Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓT ^ _____ Avarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra „Þetta land var sál vorri fengið til fylgdar“ Góðir íslendingar. Ekki ór ofsagt að rómverski guð- inn Janus hafi verið æði sérstæður í útliti. Hann var guð ugphafsins og sérhverrar nýjungar. Aramótin voru hans hátíðlegasta stund, en einmitt þá naut hið sérkennilega andlit Janusar sín best. Því Janus guð var búinn tveimur andlitum og vissi annað andlitið fram en hitt aftur. Við hver áramót horfði Janus með öðru andlitinu aftur til hins gamla árs, en með hinu fram á við, á móti hinu nýja ári. Það var því vel til fundið að fyrsti mánuður ársins, uppáhaldstími guðsins Jan- usar, sé við hann kenndur og kallað- ur Janúar. Það fer óneitanlega ekki hjá því, að það komi upp í okkur flestum dálítill Janus einmitt á þessu kvöldi og með okkar eina andliti gerum við tilraun til að horfa í senn til þessara tveggja átta tímans. Við höfum að vísu ekki fjög- ur augu eins og Janus, og skotrum því öðru auganu til ársins sem kveð- ur, en beinum hinu í átt til framtíð- arinnar, sem bíður með allar sínar óræðu gátur. 0g í sömu andrá sökn- um við þess tíma, sem genginn er og bindum vonir við hinn, sem er í vændum. Það er rétt hjá sr. Valdi- mari að liðna árið kemur aldrei til baka, en hitt er ekki síður rétt, að það fer heldur aldrei alveg á brott. Gleði og sorgir gamla ársins tökum við með okkur inn í framtíðina, annaðhvort sem minningu, sem við getum kallað fram, ellegar sem reynslu, sem við gleymum hvaðan er komin. Árið 1994 var engu okkar eins. Hvert okkar geymir það í minni með sínum hætti, en margt minn- ingarbrotið verður þó í óskiptri sam- eign okkar um ókomin ár og hvað sem öðru líður getum við sem þjóð horft til gengins árs og hugsað til þess öll í senn. Til að- mynda 50 ára afmæli lýðveldisins Islands átt- um við saman. Þessi hálfa öld, sem liðin er af lýðveldistíma, er að mestu saga fyrir okkur, sem nú erum á miðjum aldri eða yngri, en fyrir hina sem eldri eru og fyrir foreldra okkar, afa og ömmur, voru þessi 50 ár löngum aðeins fjarlægur draumur, sem þau þorðu naumast að trúa að myndi breytast í veru- leika. Eða var það ekki æði draum- órakennd hugmynd á því Herrans ári 1944, að ímynda sé að 130.000 manns gætu stofnað til sjálfstæðs ríkis, þjóðríkis, sem þyrfti að spjara sig sem fullgildur meðlimur í heimi stórþjóðanna? Og fæðingarstund íslenska lýðveldisins var svo sem ekki neinn venjulegur tími. Þá áttu sér stað einhver mestu umbrot sem mannkynið hefur gengið í gegnum. Það geisaði sem sé heimsstyrjöld þegar til lýðveldis var stofnað á Islandi. En nú, við lok hálfrar aldar afmælisársins, virðist íslensku þjóð- inni óhætt að fullyrða, að draumur- inn hafi þrátt fyrir allt orðið að veruleika, þótt sá veruleiki hafi óneitanlega á stundum verið draumi líkur. Við höfum því ríkar ástæður til þess að hugsa með þakklæti til þeirra sem á undan fóru og skorti hvorki þrek né áræði til að beijast fyrir sjálfstæði og standa síðan vörð um hið unga lýðveldi og vinna því allt, sem þeir máttu. Þetta góða fólk vissi ekki að hveiju það gekk. Það vissi aðeins að á brattann yrði að sækja og að uppgjöf kæmi aídrei til mála, uppgjöfin ein var dauðasökin. Islendingar áttu ekki úr miklu að moða fyrir 50 árum. Atvinnulíf- ið var enn frum- stætt, samgöngu- kerfið í molum og efnahagsiífið ein- hæft. En þeir bjuggu yfir öðru sem til þurfti og ekki var hægt að vera án. Þeir elsk- uðu landið sem hafði fóstrað þá, þeir trúðu á kosti þess og þeir voru alteknir þeirri sömu vissu og skáldið að „þetta land var sál vorri fengið til fylgd- ar“. Þess vegna og kannski aðeins þess vegna urðu fyrstu 50 ár ís- lenska lýðveldisins ekki sorgarför heldur sigurganga. Á þeirri stuttu stundu, sem ég deili með löndum mínum, nú í lok ársins, vil ég ekki gleyma mér í gömlum tíma, þótt góður sé. En árið, sem er að líða, vil ég ekki kveðja orðalaust. Ég er þeirrar skoðunar, að þegar fram í sækir verði það talið tímamótaár. Það urðu nefnilega algjör kaflaskipti í íslensku þjóðlífi á árinu 1994. Hér á landi hafði ríkt stöðnun, kyrrstaða og afturför, allt frá árinu 1988 eða á sjöunda ár. Slík stöðnun varð ekki aðeins mæld í efnahagslegum tölum hagspekinga og af línuritum reiknimeistara, heldur rataði hún fyrr eða síðar inn á hvert heimili. Lifskjör versnuðu og atvinnutæki- færum fækkaði. Vitnisburðurinn var ávallt sá, að við værum að drag- ast aftur úr öðrum þjóðum. En nú hafa orðið ótvíræð kaflaskipti. Ég minntist á það við sama tækifæri fyrir réttu ári, að margt gæti bent til þess, að kreppan væri að lotum komin. Ég þarf ekki að vera svo varkár í orðum í kvöld, því nú er ekki verið að tala um spá, heldur veruleika. Kreppan er um þessar mundir að víkja sæti fyrir betri tíð. Það er sannkallað ánægjuefni og ekki vonum fyrr. En kannski höfum við mestar ástæður til að gleðjast yfir því, að við höfum sjálf lagt mest af mörkum til að tryggja að þessi árangur mætti nást. Það eru ekki mörg ár síðan við urðum æði kyndug, jafnvel undirleit, ef við þurftum að gera erlendum gestum grein fyrir stöðu íslenskra efna- hagsmála. Verðbólga mældist þá í tugum prósenta, vextir stigu upp úr öllu valdi, gengisfellingar voru daglegt brauð, erlendar skuldir þjóðarinn- ar hrönnuðust upp og við eydd- um sífellt meira en við öfluðum. Hinir erlendu við- mælendur litu gjarnan á okkur undrunar- og vor- kunnaraugum og jafnvel þeir kurt- eisustu gátu vart dulið þá skoðun sína, að margt benti til að við kynnum ekki að fara með eigin mál. En nú hefur þetta allt snúist til betri vegar. Við getum kinnroða- laust talað um slík efni við hvern sem er. Nú erum við í fremstu röð þjóða, hvar sem á þessar mælistikur er horft og hefði því seint verið um okkur spáð. Og sem betur fer, er það nú loks að gerast, að þjóðartekj- ur okkar eru teknar að aukast. Þjóð- artekjur eru ekki bara efnahagslegt hugtak, sem hagfræðingar tönglast á, heldur undirstaða þess að lífskjör okkar allra, hvers og eins, fjöl- skyldna sem einstaklinga, geti farið batnandi á komandi árum. Þjóðar- tekjurnar eru sem sagt að vaxa, ekki mjög hratt, en þó örugglega. Mesta fagnaðarefnið er þó það, að allt bendir til að þessi þróun muni halda áfram næstu árin, ef við gætum þess vel að glutra engu nið- ur. Gamla árið er ótvíræður vitnis- burður um það, að við erum komin á skrið. Baráttan hefur borið árang- ur og enginn vafi er á að nýja árið verður enn betra, ef við höldum rétt og vel á spöðunum. Við getum aldrei vitað til hlítar hvernig fram- tíðin fer með okkur. Þar göngum við ekki að neinu vísu. En hinu megum við aldrei gleyma, að við getum haft veruleg áhrif á þá út- komu sjálf. Við hljótum að gera þá lágmarkskröfu til okkar sjálfra, sem þjóðar, að spilla ekki þeim tækifær- um, sem nú bjóðast, með því að geysast of fljótt fram og gera kröfu um að fá að gleypa margra ára bata fyrirfram í einum bita. Dæmin sanna að þá fer illa og allur ávinn- ingur fer út um þúfur á auga lif- andi bragði. Veröldin minnkar ár frá ári, í þeim skilningi að ný tækni, aukin tengsl og íjölbreyttari viðskipti færa þjóðirnar nær og bijóta niður múra sem áður virtust háir og óbrotgjarnir. Við íslendingar eigum allra manna mest undir nánum við- skiptum við aðrar þjóðir. Auðlindir okkar eru nokkuð einhæfar og lega landsins, lengst í Norðurhöfum, gerir það að verkum, að við þurfum fyrir því að hafa að eiga verslun við aðra. Þess vegna höfum við ætíð reynt að tryggja stöðu landsins á alþjóðlegum vettvangi sem allra best. Við skipum okkar sæti með fullri reisn, hvort sem það er hjá hinum Sameinuðu þjóðum, Atlants- hafsbandalaginu eða á vettvangi norrænnar samvinnu og veijum til þess töluverðum fjármunum. Við höfum tryggt okkur fullkominn aðgang að mörkuðum Evrópu með samningum um Evrópska efna- hagssvæðið og höfum þar engu minni markaðslegan rétt en Evr- ópusambandsþjóðirnar sjálfar og nú fyrir áramótin náðist um það víðtæk samstaða á Alþingi að ís- lendingar skildu gerast stofnaðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Allt þetta samstarf er afar þýðingarmik- ið fyrir okkur og án efa mjög ábata- samt og því er fagnaðarefni hversu vel hefur tekist að tryggja hags- muni okkar út á við, bæði að fornu og nýju. Vissulega hefur það heyrst upp á síðkastið, að sumum þyki það stangast á við þessa stefnu okkar um nána samvinnu við umheiminn, að ísland skuli ekki umhugsunarlít- ið hafa fylgt öðrum EFTA-ríkjum og sóst eftir því að verða meðlimur í Evrópusambandinu. Hafa margir góðir menn jafnvel óttast að þjóðar- innar biði alþjóðleg einangrun, ef þessi afstaða breyttist ekki. Þeir hafa með öðrum orðum óttast að Island verði „afdalabær, þar sem enginn kemur og fer“ svo seilst sé í orð skáldsins. Sem betur fer er engin hætta hér á ferðum og þessi ótti er með öllu ástæðulaus. Allir þeir samningar, sem ég áðan nefndi, tryggja okkur vel gegn slík- um spám og örlagadómum og við skulum aldrei gleyma því, að með sama hætti og það er brýnt að við göngum óhikað til víðtæks sam- starfs við bæði ríki og alþjóðastofn- anir, til að tryggja okkar hagsmuni í hvívetna, er hitt þó mikilvægara, að okkur sé fullljóst, hvar mörkin liggja. Það eru nokkur frumskilyrði í tilveru þessarar þjóðar, sem við getum aldrei brotið og það eru til staðar hlutir, sem við getum aldrei gert að skiptimynt í samningum við aðrar þjóðir. Yfirráð yfir fiskimið- unum í kringum landið geta aldrei orðið söluvara. Þá hefði verið til lít- ils barist og þjóðinni verið best að sitja heima 17. júní 1944. Við skuld- um okkur sjálfum og ekki síður þeim, sem trúðu okkur fyrir hinu nýfengna sjálfstæði, að sýna stað- festu og heilindi, þegar tryggja þarf lífshagsmuni okkar. Á þjóðhátíðardegi á Þingvöllum síðastliðið sumar, komu þingmenn á Lögberg og samþykktu að styrkja bæri mannréttindaákvæði íslensku stjórnarskrárinnar. Það fór vel á því, að slíkar heitstrengingar væru gerðar á þeirri stundu og á þeim helga stað. Undirbúningi fyrir þess- ar breytingar miðar vel og er því víst að Þingvallasamþykktin verður meira en orðin tóm. Ef til vill þykir íslendingum skortur á mannréttind- um vera nokkuð fjarlægt vandamál og ekki eitt af því sem daglega rekur á íjörur okkar og víst er það rétt. En margt má þó betur fara. Sumar þjóðir búa hins vegar enn við forneskju í mannréttindamálum. Aukin viðskipti á milli ríkja og ein- staklinga hafa átt mikinn þátt í því, að knýja ráðamenn til að draga úr harðræði og kúgun víða um ver- öld. Þar er þó enn langt í land. Stundum er sagt, að rétt sé að horfa á viðskipti með einum gler- augum og á mannréttindi með öðr- um. Viðskipti séu eitt svið þjóðlífs- iris og mannréttindi annað og engin ástæða að láta þau trufla hvert annað. Við hljótum að hafna slíkum sjónarmiðum. Það er vissulega hægt að heQa samstarf og við- skipti við þjóðir, þótt þar sé annað menningarstig en hjá okkur og við teljum þar pott brotinn í mannrétt- indamálum. En slík viðskipti verða ekki stunduð um ókomna daga án þess að viðskiptasambönd og stjórn- málatengsl séu notuð til að fylgja eftir kröfum um að bót sé ráðin á því sem miður fer. Lágmarkskrafan er að því sé fylgt vel eftir, að þær þjóðir sem við eigum viðskipti við, taki ný og ný skref í mannréttinda- málum. Vissulega getur gildismat Ijarlægra þjóða verið ólíkt því sem við eigurn að venjast eða tíðkast almennt á Vesturíöndum og tals- menn þessara þjóða kunna að spytja nokkuð fast hvort að sjálfgefið sé, að Vesturlandabúar hafi öðlast rétt, sem taki til heimsins alls, til að ákveða að okkar siðferðis- og mannúðarsjónarmið eigi að ríkja, en önnur að víkja. Ég varð óneitan- lega mjög var við þessi vðhorf í viðræðum mínum við kínverska ráðamenn síðastliðið haust. Svar okkar, sem annarra Vestur- landabúa, hlýtur að vera það, að mannréttindi séu einstaklingsbund- inn réttur og algild að því leyti. Ekki sé hægt að bijóta frumréttindi á einstaklingum í skjóli þess að sá verknaður þjóni réttindum fjöldans eða ríkisins á einhvern skilgreindan eða óskilgreindan hátt. Við göngum þess ekki dulin, að fámenn þjóð á Davíð Oddsson forsætisráðherra Lokaðídag Útsalan hefst á morgun LAUGAVEGI 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.