Morgunblaðið - 28.12.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 47
OLIÞOR ONNUSON
+ Óli Þór Önnuson fæddist 3.
1 mars 1993. Hann lést á
Barnaspítala Hringsins 20. des-
ember síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Hveragerðis-
kirkju í gær.
í dauðans faðm nú fallið er
og fölt og kalt þar sefur
það barn, ó, Guð, sem gafstu mér
og glatt um stund mig hefur.
Ó, faðir, lít í líkn til mín
og lát þú blessuð orðin þín
mér létta sviðann sára,
er sárra fær mér tára.
(H. Hálfd.)
ELSKU litli Óli Þór frændi minn
er dáinn. Hann var búinn að vera
mjög veikur allt sitt stutta líf og
þurfti að líða margt vegna veikinda
sinna.
Hann gaf okkur mikið og okkur
þótti svo vænt um að fá hann í
heimsókn. Ég man sérstaklega eftir
því þegar hann var hjá okkur með
mömmu sinni í fyrra, milli jóla og
MINNINGAR
nýárs. Þá var ég vön að taka hann
öðru hveiju og spila fyrir hann á
píanóið. Það fannst honum sérstak-
lega gaman og leið alltaf vel þegar
hann heyrði tónlist spilaða. Mér er
það mjög minnisstætt hvað hann
hló mikið og skemmti sér þegar ég
spilaði fyrir hann á trompet. Brosið
hans hlýja mun seint gleymast og
það var hans einlæga tjáning. Það
sýndi okkur hvað hann skynjaði
margt þó hann gæti ekki tjáð sig
á annan hátt.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
Mér yfír láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku Anna Birna og fjölskylda,
Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar.
Unna Björg, Vík.
Óli Þór lifði ekki að verða tveggja
ára en við vorum svo lánsamar að
fá að kynnast honum þennan stutta
tíma. Urðum við einnig þeirrar
gæfu aðnjótandi að sjá hversu náin
og falleg tengsl voru milli Óla og
móður hans, Onnu Birnu, enda oft-
ast nefnd í sömu andránni.
Elsku Óli Þór við þökkum þér
fyrir dýrmætar samverustundir og
vonum að góður Guð geymi þig.
Elsku Anna Birna, megi Guð
styrkja þig og fjölskyldu þína á
erfiðri stundu.
Sofðu, sofðu, góði,
sefa grátinn þinn.
Vef ég ljúflingsljóði
litla drenginn minn.
Syngur yfir sundi
sár og þungur niður.
Þei, þei, þei, í blundi
þér er búinn friður.
(Guðm. Guðmundsson)
Jóna, Ásta, Brynhildur,
Ella, Eygló, Gróa, Guð-
björg, Kristín Björk og
Margrét.
RADA UGL YSINGAR
Símahappdrætti
Dregið var í Símahappdrætti Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra 1994 þann 24. desem-
ber sl.
Vinningar komu á eftirtalin númer:
1. Vinningur bifreið Nissan Terrano II SLX,
nr. 96-42152.
2. Vinningur bifreið Nissan Primera Sedan
sjálfsk., nr. 91-40912.
3. Vinningur bifreið Nissan Primera Sedan
sjálfsk., nr. 985-20853.
4. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 91-689544.
5. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 91-889211.
6. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 91-77366.
7. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 91-685300.
8. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 985-33938.
9. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 985-44866.
10. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 91-650138.
11. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 93-72183.
12. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 93-56708.
13. Vinningur bifreið Nissan Micra LX,
nr. 985-42167.
Styrktarfélagið þakkar landsmönnum veittan
stuðning.
Sumardvöl í Portúgal
Til leigu er hús í norður Portúgal í þrjá mán-
uði næsta sumar.
Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á af-
greiðslu Mbl., merkt: „Suðræn sveitasæla -
7702“, fyrir áramót.
KENNSLA
FJÖIBRAUTASKÚUNN
BREIDHOLTI
Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
Upphaf vorannar 1995
4. og 5. janúar, miðvikudagur og fimmtudagur:
Innritun í kvöldskóla kl. 16.30-19.30.
5. janúar, fimmtudagur:
Töfluafhending og nýnemakynning kl. 9.00.
Töflur eldri nemenda afhentar kl. 10.00-12.00.
7. janúar, laugardagur:
Innritun í kvöldskóla kl. 10.30-13.30.
9. janúar, mánudagur:
Kennarafundur kl. 9.00.
Deildafundir.
Kennsla hefst kl. 13.15 skv. stundaskrám.
Skólameistari.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Stöðupróf
Stöðupróf verða haldin í skólanum eftirtalda
daga:
I ensku miðvikudaginn 4. janúar kl. 18.00.
í málfræði, spænsku og þýsku fimmtudag-
inn 5. janúar kl. 16.00.
í frönsku, ítölsku og stærðfræði föstudag-
inn 6. janúar kl. 10.00.
í dönsku, norsku og sænsku föstudaginn
6. janúar kl. 16.00.
Skráning í stöðupróf er á skrifstofu skólans
í síma 685140. Prófgjald, 1.000 krónur á hvert
próf, greiðist í upphafi prófs.
Athygli skal vakin á því, að stöðupróf í erlend-
um málum eru aðeins ætluð nemendum sem
hafa dvalist nokkra hríð í landi, þar sem við-
komandi mál er talað eða málið talað á heim-
ili þeirra.
Próf í málfræði er ætlað nýnemum í Mennta-
skólanum í Hamrahlíð sem staðist hafa
grunnskólapróf í íslensku með einkunn 8, 9
eða 10. Standist þeir stöðuprófið kemur það
(án eininga) í stað kjarnaáfanga í málfræði,
MÁL 102. Önnur stöðupróf eru öllum opin.
Kennarafundur
Boðað er til kennarafundar mánudaginn
9. janúar kl. 10.00.
Öldungadeild
Innritað verður í öldungadeild á haustönn
1992 á skrifstofu skólans:
Fimmtudag 5. janúar kl. 9-19
Föstudag 6. janúar kl. 9-16
Laugardag 7. janúar kl.9-13
Mánudag 9. janúar kl. 9-19
Nýnemum er bent á að deildastjórar verða
til viðtals fimmtudaginn 5. janúar frá kl. 16.
Námsráðgjafar aðstoða við innritun alla
dagana.
Kennslugjald fyrir haustönnina, sem greiðist
við innritun, er sem hér segir:
Fyrireinn áfanga 9.000 krónur
Fyrirtvo áfanga 12.000 krónur
Fyrir þrjá áfanga 14.000 krónur
og 1.000 krónur til viðbótar fyrir hvern áfanga,
þó aldrei hærra gjald en 20.000 krónur.
Kennsla í öldungadeild hefst skv. stundaskrá
þriðjudaginn 10. janúar.
Dagskóll
Nýnemar eru boðaðir í skólann föstudaginn
6. janúar kl. 10 að hitta umsjónarkennara
og fá stundaskrár. Aðrir nemendur eru boð-
aðir í skólann mánudaginn 9. janúar kl. 13.
Kennsla í dagskóla hefst þriðjudaginn
10. janúar og verður kennt skv. stundaskrá
mánudags og þriðjudags.
Rektor.
í miðbæ Reykjavíkur
Höfum til leigu skrifstofuhúsnæði í miðbæ
Reykjavíkur. Um er að ræða tvö herbergi sem
eru um 24 fm og húsnæði sem er um 100 fm
og skiptist í 5 herbergi og sameiginlegt rými.
Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 681915
á skrifstofutíma.
Til leigu 3. og 4. hæð í þessu stórglæsilega
nýja skrifstofuhúsnæði. Um er að ræða 190
fm á 3. hæð. Einnig á þakhæð 280 fm. Góð-
ur frágangur úti sem inni. Næg bílastæði
m.a. í bílskýli. Lyfta. Kjörið húsnæði t.d. fyrir
lækna, teiknistofur, heildverslanir o.fl. Stutt
í alla þjónustu t.d. banka og pósthús.
Húsnæðið er til athendingar nú þegar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteigna-
miðstöðvarinnar hf., Skipholti 50B, sími
622030 eða 985-21010, (09-0043).
Ferðamálafræðingar
Stofnfundur Félags háskólamenntaðra
ferðamálafræðinga verður haldinn í kvöld,
28. desember, á Kaffi Reykjavík kl. 20.00.
Fundurinn er opinn þeim, sem lokið hafa
háskólaprófi frá viðurkenndum háskóla
(BA/BS, MA/MS eða sambærilegu námi).
Hörgshlíð 12
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
V
Háaleitisbraut 58-60
Bænastund í kvöld kl. 20.30 í
Kristniboðssalnum.
Allir velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Jólafagnaöur fyrir eldri borgara
í dag kl. 15.00. Ingibjörg og
Óskar Jónsson stjórna. Gestir
Pétur Sigurgeirsson, biskup og
sr. Frank M. Halldórsson.
Hvítasunnukirkjan
Fítadelfía
Fjölskyldusamvera í kvöld
kl. 20.00. Viö viljum hvetja sem
flesta til aö mæta í jólaskapi og
hafa meö sér eitthvað með kaff-
inu.
Nýársmót ’94-’95 í
Menntaskólanum v/Sund
29. des.-1. janúar
Dagskrá:
29. des. kl. 20.30.
30. des. kl. 20.30.
31. des. kl. 20.00 Hátiðarmatur.
1. jan. 01.00 Nýársvaka.
1. jan. 20.30 Lokasamkoma.
Gestir: Richard Perinchief og
Stig Petrone.
Allir hjartanlega velkomnir!
Allt ókeypis!
Orð lifsins.