Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.01.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Isinn brotinn STARFSMENN Akureyrarhafn- ar voru að brjóta ísinn í höfninni við Slippstöðina-Odda í gærdag en þeir notuðu dráttarbátinn Mjölni til verksins. Fjölmörg skip lágu í Fiskihöfninni um áramótin en fara að tínast út eitt af öðru næstu daga og því eins gott að búið sé að ryðja þeim leiðina. A næstu dögum verður hafist handa við smíði nýs dráttarbáts, Sleipnis i Slippstöðinni-Odda, og mun hann væntanlega leysa Mjölni af hólmi. I baksýn sést i Akrabergið, sem er í eigu Fram- herja í Færeyjum. Skipið, sem áður hét Beinir, hefur fengið heilmikla andlitslyftingu i slippn- um þar sem það hefur verið síð- ustu vikur í endurbótum. Fjarkennsla um tölvur við Verkmenntaskóiann á Akureyri Kenndar verða eftirtaldar greinar ef næg þátttaka fæst: Bókfærsla, danska, eðlisfræði, enska, félags- fræði, íslenska, saga, sálfræði, stærðfræði, þjóðhagfræði, þýska. Öll kennsla er miðuð við yfirferð og kröfur í samsvarandi framhaldsskólaáföngum og lýkur með prófi. Nánari upplýsingar og innritun 2.-6. janúar í Verkmenntaskólanum á Akureyri, sími 96-11710 á milli kl. 8.00 og 15.00. 185 millj. í bætur til félaga í sjö verkalýðsfélögum ALLS voru greiddar út atvinnu- leysisbætur að upphæð rúmlega 185 milljónir króna til atvinnu- lausra félagsmanna í sjö verka- lýðsfélögum á Akureyri á nýliðnu ári, þ.e. í Verkalýðsfélaginu Ein- ingu, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, Félagi málmiðnaðarmanna, Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Norð- lendinga, Iðju, félagi verksmiðju- fólks, og til vélstjóra og verk- stjóra, en skrifstofa Einingar sér um greiðslu bóta til þessara fé- laga. Þetta er heldur hærri upp- hæð en greidd var út í atvinnuleys- isbætur árið 1993 þegar upphæðin var 178,5 milljónir króna. Mest var greitt út til félags- manna í Verkalýðsfélaginu Ein- ingu eða 128,3 milljónir en árið 1993 voru bæturnar 113,5 milljón- ir. Félagar í Sjómannafélagi Eyja- fjarðar fengu greiddar bætur að upphæð 9,7 milljónir á nýliðnu ári á móti 10,5 milljónir árið á undan. Til félagsmanna í Félagi málmiðn- aðarmanna voru greiddar 8,4 milljónir á móti 9,3 árið á undan og 622 þúsund voru greiddar í atvinnuleysisbætur til skipstjórn- armanna en 955 þúsund árið á undan. Vélstjórar fengu rúmar 2 milljónir króna í atvinnuleysisbæt- ur árið 1994 en 1,5 árið á undan og verkstjórar tæpar 3 milljónir á móti 2,2 milljónum árið 1993. Þá voru greiddar út 33 milljónir króna til félaga í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, sem er nokkru lægri upphæð en var árið á undan þegar greidd- ar voru út bætur að upphæð rúm- lega 40 milljónir króna. Víking tekur við rekstri bruggverk smiðjunnar NÝTT hlutafélag, Víking hf., í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og Valbæjar, eignarhaldsfélags erf- ingja Valdimars Baldvinssonar heildsala tók við rekstri brugg- verksmiðju Víking Brugg af Delta hf. í gær, 2. janúar. Bald- vin Valdimarsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Hann hefur áður setið í framkvæmdastjórastól brugg- verksmiðjunnar, þegar hún var í eigu Páls í Pólaris. Síðustu ár hefur hann verið framkvæmda- stjóri ullariðnaðarfyrirtækisins Foldu og mun láta af því starfi fljótlega. „Það hefur allt gengið eins og við bjuggumst við,“ sagði Bald- vin. Fyrirtækið hefur gert samn- ing við Islensk-ameríska verslun- arfélagið um dreifingu fram- leiðsluvöru fyrirtæksins á höfuð- borgarsvæðinu, Suður- og Vest- urlandi og munu þau veita við- skiptavinum þess á umræddum svæðum þjónustu. 3 milljónir lítra Framleiðslugeta verksmiðj- unnar fullnýttrar er um 7 milljón- ir lítra af bjór á ári. Á nýliðnu ári voru framleiddir þar um 3 milljónir lítra og sagðist Baldvin búast við að svipað magn yrði framleitt í ár. í stjórn Víking hf. eru Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri stjórnarformaður, Hólmgeir Valdimarsson, heildsali, Hólm- geir Karlsson, verkfræðingur, Baldur Guðvinsson, viðskipta- fræðingur og Bjarni Jónasson framkvædastjóri Skinnaiðnaðar. Morgunblaðið/Rúnar Þór VÍKING hf. hlutafélag í eigu KEA og Valbæjar tók við rekstri bruggverksmiðju Víking Brugg af Delta í gær. Jón Grétar Ingvarsson framleiðslustjóri, Baldvin Valdimarsson framkvæmda- stjóri kominn á gamalkunn- ar slóðir og Baldur Kárason bruggmeistari. ► ► Auglýsing um sameiningu J kveðið hefur verið a& sameina Lífeyrissjóð bókagerðarmanna, Lífeyrissjóð Félags garðyrkju- manna og Lífeyrissjóð múrara Sameinaða lífeyrissjóðnum fró og með 1. janúar 1995. ■ ró og með 1. janúar 1995 verður skrifstofu Lífeyrissjóðs bóka- gerðarmanna að Hverfisgötu 21, skrifstofu Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna að Oðinsgötu 7 og skrifstofu Lífeyrissjóðs múrara að Síðumúla 25 lokað. • Lífeyrissjóðs bókageróarmanna • Lífeyrissjóös Félags garóyrkjumanna • og Lífeyrissjóós múrara • vió Sameinaóa lífeyrissjóóinn jóðfélögum fyrrnefndra lífeyris sjóða og öðrum viðskiptamönnum er bent ó að skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins er aó Suóurlandsbraut 30 IV. hæó, 108 Reykjavík sími 568 6555 Reykjavík, 30. desember 1994 Stjórn Lífeyrissjó&s bókagerSarmanna Stjórn LífeyrissjóSs Félags garSyrkjumanna Stjórn Lífeyrissjóðs múrara Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins AQLífeyrir ^ Snmpinnni SameinaSi lífeyrissjóSurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 568 6555, Fax 581 3208 Grænt númer 800 6865 0 Asbjörn Dagbjartsson skipaður veiðistjóri ÁSBJÖRN Dag- bjartsson líffræð- ingur hefur verið ■settur til að gegna stöðu veiðistjóra frá og með 1. febr- úar næstkomandi til eins árs. Um- hverfisráðherra setti Ásbjörn í Ásbjiirn embættið en tvær Dagbjartsson umsóknir bárust er staðan var aug- lýst í lok síðasta árs. Embætti veiðstjóra verður flutt norður til Akureyrar á sama tíma og hefur húsnæði verið leigt undir starfsemina í miðbæ Akureyrar, Lindarhúsinu við Hafnarstræti 97. Fyrsta verkið að flytja „Það leggst vel í mig að taka við þessari stöðu,“ sagði Ásbjörn en hann bjóst við að fyrsta verk sitt í embætti veiðistjóra væri að flytja gögn, tæki og annað sem tilheyrir embættinu frá Reykjavík og norður. Ásbjörn er fæddur og uppalinn í Mývatnssveit, hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1975 og líffræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1978. Hann flutli til Akureyrar 1981 er hann tók við stöðu útibússtjóra Rannsóknar- stofnunar fiskiðnaðarins. Þá starfaði hann hjá Krossanesi þar til verk- smiðjan brann fyrir nokkrum árum en hefur unnið að þróunarverkefnuni í Malaví í þrjú og hálft ár. Hann flutti heim síðasta sumar og hefur unnið að tímabundnum verkefnum hjá Háskólanum á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.