Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 27 ÁRAMÓT ur vinarþel, sjálfsaga og virðingu. Ég hef nefnt það áður á þessum vettvangi og nefni það enn, að án sjálfsaga verða okkur flestar leiðir torfærar. Og sjálfsagi rís upp af heiðarleika, heiðarleiki rís á virð- ingu fyrir sjálfum sér og öðrum mönnum, — öllu sínu umhverfi, í einu orði sagt: á siðgæði. Það er sannfæring mín að með aga, menntun og þekkingu, sem eftir yrði tekið víða á byggðu bóli, verði okkur allar leiðir færar, við innri styrk íslensks þjóðfélags, því man- nauðinn erum við svo lánsöm að eiga. Arið 1994 var okkur ár þjóð- minninganna. Á síðari þjóðhátíð- ardegi þess, hinn fyrsta desember, færði þjóðin sjálfri sér einhveija glæsilegustu gjöf sem hægt er að óska menningarþjóð, Þjóðarbók- hlöðu. Við þann merka áfanga varð þjóðin vitni að einstæðu fram- taki háskólastúdenta, gjörvulegrar æsku landsins, sem stóð fyrir ár- angursríkri söfnun í þjóðbókasjóð til eflingar þessari miðstöð þekk- ingar. Þess er óskandi að sem flestir leggi leið sína í hús Þjóðar- bókhlöðunnar til að skynja hvílíkt afl er hægt að virkja til varðveislu menningararfs okkar og hvílíkan styrk má sækja til hans þegar við sækjum fram til nýrra tíma með nýjum hugmyndum og þeim metn- aði að vera sterk þjóð meðal þjóða, hvað sem fámenni og öðrum að- stæðum líður. Góðir landar mínir. Hvert ár ber með sér stundir gleði og sorgar. Á liðnu ári veit ég að margir hafa mikils misst og á þessum tímamót- um votta ég öllum þeim samúð mína sem um sárt eiga að binda, um leið og ég sameinast þeim í endurminningunni og þökk fyrir samvistir við þá sem nú eru gengn- ir. í ljóðinu „Hin efstu grös“ orti skáldið Guðmundur Böðvarsson 17. júní 1944: Vænti ég þess nú að litist um fold minna feðra fylkingin hljóða, hin burtu kallaða sveit. Ast hennar, lífsreynsla, fórnir og fyrirbænir fylgi þér, land mitt og þjóð mín, í hamingjuleit. En heill yður hinum, þér verkmenn sem voryrkjur kalla! Veldur mér fögnuði hugsun um komandi ár: Veit ég með stolti að starfsamar, fórnfúsar hendur stefna að því markvíst að græða míns fósturlands sár. Skáldinu varð að ósk sinni. Það vitum við 50 árum síðar. Og nú óskum við okkur nýrra þjóðaraf- reka til framtíðar. Ég árna okkur öllum árs og friðar og bið Guð að blessa ísland og íslendinga. IÐNSKÓUNN i REYKJAVÍK Kvöldnám Innritun í meistaranám og öldungadeild 2.-6. janúar kl. 12.00-18.00. Sjá ítarlegri auglýsingu í Morgunblaðinu laugardaginn 31.12. Lantfssamtökin Þmskahiálp og Oryrkjabandalag islands þakka eftirtöltíum aðilum ómetanlegan stuðn- ing itið málefni fatiaðra með framlagi sínu wið framkvaemd alþjóða ráðstefunnar „Eitt sam- félag fyrir alla“ sem haldin var í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar í Reykjavík 1.-3. júní 1994: Félagsmálaráðuneytið Fjármálaráðuneytið Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið Menntamálaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Seðlabanki islands íslandsbanki Landsbanki islands Eimskip Kreditkort hf. Landsvirkjun Tryggingamiðstöðin hf. Össurhf. Háskóli íslands Reykjavíkurborg Pósturog sími Búnaðarbanki íslands Hekla hf. Blómaval Umferðarráð Hagkaup Héðinn-Schindler lyftur hf. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Crandi hf. Skóverslun Steinars Waage Rauði kross íslands Alþýðusamband fslands Flugleiðir Perlan, veitingahús ikea Morgunblaðið Rannveig Traustadóttir Dóra S. Bjarnason Jóhannes Nordal Magnús Cunnarsson l/íglundur Porsteinsson Sjofn Har. Sigrún Eðvaldsdóttir Selma Cuðmundsdóttir Bergþór Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Alda Sveinsdóttir Dúfa S. Einarsdóttir Cuðbjörg Sigurjónsdóttir Birkir Rúnar Cunnarsson ÓlöfJúlía Kjartansdóttir Leikhópurinn Perlan Sigríður Eyþórsdóttir Táknmálskórinn Miyako Þórðarson Háskólabíó Starfsmenn Háskólabíós Kjartan Ragnarsson Hanna María Karlsdóttir Sigrún Waage I/algeir Skagfjörð úlafur Cuðmundsson Steinþór Hjörleifsson Harald C. Haralds Ingibjörg Créta Cisladóttir valdimar Flygenring Cuðmundur Finnsson KristínJóna Thorsteinsdóttir Halldór cunnarsson Porvaldur Cuðlaugsson Nón hf. Hvíta húsið hf. Svansprent hf. Cott mál hf. Ráðstefnunefndin Katrín Óladóttir, ráðningarstjóri hjá Hagvangi hf.: „Viðskiptaskóli Stjórnunarfélagsins og Nýherja hefur markvisst unnið að því að þjálfa og leiðbeina þeim, sem áhuga hafa á að gegna skrifstofustörfum. Atvinnurekendur hafa í auknum mæli sýnt áhuga á að ráða nýútskrifaða nemendur skólans til almennra skrifstofustarfa. Er það bæði þeirra mat og okkar, sem vinnum við starfsmannaráðningar, að þeir, sem útskrifast með góðum vitnisburði, séu vel undirbúnir til að takast á við svo fjölbreytt starf sem hið almenna skrifstofustarf er í dag.“ Benjamfn Axel Árnason, Ábendi, ráðgjöf og ráðningar: „[ starfi mínu sem ráðningarstjóri og ráðgjafi fjölda fyrirtækja varðandi ráðningu starfsfólks, hef ég ítrekað fengið staðfestingu á því að þeir nemendur skólans, sem hafa lagt sig fram í námi og útskrifast með góðum vitnisburði, búa að jafnaði yfir mikilli leikni í almennum skrifstofustörfum, góðri tölvukunnáttu og fáguðum og öguðum vinnubrögðum. Frammistaða fyrrum nemenda skólans í starfi og aukinn áhugi atvinnurekenda á að ráða útskrifaða nemendur skólans til starfa, er sannfærandi vitnisburður um gæði og gagnsemi námsins.” Við stefnum hátt og gerum kröfur til þess að tryggja hagnýta menntun og góða starfskrafta. Islandsbanki veitir starfsmenntunarlán. Námstími er 26 vikur, 3 klukkustundir daglega. Starfsþjálfun í fyrirtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í skrifstofustörf. VllÐSKIPTASKÓll SíJÓRNUNARFÉLAGSINS OG HÝHERJA ÁNANAUSIUMIS 12; KEYKlAVÍK SlMAR: (91) 621066/21655 SÍM8RÉF: 285S3 Kennsla í áramótabekkjum hefst fimmtudaginn 12. janúar! Upplýsingar og innritun í Ánanaustum 15 og í síma 621066.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.