Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Yega sjónarmið stórkaup- manna þyngra en íslenskra garðyrkjubænda? ULFUR, úlfur kalla stórkaupmenn og biðla til fjármálaráð- herra um að hann sjái svo um að þessir 170 garðyrkjubændur, sem hafa atvinnu af því að rækta græn- meti, verði endanlega slegnir niður svo það verði hægt að stunda innflutning frjálst og óháð án þess að ís- lenskir garðyrkju- bændur séu að veita þeim aðhald til vernd- ar fyrir neytendur. Það er undarlegt að þegar vörur eru flutt- ar inn eru þær staðgreiddar, en ef verslað er við innlenda framleið- endur, þá þarf að lána vöruna allt að 90 daga. Dreifingarkostnaður er nokkuð M~iír hér á landi vegna mikilla af- slátta til kaupmanna og það þarf að afskrifa mikið af skuldum vegna tíðra gjaldþrota í verslun- inni. Nokkur atriði skal minnt á til hugleiðingar fyrir þá sem þetta lesa. 1. í kjarasamningum var samið um að lækka tolla á grænmeti úr 80% í 30% til að auka kaupmátt launa, það var gert án samráðs við okkur. 2. I EES-samningnum voru tollar felldir niður á 4 tegundum grænmetis frá nóvember til mars svo hægt væri að selja saltfisk í samkeppni við aðrar þjóðir, það var gert án samráðs við okkur. 3. í GATT-tilboðinu sem. er undirritað nú þegar, þ.e.a.s. heildarramminn, er kveðið á að tollar og tollaígildi skulu vera ein- hver X tala sem er ekki ákveðin af garðyrkjubændum heldur er hún ákveðin í Genf af aðalnefnd GATT. 4. í GATT-samningnum er tek- ið fram að frjált er að flytja inn jafnmikið magn og 1988 á lág- um tollum og EES- samningurinn gengur lengra eða 0% tollur, þar eru tímabilin sem ráða eins og fyrr seg- ir. Þegar það magn hefur náðst, þá fayrst koma tollaígildi ofan á verðið. 5. í GATT-samn- ingnum er tekið fram að tollaígildi lækki um allt að 30% á sex árum. Tollaígildin sem kaupmenn hafa sem mestar áhyggjur af mæla muninn á milli íslenskra framleiðenda og erlendra, það má segja að eftir því sem rekstrarumhverfíð er verra, komi ríkissjóður til með að hafa meiri tekjur af innflutningi. Garðyrkjubændur eru búnir að leggja sitt af mörkum, segir Bern- harð Jóhannesson. Nú er komið að öðrum. Það er ekki mikill munur á skila- verði til íslenskra garðyrkjubænda og keppinauta okkar í Evrópu, há tollaígildi eru því frekar til að vemda kaupmenn en framleiðend- ur-. A síðastliðnu sumri voru ódýr- ustu tómatarnir í Vestur-Evrópu á íslandi. Það er ekkert sem lækk- að hefur framfærsluvísitöluna meira en verð á grænmeti og nú síðast kom það fram að verðbólga á íslandi er við 0% vegna þessa. Það væri gaman ef stórkaup- menn gætu sagt frá því að þeirra Bernharð Jóhannesson álagning hefði lækkað á milli ára. Garðyrkjubændur á íslandi eru búnir að leggja sitt af mörkum og nú er komið að því að aðrir geri slíkt hið sama. Hvernig dettur stórkaupmönn- um í hug að þeir geti flutt inn og selt grænmeti og kartöflur á lægra verði en flutningskostnaðurinn einn og sér til landsins? Neytandinn gerir þær kröfur í auknum mæli til grænmetisins að það sé íslenskt gæðanna og holl- ustunnar vegna. Hvernig dettur stórkaupmönn- um annað í hug en að þegar búið verður að leggja af framleiðslu innanlands, að verðið hækki til neytenda? A næstu árum leggjast allir styrkir af við landbúnað í aðalsam- keppnisríkjum okkar. A íslandi eru engir styrkir til handa garðyrkjubændum á meðan til dæmis í Hollandi eru styrkir til landbúnaðar miklu hærri en ís- lensku fjárlögin. Er eki kominn tími til að setja reglur um hámarksálagningu? Það þarf ekki að segja mér að Kringl- an hafí verið byggð fyrir samskon- ar peninga og Seðlabankinn, neyt- andinn hefur borgað þetta í formi álagningar. Það liggur ekkert á að sam- þykkja þennan GATT-samning, það er hægt að læra af mistökum annarra í upphafi og vera búinn að sníða vankantana af þegar við göngum til liðs við aðrar þjóðir innan GATT. Það er engin hætta á að íslenskir garðyrkjubændur komi til með að stunda einhvern gullgröft á meðan. Ef til vill væri best að stíga skrefið alla leið og sækja um inn- göngu í Evrópusambandið svo ís- lenskir bændur gætu fengið heimsskautastyrk frá Brussel. Höfundur er gurðyrkjubóndi & Sólbyrgi í Borgurfirði. einnig á Islandi BRUNSWICK TÖLVUSKOR Komib, sjáib og njótib \mE ÖSKJUHLÍÐ mm SÍMI 621599 Reykskynjarar - til hvers? ELDSVOÐI í íbúðar- húsi í nótt! Tveir reyk- skynjarar voru í húsinu, þeir fóru ekki í gang! Þessa setningu mátti heyra og sjá í fjölmiðlum í síðustu viku. Eru reyk- skynjarar ekki reyk- skynjarar? Markmiðið með uppsetningu reyk- skynjara er að vart verði við eld strax á byijunar- stigi þannig að hægt verði að bjarga fólki í tæka tíð og gera ráð- stafanir til þess að slökkva eldinn áður en hann verður óviðráðan- legur skaðvaldur. Með öðrum orðum þýðir þetta að reyk- skynjari á að láta vita um eld tíman- lega en ekki fara loksins í gang þegar húsið stendur í ljósum logum! Með því að setja upp bæði ,jónískan“ og „optískan“ skynjara, — ~~ segir Asbjörn Björg- vinsson, er nánast tryggt að annaðhvort fari í gang. Undanfarin ár hafa orðið mjög margir alvarlegir brunar bæði í at- vinnu- og íbúðarhúsnæði sem koma af stað umræðu um brunavarnir og brunamál, síðan er eins og allir missi áhugan á þessu málefni því jú það kviknar aldrei í hjá mér. Þeir heimilisreykskynjarar sem settir hafa verið upp á síðastliðnum áratugum eru flestir af svokallaðri , jónískri" gerð þ.e. skynjarinn skynj- ar örfínar reykagnir sem jafnvel eru svo smáar að við greinum þær ekki s.s. reykur frá brauðrist. Lökk og málningarefni gefa einnig frá sér þessar agnir eins og hitablásarar dúklagningamanna og fl. Til þess að jóníski reykskynjarinn valdi viðvörun þarf reykurinn að vera lifandi þ.e. bruni á sér stað í reyknum. Ef reykurinn er kaldur eða dauður (grár léttur reykur) er ólík- legt að jóníski reykskynjarinn valdi viðvörun. Síðastliðin ár hefur „ný“ gerð reykskynjara þ.e. „optískir" skynjar- ar verið að riðja sér til rúms á mark- aðinum. Þessir skynjarar eru með innbyggðan ljósnema (fótósellu) sem skynjar eingöngu reykagnir sem okkur eru vel sýnilegar þ.e. reykm- assa. Skynjarar þessir eru seinni í gang við hreinan bruna sem veldur litlum reyk heldur en ,jónísku" skynjararn- ir. „Optísku" skynjararnir þurfa nokkuð magn af sýnilegum reyk til að valda útkalli. Þessir skynjarar eru sérstaklega góðir þar sem lítill eða enginn eldur er til staðar' en reyk- magn verulegt, t.d. af völdum glóð- arbruna s.s. í rafmagnsbúnaði, glóð í húsgögnum, ofhitnun á matvælum í pottum eða pönnum og fl. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis er nú tal- ið að „optíski“ reykskynjarinn sé í raun betri vörn en ,jónísku“ skynjar- arnir. Þegar horft er á íbúðarhúsnæði er líklegast að eldsupptök eigi sér stað út frá rafmagni eða rafmagns- tækjum ásamt því að oft verða elds- voðar af völdum skreytinga eða gleymsku íbúa við frágang á hitun- artækjum. Ekki má gleyma hættu á íkveikju eða sígarettuglóðinni sem oft hefur valdið stórtjóni. Reykurinn getur verið banvænn! í flestum tilfellum er það reykur- inn sem veldur dauða ekki eldurinn sjálfur. Reykurinn læðist hljóðlaust að þér, svæfir þig og ger- ir þig sljóan. Hiti eða eldur vekur þig frekar því ósjálfrögð viðbrögð okkar eru að forðast það sem brennir! Það er því mikilvægt að strax verði vart við reyk ef upp kemur. „Optíski“ reykskynjar- inn gefur mjög líklega viðvörun um leið og reykur fer að leika um skynjarann hvort held- ur sem reykurinn er heitur og lifandi eða kaldur og dauður. Niðurstaða mín er sú að með skynsamlegu samspili „optískra" og ,jónískra“ reykskynjara ásamt réttri staðsetningu þeirra sé hægt að fækka „óþarfaviðvörunum" verulega frá því sem nú er. Með því að setja upp bæði „optískan" og ,jónískan“ skynjara í íbúð þína er nánast tryggt að annarhvor skynjarinn fari í gang þegar raunveruleg ástæða er til. Einnig eru til sambyggðir ,jónískir“ og „optískir" reykskynjarar þ.e. báð- ar gerðirnar í sama skynjarahúsinu. Þeir sem engan skynjara hafa geta notað þessa gerð reykskynjara til að tryggja hámarksöryggi sitt. Þegar staðsetning fyrir reyk- skynjara er ákveðin er nauðsynlegt að taka tillit til eftirfarandi atriða: • Ekki staðsetja ,jóníska“ reyk- skynjara í eða mjög nálægt eld- húsi. • Setjið „optískan" reykskynjara á ganga eða opin svæði. • Setjið „optískan“ reykskynjara nálægt rafmagnstöflu og í þvotta- hús. • Æskilegt er að setja reykskynj- ara í öll herbergi. • Best er að samtengja alla reyk- skynjara í húsinu. • Ef húsið er fleiri en ein hæð, setjið reykskynjara á allar hæðir. • Ekki staðsetja reykskynjara nær vegg en 50 sm. • Skiptið um rafhlöðu í reykskynj- aranum árlega. • Endingatími reykskynjara er u.þ.b. 10 ár. Það eru sjálfsagt ekki margir sem vilja fara í siglingu eða á sjó með engan eða ónýtan björgunarbát. Segja má að reykskynjari sé eins og björgunarbátur á skipi, engum til gagns nema skipið sé að sökkva, og þá er betra að þeir séu til staðar og í lagi. Hvað er langt síðan þú prófaðir reykskynjarann þinn eða skiptir um rafhlöðu? Reykskynjarar eiga að vera ör- yggisbúnaður sem hægt er að treysta á þegar á þarf að halda! Rétt staðsetning og gerð skynjara getur tryggt öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. í eldsvoða. Munið! Tilkynna öllum í húsinu um hætt- una, fara út! (Ekki aftur inn.) Aðstoða þá sem ekki geta bjarg- að sér sjálfir ef mögulegt er. Tilkynna slökkviliði Reyna að bjarga því sem mögulegt er eða síökkva eldinn ef áhættan er lítil. Ábending um frekara öryggi heimilisins: Gerið flóttaáætlun og æfið hana á hveiju ári. Æfið ykkur í að skríða blindandi um húsið. Hand- slökkvitæki og eldvarnateppi eru góð viðbót við öryggi heimilisins. Að lokum. Ef þú ert með reyk- skynjara í íbúð þinni þá er hann örugglega ,jónískur“. „Optískur" reykskynjari getur bjargað lífí þínu! Því skalt þú a.m.k. setja upp einn „optískan" reykskynjara í íbúðina þína t.d. á svefngang eða í hol. Höfundur sUirfnr á Verk- fræðistofu Snorra Ingimarssonar m.a. viðhönnun ogúttcktirá brunaviðvörunarkerfum. Ásbjörn Björgvinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.