Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Dýrlingur í
mannheimum
LEIKLIST
Þjððlcikhúsid
FÁVITINN
eftir Fjodor Dostojevskí. Leikgerð:
Simon Grey, endurskoðuð af Seppo
Parkkinen og Kaisu Korhonen.
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir.
Lýsing: Esa Kyllönen. Leikmynd:
Eeva Ijas. Búningar: Þórunn Sigríð-
ur Þorgrímsdóttir. Leikstjórn:
Kaisa Korhonen. 26. desember.
ÁSTLAUS heimur; heimur
losta, svika, samkeppni og græðgi
er það leiksvið sem bíður Myshkins
fursta þegar hann snýr heim til
Rússlands eftir margra ára sjúkra-
legu í Sviss. Hann hefur dvalið í
vemduðu umhverfí, á stofnun, og
kann ekki á samfélag þar sem
enginn nýtur verndar, skilnings,
samúðar; þar sem manneskjan er
vamarlaus andspænis brestum og
veikleikum annarra.
Myshkin fursti, með dýrlings-
ásjónuna er tandurhrein vera,
bæði í hug og hjarta, og virkar
þar af leiðandi á spillta samferðar-
menn sína eins og fáviti. Hann
móðgast ekki, særist ekki, öfundar
ekki, kann ekki afbrýðisemi og
samlíðan hans með þeim sem erf-
iði og þunga eru hlaðnir stjórnar
afstöðu hans og athöfnum í hveiju
tilviki. Og þær persónur sem hann
hittir á vegferð sinni, bíta sig
fastar á hann eins og líftaug í því
straumharða og ólgandi hafi sem
tilvist manneskjunnar er.
í Fávitanum er Dostojevskí að
skoða hvað mundi gerast ef Krist-
ur mætti aftur til jarðarinnar og
eins og dr. Gunnar Kristjánsson
ritar í leikskrá, er „Guð með þeim
sem þjáist að skilningi Dostojevsk-
ís, guðleysið býður upp á hið gagn-
stæða, tilbeiðslu mannsins á eigin
vegsemd".
Fljótlega eftir að Myshkin kem-
ur til Rússlands sér hann mynd
af hinni ægifögru Nastösju
Filippovnu og heillast af henni -
eða öllu heldur þeirri þjáningu sem
hann sér í andliti hennar. Nastasja
er leiksopppur Jepantsjíns hers-
höfðingja og Totskís nokkurs, sem
er fjárhaldsmaður hennar en hefur
misnotað hana kynferðislega frá
bamæsku. Skömmin er hennar og
nú þarf Totskí að losna við
Nastösju til að geta kvænst Alex-
öndru, bráðungri dóttur Jepantsj-
íns. Villimaður að nafni Parfjon
Rogozhín elskar Nastösju stjórn-
laust og vill kaupa hana af Totskí.
Rogozhín er alger andstæða Mys-
hkins fursta, grimmur, gráðugur,
spilltur, blakkur í hug og hjarta.
Samt verða þeir fóstbræður. Báðir
vilja þeir kvænast Nastösju,
Rogozhín vegna þess að hann gim-
ist hana og Myshkin vegna þess
að hann vorkennir henni. En hann
vill líka alveg eins kvænast Aglaju,
dóttur Jepantsjíns, sem er hrein
og saklaus. Hún er sú sem hann
elskar, en þegar öllu er á botninn
hvolft, kemst hún af án hans, sem
Nastasja gerir ekki. Og þjáning
Nastösju, varnarleysi, sorg, sárs-
auki og reiði hafa ægivald yfir
Myshkin.
Hilmir Snær Guðnason leikur
fávitann og furstann Myshkin,
þennan jafnvæga, blíða og góða
mann, af þvílíkri snilld að maður
er eiginlega orðlaus. Innan um
allan tilfínningahitann og stjóm-
lausar ástríður annarra persóna í
verkinu er ekki lítið átak að ríg-
halda athygli áhorfenda í þessu
hljóðláta hlutverki. Það tókst
Hilmi svo um munaði, eins og ljóst
var af viðtökunum sem hann fékk
í lokin; þmmandi lófaklapp, húrra-
hróp og bravó - og em þó fmm-
sýningargestir í Þjóðleikhúsinu
þekktir fyrir annað en að missa
stjórn á sér. Það er enginn vafi á
því að Hilmir er það sem kallað
er „stjörnuleikari". Þeir em ákaf-
lega sjaldgæfir og ég vona að yfír-
völd leikhúsanna beri gæfu til að
rækta hann og varðveita í stað
þess að útjaska honum í einhverri
Morgunblaðið/Þorkell
BALTASAR Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Tinna Gunnlaugsdóttir eiga magnaðan samleik í
hlutverkum Rogozhíns, Myshkins og Nastösju Filippovnu.
fáránlegri ímynd og sölumennsku
á stuttum tíma og henda honum
síðan út, þegar hann hefur verið
mergsoginn. Svona leikari er of
stór gjöf til að fóma á altari þeirr-
ar græðgi sem einkennir. okkar
markaðssamfélag; samfélag sem
er í rauninni alveg eins og það sem
Dostojevskí skrifar um í Fávitan-
um. Ekkert hefur breyst.
Baltasar Kormákur leikur hinn
grimma Parfjon Rogozhín, and-
stæðu Myshkins, og skilar því
hlutverki óaðfínnanlega. Radd-
beiting Baltasars, sem oft hefur
verið erfið, hefur heldur betur lag-
ast og hann náði að koma ótta
og örvæntingu Rogozhíns til skila
í gegnum grimmdina, stjómleysið
og ástríðurnar. Samleikur hans og
Hilmis Snæs var með þvílíkum
ágætum að unun var á að horfa.
Tinna Gunnlaugsdóttir fer með
hlutverk Nastösju Filippovnu og
vinnur svo sannarlega „leiksigur“
að þessu sinni. Ég man ekki eftir
Tinnu í almennilegu hlutverki frá
því hún lék Yermu hér um árið
og hef oft velt því fyrir mér hvers
vegna þessi frábæra leikkona er
eins vannýtt og rangnýtt og raun
ber vitni. í hlutverki Nastösju er
Tinna fögur, kynþokkafull og
sterk að sjá og það er dýrðlegt
að hlusta á textameðferð hennar
og raddbeitingu. Hún er frábært
val í þetta hlutverk á móti Hilmi
og Baltasar; togstreitan, spennan
og krafturinn í samleik þeirra
þriggja varð að einhveiju magnað-
asta leikhúsi sem ég hef séð hér
á landi í langan tíma.
Jepantsjín hershöfðingi er leik-
inn af Gunnari Eyjólfssyni, sem
skapaði ákaflega skemmtilega
persónu, valdsmann sem lendir í
vandræðagangi þegar hann er af-
hjúpaður.
Éiginkonu hans, Jepantsjínu,
leikur Helga Bachmann og skapar
sérstæða persónu, barnslega og
náskylda Myshkin. Það er eins og
spillingin og valdið í kringum hana
hafi ekki náð til hennar; þetta er
sérlega vel unnið, hljóðlátt hlut-
verk. Dætur þeirra þijár, Aglaja,
Alexandra og Adelaída eru leiknar
af Steinunni Ólínu Þorsteinsdótt-
ur, Halldóru Björnsdóttur og Eddu
Amljótsdóttur og er hlutverk
30. desember er síðasti dagur
fyrir breytingar í Símaskrá 1995.
Einstaklingar, félög og fyrirtæki. Eruð þið
ánægð með skráningar í Símaskránni 1994?
Ef ekki, gerið þá breytingar í tíma.
Athugið að skráður atvinnusími tryggir fyrirtækjum,
félögum og einstaklingum í atvinnurekstri aðgang
að atvinnuskránni - gula hefti Símaskrárinnar.
í nafnaskránni 1995 - bláa heftinu - verða eingöngu
skráð heimilissímanúmer.
Upplýsingar:
Sími: 563 6620
Fax: 563 6609
Skráið ykkur rétt,
í síðasta lagi 30. desember
PÓSTUR OG SÍMI
Aglaju þar sýnu stærst. Einhvern
veginn fannst mér Steinunn Ólína
ekki ná að vinna þetta hlutverk
eins og efni stóðu til. Aglaja er
fremur mött og óáhugaverð í með-
ferð hennar; manni er alveg sama
um ástir hennar og harma. Af
þeim systrum var hlutverk Adela-
ídu best unnið; lítið hlutverk en
Edda Arnljótsdóttir hefur það
sterka nærveru á sviði að hún á
auðvelt með að ná athygli áhorf-
andans og náði að skapa mjög
heilsteypta persónu.
Helgi Skúlason leikur hinn
spillta Totskí, sem ætlar að ráð-
stafa stúlkunni sem hann hefur
misnotað frá því hún var barn og
er frábær í hlutverki þessa ógeð-
fellda manns, sem er svo sannar-
lega fulltrúi fyrir hinn guðlausa
mann sem segja má um að hafi
fallið í tilbeiðslu á eigin vegsemd.
í öðrum hlutverkum eru Hjálm-
ar Hjálmarsson, Randver Þorláks-
son, Sigurður Skúlason, Valdimar
Örn Flygenring, Kristján Franklín
Magnús og Bríet Héðinsdóttir. Öll
voru þessi litlu hlutverk vel unnin.
Þar náði þó Stefán Jónsson að
skapa eftirminnilegustu persón-
una í hinum sídeyjandi Ippolít.
Leikmyndin er skemmtilega
hugsuð og hönnuð. Sviðið er nýtt
til hins ýtrasta og með litlum til-
færingum hægt að breyta leik-
myndinni í hin ólíkustu híbýli.
Búningar eru mjög fallegir; greini-
lega hefur ekkert verið til sparað
í vali á efnum. Því fóru búningar
mjög vel, kjólarnir falla og hreyf-
ast eðlilega og öll áferð sýningar-
innar er vönduð og litir fallegir.
Lýsingin er að mestu leyti í lagi,
þótt á einstaka stað hafi hún ver-
ið pirrandi. Rauð og bleik og gul
blikkljós á vinstra væng (séð frá
sal) spegluðust hægra megin og
trufluðu einbeitinguna. Eins var
hin sterka gyllta lýsing á spegli
undir ræðu Nastösju á heimili
Totskís yfírþyrmandi og út í hött.
Þriðja atriði í lýsingu sem ekki
gekk upp var í seinni hlutanum,
þegar Myshkin og Aglaja tala
saman úti í garði að sumarlagi og
allt í einu verður myrkur. Það er
fremur þreytandi þegar Iýsing er
hönnuð sem sjálfstætt fyrirbæri í
stað þess að láta hana falla eðli-
lega að sýningunni.
Leikstjómin er mjög góð. Kaisa
Korhonen hefur unnið mjög vel
með leikurunum. Það er mikil
hreyfing og spenna í sýningunni.
Þótt ég sjái ekki að Kaisa Korhon-
en flytji okkur nein nýmæli með
vinnu sinni er ljóst að hún kann
sína listgrein mjög vel og færir
okkur vandaða og geysilega vel
leikna sýningu á alveg sérlega
góðu og vel skrifuðu verki.
Súsanna Svavarsdóttir