Morgunblaðið - 28.12.1994, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
7 0 ára afmæli Rípurkirkju
I DAG, 28. desember 1994, eru
liðin 70 frá því, að krikjan að Ríp
í Hegranesi í Skagafirði var tekin
í notkun. Gamla kirkjan þar, sem
var úr timbri og hafði staðið í 75
ár, var rifin að lokinni fermingar-
messu 4. maí 1924. Þá þegar var
hafist handa við að byggja nýja
kirkju. Guðsþjónustur fóru fram á
ýmsum bæjum í sókninni, meðan á
byggingu stóð, en sunnudaginn
milli jóla og nýárs, 28. desember
1924, var fyrsta messan flutt í hinni
nýreistu. jfirkju.
Undanfarin ár hefur farið fram
gagnger viðgerð á kirkjunni utan
og innan. Kirkjugarðurinn hefur
einnig hlotið miklar endurbætur,
svo að hvorttveggja er nú mikil
staðarprýði. Núverandi sóknar-
nefnd hefur staðið fyrir þessu mikla
verki. Hana skipa Leifur Þórarins-
son bóndi í Keldudal, formaður,
Sigrún Hróbjartsdóttir húsfreyja á
Hamri, ritari, og Birgir Þórðarson
bóndi á Ríp, gjaldkeri. Hefur sókn-
arnefndin unnið þarna mikinn sigur
í erfiðu máli, sem Iengi var búið
að vera erfitt viðureignar. Sam-
staða hefur verið mikil, en ekki er
sigurinn sístur hjá formanninum,
sem, fatlaður eftir alvarlegt slys,
hefur sýnt eindæma dugnað í þessu
verki eins og öðru, sem hann hefur
tekið sér fyrir hendur. Bragi Þór
Haraldsson tæknifræðingur frá
Hamri hafði á hendi alla hönnun
og yfirumsjón með framkvæmdum.
Þær voru að mestu unnar af Tré-
smiðjunni Borg, Sauðárkróki.
Bræðumir Albert og Þórður Þórðar-
synir frá Ríp önnuðust málningar-
vinnu og Rafsjá hf. á Sauðárkróki
sá um raflagnir.
Þessum miklu umbótum lauk á
liðnu sumri og því var ákveðið að
efna til kirkjuhátíðar á Ríp, þar sem
kirkjan hafði verið tekin í notkun
þegar á árinu 1924, enda þótt vígsla
hennar drægist til næsta vors. Sr.
Hálfdán Guðjónsson vígslubiskup á
Sauðárkróki vlgði kirkjuna 14. júní
1925. Vígsluvottar voru sóknar-
presturinn sr. Guðbrandur Bjöms-
son í Viðvík og sr. Hallgrímur
Thorlacius í Glaumbæ.
Síðan sr. Guðbrandur lét af emb-
ætti, hafa 6 prestar þjónað Rípur-
kirkju, þeir sr. Láms Arnórsson á
Miklabæ, sr. Björn Björnsson á
Hólum, sr. Þórir Stephensen á
Sauðárkróki, sr. Sighvatur Birgir
Emilsson á Hólum, sr. Sigurður
RÍPURKIRKJA í Hegranesi í Skagafjarðarsýslu.
Morgunblaðið/Þ.St.
Guðmundsson vígslu-
biskup á Hólum og nú
sr. Bolli Gústafsson
vígslubiskup.
Þrír af fjórum þeim
síðast nefndu fluttu
hátíðamessuna á Ríp
21. ágúst í sumar. Sr.
Sigurður prédikaði, en
sr. Þórir og sr. Bolli
þjónuðu fyrir altari.
Kirkjukór Rípursóknar
söng við undirleik
Rögnvalds Valbergs-
sonar organista. Birgir
Þórðarson á Ríp var
meðhjálpari. Rípurkikja
er vel búin gömlum og
nýjum gripum, og á
þessari hátíð bárust
Jóhanna Einars-
dóttir sóknar-
nefndarformaður.
og Ólafar Guðmunds-
dóttur, fyrrum hús-
bænda á Ríp, gáfu
fallega kertastjaka í
alla glugga kirkjunn-
ar, til minningar um
foreldra sína. Loks
barst kirkjunni vönduð
altarisbiblía,
Eftir messu bauð
sóknarnefndin til
fagnaðar í Félags-
heimili Rípurhrepps.
Þar fluttu ávörp Jó-
hannes Hannesson
bóndi á Egg, safn-
aðarfulltrúi, og Leifur
Þórarinsson, for-
maður sóknarnefndar.
Sr. Bolli Gústafsson
góðar gjafir. Þeir frændur Björn
Asgrímsson á Sauðárkróki og Gísli
Einarsson yfirlæknir í Reykjavík
og fjölskylda hans gáfu bókarstól
úr messing á altari, mikinn prýðis-
grip, til minningar um Ásgrim Ein—
arsson frá Ási, fyrrum formann
sóknarnefndar, og konu hans Stef-
aníu Guðmundsdóttur, fyrrum org-
anista Rípurkirkju, og látih börn
þeirra. Börn Þórarins Jóhannssonar
var veislustjóri, en sr. Þórir Steph-
ensen flutti þætti úr sögu Rípur-
kirkju.
Elsta heimild um kirkju á Ríp er
í Auðunarmáldaga frá árinu 1318.
Auðséð er þó af heimildinni, að hún
hefur þá staðið þar nokkurn tíma,
og líklegt er talið, að kirkja hafi
risið þar á fyrstu öld kristni í land-
inu. Á kaþólskri tíð var kirkjan
helguð heilögum Andrési postula.
Fyrstu aldirnar eftir siðbreytingu
var þarna torfkirkja, sem hefur
verið með minnstu sóknarkirkjum
hérlendis, ekki nema fímm stafgólf
og kórinn þar af tvö. Timburkirkja
var byggð 1849 og stóð hún, sem
fyrr segir, til 1924. Hún var aldrei
vandað hús og var að falli komin,
er hún var rifin: Ákveðið var að
byggja nýja kirkju úr r-steini.
Teikning eftir Rögnvald Ólafs-
son var höfð til hliðsjónar, en
mjög var út af henni breytt, hvað
útlit varðar. Sóknarnefndin hafði
á hendi alla yfirstjórn verksins,
en hana skipuðu Ásgrímur Ein-
arsson bóndi í Ási, formaður,
Sigurður Þórðarson bóndi á Egg
og Pétur Jónsson bóndi í Eyhild-
arholti. Yfirsmiður var Kristján
Rögnvaldsson frá Fífilgerði í
Kaupangssveit í Eyjafirði, en
með honum. unnu mikið Jón
Oddsson ' frá Sauðárkróki og
Guðjón Gunnlaugsson í Vatn-
skoti. Gunnar Guðmundsson, síð-
ar bóndi á Reykjum á Reykja-
strönd, steypti allan r-steininn á
staðnum og Gísli Jakobsson bóndi
á Ríp vann að því með honum. Sig-
urður Ólafsson á Kárastöðum sá
í dag eru 70 ár frá því
kirkjan að Ríp var tekin
í notkun, skrifar Þórir
Stephensen og greinir
m.a. frá því að á Ríp
hafi kona í fyrsta sinn
verið formaður sóknar-
nefndar.
um alla hina vandasamari máln-
ingu.
Sr. Þórir kvað það hafa vakið
einna mesta athygíi sína, er hann
leitaði fanga í erindið, að ekki yrði
betur séð, en það hefði verið á Ríp,
sem það hefði gerst fyrst hér á
landi, að kona varð formaður sókn-
amefndar. Þetta var á aðalsafnað-
arfundi 1908. Þá var í fyrsta skipti
kosið samkvæmt lögunum frá 1907,
sem veittu konum óumdeilt kjör-
gengi til slíkra starfa innan kirkj-
unnar. Þá voru þau kosin í sóknar-
nefnd Sigurður Ólafsson bóndi á
Hellulandi, Guðjón Gunnlaugsson
bóndi í Vatnskoti og Jóhanna Ein-
arsdóttir húsfreyja í Ási. Þeir Sig-
urður og Guðjón reyndust svo mikl-
ir framúrstefnumenn, að þeir kusu
Jóhönnu formann nefndarinnar.
Það er kannski ekki að undra, að
einmitt húsfreyjan í Ási í Hegra-
nesi skyldi verða til þess að ryðja
brautina í þessum efnum, því á
hennar heimabæ áttu bæði kvenfé-
laga- og kvennaskólahreyfingin í
landinu sér upphaf og hreiðurstað,
og þar varð íslenski skautbúningur-
inn til. - Jóhanna Einarsdóttir
gegndi starfi formanns sóknar-
nefndar eitt kjörtímabil eða sex
ár.
Mikið fjölmenni var á kirkjuhá-
tíðinni í Hegranesi í sumar. Sr.
Þórir þakkaði sóknarmönnum
ánægjulegt samstarf .liðinna ára,
er hver Rípurhreppingur kom sem
svaraði 4,8 sinnum til kirkju á ári,
í söfnuði sem ekki var messað í
nema u.þ.b. 12 sinnum ár hvert.
Hann óskaði þeim til hamingju með
mikið afrek í byggingarmálum
kirkju og kirkjugarðs og hvatti þá
til að standa saman, enn sem fyrr
að öflugri kirkjusókn.
Hann ítrekar þessar óskir í dag
með beiðni um blessun Guðs yfir
mannlíf allt í Hegranesi á þessari
jólatíð og um ókomin ár.
Höfundur er staðarhaldari
í Viðey.
1
VIB
HLUTABRÉFASJÓÐUR VÍB HF.
kt. 451290-1189
Ármúla 13a, Reykjavík
Hlutafjárútboð
Hlutabréf HVÍB eru skráð á Verðbréfaþingi íslands. Sótt hefur
verið um skráningu nýrra hluta á Verðbréfaþingi íslands.
Útboðsfjárhæð: 211.000.000 kr.
Útboðstímabil: 7. desember 1994 - 7. júní 1995.
Gengi 1. söludag 1,22.
Gengi 22. desember 1,23.
Umsjón og sölu annast Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf.
Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir HVIB
liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði fslandsbanka hf., Armúla 13a.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560 8900. Myndsendir: 560 8910.
*
Aramót í nærveru
Heilags anda
NU UM áramótin
verða samverustundir
í Menntaskólanum við
Sund sem nefnast
„Áramót í nærveru
Heilags anda“.
Áramót eru alltaf
tímamót í lífi fólks. Þá
staldra menn gjarnan
við og horfa um öxl til
nýliðins árs og jafnvel
miklu lengra aftur.
Margir verða þá að
viðurkenna fyrir sjálf-
um sér og öðrum að
þeir hafa brugðist,
þrátt fyrir heitstreng-
ingar í aðra veru.
Á gamlárs-
kveld verður
boðið upp á
hátíðamat, seg-
ir Guðmundur
Orn Ragnars-
son, sem hér
skrifar um ára-
mót á vegum
Guðmundur Örn
Ragnarsson _
En hvað mun næsta ár bera í ármaótunum
skauti sínu? Getur hinn margmis-
heppnaði heppnast? Getur hinn
þjáði fengið líkn? Getur eitthvað
frelsað hinn dauðvona? Þessn svar-
ar Guð sjálfur í sínu heilaga orði:
„Það get ég og það vil ég.“
Setji maður allt sitt traust á
Jesú, eingetinn son Guðs, þá fær
sá maður að reyna kraft Guðs og
kærleik á stórkostlegan hátt.
Allir eiga þess nú kost að eyða
Orðs lífsins.
í Menntaskólanum
við Sund, í nærveru Heilags anda,
þar sem myrkur breytist í ljós og
þar sem gerast undur, tákn og
kraftaverk. Að auki, á gamlárs-
kvöld, stendur öllum til boða hátíð-
armatur. Allt frítt.
Guð gefí okkur öllum gleðilegt
nýtt ár í Jesú náfni.
Höfundur er prestur.