Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nýting á skelfiski - þörf á auknum rannsóknum í ÞVÍ ástandi sem er ríkjandi í þjóðfélag- inu í dag, vaknar áhugi víða um land að hefja nýtingu á skelfiski af ýmsum gerðum. Með skelfiski er átt við lin- dýr með skel, einkum samlokur. Nýting skel- fisks hérlendis hefur hingað til takmarkast við eina tegund sam- loka, það er hörpudi- skinn. Erlendis, vestanhafs og austan, er gömul og rík hefð fyrir veiðum, vinnslu og neyslu á hinum ýmsu tegundum og er þessi atvinnugrein þar með ýmsu sniði. Hér er átt við, að sumar skel- fisktegundir verða ekki nýttar nema með stóratvinnurekstri en aðrar tegundir eru veiddar og unnar af einstaklingum eða smáfyrirtækjum. Sú starfsemi sem íslendingar þekkja er eingöngu af stærri gerð- inni og er skelfiskurinn seldur fryst- ur á markaði. Erlendis er verulegur hluti skelfisks seldur lifandi á mörk- uðum og oft fyrir hátt verð. Vandamál samfara nýtingu skelfisks Samfara nýtingu á skelfiski koma upp ýmis ný vandamál sem ekki eiga við, þegar um nýtingu annarra sjávarlífvera er að ræða. í mörgum tilfellum er skelfiskur seldur lifandi á markaði. Þar sem hann er mun viðkvæmari og vand- meðfarnari en annar fiskur skapast vandamál varðandi flutninga og geymslu. Skelfískeitrun af völdum svifþör- unga í sjó er algengt fyrirbæri um allan heim og víða árviss viðburð- ur. Eiturefni svifþörunga, sem hér um ræðir, virðast í fæstum tilfellum hafa áhrif ' á skelfiskinn sjálfan en geta haft margvísleg áhrif á neytendur. Eitranir er, stafa af neyslu á ei- truðum skelfíski eru ekki óalgengar í heim- inum í dag, en þeirra verður aðeins vart í þeim tilfellum þar sem alls innmatar skelja er neytt, þar með talið þarms og maga, eins og t.d. í kræklingi. í þeim tilfellum þar sem aðeins samdráttarvöð- vinn er nýttur, eins og í hörpudiski, er engin hætta á skelfi- skeitrun hjá neytendum, þar sem eitrið safnast ekki í vöðvann. Með aukinni skelfiskneyslu og þar með auknu eldi í sjó og veiðum á skel- físki, koma vandamál skelfiskeitr- ana meira fram i dagsljósið og kröf- ur eru hertar um aukið eftirlit á umræddum hafsvæðum. Skelfiskeitrun, hvað veldur henni? Aðalfæða samloka eru svifþör- ungar, sem dýrin sía úr sjónum með hjálp tálknanna. Svifþörungar eru örsmáar lífverur sem aðeins sjást í smásjá en samsetning þeirra í sjónum er mismunandi frá einum stað til annars og eftir árstímum. í sjónum kringum ísland kveður lang mest af þrem hópum svifþör- unga, það er kísilþörungum (Bacill- ariophyceae), skoruþörungum (Din- ophyceae) og kalksvifþörungum (Haptocphyceae) en auk þessara flokka eru margir aðrir til staðar sem minna kveður að. Fyrst á vorin eru kísilþörungar ríkjandi en þegar líða fer á vorið og með sumrinu eykst fjöldi skoruþörunga og sum- staðar kalksvifþörunga og getur fjöldi þeirra orðið verulegur yfír sumarið. Þegar fjöldi svifþörunga í sjónum er orðinn mikill er talað um blóma þeirra og getur sjórinn litast af þeirta völdum. Mismunandi svif- þörungategundir eru misgóð fæða fyrir skelfískinn, bæði með tilliti til næringar og ekki síður með tilliti til eitrunar sem getur leitt af nokkr- um svifþörungategundum. Blómi svifþörunga í sjónum þýðir aukin fæða fyrir skelfiskinn. Ef um blóma eitraðra tegunda er að ræða, sem aðeins á sér stað við ákveðin um- hverfisskilyrði, getur skapast hætta á svæðinu þar sem „eitraðar" svif- þörungategundir geta valdið miklu tjóni bæði í skelfiskeldi og í náttúru- legum stofnum sem veiddir eru til manneldis. Þekktar eru um 80 teg- undir eitraðra sjávarsvifþörunga í heiminum og tilheyra flestar þeirra skoruþörungum. Til skoruþörunga telst annars mikill fjöldi tegunda (um 1.200 alls) sem er mikilvægur hluti svifþörungaflórunnar í hafinu og góð’íæða fyrir skelfiskinn. Helstu skelfískeitranir eru þrennskonar: 1. DSP-eitrun sem veldur niður- gangi (Diarrþeic Shellfish Poisoning). 2. PSP-eitrun sem veldur lömun (Paralytic Shellfísh Poisoning). 3. ASP-eitrun sem veldur minn- isleysi (Amnesic Shellfísh Poisoning). Þtjár tegundir skoruþörunga sem geta valdið DSP eitrun hafa fundist við ísland og tvær tegundir sem valdið geta PSP eitrunum. ASP eitr- unar varð fyrst vart í Kanada 1987. ASP eitrun hefur verið rakin til þriggja kísilþörunga sömu ættar og eru tvær þeirra algengar í sjónum við ísland og finnast oft í gifurleg- ur magni, en ekki er vitað um skað- semi af völdum þeirra hér. Óvíst Með aukinni skelfisk- neyslu, segir Guðrún G. Þórarinsdóttir, koma vandamál skelfiskeitrana meira fram í dagsljósið. er við hvaða aðstæður þörungarnir mynda ASP eitrið eða hvort það myndist yfírleitt í þessum tegund- um hér við land. Hversu langan tíma skelfískurinn er eitraður eftir að blómi er genginn um garð, fer eftir því um hverskon- ar eitrun er að ræða, tegundum skelfisks og magni fæðu í sjónum. Skelfiskur hreinsar sig af PSP eitr- un á nokkrum vikum en DSP eitrun á lengri tíma, jafnvel mánuðum. Sú regla er viðhöfð erlendis að svæðum þar sem skelfiskeitrun hef- ur komið upp er haldið lokuðum í 1-2 vikur eftir að skelfískur hefur mælst ómengaður. Af þeim skel- fisktegundum sem rannsakaðar hafa verið með tilliti til af eitrunar er kræklingur fljótastur að hreinsa sig en ostrur þurfa lengsta tímann. Því meira sem skelfiskur hefur að éta þeim mun fljótari er hann að hreinsa sig af eiturefnunum. Er ástæða til að óttast eitranir í íslenskum skelfiski? Eins og fram hefur komið hafa nokkrar tegundir eitraðra svifþör- unga fundist hér við land en lítið orðið vart við eitranir af þeirra völd- um. Sérstök skilyrði í sjónum eins og endurnýjun næringarefna og lagskipting í kjölfarið geta valdið „blóma“ þessara tegunda, en blóm- Guðrún G. Þórarinsdóttir inn er óreglulegur og þarf ekki að vera árviss þó viðkomandi tegundir finnist á svæðinu. Með auknu eldi og nýtingu stað- bundinna stofna í sjó hafa þörunga- rannsóknir á ákveðnum hafsvæðum aukist og niðurstöður hafa leitt í ljós að á vissum árstímum geta ein- staka eiturþörungategundir náð að fjölga sér það mikið, að hætta staf- ar af. Hversu margir eiturþörungar þurfa að vera í hveijum lítra af sjó til að hættuástand skapist er mis- munandi eftir tegundum þörung- anna og hvort aðra fæðu er jafn- framt að hafa samtímis fyrir skel- fískinn. Eiturefnamælingar í skel- fiski við ísland hafa sýnt fram á eitrun af völdum svifþörunga, þó að slík tilfelli séu enn afar fá. Full ástæða er því að vera á verði gegn þeirri hættu sem getur skapast á skelfískmiðum við Island af völdum eitraðra svifþörunga, þó að hættan í dag virðist vera minni en víða annarsstaðar í heiminum. Með auk- inni mengun í sjónum, skqlp og fl. getur möguleiki á blóma eitraðra svifþörungategunda í sjónum auk- ist, þar sem efnin sem berast í sjó- inn eru í mörgum tilfellum þau næringarefni sem þörunginn vantar til að geta fjölgað sér. Framtí ðarhorfur Rannsóknir á vegum Hafrann- sóknastofnunar hafa leitt í ljós að ónýttar auðlindir er að finna í kring- um ísland. Þar er um að ræða kúf- skel, krækling, öðu og jafnvel fleiri tegundir. Samfara nýtingu þessara tegunda fylgja áðurnefnd vandamál sem taka verður á í byrjun svo hægt sé að ábyrgjast fyrsta flokks afurð á markaði. Nýting skelfisks kallar á auknar rannsóknir á veiðum, vinnslu, flutn- ingi og geymslu afurðanna og síð- ast en ekki síst á heilnæmisrann- sóknir skelfiskmiða, sem markaðir erlendis krefjast í auknum mæli. Með heilnæmisrannsóknum er átt við rannsóknir á svifþörungateg- undum á veiðisvæðum og eiturefna- mælingar í skelfisknum. Höfundur er sjávarlíffræðingur á Hafrannsóknnstofnun. Greiðsluvandi heimilanna Sívaxandi samfélags vandi SÍVAXANDI og aukinn greiðsluvandi heimila er orðinn að alvarlegu samfélags- vandamáli. Það er bæði mikil- vægt og áríðandi að stjórnvöld og stjóm- málamenn þ.e. bæði þingmenn og sveit- arstjómarmenn grípi inn í og reyni að snúa þróuninni við - bæði með forvamaraðgerð- um og úrbótaaðgerð- um á því ástandi sem þegar hefur skapast. Aukinn greiðslu- vandi heimilanna er ekki séríslenskt fyrirbæri. Þróunin hefur orðið með svipuðum hætti í nágrannalöndum okkar. Þar hafa menn þegar hafist handa um aðgerðir til hjálpar. Hér- lendis emm við aðeins á eftir og á því þarf að verða bráð bót. Hér á eftir verður, til fróðleiks, vísað tíl viðleitni Norðmanna til að stemma stigu við vaxandi útgjöldum til fé- lagslegrar aðstoðar og vaxandi samfélagsvanda með breyttum hugsunarhætti og aðgerðum. Ætla má að reynsla Norðmanna í þessum efnum geti orðið okkur að gagni og til eftirbreytni með aðlögun að séríslenskum aðstæðum. Menn þurfa að vera sammálá um að þeir einstaklingar og heimili sem ratað hafa í ljármálalegar ógöngur fái hjálp til að greiða úr vanda sín- um ef ætla má að líkur séu á að hægt sé að „endurreisa" þá, þannig að þeir nái tökum á að stýra sínum málum sjálfir á ný. í þessu skyni hafa Norðmenn komið á lög- gjöf um svokallaða „greiðsluaðlögun" en úm leið hefur ríkisvald- ið gripið til hliðarráð- stafana til styrktar greiðsluaðlöguninni. Fv. félagsmálaráð- herra Guðmundur Árni Stefánsson hugðist leggja fram frumvarp um greiðsluaðlögun á yfirstandandi þingi. Nefnd skipuð fulltrú- um félagsmálaráðu- neytis, dómsmálaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og stjórnarflokkanna vinnur nú að frumvarpsgerðinni með hliðsjón af hinum norsku- lögum og reynslu Norðmanna og með tilliti til ís- lenskra aðstæðna. Áður hafði sér- stök nefnd skilað áliti til félags- málaráðherra um gagnsemi þess að taka upp greiðsluaðlögun hér- lendis. Hvað gera Norðmenn? Við embætti norskra sýslumanna hefur sérstakur greiðsluaðlögunar- fulltrúi það hlutverk að fjalla um mál er falla undir löggjöfina um greiðsluaðlögun. Hlutverk hans er að sjá um að umsækjendur fái nauð- synlega aðstoð og leiðbeiningar um hvert skuli leita og hvernig skuli fara að því. En þörfinni íyrir hjálp af hálfu hins opinbera lýkur ekki þar. Sú krafa laganna að fólk þurfi fyrst að leita fyrir sér sjálft um úrlausn síns greiðsluvanda, stendur í mörgum. Aðrir hafa reynt það en ekki haft árangur sem erfiði. Þeir uppfylla ekki hin ströngu skilyrði laganna um að vera „alger- lega ófærír" um að gera upp sín ijármál. Eftir sem áður þarfnast hinir sömu aðstoðar til að fá heildar- sýn yfir ástand sinna mála og ráð um hvernig þeir geti byggt upp fjár- mál sín á nýjan leik. Þörfin er líka mjög mikil fyrir aðstoð til að fást við lánardrottna, einkum þar eð slíkar þreifingar eru h'klegri en áður til að skila árangri. Svo virðist nefnilega að norskir lánardrottnar séu fúsari en áður til að dreifa greiðslum skuldunauta sinna og létta greiðslubyrði þeirra, því ella sjá þeir hættu á því að skuld þeirra verði tekin til meðferðar skv. greiðsluaðlögunarlöggjöfinni og þar með úr þeirra höndum með óþekkt- um innheimtuárangri. Lagaskylda sveitarfélaga Allt kallar þetta á aukna þörf á fjármálaráðgjöf. Það er hlutverk sem sveitarfélögin þurfa að taka að sér. Að norskri félagsþjónustu- loggjöf ber sveitarfélögunum skylda til að láta í té upplýsingar, ráð og leiðbeiningar sem geta stuðl- að að lausn eða komið í veg fyrir félagsleg vandamál. í mörgum til- vikum eru fjármálin einmitt lang- stærsta vandamálið. í íslensku sveitastjórnarlögunum (6. grein ) er kveðið á um skyldu sveitarfélaga til „að vinna að sam- eiginlegum velferðarmálum íbú- anna eftir því sem fært þykir á Einstaklingar og heim- ili, sem ratað hafa í fjár- málalegar ógöngur, segir Jón H. Karlsson, fái hjálp til að greiða úr vanda sínum. hveijum tíma“ og í sömu grein seg- ir að á meðal verkefna sveitarfélaga séu „félagsmál þ. á m framfærslu- mál og ráðstafanir til að koma í veg fyrir bjargarskort“. í íslensku lögunum virðist hvergi vikið beinum orðum að upplýsinga- eða ráðgjaf- arskyldu sveitarfélaga eða slíkri forvamahugsun. Samkvæmt hinni nýju norsku hugmyndafræði er spurningin ekki hvort veita skuli ráðgjöf - heldur með hvaða hætti fjármálaráðgjafar- þjónustu skuli hagað. Sveitarfélögin hafa ekki einungis kvöð af þessari ráðgjöf. Hún hefur einnig í för með sér ótvíræða kosti fyrir þau. Reynsla hjá norsku átaks- sveitarfélögunum sýnir greinilega, að það leiðir ekki til útgjaldaauka hjá sveitarfélagi að bjóða ráðgjöf. Þvert á móti. Fjárfesting í ráðgjöf hefur leitt til spamaðar í náinni framtíð og þannig reynst fyllilega réttlætan- •eg. Norska ríkið hefur Iíka lagt um- talsvert fé fram í þessu sambandi. Komið hefur verið á 80 stöðum Jón H. Karlsson greiðsluaðlögunarfulltrúa í landinu. Húsnæðisbankinn fékk 30 viðbótar- stöðugildi og sumarið 1993 fengu héraðsstjórar 20 stöðugildi til við- bótar í þennan málaflokk. Allt það fólk sem fyllir þessar stöður starfar að fjármálaráðgjöf á einhveiju stigi. Stöðurnar 20 hjá héraðsstjórunum eru hugsaðar sem stoðtæki fyrir eigin ráðgjafa sveit- arfélagsins. Hlutverk sveitarfélaga Þar erum við komin að kjarna málsins. Eigin fjármálaráðgjöfum sveitarfélaganna. Hvernig á sveit- arfélag að haga tilboðum sínum til þeirra, er þarfnast ráðgjafar? Ríkið getur ekki gert það fyrir þau. Frum- kvæðið þarf að vera staðbundið - verða til heima í héraði. En hvatinn að því að hefjast handa þarf að vera kristaltær. Talið er að flest sveitarfélögin í Noregi hafi þegar hugleitt þetta og mikill meirihluti þeirra óski að gera eitthvað í málun- um. En hvemig? Sex „verkefni" af mismunandi tagi frá jafnmörgum átakssveitarfélögum hafa verið kynnt öðrum sveitarfélögum til upplýsingar. Þau eru mjög mismun- andi - bæði hvað varðar stofnun og markmið, skipulag og vinnulags- reglur. Það sem þau eiga sameigin- legt er jákvæður árangur og sam- vinna. I öllum þessum „verkefnum" er samvinna burðarásinn - samvinna á milli ólíkra þrepa í stofnunum sveitarfélagsins, greiðsluaðlögun- arfulltrúans og staðbundinna banka. Samband aðila, sem ekki endilega þarf að vera formlegt. Reynslan sýnir að persónuleg sam- bönd og samvinna Iárétt og lóðrétt, bæði á stjórnvaldssviðum og öðrum, hefur afgerandi þýðingu fyrir vel- heppnaða niðurstöðu. Höfundur var aðstoðarmaður fv. félagsmálaráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.