Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGU NBLAÐIÐ UIMGLINGAR Hvar eru þau og hvað eru þau að gera Takmarkið að komast á Olympíuleikana Sigurður Grétar Guðmundsson er 13 ára og æfir skíði með Skíðaráði Akureyrar. Hann er nú staddur í Noregi ásamt 30 öðrum skíðakrökkum á aldrinum 13 til 17 ára, við skíðaæfingar. Við tókum hús á honum á milli jóla og nýjárs, kvöldið áður en hann lagði af stað utan. Við erum að fara til Noregs til að æfa okkur, en það verður líka einhver skemmtun. Það ríkir keppni í skíðunum og með því að fara núna þá byijum við æfingarnar í vetur á undan hinum. Það er búið að vera lengi inni í myndinni að fara eitthvað út og æfa. En það var ekki fyrr en í byrjun vertíðar núna f haust að við ákváðum að fara til Noregs. Við förum á lítinn stað sem heitir Geilo og er einhverstaðar fyr- ir utan Ósló. Við verðum í tæpar tvær vikur, förum með rútu suður og fljúgum þaðan. Við gistum fimm saman í húsum og sjáum um okkur sjálf. Það verða engir foreldrar með en bæði fararstjórar og þjálfarar. Ég held að það skipti máli að fara í svona æfingaferðir, en þær eru ekki bráðnauðsynlegar. Þetta er dýrt fyrir okkur svo við höfum verið að safna dósum og leitað eftir styrkjum héðan og það- an, og svo höfum við gert þetta klassíska, selt jólakort og rækjur. Ég er búinn að æfa skíði í svona tvö og hálft ár og fínnst þetta mjög skemmtileg íþrótt og einstaklings- íþrótt eins og skíði hentar mér mjög vel. Takmarkið hjá mér er að kom- ast á Ólympíuleikana árið 2002, sagði þessi hressi skíðakappi að lokum, og við vonum að hann nái því. Meira við að vera í Ósló en á ísafirði MARGIR íslend- ingar búa í út- löndum en koma gjaman heim í jóla- og sumarfrí. Einn af þeim sem hefur flust erlendis með fjöl- skyldu sinni er Erling- ur Örn Óðinsson 14 ára, en hann hefur búið í Ósló um tveggja ára skeið. Hann er á íslandi í jólafríi og ætlar að láta ferma sig á milli jóla og nýárs. „Ég bý í hverfi sem er hátt yfir Óslóar- borg, ég bjó á ísafírði í sex ár áður en ég flutti út, ég var reyndar í hálft ár á Akureyri áður. Munurinn á ísafirði og Ósló er mjög mikill. Ósló er auðvitað miklu stærri og miklu meira fyrir mig að gera þar en hér. Það eru margir unglinga- klúbbar í hverfinu mínu og ég fer alltaf á þriðjudags- og föstudags- kvöldum. Það er hægt að fara í allskyns klúbba, ljósmyndaklúbb og matreiðsluklúbb, en ég er ekki í neinu svoleiðis. Skólabyggingarnar í Noregi eru eldri og ljótari en mér gengur ágætlega í náminu, ég var ekkert lengi að ná málinu, ég var farinn að tala norsku eftir nokkrar vikur. Ég er hérna í fríi með fjöl- skyldunni en síðasta sumar ákváð- um við að fresta fermingunni til jóla, safna peningum og hafa þetta allt veglegra. Mér leiðist ekki að fermast einn, enda verður Tinna litla systir mín skírð um leið.“ ' hÁR id klÁR sÁR PÁRar tÁRið ÞrÁR ^ Svikin áramótaheit Vondi tvíburinn Þogga Vondi tvíburinn Hugmyndir að áramótaheitum fyrir unglinga (Þó kominn sé 3. janúar) 1. Ekki byija að reykja. 2. Ekki byrja að drekka áfengi. 3 Verða betri í Guns- and Roses-kúluspilinu. 4. Vera jafn góð við mömmu og pabba og þau eru við mig. 5. Reyna að mæta í skólann á réttum tíma. 6. Epli á dag kemur línunum í lag. 7. Hætta að reykja ... (Eftir aðeins tíu reyklaus ár er ég komin með væna útborgun í íbúð eða borga draumabílinn út í hönd). 8. Nammidagar (sleikjó er líka nammi). 9. Vera kurteis við strætóbíl- stjóra og stöðumælaverði, því það er aldrei að vita nema að einn daginn verði maður einn af þeim. 10. Nota alltaf endurunninn pappír. 11. Þetta ár verður gott og það er ÉG sem sé til þess. Hvernig eru strákar/stelpur? Arna, 15 ára Mér finnst þeir alveg frábærir, a.m.k. einn, hann er svo skemmti- legur. Hann er svo hress og skil- ur mig og gaman að vera með honum. Hannes, 14 ára Þær eru injög misjafnar. Þær geta verið mjög skemmtilegar og líka mjög leiðinlegar, bara eins og strákar. En það er auðvit- að ein sem stendur upp úr. Það er spurning? Streng’dir þú einhver áramóta- heit? Erla, 13 ára. Já ... en ég vil ekki segja hvaða. Berglind, 13 ára. Nei. Ernir, 14 ára. Nei. Gísli, 13 ára. Nei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.