Iitlu hefðu verið stolið og
upp í stærri mál, m.a. hefði
vönduðum hljómflutningstækj-
um og áfengi verið stolið af
Hótel Hörpu, tvívegis hefði ver-
ið brotist inn í Kaffi Karólínu
og áfengi stolið, töluverðir pen-
ingar hefðu horfið eftir innbrot
í Gullnámuna og þá hefði áfengi
og peningum verið stolið í inn-
broti á veitingastaðinn Torgið.
Samtals var um 16 innbrot
að ræða og tengdust þeim 15
aðilar á einn eða annan hátt,
allt unglingspiltar um 16 ára
aldur. Málin voru öll upplýst
nú um jólin.
Jólatrés-
skemmtun
HIN árlega jólatrésskemmtun
Iþróttafélagins Þórs verður í
félagsheimilinu Hamri við
Skarðshlíð í dag, kl. 17. Jóla-
sveinar koma í heimsókn og
börnin fá gott í poka, þá verður
boðið upp á kaffi, kakó og kök-
ur. Ókeypis er fyrir börn yngri
en 4 ára en það kostar 300
krónur fyrir þá sem eldri eru.
——
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Flugelda- j
sala komin í
fullan gang
FLUGELDASALA hófst í gær
en þrír aðilar selja flugelda á
Akureyri fyrir þessi áramót,
Hjálparsveit skáta, Iþróttafélag- (
ið Þór og Páll Erland. Skátarnir |
eru með fjóra útsölustaði, í
Lundi við Yiðjulund, að Oseyri
2, við Hagkaup og í söluskúr við
Draupnisgötu. Þórsarar selja
sína Hugclda í félagsheimili sínu
Hamri og Páll í söluskúr við
gatnamót Þingvallastrætis og
Mýrarvegar.
Til margra ára voru hjálpar-
sveitarmenn þeir einu sem seldu
flugelda á Akureyri en síðan
bættust íþróttafélögin við fyrir
örfáum árum. KA-menn eru nú
hættir að selja flugelda. Sam-
keppnin hefur harðnað á þessum
markaði og segja skátar að í
kjölfarið hafi flugeldar lækkað
í verði frá því sem var fyrir síð-
ustu áramót.
Þórsarar eru fullir gremju
yfir óvæntri samkeppni einkaað-
ila í flugeldasölunni og telja
markaðinn ekki þola fleiri sölu-
menn.
Nýir eigendur taka við rekstri Viking Brugg eftir áramót
KEA og Valbær hafa
keypt verksmiðjuna
KAUPFÉLAG Eyfírðinga og Valbær hf., eignarhaldsfélag erfingja Valdí-
mars Baldvinssonar heildsala á Akureyri, hafa keypt bruggverksmiðju
Viking Brugg af Delta hf. Skrifað var undir kaupsamninga í gær en
nýir eigendur munu taka við rekstrinum eftir áramót. Stofnað verður
nýtt hlutafélag um rekstur bjórverksmiðjunnar og er gert ráð fyrir að
hlutafé þess verði á bilinu 40 og 50 milljónir króna og mun það skiptast
jafnt á milli Kaupfélags Eyfírðinga og Valbæjar hf.
Baldvin Valdimarsson, einn eig- verksmiðjuna mjög fullkomna,
enda Valbæjar, sagði kaupverð
verksmiðjunnar trúnaðarmál á
þessu stigi en verðið hefði verið
sanngjarnt fyrir báða aðila. Nýtt
hlutafélag þessara aðila verður
stofnað á næstu dögum eða fyrir
áramót og mun stjórn þess ráða
framkvæmdastjóra. Áætlað er að
nýja hlutafélagið fái verksmiðjuna
afhenta 2. janúar næstkomandi.
Rúmlega 20 manns starfa í brugg-
verksmiðjunni og munu nýir rekstr-
araðilar taka við starfssamningum
þeirra.
Ferskasta varan
„Við erum að eðlisfari bjartsýnir
menn og ef skilyrði eru frá löggjaf-
ans hálfu á þann veg að jafnræði
ríki milli fyrirtækja í innflutningi
og framleiðslu þá óttumst við ekki
samkeppnina jafnvel þó vemdartoll-
ar falli niður á næsta ári,“ sagði
Baldvin, en í kjölfarið þyrftu inn-
flytjendur að sjá sjálfir um innflutn-
ing óg geymslu vörunnar sem
Áfengisverslunin hefði séð um áður.
Baldvin sagði íslendinga smám
saman að læra hvers konar vara
bjór væri, hann væri bestur fersk-
astur, um hann giltu sömu lögmál
og mjólk, nýjasta varan væri best.
„Að því leytinu standa innlendu
framleiðendurnir betur að vígi í
samkeppninni, þeir eru með fersk-
ustu vöruna en það skiptir mestu
máli varðandi gæðin,“ sagði Bald-
vin.
Fullkomnasta verksmiðja
landsins
Bruggverksmiðja Viking Brugg
hefur verið með um 34% af heildar-
markaði á Islandi. Baldvin sagði
mjog
raunar þá fullkomnustu hér á landi
en tækin væru að stofni til ný.
„Þetta verður hörð samkeppni, það
hefur löngum verið hörð samkeppni
á drykkjarvörumarkaðnum og við
vitum að það verður áfram. Það
eina sem við förum fram á eru eðli-
leg samkeppnisskilyrði."
„Það sem vakir fyrir okkur með
kaupum á verksmiðjunni er að við
teljum að um arðbæra fjárfestingu
sé að ræða,“ sagði Magnús Gauti
Gautason kaupfélagsstjóri KEA.
„Við álítum þetta gott fyrirtæki með
töluverða möguleika sem við viljum
gera ennþá betra."
Morgunblaðið/Rúnar Þór
NÝTT hlutafélag í eigu KEA og Valbæjar tekur við rekstri
bruggverksmiðju Viking Brugg strax eftir áramót.
Gleymdu að láta
vita af ferðum sínum
FELAGAR í Hjálparsveit skáta á
Akureyri voru kallaðir út til að
leita að fólki sem farið hafði frá
bæ í Ljósavatnshreppi í fyrra-
kvöld, annan jóladag. Leiðinda-
veður var og færð tekin að spill-
ast. Gestgjafar fóru að undrast
um fólkið og höfðu samband við
lögreglu sem aftur kallaði til
hjálparsveitarmenn. Fólkið hafði
komist klakklaust yfir Víkur-
skarðið en gleymt að láta vita af
ferðum sínum og því var farið að
óttast um það að sögn varðstjóra
lögreglunnar á Akureyri.
Hátíðin var friðsæl að sögn
varðstjórans en nokkur minni-
háttar óhöpp urðu í umferð-
inni. Þrír bílar lentu í árekstri
á Drottningarbraut við Aðal-
stræti á aðfangadag, fólk slapp
án meiðsla en bílarnir skemmd-
ust eitthvað.
Skarstáhöfði
Á jóladagskvöld missti ökumað-
ur stjórn á bíl sínum á Hlíðar-
braut við Merkigil og ók á ljósa-
staur. Ökumaður skarst á höfði
og var fluttui' á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins.
Tveir minniháttar árekstrar
urðu annan dag jóla en þá um
kvöldið gerði leiðindaveður og
færð spilltist. Lögreglumenn fóru
í nokkrar ferðir til aðstoðar öku-
mönnum sem sátu fastir -fsköflum
í bifreiðum sínum. Eitt umferðar-
óhapp varð síðan í gær á Hörgár-
braut.
Nokkur ölvun var í bænum að
kvöldi annars jóladags og fengu
þrír gistingu í fangageymslum
lögreglunnar.