Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rithöfundastyrkur Útvarpsins til leikritaskálds og ljóðskálds LJÓÐSKÁLD og leikritaskáld hlutu á gamlársdag styrk úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins, þeir ísak Harð- arson og Oddur Bjömsson, 400 þús- und krónur hvor. Þetta er 39. árið sem þessir rithöfundastyrkir eru veittir og afhenti þá formaður sjóðs- stjórnar Ólafur Oddsson mennta- skólakennari í fyrsta sinn. Aðrir í sjóðsstjórn eru Guðrún Helgadóttir og Ólafur Haukur Símonarson frá Rithöfundasambandinu, Elfa Björk Gunnarsdóttir og Jón Karl Helgason frá Ríkisútvarpinu, en formaður er skipaður af menntamálaráðherra. Höfðu menn á orði að þar sem at- hygli úthlutana hefði nánast öll beinst að skáldsagnaritun að undan- fömu, væri við hæfi að hún í árslok beindist að leikritun og ljóðagerð. í þakkarávarpi sínu nefndi ísak Harð- arson að ánægjan væri ekki aðeins peninganna vegna heldur ekki síður vegna hins, að honum sýndist eða að minnsta kosti grunaði að þessum styrk hafi oftar en ekki gegn um árin verið útdeild óháð hvikulum tískusveiflum og brigðulum vinsæld- um höfunda í fjölmiðlum hveiju sinni. Nefndi sem dæmi Steinar Siguijóns- son er hlaut loks 1991 marklega opinbera viðurkenningu úthlutunar Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins skömmu fyrir ævilokin. ísak Harðarson hefur nýlega gefið út ljóðabókina Stokkseyri, eftir íjög- urra ára þögn. En 1989 sendi hann frá sér smásagnasafnið Snæfellsjök- ull í garðinum. í samtali við frétta- mann Morgunblaðsins kvaðst hann nú geta einhent sér í skáldsöguna, sem hann hefur lengi haft hug á og er raunar aðeins byijaður á. Meira vildi hann ekki segja um hana. Oddur Bjömsson var staddur á Bíldu- dal og tók sonur hans Hilmar Oddsson kvikmyndagerðairnaður við styrknum fyrir hans hönd. í símtali sagði Oddur að hann hefði verið að leggja síðstu hönd á nýtt leikrit. Því væri eiginlega lokið og tilbúið til að senda frá sér. Auk þess sem hann hefði eins og allt- af 2-3 hugmyndir í gangi og vinnslu. A undanfömu ári hefur Terry Gunn- ell verið að þýða leikrit hans Krossferð- ina, þeir verið að ganga frá því í sam- einingu og handritið nýsent utan. Oddur Bjömsson hefur skrifað 25 út- varpsleikrit, sem öll hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu, og nokkur þeirra er- lendis, í Bretlandi og Þýskalandi. Síð- asta leikrit Odds á sviði var Þrettánda krossferðin í íjóðleikhúsinu. VIÐ úthlutun úr Rithöfundasjóði ríkisútvarpsins á gamlársdag. Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráðherra, Ólafur Oddsson formaður sjóðsstjórnar, ljóðskáldið og verðlaunahafinn ísak Harðarson og Vigdís Finnbogadóttir forseti að óska dóttur hans Kötlu til ham- ingju með föðurinn, þá Hilmar Oddsson, sem tók við verðlaununum fyrir hönd föður síns Odds Björnssonar og lengst til hægri er Hera Hilmarsdóttir, leikkona úr sjónvarpsmyndinni Hvíti dauðinn. EGLA bréfabindi SÖLUAÐILAR Reykjavík Bókabúð Máls & Menningar Laugavegi 18 Bókahorniö Laugavegi 100 Penninn Kringlunni 8-12 Bóksala kennaranema Stakkahlið Bókabúð Máls & Menningar Síðumúla 7-9 Griffill hf. Síðumúla 35 Penninn Hallarmúla Hugborg Grímsbær Bústaðaveg Aníta hf. Nethyl 2 Bókabúð Árbæjar Hraunbæ 102 Prentsm. Oddi Söludeild Höfðabakka Tækniskólinn bóksala Höfðabakka 9 Kópavogur Bókabúð Snælands Furugrund 3 Veda bóka- og ritfangaverslun Hamraborg 5 Keflavík Bókabúð Keflavíkur Sólvallagötu 2 Nesbók bóka- og ritfangaverslun Hafnargötu 36 Grindavík Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62 Akranes Bókaskemman Stekkjarholt 8 Bókaverslunin Andrés Nielsson Kirkjubraut 54 Grundarfjörður Hrannarbúöin Hrannarstíg 5 Hellissandur Verslunin Gimli Búðardalur Verslun Einars Stefánssonar ísafjörður Bókabúð JónasarTómasonar Hafnarstræti 2 Þingeyri Kaupfélag Dýrfirðinga Hólmavík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hvammstangi KaupfélagV-Húnvetninga Sauðárkrókur Bókabúð Brynjars Skagfirðingabraut Kaupfélag Skagfirðinga Akureyri Bókabúð Jónasar Jóhanns Hafnarstræti 108 Bókabúöin Edda Hafnarstræti 100 Kaupfélag Eyfirðinga Húsavík Prentstofan Örk Héðinsbraut 13 Raufarhöfn Bókabúðin Urð Tjarnarholt 9 Egilsstaðir Kaupfélag Héraðsbúa Kaupvangi 7 Bókabúð Hlöðum Fellabæ Eskifjörður Júllabúö Pöntunarfélag Eskfirðinga Neskaupstaður Kaupfélagið Fram Fáskrúðsfjörður Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar Höfn Hornafirði Kaupfélag A-Skaftfellinga Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Orkin hans Schindlers BÖKMENNTIR Skáldsaga LISTI SCHINDLERS eftirThomas Keneally. Þýðendur: Gísli Ásgeirsson, Jón Þ. Þór, Sigurð- ur Líndal Þórisson, Þórhallur Björg- vinsson og Þorsteinn Thorarensen. Fjölvaútgáfan, 1994 — 480 síður. 2.480 krónur. ÞETTA verk kom út árið 1982 undir nafninu „Schindler’s Ark“ og hlaut þá hin þekktu bók- menntaverðlaun Booker-verðlaun- in. Með kvikmynd Spielbergs komst nafnið Schindler á hvers manns varir. Óskar Schindler kom í heiminn í Zwittau í Súdetalandi og ólst þar upp. Hann átti ánægjuleg æsku- og unglingsár, kvæntist í óþökk föður síns og gerðist sölumaður. Árið 1938, sama ár og Súdetahér- uðin voru innlimuð í Þýskaland innritaði hann sig í nasistaflokk- inn. Ári síðar gekk Schindler til liðs við Abwehr, leyniþjónustu Canaris flotaforingja, og aflaði upplýsinga á ferðum sínum um suðurhluta Póllands þar sem hann átti í töluverðum viðskiptum. Þrátt fyrir tengsl Schindlers við nasista varð hann fljótt andsnúinn fram- ferði þeirra og fylltist síðan við- bjóði yfir gyðingaofsóknunum. Þegar þýskur her réðst inn í Pólland haustið 1939 fylgdi Óskar Schindler í kjölfarið og kom sér fyrir í Kraká þar sem hann gerð- ist umsvifamikill iðjuhöldur. Hann setti á laggirnar verksmiðju sem framleiddi eldhúsáhöld og náði fljótt góðum samningum við her- inn. Næstu fimm ár voru einstakur tími í ævi þessa furðulega kaup- sýslumanns sem er talinn hafa bjargað lífi að minnsta kosti tólf hundruð gyðinga. Schindler rakaði saman fé á verksmiðjurekstrinum sem byggð- ist fyrst og fremst á nauðungar- vinnu gyðinga. Gyðingar sóttu í störf sem voru talin mikilvæg fyr- ir stríðsreksturinn: Þannig vonuð- ust þeir eftir að vera látnir í friði. Frá fyrstu tíð lögðu forsvarsmenn gyðinga í Kraká hart að Schindler að ráða sem flesta gyðinga í verk- smiðjuna. Framan af virtist umhyggja Schindlers fyrir starfsmönnum sínum aðailega stafa af gróðafíkn, en það breyttist fljótt. Þegar líður á stríðið er ekki annað að sjá en peningar hafi hætt að skipta hann nokkru máli, hann berst að vísu alltaf mikið á en notar auð sinn til bjargar gyðingum. Schindler reisti eigin búðir í tengslum við uerJtsmiðjuna, .svokallaðaj' „uudir- búðir“ og var aðbúnaðurinn þar ólíkt betri en í Plasóv-búðunum þar sem enginn var óhuitur fyrir fangabúðastjóranum Amon Göth sem myrti fólk sér til skemmtunar. Til að tryggja sig í sessi hóf Schindler að framleiða skothylki og undir lok stríðsins varð sú fram- leiðsla það skálkaskjól sem gerði honum kleift að flytja starfsemina og „gyðingana sína“ til Brinnlitz þar sem þeir síðan öðluðust frelsi. Þá varð „listi“ Schindlers til, papp- írsarkir með yfir þúsund nöfnum, táknmynd lífs og frelsis og með þeim hætti ummyndast sjálf verk- smiðja Schindlers í þá „örk“ sem varð fólkinu til bjargar í þessari holskeflu mannvonsku og grimmd- ar. „Listi Schindlers" er heilsteypt verk með tiltölulega fastmótaða byggingu. Sagt er frá sannsögu- legum atburðum sem áttu sér stað á miklum umbrota- og skelfingar- tímum. Keneally byggir verk sitt á viðtölum við þá sem stóðu Ósk- ari næst og reynir að fylgja heim- ildum eins og kostur er. Fyrir vik- ið er sagnfræðiþáttur verksins til- tölulega skýr en sker sig samt ekki úr heldur vefst með eðlilegum hætti saman við atburðarásina. í formála útskýrir höfundurinn hvers vegna skáldsöguformið varð fyrir valinu þegar hann ákvað að skrásetja sögu Schindlers og segir m.a. að hann hafí talið það form best til að lýsa þessum stórbrotna og margræða manni „svo að segja í návígi“ (bls. 6). Frásagnaraðferð- in er ljölbreytt, við sjáum Schindl- er frá ýmsum sjónarhornum en komumst samt aldrei mjög nálægt honum. Návígið verður aldrei hættulegt en þessi aðferð virðist engu að síður hafa heppnast ágæt- lega því að fyrrnefnd margræðni kemst ágætlega til skila. Sú mynd sem er dregin upp af Schindler verður á margan hátt eftirminni- leg. Hann var fífldjarfur fram- kvæmdamaður, drykkjusvoli, sið- laus kvennabósi, útsmoginn bragðarefur og braskari... og bjargvættur ríflega tólf hundruð gyðinga! Engar tilraunir eru gerð- ar til að fegra hann og við fáum heldur engar ódýrar útskýringar á mótsögnunum í því sem hann tek- ur sér fyrir hendur: Svona var Óskar Schindler og við verðum að meta manninn eftir verkum hans. Allir vita nú að umheimurinn trúði ekki (og vildi ekki trúa) að Helförin væri að eiga sér stað. Sem dæmi um það sem Schindler tók sér fyrir hendur var að strax í desember árið 1942 gerði hann sér ferð að bón björgunarsamtaka gyðinga til Búkarest til að gefa skýrslu um ástandið í Suður-Pól- landi. Hann skýrði frá útrýmingar- búðum og skipulögðum ofsóknum á hendur gyðingum. Samuel Stern, forseti gyðingaráðsins í Ungveija- landi, afgreiddi frásögn Schindlers sem „fráleita hugaróra og móðgun við þýska menningu" (bls. 171). Sagan er ekki aðeins saga Ósk- ars Schindlers heldur einnig saga gyðinganna í Kraká og hræðileg örlög þeirra flestra. Nokkuð stór hópur fólks kemur við sögu, nokk- urs konar þverskurður af því sam- félagi sem myndaðist í gyðinga- hverfinu í Kráká og seinna meir í Plasóv-búðunum undir stjórn hins morðóða Amons Göth. Sagan birt- ir okkur þannig fjölskrúðugt per- sónusafn og fáum við að fylgjast náið með nokkrum þeirra. Þeir sem komust af máttu þola ólýsanlegar þjáningar og frásagnirnar af til- veru fólksins skapa sterka tilfinn- ingu fyrir þessu óhugnanlega og skelfilega tímabili. „Listi Schindlers“ er þýddur af fimm þýðendum og erfitt að sjá hvernig slík samvinna geti gengið upp. Það kallar á óvenju samhent- an hóp og þaulhugsaða samræm- ingu og því miður er hvorugu hér fyrir að fara. Þýðendunum tekst misjafnlega upp og má greinilega merkja stílbreytingar þar sem einn tekur við af öðrum — en það þýð- ir einfaldlega að öll samræming hefur farið út um þúfur. Meiri hluti bókarinnar er reynd- ar þokkalega þýddur en innan um finnast kaflar sem eru hreint út sagt ótrúlegir aflestrar og eiga fátt skylt með íslensku. Má nefna til dæmis hlutann frá blaðsíðu 186 til 245. Málkennd „þýðandans“ er heldur vafasöm svo ekki sé meira sagt eins og eftirfarandi dæmi sýna: „á þessari hinstu stund Gett- ósins, með öllu kraðaki hins eftir- skilda farangurs fyrir augum,“ (bls. 209) „undir sama dóm seld- ir,“ (bls. 217) „ein einasta stök kartafla," (bls. 219). „Við nafna- köll á planinu var Göth alltaf að bijóta upp á nýjum kenjum og kvalræðum sem oft urðu mjög tímasóandi" (bls. 220) „bláber hugdetta," (bls. 220). Og þannig mætti lengi telja. Þetta eru óþolandi vinnubrögð og hrein eyðilegging á verkinu. Fyrir vikið ber útgáfa bókarinnar öll einkenni fljótfærni og hroð- virkni. Prófarkalestri er að öðru leyti ábótavant, notkun greinar- merkja eins og gæsalappa og komma er handahófskennd, orð- skiptingar milli lína oft rangar og prentvillur margar. Kristján Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.