Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
t
Útför systur minnar og móðursystur,
JÓNU FR. JÓNASDÓTTUR,
Sjafnargötu 7,
fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 28. desember,
kl. 13.30.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlega láti S.Í.B.S. njóta þess.
Unnur Jónasdóttir,
Gunnfríður Hermannsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og fósturfaðir,
STEFÁN TRAUSTI ALEXANDERSSON,
Faxabraut 38B,
Keflavik,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. desember
kl. 15.00.
Ólöf Lilja Stefánsdóttir, Gísli Ragnar Sigurðsson,
Sigþrúður Bærings Stefánsdóttir, Óskar Baldursson,
Ólafur Bjarni Stefánsson, Sigrún Sóley Jökulsdóttir,
barnabörn, barnabarnabarn,
og fósturbörn.
t
Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar,
KORNELÍA ÓSKARSDÓTTIR,
Hjallalandi 13,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 30. desember kl. 13.30.
Magnús Haukur Guðlaugsson,
Hanna Sigríður Magnúsdóttir,
Mari'a Hrönn Magnúsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GRÓA SVEINSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja
í Selkoti,
Austur-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju föstudaginn 30. desem-
ber kl. 14.00.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 11.00.
Anna Gissurardóttir, Ingvar Einarsson,
Svanhvít Gissurardóttir, Ágúst Guðjónsson,
Guðfinna Gissurardóttir, Árni Magnússon,
Kolbeinn Gissurarson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Erna Gissurardóttir, Matthfas Guðmundsson,
Þóra H. Gissurardóttir, Aðalsteinn Sigurjónsson
og barnabörn.
+
Móðir mín,
SIGURÁST SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
Skúlagötu 40,
sem lést 16. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30.
Gyða Gunnarsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns,
GUÐMUNDAR MARÍUSSONAR
fyrrv. verkstjóra í Héðni,
Blönduhlíð 16.
Vigdfs Brynjólfsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu
og samúð við andlát móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARKÚSÍNU JÓNSDÓTTUR,
Egilsstöðum,
Ölfusi.
Jónína Guðmundsdóttir,
Steindór Guðmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
-4- Jóhann Björn
■ Jónasson _ var
fæddur á Asum í
Svínavatnshreppi í
Austur-Húna-
vatnssýslu 14. októ-
ber 1900. Hann lést
15. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru lijónin
María Guðmunds-
dóttir, f. á Hömrum
15.9. 1866, d. 22.3.
1962, og Jónas
Björnsson bóndi á
Alfgeirsvöllum í
Skagafirði, f. á Ytri-
Reykjum í Miðfirði 5.1. 1872,
d. 5.6. 1939. Bræður hans voru
Pálmi, f. 15.5. 1898, d. 14.10.
1955, og Sigurður, f. 12.9.
1903, d. 19.7. 1933.
Hinn 7. apríl árið 1934 gekk
Jóhann að eiga Ingileifu Guð-
mundsdóttur, f. 19.7. 1911, frá
Sveinseyri í Tálknafirði, S.
Jónssonar og konu hans Guð-
ríðar Guðmundsdóttur. Börn
þeirra eru Sigrún, trygginga-
fulltrúi í Reykjavík, maki
Ævar Karl Ólafsson, Jónas,
framkvæmdasljóri á Akureyri,
í DAG kveð ég tengdaföður minn
Jóhann Björn Jónasson frá Álf-
geirsvöllum í Skagafirði. Kynni
okkar hófust fljótlega eftir komu
Jóhanns til Akureyrar á haustdög-
um árið 1956. Kom hann frá
Tálknafírði með konu og fimm
börn. Fannst honum meiri mögu-
leikar til náms og starfa á Akur-
eyri fyrir þau.
Er ég kom fyrst inn á heimili
þeirra hjóna, er síðar urðu tengda-
foreldrar mínir, var mér vel og
hlýlega tekið. Hönd mín hvarf inn
í stóra og sterklega hönd Jóhanns,
er ég heilsaði honum. Ég vissi
ekki þá, að hin var lömuð. Þetta
var það handtak sem innsiglaði
okkar vináttu sem entist til ævi-
loka. Ég hef alla tíð borið virðingu
fyrir dugnaði hans og þrautseigju,
en Jóhann varð fyrir því óláni í
upphafi búskaparára þeirra hjóna
í Skagafirði að fá lömunarveiki
sem olli því að hann lamaðist á
vinstri handlegg frá öxl, og þeirri
hægri frá öxl og niður í olnboga.
Mátt hafði hann því aðeins í hægri
framhandlegg og hendi. Má nærri
geta hvílíkt áfall það hefur verið
fyrir þennan unga bónda með konu
og litla dóttur að missa svona
máttinn, verða nánast óvinnufær
til búverka.
En ungu hjónin gáfust ekki upp,
eiginkonan barðist fyrir því að sú
læknishjálp sem möguleg var á
þessum tíma fengist. Kostnaðar-
samt var þetta og fyrirvinnan eng-
in og engar voru almannatrygging-
ar. Það verður að teljast meirihátt-
ar þrekvirki þeirra hjóna, og sú
læknisaðstoð þeirra tíma er ekki
vanmetin, að Jóhann skyldi ná
þeirri heilsu að geta lifað nánast
eðlilegu lífi og séð fyrir sér og sin-
um. Það átti hann konu sinni allt
að þakka, hún er einstök mann-
kostakona, kærleiksrík og fómfús.
Eftir að Jóhann flutti til Akur-
eyrar hafði hann ætíð nóg að
starfa. Það líkaði honum vel. Hann
hafði góða rithönd og vann við
skrifstofu- og innheimtustörf
fyrstu árin, en hinn seinni var
hann hjá Sláturhúsi KEA. Kynntist
hann þá mörgum bóndanum og
átti það vel við hann. Jóhann sá
um kartöflugeymslu Akureyrar og
tjaldstæðið í bænum í allmörg ár.
Þar sem hann starfaði vann hann
sér traust. Hann var einstaklega
samviskusamur, vandvirkur og
verklaginn. Það var með ólíkindum
hvað hann gat gert þrátt fyrir fötl-
un sína. Hann sagði eitt sinn við
mig: „Það er engin hætta á því
að ég taki að mér vinnu eða verk
maki Guðrún
Þorsteinsdóttir,
Guðmundur,
húsasmiður á
Akureyri, maki
Ingibjörg Þórar-
insdóttir, Kristín,
aðstoðarstúlka
tannlæknis á Ak-
ureyri, maki Páll
Reynisson, Jón,
vélfræðingur á
Akureyri, maki
Áslaug Ásgeirs-
dóttir. Barna-
börnin eru
fimmtán og
barnabarnabörnin eru átján.
Jóhann og Ingileif hófu bú-
skap á Álfgeirsvöllum í Skaga-
firði giftingarár sitt, en urðu
fljótt að bregða búi vegna veik-
inda Jóhanns og fluttu þá til
Sveinseyrar í Tálknafirði árið
1938. Bjuggu þau þar og á
Patreksfirði þar til þau flytja
til Akureyrar vorið 1956. Þar
starfaði Jóhann við skrifstofu-
og verslunarstörf auk annarra
starfa í seinni tíð.
Útför Jóhanns fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag.
sem ég skila ekki fullkomlega."
Jóhann var hár maður og þrek-
inn, viðkynningargóður, glaðvær,
léttlyndur og myndarlegur í sjón.
Hann var fastur fyrir og varði
skoðanir sínar. Jóhann var sam-
vinnumaður. Hann var aldamóta-
maður sem fylgdist vel með öllum
nýjungum og þó sérstaklega er
varðaði landbúnað. Þótti honum
framfarir þar með ólíkindum.
Greinilegt var hvert hugur hans
hefur stefnt í æsku. Jóhann virti
hina íslensku náttúru svo mjög.
Gaman var að fara með honum
um Húnavatnssýslu og Skagafjörð.
Þar þekkti hann vel til. Minnisstæð
er mér ein slík ferð er Jóhann hitti
gamlan fermingarbróður sinn sem
hann hafði ekki hitt í áratugi. Þá
þeir báðir á áttræðisaldri rifjuðu
upp bernskuárin, bar margt þar á
góma og heyrði ég þá og tók sér-
staklega eftir því hve stutt er hjá
okkar þjóð frá örbirgð til alls-
nægta.
Jóhann var alla tíð mikill reglu-
maður. Hann gladdist á góðri
stund, fór hann þá oft með heilu
kvæðin, sem hann kunni ótölulega
mikið af, og stundum kvað hann
rímur. Hann hafði mjög góða frá-
sagnarhæfileika og var fróður um
margt frá fyrri tíma. Hann hafði
gott skopskyn en fór vel með það.
Jóhann gat verið nokkuð gustmik-
ill, en stutt var í hjartahlýjuna.
Hann var einn af stofnendum
Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á
Akureyri, og starfaði þar ötullega
um árabil.
Jóhann sagði mér að það hefði
verið sín mesta gæfa að flytja til
Akureyrar. Hann keypti húseign-
ina við Ásabyggð 4. Þar bjó fjöl-
skyldan fyrstu árin, en byggði síð-
an stórt og myndarlegt hús við
Austurbyggð 16, i samvinnu við
tvo eldri bræðurna. Öll bömin hafa
komið sér vel fyrir, öll búsett á
Akureyri, nema eitt er flutti fyrir
sjö árum í Kópavoginn.
Síðustu átta árin hafa þau Ingi-
leif og Jóhann búið á Dvalarheimil-
inu Hlíð á Akureyri. Um mitt þetta
ár fór heilsu Jóhanns svo mjög að
hraka. Var hann oft mjög þjáður
og leið illa síðustu vikurnar. Hann
bar engan kvíða fyrir dauðanum.
Hann hafði sterka trú. Stuttu áður
en hann andaðist sagði hann við
mig. „Nú vil ég fara heim.“
Vertu kært kvaddur kæri
tengdafaðir, hafðu þökk fyrir allt.
Ingu tengdamóður minni votta ég
dýpstu samúð, svo og fjöldskyld-
unni allri.
Ævar Karl Olafsson.
Hniginn er í valinn Jóhann Björn
Jónasson, síðastur þriggja Álfgeirs-
vallabræðra, orðinn háaldraður,
kominn á 95. aldursár.
Foreldrar hans voru bæði Jónas
Björnsson og María Guðmudsdótt-
ir, nýfluttir í Húnaþing norðan yfir
Vatnsskarð er hann fæddist. Þar á
Ásum bjuggu þau í tvo áratugi,
uns þau fluttu aftur norður er þau
keyptu Álfgeirsvelli, landnámsjörð
í Efribyggð, af Ólafí Briem al-
þingismanni brottfluttum. Þá voru
synir þeirra um og yfir tvítugt.
Þar á Álfgeirsvöllum stundaði
Jóhann búskap um árabil með for-
eldrum sínum og bræðrum. Fékkst
hann einnig við smíðar því að hann
var hagur mjög á tré og járn. En
þar kom, er hann var á fertugs-
aldri, að hann varð fyrir þungu
heilsufarsáfalli, er hann fékk lö-
munarveiki. Vinstri hönd hans var
alveg lömuð upp frá því, en í hægri
hönd fékk hann mátt sem dugði
til þess að hann gæti bjargað sér.
Áð mannkostum Jóhanns frá-
töldum fólst gæfa hans í góðu
kvonfangi og börnum. Þegar örlög-
in tóku svo harkalega í taumana
var hann kvæntur afbragðskonu,
Ingileif Guðmundsdóttur frá
Sveinseyri við Tálknafjörð, einu
hinna mesta rausnarheimila Vest-
firðinga.
Þau hjónin fluttu nú vestur þar
sem þau ólu upp börn sín, sem
urðu fimm að tölu, öll vel gerð og
nýtir þjóðfélagsþegnar. Jóhann
neytti skertra krafta sinna til hins
ýtrasta við ýmis störf, var t.d. um
nokkurra ára skeið starfsmaður á
sýsluskrifstofu Barðstrendinga á
Patreksfirði. Tókst honum að beita
hægri hendi sinni til skrifta og var
undravert hvað hann hélt góðri rit-
hönd.
Þar kom árið 1956 að íjölskyldan
tók sig upp að nýju og flutti til
Akureyrar. Þar gegndi Jóhann t.d.
haustvinnu í sláturhúsi KEA. Þá
var hann mörg sumur umsjónar-
maður á tjaldsvæði Akureyrar og
munu ófáir ferðamenn minnast
hans þaðan. Það starf lét honum
harla vel að ýmsu leyti, því að hon-
um voru reglusemi og þrifnaður í
blóð borin og munu óreglupésar og
göslarar ekki hafa farið á mis við
umvandanir hans, stillilegar og
rökfastar.
Jóhann og Ingileif bjuggu eink-
um á tveim stöðum á Akureyri, í
Austurbyggð og Skarðshlíð, en síð-
ustu árin höfðu þau aðsetur á dval-
arheimilinu Hlíð. Var Ingileif þá
orðin illfær til heimilisverka vegna
parkinsonveiki, en hún lifir mann
sinn, enda nokkuð yngri.
Þótt við Jóhann frændi dveldum
lengstum á hvor sínu landshorninu
og samgangur því ekki tíður okkar
á milli, var ævinlega ánægjulegt
að heimsækja hann og konu hans
eða fá þau í heimsókn. Frá þeim
báðum andaði alltaf sérstakri alúð
og hlýleika, þannig að maður naut
samverustundanna til hlítar. Minn-
ast vil ég þess að þær báðar, móð-
ir mín og eiginkona, sem ekki eru
lengur okkar á meðal, lýstu oftlega
við mig væntumþykju sinni í garð
frænda míns.
Telja má að öldruðum og sjúkum
manni hafi dauðinn verið ávinning-
ur. Hann er nú genginn inn í jóla-
gleði paradísar.
Ég votta Ingileif, börnum þeirra
hjóna og öðru fjölskyldufólki þeirra
innilega samúð.
Baldur Pálmason.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Só handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
JOHANN BJORN
JÓNASSON