Morgunblaðið - 03.01.1995, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Isinn brotinn
STARFSMENN Akureyrarhafn-
ar voru að brjóta ísinn í höfninni
við Slippstöðina-Odda í gærdag
en þeir notuðu dráttarbátinn
Mjölni til verksins. Fjölmörg skip
lágu í Fiskihöfninni um áramótin
en fara að tínast út eitt af öðru
næstu daga og því eins gott að
búið sé að ryðja þeim leiðina. A
næstu dögum verður hafist
handa við smíði nýs dráttarbáts,
Sleipnis i Slippstöðinni-Odda, og
mun hann væntanlega leysa
Mjölni af hólmi. I baksýn sést i
Akrabergið, sem er í eigu Fram-
herja í Færeyjum. Skipið, sem
áður hét Beinir, hefur fengið
heilmikla andlitslyftingu i slippn-
um þar sem það hefur verið síð-
ustu vikur í endurbótum.
Fjarkennsla um tölvur
við Verkmenntaskóiann á Akureyri
Kenndar verða eftirtaldar greinar
ef næg þátttaka fæst:
Bókfærsla, danska, eðlisfræði, enska, félags-
fræði, íslenska, saga, sálfræði, stærðfræði,
þjóðhagfræði, þýska.
Öll kennsla er miðuð við yfirferð og kröfur í
samsvarandi framhaldsskólaáföngum
og lýkur með prófi.
Nánari upplýsingar og innritun 2.-6. janúar í
Verkmenntaskólanum á Akureyri,
sími 96-11710 á milli kl. 8.00 og 15.00.
185 millj. í bætur til félaga
í sjö verkalýðsfélögum
ALLS voru greiddar út atvinnu-
leysisbætur að upphæð rúmlega
185 milljónir króna til atvinnu-
lausra félagsmanna í sjö verka-
lýðsfélögum á Akureyri á nýliðnu
ári, þ.e. í Verkalýðsfélaginu Ein-
ingu, Sjómannafélagi Eyjafjarðar,
Félagi málmiðnaðarmanna, Skip-
stjóra- og stýrimannafélagi Norð-
lendinga, Iðju, félagi verksmiðju-
fólks, og til vélstjóra og verk-
stjóra, en skrifstofa Einingar sér
um greiðslu bóta til þessara fé-
laga. Þetta er heldur hærri upp-
hæð en greidd var út í atvinnuleys-
isbætur árið 1993 þegar upphæðin
var 178,5 milljónir króna.
Mest var greitt út til félags-
manna í Verkalýðsfélaginu Ein-
ingu eða 128,3 milljónir en árið
1993 voru bæturnar 113,5 milljón-
ir. Félagar í Sjómannafélagi Eyja-
fjarðar fengu greiddar bætur að
upphæð 9,7 milljónir á nýliðnu ári
á móti 10,5 milljónir árið á undan.
Til félagsmanna í Félagi málmiðn-
aðarmanna voru greiddar 8,4
milljónir á móti 9,3 árið á undan
og 622 þúsund voru greiddar í
atvinnuleysisbætur til skipstjórn-
armanna en 955 þúsund árið á
undan. Vélstjórar fengu rúmar 2
milljónir króna í atvinnuleysisbæt-
ur árið 1994 en 1,5 árið á undan
og verkstjórar tæpar 3 milljónir á
móti 2,2 milljónum árið 1993. Þá
voru greiddar út 33 milljónir króna
til félaga í Iðju, félagi verksmiðju-
fólks, sem er nokkru lægri upphæð
en var árið á undan þegar greidd-
ar voru út bætur að upphæð rúm-
lega 40 milljónir króna.
Víking tekur við
rekstri bruggverk
smiðjunnar
NÝTT hlutafélag, Víking hf., í
eigu Kaupfélags Eyfirðinga og
Valbæjar, eignarhaldsfélags erf-
ingja Valdimars Baldvinssonar
heildsala tók við rekstri brugg-
verksmiðju Víking Brugg af
Delta hf. í gær, 2. janúar. Bald-
vin Valdimarsson hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins. Hann hefur áður setið í
framkvæmdastjórastól brugg-
verksmiðjunnar, þegar hún var í
eigu Páls í Pólaris. Síðustu ár
hefur hann verið framkvæmda-
stjóri ullariðnaðarfyrirtækisins
Foldu og mun láta af því starfi
fljótlega.
„Það hefur allt gengið eins og
við bjuggumst við,“ sagði Bald-
vin. Fyrirtækið hefur gert samn-
ing við Islensk-ameríska verslun-
arfélagið um dreifingu fram-
leiðsluvöru fyrirtæksins á höfuð-
borgarsvæðinu, Suður- og Vest-
urlandi og munu þau veita við-
skiptavinum þess á umræddum
svæðum þjónustu.
3 milljónir lítra
Framleiðslugeta verksmiðj-
unnar fullnýttrar er um 7 milljón-
ir lítra af bjór á ári. Á nýliðnu
ári voru framleiddir þar um 3
milljónir lítra og sagðist Baldvin
búast við að svipað magn yrði
framleitt í ár.
í stjórn Víking hf. eru Magnús
Gauti Gautason kaupfélagsstjóri
stjórnarformaður, Hólmgeir
Valdimarsson, heildsali, Hólm-
geir Karlsson, verkfræðingur,
Baldur Guðvinsson, viðskipta-
fræðingur og Bjarni Jónasson
framkvædastjóri Skinnaiðnaðar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
VÍKING hf. hlutafélag í eigu
KEA og Valbæjar tók við
rekstri bruggverksmiðju
Víking Brugg af Delta í
gær. Jón Grétar Ingvarsson
framleiðslustjóri, Baldvin
Valdimarsson framkvæmda-
stjóri kominn á gamalkunn-
ar slóðir og Baldur Kárason
bruggmeistari.
►
►
Auglýsing
um sameiningu
J kveðið hefur verið a& sameina
Lífeyrissjóð bókagerðarmanna,
Lífeyrissjóð Félags garðyrkju-
manna og Lífeyrissjóð múrara
Sameinaða lífeyrissjóðnum fró
og með 1. janúar 1995.
■ ró og með 1. janúar 1995
verður skrifstofu Lífeyrissjóðs bóka-
gerðarmanna að Hverfisgötu 21,
skrifstofu Lífeyrissjóðs Félags
garðyrkjumanna að Oðinsgötu 7
og skrifstofu Lífeyrissjóðs múrara
að Síðumúla 25 lokað.
• Lífeyrissjóðs bókageróarmanna
• Lífeyrissjóös Félags garóyrkjumanna
• og Lífeyrissjóós múrara
• vió Sameinaóa lífeyrissjóóinn
jóðfélögum fyrrnefndra lífeyris
sjóða og öðrum viðskiptamönnum
er bent ó að skrifstofa
Sameinaða lífeyrissjóðsins
er aó Suóurlandsbraut 30
IV. hæó,
108 Reykjavík
sími 568 6555
Reykjavík, 30. desember 1994
Stjórn Lífeyrissjó&s bókagerSarmanna
Stjórn LífeyrissjóSs Félags garSyrkjumanna
Stjórn Lífeyrissjóðs múrara
Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
AQLífeyrir
^ Snmpinnni
SameinaSi
lífeyrissjóSurinn
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík
Sími 568 6555, Fax 581 3208
Grænt númer 800 6865
0
Asbjörn
Dagbjartsson
skipaður
veiðistjóri
ÁSBJÖRN Dag-
bjartsson líffræð-
ingur hefur verið
■settur til að gegna
stöðu veiðistjóra
frá og með 1. febr-
úar næstkomandi
til eins árs. Um-
hverfisráðherra
setti Ásbjörn í Ásbjiirn
embættið en tvær Dagbjartsson
umsóknir bárust er staðan var aug-
lýst í lok síðasta árs.
Embætti veiðstjóra verður flutt
norður til Akureyrar á sama tíma
og hefur húsnæði verið leigt undir
starfsemina í miðbæ Akureyrar,
Lindarhúsinu við Hafnarstræti 97.
Fyrsta verkið að flytja
„Það leggst vel í mig að taka við
þessari stöðu,“ sagði Ásbjörn en
hann bjóst við að fyrsta verk sitt í
embætti veiðistjóra væri að flytja
gögn, tæki og annað sem tilheyrir
embættinu frá Reykjavík og norður.
Ásbjörn er fæddur og uppalinn í
Mývatnssveit, hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1975 og líffræðiprófi frá
Háskóla íslands árið 1978. Hann
flutli til Akureyrar 1981 er hann tók
við stöðu útibússtjóra Rannsóknar-
stofnunar fiskiðnaðarins. Þá starfaði
hann hjá Krossanesi þar til verk-
smiðjan brann fyrir nokkrum árum
en hefur unnið að þróunarverkefnuni
í Malaví í þrjú og hálft ár. Hann
flutti heim síðasta sumar og hefur
unnið að tímabundnum verkefnum
hjá Háskólanum á Akureyri.