Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 9 FRÉTTIR Lyfjafræðimálþingi sjón- varpað um gervihnött ÓLÖF Briem, formaður SÍL, Almar Grímsson apótekari og Kristján Linnet yfirlyfjafræðingur leggja á ráðjn við undirbún- ing málþingsins. Almar verður fundarsljóri á íslandi en Krist- ján mun samtímis taka þátt í umræðunum í Stokkhólmi. LYFJAFRÆÐINGUR árið 2000 - nýtt starfshlutverk, heitir samnor- rænt málþing sem haldið verður nk. þriðjudag. Fimmtán fundir verða samtímis á öllum Norðurlöndunum og verða þeir samtengdir um gervi- hnött. Stefnt er að því að helming- ur lyfjafræðinga á Norðurlöndum verði þátttakendur í málþinginu. Fyrirspurnum verður komið á fram- færi um síma og bréfasíma. Stjóm- un fundarins og pallborðsumræður verða í Stokkhólmi. Málþingið verður samtímis í öll- um löndunum og hefst kl. 18.30 með kynningarmynd um störf lyfja- fræðinga, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada, Hollandi og Englandi. Að myndinni lokinni verður samtímis gerð skoðanakönnun meðal þátt- takenda og unnið í hópum á hvetj- um fundi fyrir sig. Málþinginu lýk- ur svo með pallborðsumræðum sem fara fram í Stokkhólmi. Þar verða niðurstöður skoðanakönnunarinnar kynntar og fyrirspurnum, sem ber- ast símleiðis, verður svarað. Starfið hefur breyst Málþinginu er hrundið af stað til að skilgreina betur starf lyfjafræð- inga sem hefur tekið mikium breyt- ingum á undanförnum árum. „Eðli starfsins hefur í ríkum mæli breyst frá því að framleiða og afgreiða lyf í það að veita að auki alhliða lyija- fræðilega þjónustu. Fyrirséð er, að þróunin verði enn hraðari á kom- andi árum,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Stéttarfélagi íslenskra lyfjafræðinga og Lyfjafræðingafé- lagi íslands. íslenskir lyljafræðingar halda sinn fund á Hótel Sögu og er gert ráð fyrir að 100 lyfjafræðingar mæti á málþingið. Kristján Linnet, yfirlyfjafræðingur á Borgarspítal- anum, tekur þátt í pallborðsumræð- unum í Stokkhólmi en Almar Grímsson, apótekari í Hafnarfjarð- ar apóteki, verður fundarstjóri á fundinum á Hótel sögu. 1. Byrjendanámskeið: Fyrir þá sem vilja fá grunnþekkingu og undirbúning fyrir eróbikkkennslu. Námskeiðið er dagana 6-10febrúar. Námsefni: lífeðlisfræði, vöðvafræði, uppbygging tíma, o.m. fl. bóklegt og verklegt. Samt. 30 kenrislust. (19.00 -23.00 mán-fös) Athugasemdir við ferða- reikninga og risnu RÍKISENDURSKOÐUN hefur gert athugasemdir við nokkra þætti í rekstri Kvikmyndasafns Islands og Kvikmyndasjóðs. Fram kemur í skýrslu stofnunar- innar um endurskoðun ríkisreikn- ings fyrir 1993 að skilum á ferða- reikningum Kvikmyndasafnsins hafi verið verulega ábótavant. í árslok 1993 átti eftir að gera ferða- reikninga fyrir ferðafé að upphæð 603 þús. kr. fyrir undanfarin þijú ár. Gerði Ríkisendurskoðun alvar- lega athugasemd við þetta og taldi einnig að sölureikningar Kvik- myndasafns væru ófullnægjandi á árinu 1993. Þá féllst Ríkisendurskoðun ekki á að stjórnarlaun stjórnar út- hlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs megi greiða sem verktakagreiðslur eins og gert hafi verið. Athuga- semd er gerð við að ijarvera starfs- manna sjóðsins, veikindi og orlof voru ekki skráð. Þá varð veruleg aukning á risnu frá fyrra ári að mati stofnunarinnar. Gerði Kvik- myndasjóður skriflega grein fyrir helstu risnuliðum en Ríkisendur- skoðun telur að ekki hafi verið gætt nægilegs aðhalds í risnuhaldi og telur m.a. að stjórnarfundir gefi ekki tilefni til matarkaupa á veitingahúsum. Þá gerir Ríkisendurskoðun at- hugasemd við að ferðareikningum hafi ekki verið skilað. Tekið er fram í skýrslu stofnunarinnar að kvikmyndasjóður hafi svarað þess- um athugasemdum og tiltekið hvernig bætt verði úr eftirleiðis. Leiðbeinendur: Ágústa Johnson ■ Hrafn Friðbjörnsson ■ Halldóra Björnsdóttir ■ Líkamsræktarstöðvarnar eru ávallt á höttunum eftir hæfileikaríku og hressu fólki til að kenna eróbikk. Skelltu þér á námskeið og stattu vel að vígi þegar þú sækir um! ýtiUíV' r r AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 Láttu skrá þig i síma 689868 68 98 68 Fræðslumiðstöð Náttúrulækníngafélagsins, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík, oj slmar 5514742 og 5528191, fax 618191. Spennandi fræöslustarfsemi Staður og stund Efni Leiðbeinandi 31. janúar kl. 20.30 Júlíus Björnsson, Norræna húsið sálfræðingur Um svefn oo svelnlevsi (fyrirlestrinum verður fjallað um almenna svefnheilsufræði. Hvað er eðlilegur svefn og hvernig svefn breytist með aldrinum. Talað verður um algengustu svefnkvillana, lang- varandi svefnleysi og aðgerðir til úrbóta við langvarandi svefnleysi. 16. febrúar kl. 20.30 Dr. Kristján Kristjánsson, Norræna húsið heimspekingur Um haminaiuna Rætt verður um tvo lykilþætti hamingjunnar, ánægju og farsæld, og hvernig þeir fléttast saman í lifi okkar. i framhaldi af því verður fjallað um þýðingu sjálfsvirðingar fyrir hamingjuríkt líf og mikilvægi þess að leggja rækt við hana í siðlegu uppeldi. Einnig verður minnst á sjálfsálit og álit annarra á okkur. Hvað skyldi helst ráða því? 13.-14. mars, kl. 18.00 Anna Elísabet Ólafsdóttir, Matreiðsluskólin Okkar næringarfræðingur Maturinn ohkar — ódýr, hollur og góður — Næringarfræðsla og leiðsögn um val á hráefni, þar sem tillit er tekið til verðs og gæða. Sýning í gerð nokkurra rétta. Félagsmenn fá 15% afslátt af öllum fyrirlestrum og námskeiðum. Takmarkaður fjöldi er á sum námskeiðin. Staður og stund Leiðbeinandi 5. aprí, kl. 20.30 Sæmundur Hafsteinsson, Náttúrulækningafélag íslands sálfræðingur Jákvæðni og vilii Fræðsluerindi sem hefur það að markmiði að örva fólk til markvissar stjórnunar hugar- fars í þeim tilgangi að bæta árangur í lífi og starfi. Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfari 25. og 26. april kl. 20.30 Náttúrulækningafélag íslands líkamsbeiting Sníðið að þörfum heimavlnnandi Kennd verður almenn líkamsbeiting. Minnst verður á smit- og álagssjúkdóma og leiðir til að verjast þeim. 9. maí kl. 20.30 Náttúrulækningafélag íslands Dagný Elsa Einarsdóttir Húðvörur unnar úr istenskum iurtum Fyrirlestur um húðvörur almennt og innihald þeirra. Kynning verður á íslenskum snyrtivörum, unnum úr íslenskum jurtum. Upplýsingar og skráning fer fram í símum 55 14742 eða 55 28191 eða á skrifstofu Náttúrulækningafélagsins, Laugavegi 20b. Geymið auglýsinguna! 3^™gagESBBBflibÆgMahBaBBa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.