Morgunblaðið - 28.12.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 25
Fljúgandi
furðuhiutir
BOKMENNTIR
Geimvcrur
UFO-FLJÚGANDI
FURÐUHLUTIR
eftir Einar Ingva Magnússon. M-
útgáfan, 1994 - 176 síður. 2.490 kr.
„SAMKVÆMT skoðanakönnun
Gallups trúa 50% manna á flúgandi
diska. Svo þetta fólk er eins eðlilegt
og gerist og gerigur með eðlilegt
fólk.
Það sem er merkilegt við þessar
tölur er, að það sem sameinar allt
þetta fólk, sem séð hefur UFO, er
að það hefur hærri greindarvísitölu
en meðaltal fólks. Sú staðreynd er
nokkuð merkileg og maður getur
spurt sig hvort nauðsynlegt sé fyrir
fólk að vera gáfaðra en gengur og
gerist til að geta staðið frammi
fyrir fljúgandi furðuhlut án þess
að verða gripið ofsahræðslu. Við
vitum það ekki fyrir víst. En það
er venjulegt fólk sem sér þessa
hluti, ekki einhverjir vitleysingjar.“
(S. 68-9).
Trúin á geimverur og fjúgandi
furðuhluti hefur skv. bókinni UFO,
en undirtitill hennar er Fljúgandi
furðuhlutir, átt undir högg að
sækja. Bæði frá kirkjunni og opin-
berum aðilum sem viðurkenna ekki
tilveru þeirra og, að því er virðist,
frá almenningsálitinu sem virðist
telja málsvara hennar skrítna sér-
vitringa. Við þetta þarf höfundur
og þeir aðrir sem leggja Einari
Ingva Magnússyni lið í bók hans
að beijast og það getur orðið erfitt
að stroka svona stimpla á sér út.
Sérstaklega éf maður gerir ráð fyr-
ir þeim fyrirfram og lætur sér ekki
fátt um finnast.
Bókin um geimverurnar er ágætt
upplýsingarit fyrir áhugamenn og
aðra um þetta efni en einnig virðist
hún þjóna þeim tilgangi að vera
einhvers konar varnarræða fyrir
geimverutrúna en þar mistekst
verkinu. Höfundur byijar kurteis-
lega og talar vel til höfuðandstæð-
ings síns - kirkjunnar manna.
„Komi það á daginn að ég fari
með rangt mál, þá vil ég að sjálf-
sögðu biðja Guð og alla kristna
menn afsökunar á villu minni.“ (S.
30)
En er líða tekur á bókina eru
andstæðingnum sendar hrakspár
af síðunum:
„... alltof seint að breyta kirkj-
unni núna. Hennar tími er kominn.
Hún mun falla niður í mjög svo
náinni framtíð. En það er áhuga-
BESSASTAÐAKIRKJA
Jólatónleik-
ar í Bessa-
staðakirkju
JÓLATÓNLEIKAR verða haldnir á
vegum Dægradvalar í Bessastaða-
kirkju í kvöld, 28. desember, kl.
20.30.
Flytjendur eru Lenka Mátéová,
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Margrét
Bóasdóttir, Ólöf Sesselja Óskars-
dóttir, Helga Ingólfsdóttir og Álfta-
neskórinn undir stjórn John
Speight.
Á efnisskrá eru jólalög, verk eft-
ir Bach, Hándel, Vaughan Will-
iams, Peter Warlock og gömul ís-
lensk sálmalög í útsetningum Þor-
kels Sigurbjörnssonar, Helgu Ing-
ólfsdóttur og Karólínu Eiríksdóttur.
vert að lesa um það í skýrslum
hersins, að meginástæða fyrir þögn
yfirvalda, hvað viðkemur sambandi
við geimverurnar (contact) er guð-
fræðilegs eðlis.“ (S. 52)
Eg trúi ekki að þetta sé leiðin
til að sannfæra eða fá fólk á sitt
band. En hvað veit ég? A.m.k. er
áróðurshlið bókarinnar ekki mér að
skapi og hvetur mig ekki til fylgi-
lags við trúna á furðuhlutina. Eg
held að ef manni finnist að staðið
sé í vegi fyrir manni, einhver eða
eitthvað • sé Þrándur í
Götu þess sem maður
trúir á, eins og í þess-
ari bók þykir um kirkj-
una, þá eigi ekki að
segja svona: „þú munt
falla!“ o.s.frv. Það eru
til betri ráð.
„Þar“ (í guðfræði-
deildum háskólanna)
„forrita gamlir pró-
fessorar unga verðandi
presta með gömlum
helgisögum og Ijóð-
mælum, sem virðast
ekki eiga nokkurt skylt
með tilverunni, að öðru
leyti en að vera sem
hvert annað bók-
menntaverk og skáldskapur." (S.
128).
Má skáldskapurinn móðgast hér?
Ég viðurkenni
íhaldssemi mína. Ég
hef aldrei leitt hugann
að því hvort ég trúi á
geimverur eða ekki og
þessi bók fékk mig ekki
til að taka afstöðu með
þeim. Því tilheyri ég
ekki fimmtíu prósent-
um manna. Én mér
þykir það leitt að bók-
inni skyldi ekki takast
að sannfæra mig. Þó
get ég alveg keypt það
að englar séu geimver-
ur sem séu áhyggju-
fullar yfir framtíð
mannsins og jarðarinn-
ar og eigi eftir að koma
og bjarga okkur. Það er mjög auð-
velt og fallegt að trúa því og óþarfi
að vera með einhvern vesenisáróður
gegn kirkjunni til þess. Og ekki
bara það. Það margeyðileggur fyrir
boðskapnum.
Og að lokum þetta. Þótt höfund-
ur hafi ást á bókstafnum ypsilon,
sem er og verður góðra gjalda vert,
er nú kannski óþarfi að rekast á
það í öðru hveiju orði. A.m.k. leið
mér undarlega þegar ég sá orðin:
fornleyfafræðingur, breykkaði,
áþreyfanlegur, lýkjast, skylja
(skilningi), afleyðingar, dreyft,
óneytanlega, systkyni, ... „kom
Travis í leytirnar", uppreysn, „...
reyf harkalega í hvað sem fyrir
varð“, „... fjöllin reystu sig ...“
En þar sem ég er lesandi undir
meðalgreind ætla ég að nota tæki-
færið og óska höfundi UFO og les-
endum bókarinnar gleðilegra jóla.
Kristín Ómarsdóttir.
Eigtíasamsetning íslenska lifeyrissjóðsins 1. janúar 1994.
önnur skuldabréf 4% _
Skuldabréf sveitarfélaga 3% _
Bankabréf 3%
Skuldabróf meö
ábyrgö ríkissjóös 90%
Dæmi um lífeyrisgreiðslur úr íslenska lífeyrissjóðnum
cr inneign 5.475.501 kr. að sparnaöartíma loknum
Sú upphæð veitir 55.071 kr. lifeyri á mánuði í 10 ár
eða 32.866 kr lífeyri á máouði í 20 ár
eða 25.831 kr. lífeyri á mánuði í 30 ár
cðal7.866 kr. í vcxti á mánuði án þess
að höfuðstóll sc skertur
Forsendur: Mánaöarlaun kr. 150.000.- lögjald 10% af launum
eða kr. 15.000.- Vextir 4% allt tímabiliö.
Flestir hafa líklega reiknað með því að steinbrúin yfir Ófærufoss í Eldgjá yrði alltaf á sínum stað.
Ekkert er
sjálfgefið
Of margir reikna með því að lífeyrismál þeirra verði í góðu lagi
þegar þar að kemur. Ekkert er þó sjálfgefið í þeim efnum og
reynslan sýnir að forsjálni er nauðsynleg.
Með því að gerast félagi í íslenska Iífeyrissjóðnum geturðu treyst
hag þinn vemlega á eftiríaunaaldrinum.
Fjölmargir greiða eigið framlag og framlag vinnuveitanda að
fullu í íslenska lífeyrissjóðinn. Aðrir, sem greiða lögum samkvæmt
í starfsgreinasjóð, greiða viðbótariðgjald í fslenska lífeyrissjóðinn
og koma þannig til með að auka lífeyri sinn í framtíðinni.
Ráðgjafar Landsbréfa veita þér fúslega nánari upplýsingar.
Framúrskarandi ávöxtun
Eftir að tekið hefur verið tillit til rekstnirkostnaðar
reyndist raunávöxtun sjóðsins 8,1% árið 1991,
' 7,7% árið 1992 og 15,4% árið 1993.
M
LANDSBRÉFHF.
Landsbankinn stendur með okkur
Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, slmi 91-679200, fax 91-678598
Löggilt veröbréfafyrirtœki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands.
Einar Ingvi
Magnússon