Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 40

Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Páll Pálsson fæddist í Hnífs- dal 1. apríl 1914. Hann lést í Landspít- alanum 19. desem- ber sl. Hann var son- ur hjónanna Páls Pálssonar útvegs- bónda og formanns í Hnífsdal og Guð- rúnar Guðríðar Guð- leifsdóttur frá Aðal- vík. Systkini Páls eru: Jóakim, f. 20. júní 1915, Halldór, f. 1. ágúst 1916, d. 6. júní 1917, Helga, f. 19. september 1917, Leifur Guðmundur, f. 28. nóvember 1918, Kristján, f. 25. maí 1920, d. 1. desember 1941, og Halldór Gunnar, f. 5. nóvember 1921. Páll kvæntist 1. janúar 1942 Ólöfu Karvelsdóttur frá Hnífs- dal, f. 15. nóvember 1916. For- eldrar hennar voru þau Karvel Jónsson skipsljóri og útgerðar- maður frá Skutulsfirði og kona hans Ólafía Guðfinna Sigurðar- dóttir frá Hnífsdal. Börn þeirra Páls og Ólafar eru: 1) Kristján, f. 1. desember 1944, kvæntur Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur, f. 11. júlí 1953, og eiga þau tváer dætur, var áður kvæntur Aða- í DAG kveðjum við kæran tengda- föður okkar, Pál Pálsson frá Hnífs- dal við ísafjarðardjúp. Páll var af miklum fiskimönnum kominn og var einn af ljölmörgum aflasælum skip- stjórum sem fluttu til Reykjavíkur í kreppunni. Páll leitaði sér menntun- ar eins og kostur var á þeim tíma og stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni í tvö ár eftir barna- skólann í Hnífsdal. Þau Lóa og Palli hafa oft talað um skólagönguna hjá Kitts kennara í Hnífsdal en þar hafa fræðin verið tekin alvarlega því þau mundu ennþá flest af því sem kennt var þar. Páll stundaði sjómennsku frá unga aldri með föður sínum þar til að hann fór til Reykjavíkur í skiprúm hjá aflaskipstjóranum Snæbimi Olafssyni á Tryggva gamla. Páll leit- aði sér þá menntunar í sjómennsku og lauk hann fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík við Stýrimannastíg. Eftir það átti sjó- mennskan hug hans ídlan eða allt til fímmtugs. Hann var 1. stýrimað- ur hjá Bjarna Ingimarssyni á Júpiter allt stríðið og kom það í hans hlut að stjóma skipinu í sölutúrum til Englands öll stríðsárin. Arið 1951 flytur Páll með fjöl- skylduna til ísafjarðar þegar hann tók við skipstjórn á nýsköpunartog- aranum Sólborgu sem kom þá nýr til ísafjarðar,_ annar af togurum Is- firðings hf. Á Sólborgu nutu með- fæddir skipstjórnarhæfileikar Páls sín vel og þótti hann ávallt sérlega farsæll skipstjóri alla sína skip- stjórnartíð og af skipshöfn sinni vel látinn og vinsæll. Fræknum sjó- mönnum frá ísafirði þakkaði hann ávallt mikla aflasæld sína en á Sól- borgu náði hann því að verða einn af aflahæstu skipstjórum landsins. Árið 1963 flytur Páll aftur til Reykjavíkur með fjölskyldu sína og keypti hann þá hlut í Asiaco hf., fyrirtæki sem seldi útgerðarvörur o.fl. og starfaði hann þar í mörg ár. Síðar stofnaði hann ásamt fleirum Nes hf., sem selur einnig útgerðar- vömr og starfaði hann þar meðan kraftar entust. Hugur Páls var ávallt á sjónum og veiðiskapur honum mjög hugleik- inn. Hann var seinþreyttur að segja veiðisögur og frá lífínu af sjónum eða vestan, en hann sagði sérlega skemmtilega frá og lék sögupersón- urnar með tilþrifum. Þannig kynntumst við tengda- bömin Páli og heimili þeirra hjón- anna, sem glaðvæm og hlýju þar sem tekið var á móti okkur frá fyrsta degi sem einu af börnunum. Það var spilað á nikkuna við hvert tækifæri og sungið dátt en þannig kunni Páll best við sig í góðra vina hópi og hrókur alls fagnaðar. Okkur tengdabörnunum reyndist leiði Unu Jóhann- esdóttur, f. 6. apríl 1942, og átti með henni tvær dætur. 2) Ólafur Karvel, f. 29. janúar 1946, kvæntur Svandísi Bjarnadóttur, f. 18. apríl 1946, og eiga þau tvær dætur. 3) Guðrún Helga, f. 5. ágúst 1949, var í sambúð með Krist- jáni Kárasyni, f. 4. ágúst 1952, og eiga þau . einn son. 4) Ólafía Guðfinna, f. 24. júní 1951, gift Amari Guð- jónssyni, f. 19. nóvember 1949, og eiga þau þijá syni. 5) Guð- laug Björg, f. 2. febrúar 1955, lést af slysförum 9. febrúar 1986, barnlaus. Páll hóf sjó- mennsku 12 ára gamall með föður sínum. Hann lauk fiski- mannsprófi frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavík og stundaði sjóinn til fimmtugs m.a. sem skipstjóri á togaranum Sólborgu frá Isafirði. Stundaði verslunar- störf eftir það til dauðadags, sem einn af eigendum Asiaco hf. og síðar sem einn af eigend- um Ness hf. Útför Páls fer fram frá Langholtskirkju í dag. hann afar vel og barnabörnin minn- ast hans með hlýju og söknuði. Þrátt fyrir erfið veikindi tapaði Páll ekki glaðværðinni og hélt reisn og frábæru minni til síðasta dags. Að leiðarlokum viljum við þakka Páli fyrir öll árin sem við áttum samleið. Elsku Lóa, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Svandís, Sóley Halla og Arnar. í dag kveðjum við elskulegan afa okkar hinstu kveðju. Afi er okkur öllum eftirminnilegur sem ákveðinn en jafnframt mjög einlægur og vel- viljaður maður. Fyrsta minning okk- ar flestra er af honum spilandi á harmonikkuna í Bræðratungunni og við syngjandi honum við hlið. Afi var mjög mikill tónlistarunnandi. Hann hafði stundum á orði að ef hann væri ungur í dag myndi hann verða dægurlagasöngvari. Afi var óþreytandi í að leiðbeina okkur, hvort sem um var að ræða að leggja okkur almennar lífsreglur eða að kenna okkur að standa á haus eða synda. Afí hafði vestfirska siði í hávegum og fræddi okkur um ýmislegt í þeim efnum. Þó tókst honum aldrei að kenna okkur að borða kæsta skötu þrátt fyrir árleg- ar skötuveislur á Þorláksmessu. Afi hafði mikið dálæti á kvæðum og ljóðum. Eitt af uppáhalds ljóð- skáldum hans var Öm Amarson og fór afi stundum með þessa vísu skáldsins fyrir okkur: Elsku litli Ijúfur minn Ieiki við þig heimurinn. Ástin gefi þér ylinn sinn, þðtt einhver fyrir það Iíði. Vertu eins og afí þinn allra bænda prýði. Okkur er minnisstætt hversu ástríkt hjónaband afa og ömmu var og hversu mikil samheldni ríkti milli þeirra. I veikindum afa okkar stóð amma ætíð eins og klettur við hlið hans og var velferð hans henni allt- af efst í huga. Elsku amma, við biðjum góðan guð að styrkja þig í sorg þinni og að blessa minningu afa okkar, sem mun æjtíð lifa í huga okkar. Afabörnin. Foreldrar Páls, hjónin Guðrún Guðleifsdóttir og Páll Pálsson út- vegsbóndi og skipstjóri, bjuggu á Brekkunni í Hnífsdal. Páll yngri var elstur af sjö börnum þeirra hjóna. Hann byijaði snemma að vinna með föður sínum og reyndist síst eftirbát- ur annarra ungra samtíðarmanna sinna og var þó ekki mulið undir unga menn í þann tíma enda átti hann til sterkra stofna að telja. Afi hans og langafi í föðurætt af Arnar- dalsætt voru orðlagðir dugnaðar- menn og amma hans, Helga Jóak- imsdóttir, komin af merkum þin- geyskum bændaættum. Virðist mér sem allmörg góð, skapgerðareinkenni forfeðra hans hafí komið mjög í ljós í lífi hans og starfi. Vandamenn, vinir og kunningjar hverfa unnvörpum af þessu ieiksviði lífsins, þar sem þessi hnöttur okkar er. Fólk sem maður var nýbúinn að kveðja er allt í einu horfið af sjónar- sviðinu og maður hrekkur við. Manni verður ljóst hvað mannsævin er raunverulega stutt. Einn lítill punkt- ur í tímanum. Þó þekkjum við ekki nema brot af þeim tíma, sem mann- kynið hefur dvalið á þessum hnetti og verið að baslast við að ná þeim þroska, sem það nú hefur öðlast. Einn gamall vinur minn var að kveðja. Búinn að beijast árum sam- an við erfiðan sjúkdóm. Fyrir fimm- tíu og sjö árum vorum við skipsfélag- ar á botnvörpungnum „Tryggva gamla“. Skipstjóri var aflamaðurinn og öðlingurinn Snæbjörn Ólafsson. Við Páll vissum þá ekki mikið í ætt- fræði og alls ekki að við værum fimmmenningar í Arnardalsætt. En við vorum báðir Vestfírðingar og frá Hnífsdal og lögðum okkur fram um að ekki hallaði á okkar heimabyggð. Þessi fallegi og lífsglaði piltur, Páll Pálsson, og undirritaður urðu því fljótlega góðir vinir. Ég var þó allm- iklu eldri, en fann þó margt sameig- inlegt með okkur í viðhorfi til lífs- ins. Þessi ungi fjörugi Vestfirðingur, Páll Pálsson, varð strax hvers manns hugljúfi um borð, alltaf glaður og reifur og tilbúinn í alls konar sprell. Það hefði verið dauður maður sem ekki gat hlegið þegar Palli söng sína uppáhaldsslagara við raust. Við Páll vorum á sama skipi í tvö ár og áttum saman marga glaða stund. En svo skildu leiðir. Mér bauðst skipsstjórn og hann fór á Stýrimannaskólann. Eftir að Páll hafði verið skipstjóri á nýsköpunar- togaranum Sólborgu við góðan orðstír, hættur til sjós og farinn að stunda viðskipti í Reykjavík og ég fluttur þangað aftur, bar fundum okkar oft saman. Alltaf var sama ljúfa glaða en hispurslausa viðmótið hjá Páli og stutt í kímnina. Oft hef ég undrast hið mikla æðruleysi og jafnlyndi sem Páll hefur sýnt í veik- indum sínum. Þó hefur hann orðið fyrir áföllum sem urðu honum þung í skauti og líklega aldrei borið sitt barr eftir, en það var þegar þau Lóa misstu yngsta barn sitt af slysförum, Guðlaugu Björgu, hinn 9. febrúar 1986. Á síðustu árum, þegar við Helga systir hans komum í heimsókn og hann var sárþjáður af hinum ill- víga sjúkdómi, Parkinsons-veikinni, gat hann ávallt gert að gamni sínu og hlegið með okkur. Það þarf sterka og ljúfa skapgerð til að geta tekið öllu sem að höndum ber með ljúf- mennsku og þolinmæði. Hann var líka svo heppinn að eiga að lífsföru- naut mannkosta konu, gáfaða, fórn- fúsa og hjartahlýja, sem vakti yfír svo að segja hveiju hans fótmáli. Margir munu minnast þess þáttar í skapgerð Páls Pálssonar skipstjóra, sem svo sterklega hefur komið fram í vináttu hans og tryggð við þá sam- ferðarmenn, sem á einn eða annan hátt hafa átt við hann erindi. Vertu blessaður vinur og þakka þér liðnar samverustundir. Konu hans, börnum, systkinum og öðru venslafólki, votta ég dýpstu samúð mína. Ásgeir Ragnar Þorsteinsson, Hnífsdal. Mig langar í fáum orðum að kveðja vin minn, Pál Pálsson. Ég kynntist honum fyrst í júlímánuði á þessu ári og voeu því kynni okkar ekki löng. Eg hefði kosið að hafa kynnst Páli miklu fyrr, en þessi stutti tfmi verður mér ávallt minnisstæður. Það duldist mér ekki, þegar við Páll vorum lagðir inn á sömu stofu á sjúkrahúsi og við fórum að spjalla saman milli rúma, að hér var einkar viðfeldinn maður á ferð, gæddur góðum gáfum og stórfróður. Sjúkra- húsvist er ekki það skemmtilegasta, sem maður upplifir um ævina, því er ekki lítið atriði að kynnast góðum mönnum, sem gaman og fróðlegt er að blanda geði við. Þegar eftirlifandi eiginkona Páls, Ólöf Karvelsdóttir, hringdi í mig og tilkynnti mér lát hans kom mér það svo sem ekkeit á óvart, þegar haft er í huga hve mikill sjúklingur Páll var orðinn. Samt sem áður hvarflaði það ekki að mér, þegar ég tók í hönd Páls fyrir fáum dögum og ósk- aði honum gleðilegra jóla að hann myndi ekki dvelja meðal okkar yfir jólin, en enginn veit ævina fyrr en öll er. Ég vil að endingu þakka Páli ógleymanlegar samverustundir, þær mun ég varðveita í minningu minni um okkar góðu kynni. Ég sendi eftir- lifandi eiginkonu, börnum, barna- börnum og öðrum ættingjum hug- heilar samúðarkveðjur. Gunnar Snorrason. Við andlát góðs vinar setur að manni sorg og trega. Svo fór fyrir mér þegar frændi minn, Ólafur Kar- vel, færði mér þá fregn 19. þ.m., að nú hefði skipstjórinn ýtt úr vör í síðasta sinn - yfir móðuna miklu. Eins og að líkum lætur hneigðist hugur Páls yngri snemma til sjó- mennsku, enda barn að aldri þegar hann tók til við að hnýta á tauma og setja upp og yfirfara lóðir. Sjó- sókn hóf hann aðeins 11 ára gamall með föður sínum, sem kokkur á sumarvertíð á Helgu, sjö tonna báti. Sá hét í höfuð á mönnu hans. Þessi vertíð var honum einna minnisstæð- ust allra, enda lítt harðnaður ung- lingur á bátskel, sem reri til fiskjar frá Hnífsdal allt norður í Húnaflóa. Faðir hans var annálaður sjósóknari og aflamaður og reri langt ef á þurfti að halda. Ekki var óalgengt á þeirri vertíð að fiskur væri hausaður til að spara pláss og settur hvar sem rými var, jafnvel í lúkarinn til kokks- ins. Eftir fermingu fór hann að stunda sjómennskuna að fullu með föður sínum til 16 ára aldurs, en fór þá til náms að Laugarvatni í tvo vetur. Og enn átti sjómennskan hug hans allan. Nokkrir landsþekktir togara- skipstjórar voru þá starfandi, sem fæddir voru og uppaldir í Hnífsdal. Hafa þeir sjálfsagt haft áhrif á að hvað marki Páll stefndi. Hann ræður sig sem háseta hjá Snæbirni Ólafs- syni, skitstjóra á togaranum Ver, árið 1932 og fylgir honum einu ári síðar á togaranum Tryggva gamla. Þar er hann næstum samfellt til ársins 1941, er hann lýkur prófi frá Stýrimannskólanum. Að því búnu gerist hann fyrsti stýrimaður á Júp- iter hjá hinum landsþekkta aflaskip- stóra, Bjarna Ingimarssyni. Þegar hér er komið er síðari heimsstyijöld- in skollin á og siglingar togara með afla til Englands orðnar miklar hættufarir. Páll sigldi sem skipstjóri á Júpiter í flestum ferðum tii Eng- lands öll styrjaldarárin, allt upp í tíu ferðir á ári. Ur þessum ferðum stýrði hann skipi sínu ávallt heilu til hafn- ar, Árið 1948 flytur Páll sig um set og gerist stýrimaður á Karlsefni hjá bróður Bjarna, Halldóri Ingimars- syni. Hann fer síðan til ísafjarðar árið 1951 til að taka að sér skip- stjórn á nýjum togara ísfirðinga, Sólborgu, og sækir hana til Aberde- en. Flytur fjölskylda hans ári síðar til ísafjarðar og býr þar til ársins 1963, en þá er Páll kominn í land og hættur sjómennsku. Á undan voru gengin erfiðleikaár í togaraút- gerð, fyrst og fremst vegna kerfis uppbóta, sem var togurum óhag- stætt og var að mestu við lýði eftir stríð til ársins 1960. Flytur hann þá með fjölskyldu sína aftur til Reykjavíkur og starfar við veiðarfærasölu, þar til hann stofnar ásamt öðrum fyrirtækið Nes hf., árið 1982. Það fyrirtæki hefur í fyrstu einnig sölu veiðarfæra en er í dag jafnframt með mikil umsvif í útflutningi sjávarafurða. Kynni okkar Páls hófust fyrir al- vöru, er hann kvæntist frænku minni og föðursystur, Ólöfu Karvelsdóttur, Jónssonar skipstjóra og Ólafíu Guð- finnu Sigurðardóttur frá Hnífsdal. Þau gengu í hjónaband 1. janúar 1942 og höfðu því búið í farsáelu hjónabandi næstum 53 ár, er hann lést. Ekki fór hjá því að ungi þorps- búinn fylltist stolti yfir mági sínum, sem var mikið glæsimenni, sigldur, og bar með sér svip heimsborgar- ans. Naut ég þess í gjöfum frá fjar- lægu landi, sem ég hafði áður aðeins látið mig dreyma um. Sama var PALL PALSSON raunin nokkrum árum síðar, þegar ég dvaldi á heimili þeirra í þijá vet- ur á námsárum mínum í Reykjavík. Fyrir um 15 árum tók heilsu Páls að hraka, sem sjálfsagt má rekja til hinnar hörðu vinnu sjómannsins, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Hann barðist hetjulegri baráttu í meira en tíu ár við þann sjúkdóm, sem hann að lokum hlaut að lúta í lægra haldi fyrir. Páll mágur minn var maður glæsi- legur á velli og fríður sýnum. Hann var glaðvær og hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann hafði á hrað- bergi sögur og vísur frá langri sjó- mannsævi og kunni þá list vel að segja frá. Hann hafði mikla unun af tónlist, einkum söng, og hafa fagra söngrödd. Páll var á sínum yngri árum liðtækur hljóðfæraleik- ari, sem hann tileinkaði sér nánast án tilsagnar. Þótt framkoma hans öll einkenndist af prúðmennsku í allra garð, þótti hann röggsamur stýrimaður og skipstjóri og fara ýmsar sögur af því. Hann var far- sæll sjósóknari og aflamaður. Á heimili Lóu og Palla var alltaf gest- kvæmt, þar ríkti jafnan glaðværð og lögðu húsráðendur sig fram við að láta þeim líða vel, sem að garði bar Að leiðarlokum þakkar fjölskylda mín og ég frábær kynni og sam- skipti við Pál Pálsson. Lóu frænku og fóstursystur vottum við einlæga samúð, sem og börnum þeirra, tengdabörnum og öðrum ættingjum. Guð blessi minningu Páls Pálsson- ar. Þorvarður Alfonsson. Andlátsfregn er alltaf frétt og kemur við viðkvæma strengi þeirra sem hún varðar þótt hún komi ekki á óvart. Við sem þekktum Pál Páls- son vissum að senn liði að lokaor- ustu hans í stríði sem ekki gat end- að nema á einn veg. Mig langar að minnast þessa kæra vinar míns með fátæklegum orðum. Kynni mín af Páli fylgdu í kjölfar þess að ég kynntist yngstu dóttur hans, Guðlaugu Björgu, nöfnu minni, jafnöldru og skólasystur. Við stöllurnar tókum upp þann sið að lesa saman fyrir latínupróf á hveiju vori á menntaskólaárunum. Þá flutti ég jafnvel í nokkra daga í Bræðrat- unguna og við stöllurnar helltum okkur í latínustaglið. Páll sat gjarna í námunda við okkur og naut þess að hlusta á okkur hafa yfír versjón- ir af ræðum Síserós, Gallastríðum Sesars og ljóðum Óvíds. Þau Lóa gættu þess að okkur skorti ekkert og þegar að prófi kom voru þau síst óspenntari en við, ungu menntakon- urnar. Kynnin af þessari vestfirsku fjöl- skyldu. ollu tímamótum í lífi mínu. Við Gulla urðum nánar vinkonur og áttum eftir að upplifa margt saman. Allt í kringum Bræðratungufólkið var stórbrotið og litríkt. Glaðlegt viðmót, áhugi fyrir mönnum og málefnum og heimsborgarbragur einkenndi fólkið hennar nöfnu minnar. Mér var vel tekið af fjöl- skyldunni og til aðgreiningar kölluð Gulla Gúmm. Mér þótti það merkilegt við Gullu þegar við kynntumst fyrst hversu ræktarsöm hún var við foreldra sína. Jafnaldrar okkar sem þá voru um tvítugt voru uppteknari af flestu öðru en foreldrum sínum. En Gulla ferðaðist með þeim innanlands sem utan og þegar hún hélt vinum sínum veislur voru foreldrar hennar og systkini jafnan efst á gestalistanum þegar mikið lá við. En þetta reynd- ist ofur skiljanlegt; þau kunnu manna best að skemmta sér, voru fagnaðarhrókar og í þessari fjöl- skyldu var hugtakið kynslóðabil lítils virt. Páll lék á harmónikku og allir sungu við raust. Fúsalögin voru m.a. vinsæl. Veturinn 1983-84 deildum við stöllurnar saman íbúð og þá var það eitt sinn að við'héldum foreldrum okkar veislu. Það var ekkert til spar- að; vel veitt í mat og drykk. Við nutum öll samverunnar og umræð- urnar spönnuðu alla heima og geima. Ég minnist þess að hafa hugsað að þetta ætti maður að gera oftar. Hver vissi hve lengi við fengjum að njóta þess að vera öll hér í þessu jarðlífi. Páll hafði þegar á þessum tíma átt við vanheilsu að stríða um

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.