Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.12.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 41 MINNINGAR árabil. En enginn veit hver annan grefur. Mánuði síðar fylgdum við föður mínum til grafar og tveim árum síðar fórst nafna mín af slys- förum. Harmleikur Palla og Lóu var líka minn harmleikur en hann tengdi okkur saman á nýjan hátt. Páll var glæsilegur maður, bein- vaxinn og stæltur, með reglulega andlitsdrætti, dökk og skarpleg augu sem lýstu af tilfinningaríki og kímni. Hann var skapmikill eins og Vest- firðingar verða að vera, kröfuharður til sín og annarra en var hlýr og blíðlyndur þegar inn fyrir skelina var komið. Hann naut þess að fylla hús- ið sitt af gestum og veitti af örlæti. Það sýndi hann svo um munaði í vor en þá hélt hann seinustu stórveisl- una. Hann fyllti þá áttunda áratug- inn og þótt hann bæri merki heilsu- brests hélt hann tignárlegu fasi sínu og reisn. Það var gaman að gleðjast með honum á þessum tímamótum, salurinn á Hótel Sögu fylltist af fólki sem allt var komið þeirra erinda að votta Páli virðingu sína og vináttu. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast Páli og fjölskyldu hans. Við Dagur litli og mamma viljum hér með votta Lóu og öllum aðstand- endum okkar dýpstu hluttekningu. Guðlaug Guðmundsdóttir. Kær vinur Páll Pálsson skipstjóri hefur fengið hvíld eftir langvarandi baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hug- urinn leitar heim til æskustöðvanna í Hnífsdal, þar sem lífið hófst og unglingsárin liðu við leik og störf. Hnífsdalur hefur um langa tíð verið rótgróið sjávarþorp þar sem afkoma íbúanna hefur byggst. að mestu leyti á þeim verðmætum sem fengist hafa fyrir sjávarafla. Þegar Þorvaldur Thoroddsen jarð- fræðingur var á ferðalagi um Vest- . firði árið 1887 kom hann í Hnífsdal I og skrifaði eftirfarandi í ferðabók sína: „Skammt utan við ísafjörð er dalverpið Hnífsdalur, þar er útræði mikið og snoturt fískiþorp, eitt hið laglegasta á íslandi. í Hnífsdal eru efnaðir menn og duglegir." Þorvald- ur Thoroddsen hafði á ferðum sínum um ísjand haft náin kynni af hinum dreifðu byggðum á landinu, atvinnu- j háttum og umhverfí. Umsögn hans um byggð og búendur í Hnífsdal er því mjög athyglisverð. Hann gefur þessu litla samfélagi miklu betri umsögn en nágrannabyggðunum og raunar víðar er hann segir „snoturt fiskiþorp, eitt hið laglegasta á ís- Iandi“. Glöggt er gests augað. Það gleður hjörtu gamalla Hnífs- dælinga að vera þess meðvitaðir að forfeðurnir voru öðrum fremri og höfðu skapað sér umhverfí sem vakti ! athygli gesta og gangandi. Það má og með sanni segja að Hnífsdalur hafi alla tíð borið það svipmót sem j jarðfræðingurinn skýrir frá. Traustir stofnar hafa átt rætur sínar þar. Mér er í minni að nokkrir af aflasæl- ustu skipstjórum íslenska togaraflot- ans á árunum fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld voru fæddir í Hnífsdal og ólust þar upp. Er ekki ólíklega til getið að umhverfíð hafi haft hvetj- andi áhrif á ungu mennina og orðið Itil þess að þeir hugsuðu stórt og leituðu eftir mannaforráðum á \ stærstu fiskiskipum þeirra tíma. Páll Pálsson ólst upp í umhverfí ’ sem var fastmótað af fornum hefð- um. Hann var elstur sjö barna Páls Pálssonar útvegsbónda í Heimabæ í Hnífsdal. Páll var aðeins níu ára gamall þegar móðir hans Guðrún Guðleifsdóttir féll frá ung að árum. Faðir Páls var yngstur þriggja Heimabæjarbræðra, sem allir voru I formenn á eigin útgerð. Eldri voru Jóakim og Halldór. Þeir voru frammámenn í þorpinu sem litið var upp til, höfðu ungir mannaforráð, * byggðu stór íbúðarhús fyrir fjöl- skyldurnar og komust til efna fyrir eigin dugnað. Fjölskyldurnar í Heimabæ og Brekkuhúsum voru fjölmennar, börnin voru mörg og þaðan eru komnir margir einstak- lingar, sem hafa Iátið að sér kveða og eftir hefur verið tekið í þjóðfélag- l *nu; Á uppvaxtarárum Páls var ung- | lingum haldið til vinnu strax og | getan leyfði. Innan við fermingu var * algengast að sumarvinna drengja ' væri við uppstokkun og beitingu lín- unnar og síðar lá leiðin á sjóinn. Heimabæjarbræður gerðu báta sína út á línu árið um kring. Unglingur- inn fékk því snemma náin kynni af atvinnulífinu og lærði að meta gildi vinnunnar. Eldri kynslóðin sagði vel til verka og það var litið upp til þeirra sem miðluðu af reynslu sinni. Páll hóf nám á Laugarvatnsskól- anum haustið 1930 og var þar í tvo vetur. Seinni vetur hans vorum við skólabræður þar og eru margar góð- ar minningar frá þeirri samveru. Það var mjög eftirsótt á þeim árum að fá skólavist á Laugarvatnsskólanum. Skólastjóri var Bjarni Bjarnason og hafði hann á að skipa úrvalskennur- um sem héldu uppi lifandi kennslu sem nemendur nutu góðs af. Til- koma héraðsskólanna veitti ungling- um landsbyggðarinnar fyrst tæki- færi til að afla sér frekari menntun- ar að loknu barnaskólanámi og voru nemendur oft á ólíkum aldri, allt frá fímmtán til tuttugu og tveggja ára. Skólavistin víkkaði sjóndeildarhring nemenda og gerði þá hæfari til að takast á við lífíð. Að loknu námi á Laugarvatns- skóla hóf Páll sjómennsku á togurum og gerðist háseti hjá Snæbirni Ólafs- syni sem var skipstjóri á togaranum Ver og síðar Tryggva gamla. Páll var með Snæbirni í nokkur ár sam- tímis námi í Stýrimannaskólanum þar sem hann tók hið meira fiski- mannapróf. Snæbjörn Ólafsson var einn af farsælustu skipstjórum þeirra tíma og var það ungum mönn- um góður skóli að heíja sjómennsku undir hans stjórn. Páll var síðar í allmörg ár stýrimaður á togaranum Júpiter undir stjórn Bjarna Ingi- marssonar frá Hnífsdal. Bjarni var alla jafna einn aflasælasti skipstjóri tögaraflotans og þurfti því oft að taka ærlega til hendi á því skipi, Þegar Bjarni tók við nýju skipi, Neptúnusi, tók Páll við skipstjórn á gamla Júpiter um tíma. Var síðar á Karlsefni með Halldóri Ingimars- syni, bróður Bjama. Togaraútgerð var engin á ísafirði um nokkur ár þar til hafin var bygg- ing nýsköpunartogaranna og út- gerðarfélagið ísfirðingur hf. var stofnað og gerðist það félag eigandi að ísborgu sem var af eldri gerð þeirra skipa. Isfírðingur hf. bætti við sig öðru skipi, Sólborgu, þegar seinni og stærri nýsköpunartogar- arnir voru byggðir. Páll var ráðinn skipstjóri á þetta nýja skip árið 1951 og var hann með Sólborgu í allmörg ár þar til hann hætti sjómennsku og tók upp störf í landi. Hann gerð- ist meðeigandi í Asíufélaginu hf. en það fyrirtæki fékkst við innflutning á veiðarfærum og hafði allmikil umsvif á sínum tíma. Þarna kom Páli að góðum notum sú þekking sem hann hafði aflað sér á iöngum sjómannsferli varðandi allt sem laut að veiðitækni og veiðarfærum. Er fram liðu stundir seldi Páll hlut sinn í Asíufélaginu og stofnaði ásamt fleirum fyrirtækið Nes hf. sem starf- aði við innflutning á veiðarfærum og útflutning sjávarafurða. Hjá þessu fyrirtæki vann Páll á meðan heilsan leyfði. Páll var í fullu starfí sem sjómað- ur síðasta áratug gömlu síðutogar- anna og var í siglingum til Englands öll stríðsárin. Þegar* lagður var grundvöllur að endurnýjun togara- flotans skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hugðu margir gott til þess að sigla þessum glæsi- legu skipum. Páll var einn af þeim sem sá drauminn rætast. Tímabil nýsköpunartogaranna var ótrúlega stutt en við lok þess var útgerð síðu- togara af stærri gerð því nær úr sögunni. Fyrr á árum var sjó- mennska á togurum mjög slítandi starf og aðbúnaður allur miklum mun verri en nú gerist. Margur sjó- maðurinn varð að sæta því hlut- skipti að heilsan þvarr fyrr en hjá öðrum vegna þessa mikla vinnuálags og er ekki ólíklegt að geta þess til að Páll hafi verið einn þeirra. Það er fátt dýrmætara í lífinu en að eiga samleið með góðum vinum. Þó að við Páll byggjum ekki í ná- lægð hvors annars flest árin eftir að alvara lífsins tók við, þá voru vinaböndin sem bundust á æskuár- unum það sterk að þar varð aldrei brestur á. Enn frekar styrktust böndin þegar við gengum að eiga æskuvinkonurnar, hann Ólöfu Kar- velsdóttur og ég Guðrúnu Jónsdótt- ur. Kynni okkar allra hófust í barna- skólanum í Hnífsdal og hafa enst ævina út. Elsku Lóa, þú hefur staðið sem hetja við hliðina á Palla öll árin. Þú hefur mátt horfa á sterka stofninn bogna og síðan bresta. Guð hefur gefíð þér styrk til þess að þola álag- ^ ið. Það er óumdeild staðreynd að allir eiga sitt endadægur. Vonin um endurfundi gerir skilnaðinn auðveld- ari og græðir sárin. Þegar við Palli hittumst í æðri heimum munum við taka lagið ásamt fleirum og Páll organisti, frændinn, mun stjórna svo sem hann gerði í beitingaskúrunum í Hnífsdal forðum daga. Lóa mín, ég sendi þér, bömunum og öðrum aðstandendum einlægar samúðarkveðjur og þakka af alhug allt frá liðnum árum. Guðmundur Guðmundsson. Síðustu sex mánuði hefur gengi hlutabréfa í Auðlind sýnt Allir sem fjárfesta í hlutabréfum fyrir 129.900 kr. fá skattaafslátt sem nemur Leitið upplýsinga hjá ráðgjöfum okkar í síma , Þegar fjárfest er í hlutabréfum skiptir máli hver ávöxtun þeirra er. Síðustu sex mánuði hefur gengi hlutabréfa í Auðlind hækkað um 9,1% sem gerir 19% ávöxtun á árs- grundvelli. Einstaklingur sem kaupir hlutabréf fyrir 129.900 kr. fyrir áramót fær 43.480 kr. skattaafslátt á næsta ári og hjón allt að 86.960 kr. Kaupþing býður lán á hagstæðum kjörum til kaupa á hlutabréfum f Auðlind. KAUPÞING HF Löggilí verðbréfafyiirtœki í eigu Bútiaðarbankatis og sparisjóðanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.