Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Grímur
FRÁ afliendingu úr Styrktar- og menningarsjóði
Sparisjóðs Vestmannaeyja.
Styrkir veittir í
sjöunda sinn
Vestmannaeyjar - Á Þorláks-
messu voru í sjöunda sinn veitt-
ir styrkir úr Styrktar- og menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Vest-
mannaeyja til minningar um
Þorstein Þ. Víglundsson fyrr-
verandi sparisjóðsstjóra.
Styrkupphæðin er kr. 300.000
og skiptist á þrjá aðila hér i
Eyjum.
Rannsóknarsetrið í Vest-
mannaeyjum kr. 150.000 til
styrktar verkefni vegna rann-
sókna á fisksjúkdómum í sjávar-
fiskum, svo sem ýmsum botn-
fisktegundum og síld, en verk-
efnið er unnið í samvinnu við
Háskóla íslands og útibú Haf-
rannsóknastofnunar og Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins.
Hamarsskólinn kr. 75.000 til
kaupa á hljómflutningstækjum
og Barnaskólinn kr. 75.000 til
tölvukaupa.
Það er von stjórnar Sparisjóðs
Vestmannaeyja að styrkirnir
komi að góðum notum og verði
til eflingar á starfi Rannsóknar-
setursins og grunnskólum hér í
Eyjum.
20 ár frá
snjóflóðum
Neskaupstað - Norðfirðingar
minntust þess í síðustu viku að lið-
in eru 20 ár frá því að tvö stór
snjóflóð féllu á kaupstaðinn og
urðu 12 manns að bana, auk þess
að leggja aðal atvinnufyrirtæki
bæjarins í rúst.
Þeirra sem fórust var minnst á
mjög einfaldan en áhrifaríkan hátt
með því að fólk kveikti á friðarkert-
um við heimili sín, einnig loguðu
kerti við fyrirtækin í bænum.
Mjög mikil þátttaka var í þess-
ari einföldu minningarathöfn þó
hún væri ekki skipulögð og loguðu
kertaljós við nánast öll hús í byggð-
arlaginu langt fram eftir kvöldi.
Morgunblaðið/Ágúst
Friðarljós tendruð við inn-
ganginn á frystihúsinu í minn-
ingu þeirra sem létust í snjó-
flóðunum í Neskaupstað 1974.
Jólaskraut, jólakerti,
jólatréskúlur, jólapappír,
jólaskreytingaefni o.fl.
(á meðan birgðir endast)
_ Morgunblaðið/Silli
SKOLAMEISTARINN Guðmundur Birkir Þorkelsson ásamt stúd-
entunum, f.v., Óla Halldórssyni, Auði Þorgeirsdóttur, Þorkeli Lind-
berg Þórarinssyni, Álfhildi Eiríksdóttur og Vali Guðmundssyni.
Stúdentar á Húsavík
Húsavík - Skólameistari Fram-
haldsskólans á Húsavík, Guð-
mundur Birkir Þorkelsson, útskrif-
aði eftir fyrri önn þessa fímm stúd-
enta fyrir jólin. Kennt er eftir svo-
kölluðu áfangakerfi og þeir stúd-
entar sem Ijúka námi eftir fyrri
önn ljúka því á 3'/2 ári og eru því
færri en þeir sem ljúka að vori og
hafa tekið sér fjögur ár til náms-
ins;
í vetur eru 202 nemendur í
skólanum og útskrifuðust nú þrír
nemar af iðnaðarbraut, bifvéla-
virkjun, og þar af einn kvenmað-
ur, Guðrún Valgeirsdóttir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Björgunarsveitin Vík-
verji kaupir hús
BJÖRGUNARSVEITIN Víkveiji í
Vík skrifaði undir samning nú í des-
ember um kaup á 320 fm húsi Víkur-
pijóns. Með kaupunum á þessu húsi
mun öll aðstaða björgunarsveitar-
innar batna til muna en gamla hús-
ið er 120 fm og komst ekki nema
hluti tækja sveitarinnar inn í hús. Á
myndinni sjást Grétar Einarsson,
formaður Víkveija, og Þórir Kjart-
ansson, framkvæmdastjóri Víkur-
pijóns, skrifa undir samninginn.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
FRA innanhússmóti Þróttar. >
Átta lið á fyrsta móti Þróttar
Vogum - Ungmennafélagið Þrótt-
ur hélt sitt fyrsta innanhússmót
í knattspyrnu 17. desember með
þátttöku átta liða í 6. flokki.
Liðin sem tóku þátt í mótinu
komu frá Víði í Garði, eitt Iið,
Njarðvík, tvö lið, Þrótti í Vogum,
tvö Iið, Reyni í Sandgerði, tvö lið,
og Grindavík, eitt lið.
Sigurvegarar mótsins var lið
Víðis í Garði en lið Njarðvíkur
(1) var í öðru sæti og lið Þróttar
(2) náði þriðja sæti eftir víta-
spyrnukeppni.
Besti leikmaður mótsins var
valinn Þórir Hauksson, Þrótti í
Vogum.
Nýr sjúkrabíll
í Búðardal
Miðhúsum - Rauðakrossdeild Búð-
ardalslæknishéraðs hefur fest kaup
á nýjum Volkswagen aldrifs sjúkra-
bíl, samkvæmt upplýsingum Jó-
hanns Sæmundssonar í Búðardal.
Það er mikill fengur að þessari
bifreið, því að bifreiðin sem var
áður, var aðeins framdrifin og hent-
aði ekki vel á þessari erfiðu leið.
Það má því segja að íbúar hér fái
góða og þarfa jólagjöf.
I
i
í
a
í
i
t
I
i
t
i
a
i
i
.