Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ EYRÚN HERBERTSDÓTTIR WELLNER + Eyrún Herbertsdóttir Wellner fæddist í Þrastar- lundi í Sléttuhlíð í Skagafirði 30. janúar 1945. Hún lést á sjúkrahúsi í New York 22. des- ember sl. Útför hennar var gerð frá River Side Memorial Chapel í New York 27. des. sl. HUGLEIÐING flutt við útför 27. desember 1994, í New York. Kæru vinir. Fyrir hönd fjöldamargra ís- lenskra vina, vildi ég aðeins fá að segja nokkur orð í kveðju til kærs vinar, Eyrúnar Herbertsdóttur Wellner. Konan mín, Hrafnhildur, og ég höfum verið svo lánsöm að hafa tengst Eyrúnu og Ken Welln- er sterkum vináttuböndum í hart- nær 15 ár. Svo skömm stund á lífs- ins hlaupi, en samt svo margar góðar minningar. Eg minnist þess glöggt, þegar við hittumst fyrst. Eyrún starfaði þá hjá Flugleiðum og fékk það verkefni að koma saman flókinni miðapöntun fyrir mig og fjölskyldu mína, þegar við höfðum í hyggju að ferðast sitt í hvoru lagi frá New York heim til íslands og síðan áfram til Norðurlanda og það í fyrsta sinn. Það hafði notaleg áhrif á mig, hversu vingjarnleg hún var, er ég útskýrði allar okkar sérþarfir, og hversu skjótt og vel hún lauk verk- efninu og lét allt ganga upp eins og við á kusum, með sérstöku ró- lyndi og að því er virtist án nokk- urrar fyrirhafnar. Þessi góða við- kynning í upphafi styrktist með árunum er við eyddum fjöldamörg- um ánægjustundum með Eyrúnu og Ken. Prýði án sjáanlegrar fyrir- hafnar í öllu sem hún gerði og vin- semd í garð allra, það var hennar háttur, það var hennar aðalsmerki. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉTTÓMASDÓTTIR frá Litlu-Heiði, verður jarðsungin frá Reyniskirkju föstudaginn 6. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hjallatún í Vík. Erla Pálsdóttir, Jón Sveinsson, Kjartan Pálsson, Ingibjörg ívarsdóttir, Sigurbjörg Pálsdóttir, Einar Kjartansson, Elsa Pálsdóttir, Jakob Ólafsson, Áslaug Pálsdóttir, Brynjólfur Gíslason, Guðlaug I. Pálsdóttir, Vigfús Guðmundsson, Páll Rúnar Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir samúð og kveðjur vegna fráfalls móðursystur minnar, FRÍÐU KNUDSEN, Hellusundi 6, Reykjavík, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lungnadeildar Vífils- staöaspítala fyrir einstaka umönnun og eiskusemi í erfiðum veik- indum hennar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfri'ður Ólafsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÍSAKS ARNAR HRINGSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabba- meinsdeildar 11E, Landspítala. Bryndfs Brynjúlfsdóttir Sigrún Gylfadóttir, Anna Brynja Isaksdóttir, Pétur Þór Halldórsson, Áslaug Hringsdóttir, Þorleikur Karlsson og fjölskyldur. Eitt blab fyrir alla! Jttwgtnttyfofeifr - kjarni málsins! MINNIIMGAR Það var ekki sú mannvera til, sem hún kunni ekki við eða sýndi ekki vinsemd - og ég veit ekki um neinn sem ekki féll við hana. Hrafnhild- ur, kona mín, og Eyrún áttu mjög lund saman og urðu góðar vinkon- ur. Eyrún sýndi öllum dætrum okk- ar sérstakan áhuga og lagði sig fram við að kynnast þeim vel. Tvær þeirra fengu sumarvinnu hjá Kemwel, fyrirtæki Kens, fyrir hennar tilstilli, þegar þær voru ungar að árum og áttu fátt um kosti. Eyrún var hluti af okkar fjöl- skyldu og við munum sakna hennar meira en nokkur orð fá lýst. Eyrún átti stóra fjölskyldu og búa flestir á íslandi. Margir úr fjöl- skyldu hennar eru hér í dag. Eyrún var mjög náin þeim öllum alla ævi. Hún talaði oft um systkini sín og þeirra börn af kærleika og líkt sem þau byggju í nágrenni hennar, enda hittust þau oft og tíðum. Þótt hún byggi þúsundir kílómetra í burtu, var Eyrún alltaf nálægt þeim í anda, kærleiksrík dóttir, á meðan foreldrar hennar voru á lífi, og alla tíð góð systir, mágkona og frænka. Fyrir okkur að fá að kynnast Eyrúnu og Ken sem hjónum og óijúfanlegri einingu var Ijúf reynsla sem við munum vandlega varð- veita. Fegurðin í sambandi þeirra var strax augljós okkur sem og öllum öðrum. Það var fullkomið samspil ástfangins fólks, sem fyrst og fremst lifir til að hjálpa og hlynna hvort að öðru, en geta samt miðlað vinum og vandamönnum sínum af hamingju sinni og gæfu. Við Hrafnhildur og fjöldamargir aðrir vinir úr litlu samfélagi íslend- inga.í New York áttum því láni að fagna að geta eytt mörgum ánægjustundum með Eyrúnu og Ken. Minnisstæðastar verða víst þær stundir, sem við áttum með þeim við siglingar á Long Island sundi. Þá kom það bezt í ljós hví- líkt ágætis tvenndarlið þau voru, Ken við stýri og gefandi tilskipan- ir, en Eyrún, sem gerði næstum allt annað um borð, bæði ofanþilja og neðan. Til þess að láta okkur farþegun- um líða enn betur, voru þau svo hugulsöm að leyfa okkur að hjálpa til eða jafnvel sjá um ákveðið verk um borð. Það var samt sem áður öllum ljóst að án þeirra beggja, Eyrúnar og Kens, hefði ferðin ekki getað orðið okkur farþegunum slík ánægja og sjálfsagt hefðum við aldrei komist í örugga höfn. Nú hefur Eyrún lokið erfiðasta hluta lífsferðar sinnar og hún hefur nú náð öruggri höfn hjá skapara sínum. Með Ken við hlið sér og við stjórnvölinn sem ávallt, hefur Eyr- ún lokið þessum hluta ferðar sinnar með því sama hugrekki, þeim sama sálarstyrk, góðvild og hugulsemi sem einkenndi allt líf hennar. Á þessum erfíðu undangengnu stund- um sá hún til þess að við, vinir hennar og samferðafólk gætum eytt mikilvægum stundum með henni og stundum hjálpað svolítið til, alveg eins og á bátnum forðum daga. Stöðugt lét hún okkur líða notalega, með sinni einstöku tillits- semi, á þeim stundum sem við vor- um svo hjálparvana, en vildum svo gjarnan geta orðið að liði. Eyrún er liðin núna, en í anda verður hún alltaf hjá okkur, í björt- um minningum og í vináttu okkar við Ken. Guð blessi hana fyrir það sem hún veitti okkur. Guð blessi þig, Ken, fyrir þau hamingjusömu ár, sem þú gafst henni, og guð blessi ykkur öll, vinir og ættingjar, og gefí ykkur styrk í sorg ykkar. Eyrún mín, megir þú hvíla í friði. Blessuð sé minning þín og blessuð séuð þið öll, sem eftir lifíð. Kristján T. Ragnarsson. ÍSAK ÖRN HRINGSSON + ísak Örn Hringsson, fyrr- verandi skrifstofustjóri, fæddist í Reykjavík 10. apríl 1930. Hann lést á Landspítalan- um 21. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 29. desember. Daginn sem þú fæddist voru allir glaðir. Þú varst sá eini sem grést. Lifðu þannig að á þinni hinstu stund gráti allir aðrir, þú sért sá eini sem ekkert tár fellir. Þá getur þú tekið dauðan- um með ró hvenær sem hann kemur. (Dag Hammarskjöld.) I svartasta skammdeginu féll hann frá, þegar hátíð ljóssins var í nánd og flestir á fullri ferð við undirbúning jólahátíðar, en þegar kallið kemur er ekki spurt um hvaða dagur sé. , Okkar kynni hófust í Naustinu í desember 1964, en þar var haldin af miklum myndarskap brúðkaups- veisla fyrir Bryndísi systur mína og ísak. Bryndís átti fyrir tveggja ára yndislega dóttur, sem Sigrún heitir, og gekk ísak henni í föður- stað af alhug eins og hans var von og vísa. Þeirra samband var alla tíð eins og best verður milli föður og dóttur. Svo bættist önnur yndis- leg dóttir við í fjölskylduna í fyll- ingu tímans 16. október 1965 og þá var bjart í bænum. ísak Orn vann alla sína starfs- ævi í Útvegsbankanum og þar urðu tengsl okkar enn meiri, þegar hann kom mér í vinnu í maí 1968, þar sem stutt átti að stansa, en árin urðu að áratugum. Samvinnan í bankanum var með ágætasta móti, og fékk ég hreint ekki að njóta tengslanna á einn eða neinn hátt. A þessum árum var þó nokkuð um óskir um pössun bamanna og vorum við Sigga ávallt reiðubúin til starfans og áttum þá góðar stundir. Síðar fengum við það hlut- verk að passa heimili þeirra hjóna, þegar þau fóru í ferðalög og voru frá í tvær til þrjár vikur. Þetta var áður en við Sigga stofnuðum okkar eigið heimili og nutum við þess vel og geymum góðar minningar frá þessum tíma. Þökk sé þeim hjónum fyrir þeirra innlegg í líf okkar. Fastur punktur í tilverunni var alltaf að hittast heima hjá Isak og Bryndísi á aðfangadagskvöld eftir jólasteikina og komu saman við systkinin, makar, börn, mamma og Bjarni frændi. Þessi jól voru öðruvísi, það vant- aði einn í hópinn. Bryndís systir, Sigrún og Anna Brynja, samúðarkveðjur frá okkur bræðrum, Siggu, Agnesi og börn- um. Þorsteinn bróðir. -------♦ ♦ ♦--------- BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jóla-Mitchell BSÍ Föstudaginn 30. desember var spil- að þriðja kvöldið í einskvölds jóla- Mitchell tvímenningum á vegum BSÍ. 36 pör spiluðu 14 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 364 og bestum árangri náðu: NS-riðill Jens Jensson - Jón Steinar Ingólfsson 438 Axel Lárusson - Guðjón Jónsson 416 Baldvin Valdimarsson - Ólafur H. Ólafsson 399 Tómas Siguijónsson - Bjöm Svavarsson 395 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 394 AV-riðill Magnús Torfason - Guðmundur Pétursson 480 BjömÁmason-AlbertÞorsteinsson 417 Sturla Snæbjömsson - Cecil Haraldsson 417 BaldurBjartmarsson - Valdimár Sveinsson 404 Erlendur Jónsson - Þröstur Ingimarsson 399 Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangurinn úr 2 kvöldum af 3. Efstir voru Sigfús Örn Árnason og Gísli Steingrímsson með 656 stig. I öðru sæti voru Geirlaug Magnúsdóttir og Torfi Axelsson með 638 stig. 3. ErlendurJónsson-Þrösturlngimarsson 633 4. SturlaSnæbjömsson-CecilHaraldsson 620 5. Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 610 Vetrar-Mitchell BSI þakkar öllum spilurum ársins fyrir skemmtilega spilamennsku og óskar þeim öllum gæfuríks komandi árs. Arnór Ragn- arsson umsjónarmaður Bridsdálks Morgunblaðsins fær sérstakar þakkir og nýársóskir fyrir góðan dálk. Fyrsta spilakvöld vetrar-mitchels BSÍ er föstudaginn 6. janúar. Spilað er í Húsi BSÍ, Þönglabakka 1. Spilað- ur verður einskvölds tölvureiknaður Mitchell-tvímenningur með forgefnum spiium. Spilamennska bytjar stundvís- lega kl. 19. Bridsfélag Rangæinga Starfsemi félagsins á nýju ári hefst með einskvölds tölvureiknuðum tví- menning miðvikudaginn 4. janúar og byrjar stundvíslega kl. 19.30. Spilað er húsnæði Bridssambandsins, Þönglabakka 1. Nýr keppnisstjóri hef- ur tekið til stafa og er það hinn marg- reyndi keppnis- og landsliðsspilari Jakob Kristinsson. Allir spilarar eru velkomir. Lokað Skrifstofur vinnuheimilisins að Reykjalundi verða lokaðar eftir hádegi þriðjudaginn 3. janúar 1995 vegna útfarar BJÖRNS KRISTMUNDSSONAR, fyrrverandi gjaldkera. Vinnuheimilið að Reykjalundi. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti '85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðn- ir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regia, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fýlgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.