Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Grímur FRÁ afliendingu úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja. Styrkir veittir í sjöunda sinn Vestmannaeyjar - Á Þorláks- messu voru í sjöunda sinn veitt- ir styrkir úr Styrktar- og menn- ingarsjóði Sparisjóðs Vest- mannaeyja til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson fyrr- verandi sparisjóðsstjóra. Styrkupphæðin er kr. 300.000 og skiptist á þrjá aðila hér i Eyjum. Rannsóknarsetrið í Vest- mannaeyjum kr. 150.000 til styrktar verkefni vegna rann- sókna á fisksjúkdómum í sjávar- fiskum, svo sem ýmsum botn- fisktegundum og síld, en verk- efnið er unnið í samvinnu við Háskóla íslands og útibú Haf- rannsóknastofnunar og Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins. Hamarsskólinn kr. 75.000 til kaupa á hljómflutningstækjum og Barnaskólinn kr. 75.000 til tölvukaupa. Það er von stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja að styrkirnir komi að góðum notum og verði til eflingar á starfi Rannsóknar- setursins og grunnskólum hér í Eyjum. 20 ár frá snjóflóðum Neskaupstað - Norðfirðingar minntust þess í síðustu viku að lið- in eru 20 ár frá því að tvö stór snjóflóð féllu á kaupstaðinn og urðu 12 manns að bana, auk þess að leggja aðal atvinnufyrirtæki bæjarins í rúst. Þeirra sem fórust var minnst á mjög einfaldan en áhrifaríkan hátt með því að fólk kveikti á friðarkert- um við heimili sín, einnig loguðu kerti við fyrirtækin í bænum. Mjög mikil þátttaka var í þess- ari einföldu minningarathöfn þó hún væri ekki skipulögð og loguðu kertaljós við nánast öll hús í byggð- arlaginu langt fram eftir kvöldi. Morgunblaðið/Ágúst Friðarljós tendruð við inn- ganginn á frystihúsinu í minn- ingu þeirra sem létust í snjó- flóðunum í Neskaupstað 1974. Jólaskraut, jólakerti, jólatréskúlur, jólapappír, jólaskreytingaefni o.fl. (á meðan birgðir endast) _ Morgunblaðið/Silli SKOLAMEISTARINN Guðmundur Birkir Þorkelsson ásamt stúd- entunum, f.v., Óla Halldórssyni, Auði Þorgeirsdóttur, Þorkeli Lind- berg Þórarinssyni, Álfhildi Eiríksdóttur og Vali Guðmundssyni. Stúdentar á Húsavík Húsavík - Skólameistari Fram- haldsskólans á Húsavík, Guð- mundur Birkir Þorkelsson, útskrif- aði eftir fyrri önn þessa fímm stúd- enta fyrir jólin. Kennt er eftir svo- kölluðu áfangakerfi og þeir stúd- entar sem Ijúka námi eftir fyrri önn ljúka því á 3'/2 ári og eru því færri en þeir sem ljúka að vori og hafa tekið sér fjögur ár til náms- ins; í vetur eru 202 nemendur í skólanum og útskrifuðust nú þrír nemar af iðnaðarbraut, bifvéla- virkjun, og þar af einn kvenmað- ur, Guðrún Valgeirsdóttir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgunarsveitin Vík- verji kaupir hús BJÖRGUNARSVEITIN Víkveiji í Vík skrifaði undir samning nú í des- ember um kaup á 320 fm húsi Víkur- pijóns. Með kaupunum á þessu húsi mun öll aðstaða björgunarsveitar- innar batna til muna en gamla hús- ið er 120 fm og komst ekki nema hluti tækja sveitarinnar inn í hús. Á myndinni sjást Grétar Einarsson, formaður Víkveija, og Þórir Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Víkur- pijóns, skrifa undir samninginn. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson FRA innanhússmóti Þróttar. > Átta lið á fyrsta móti Þróttar Vogum - Ungmennafélagið Þrótt- ur hélt sitt fyrsta innanhússmót í knattspyrnu 17. desember með þátttöku átta liða í 6. flokki. Liðin sem tóku þátt í mótinu komu frá Víði í Garði, eitt Iið, Njarðvík, tvö lið, Þrótti í Vogum, tvö Iið, Reyni í Sandgerði, tvö lið, og Grindavík, eitt lið. Sigurvegarar mótsins var lið Víðis í Garði en lið Njarðvíkur (1) var í öðru sæti og lið Þróttar (2) náði þriðja sæti eftir víta- spyrnukeppni. Besti leikmaður mótsins var valinn Þórir Hauksson, Þrótti í Vogum. Nýr sjúkrabíll í Búðardal Miðhúsum - Rauðakrossdeild Búð- ardalslæknishéraðs hefur fest kaup á nýjum Volkswagen aldrifs sjúkra- bíl, samkvæmt upplýsingum Jó- hanns Sæmundssonar í Búðardal. Það er mikill fengur að þessari bifreið, því að bifreiðin sem var áður, var aðeins framdrifin og hent- aði ekki vel á þessari erfiðu leið. Það má því segja að íbúar hér fái góða og þarfa jólagjöf. I i í a í i t I i t i a i i .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.