Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 46

Morgunblaðið - 28.12.1994, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Siglufjörður Blaðberi óskast í miðbæinn frá áramótum. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 71489. fUtíriproMfeMfo Löggiltur fasteignasali óskast til starfa hjá traustri fasteignastofu í borginni. Glöggar upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 3. janúar, merktar: „Trúnarðarmál - 15001“. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslu- mannsins á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Umsóknum ber að skila til undirritaðs fyrir 20. janúar 1995. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 20. desember 1994. HalldórÞ. Jónsson. Kleppsvegi 64 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa. Starfshlutfall getur verið samkomulag. Um er að ræða öldrunarhjúkrun í heimilislegu umhverfi. Starfsaðstaða er góð. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Bæjarritari Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjarritara ísafjarðarkaupstaðar. Til starfsins eru gerðar kröfur um góða kunn- áttu í bókhaldi, tölvuþekkingu og færni í mannlegum samskiptum. Umsóknir sendist fyrir 5. janúar til undirrit- aðs sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. (Sími 94-3722 - Fax 94-3714.) Bæjarstjórinn á ísafirði, Kristján ÞórJúlíusson. HJÚKRUNARHEIMIU VIÐ GAGNVEG í REYKJAVÍK Hjúkrunarheimilið Eir við Gagnveg í Grafarvogi Vegna opnunar nýs áfanga óskum við eftir að ráða hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérhæft starfsfólk í aðhlynningu á allar vaktir. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í sfma 873200. Heimiiishjálp Fjögurra manna reyklaus fjölskylda í vest- urbæ Kópavogs óskar eftir konu til að sjá um heimilisstörf og 8 ára skólastrák. Vinnutími kl. 9.00-13.00 virka daga. Svör með upplýsingum sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „Kóp. - '95", fyrir 31. desember. & Mosfellsbær Starfsfólkí heimilisþjónustu óskast í íbúðir aldraðra í Mosfellsbæ. Vinnutími er að kvöld- og næturlagi. Um er að ræða tvær 100% stöður og eina 80%. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfað við umönnun fólks. Laun eru samkvæmt launa- töflu starfsmannafélagsins Sóknar. Umsóknum skal skilað skriflega á Félags- málastofnun fyrir 6. janúar 1995. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 668060 frá kl. 13-14 virka daga. Félagsmálastjóri. Húsvörður Opinber stofnun í Reykjavík óskar eftir að ráða húsvörð til framtíðarstarfa. Starfið felst í umsjón og viðhaldi á húseignum stofnunarinnar. Æskilegt er að viðkomandi sé iðnmenntaður eða hafi reynslu af viðhalds- störfum. Verður að leggja til eigin bifreið. Launakjör eru samkvæmt taxta opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar nk. Ráðning verður sem allra fyrst. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Liðs- auka, sem er opin frá kl. 9-14. Skólavördustíg la — 101 Reykjavík — Sími 621355 Rafeindavirki Fyrirtækið er þjónustu- og sölufyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í uppsetningu og viðgerðum á siglinga- og fiskileitartækjum. Viðkomandi verður að vera tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu menntaðir rafeindavirkjar og æskilegt er að einhver reynsla af siglinga- og fiskileitartækj- um sé fyrir hendi. Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-14. Skólavörðustíg 1a - 101 Reykjavlk - Sími 621355 RAÐAUGi YSINGAR Námsstyrkir Verslunarráð íslands auglýsir eftir umsókn- um um tvo styrki til framhaldsnáms erlendis sem veittir verða úr Námssjóði Verslunar- ráðsins. 1. Styrkirnir veitast til framhaldsnáms við erlendan háskóla eða aðra sambærilega skóla í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. 2. Skilyrði styrkveitingar er að umsækjendúr hafi lokið námi sem veitir rétt til inngöngu í Háskóla íslands eða aðra sambærilega skóla. 3. Hvor styrkur er að upphæð 195.000 krón- ur og verða þeir afhentir á viðskiptaþingi Verslunarráðs íslands þann 15. febrúar 1995. Umsóknir þurfa að hafa borist til skrifstofu ráðsins fyrir kl. 16.00 föstudaginn 27. janúar 1995. Umsóknum þarf að fylgja afrit af prófskír- teini, vottorð um skólavist erlendis, lýsing á hinu erlenda námi og Ijósmynd af viðkom- andi. BESSASTAÐAHREPPUR Hesthúsabyggð - deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi hesthúsabyggðar við Suðurnesveg, gegnt Mýrarkoti, auglýsist hér með samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 318/1985 með síðari breytingum. Tillagan felur í sér að á svæðinu verða lóðir fyrir 12 hesthús sem rúmað geta 160-170 hesta. Þar af eru fjórar lóðir með húsum sem standa nú þegar á svæðinu og átta lóðir þar sem gert er ráð fyrir nýjum húsum. í hesthúsabyggð verður einnig svæði til hestaíþrótta með hringvelli, skeiðbraut og tamningagerðum. Uppdrættir ásamt skipulagsskilmálum verða til sýnis á skrifstofu Bessastaðahrepps frá kl. 10.00-15.00 alla virka daga frá 27. des- ennber 1994 til 27. janúar 1995. Athugasemdum skal skilað skriflega til sveit- arstjóra Bessastaðahrepps innan auglýsts kynningartíma. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. A Lóðaúthlutun Verslunar- og þjónustusvæði í Kópavogsdal Kópavogskaupstaður auglýsir lausa til um- sóknar 2. og 3. áfanga í uppbyggingu versl- unar- og þjónustusvæðis í Kópavogsdal. Nánar tiltekið afmarkast svæðið af Reykja- nesbraut í austur, Hagasmára í suður, Smárahvammsvegi í vestur og Smáranum og Fífuhvammsvegi í norður. Alls er svæðið um 8,0 hektarar að flatar- máli þar sem fyrirhugað er að byggja milli 15 og 20 þús. fermetra verslunar- og þjón- ustuhúsnæði á 1 —3 hæðum. Svæðið er bygg- ingarhæft. Skipulagsuppdrættir svo og umsóknareyðu- blöð liggja frammi á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 2, 4. hæð, milli kl. 9.00 og 15.00 alla virka daga. Lysthafendur skulu leggja fram hugmyndir um uppbyggingu svæðisins svo og uppbygg- ingarhraða. Umsóknum skal skilað á sama stað eigi síð- ar en kl. 15.00 þriðjudaginn 10. janúar 1995. Nánari upplýsingar veitir Birgir H. Sigurðs- son, skipulagsstjóri á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, eða í síma 41570. Bæjarstjórinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.