Morgunblaðið - 29.01.1995, Side 37

Morgunblaðið - 29.01.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 1995 37 I DAG Arnað heilla rvrvÁRA afmæli. í dag, janúar, er níræð Katrín Júlíusdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Katrín fæddist á Húsavík og bjó þar til ársins 1978. SKAK Umsjón Margcir Pctursson ÞESSI staða kom upp í opna áskorendaflokknum á árlega mótinu í Hastings í Englandi um daginn. Al- þjóðlegi meistarinn Neil McDonald (2.420) hafði hvítt og átti leik gegn undrabaminu 10 ára, Luke McShane (2.095). Svartur lék síðast 18. - Rf8-g6? í afar þröngri stöðu. 19. Hxd7! - Kxd7, 20. Dxf7 - Hh6, 21. Dxe6+ - Ke8, 22. Hdl og svartur gafst upp. Þýski stórmeist- arinn Thomas Luther sigr- aði á mótinu. Úrslit í áskor- endaflokknum urðu þau að stórmeistaramir Conquest, Sherbakov, Jakovitsj og Davíð Bronstein urðu jafnir og efstir með 7 v. af 9 mögulegum. í hópi þeirra sem hlutu 6V2 v. var 16 ára gömul ensk stúlka, Harriet Hunt, sem náði þar með áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Einn íslend- ingur, Kristján Eðvarðsson, tefldi á mótinu og hlaut hann 4 '/2 v. gegn öflugum andstæðingum sem er ágætur árangur. Úrslit í atskákmóti ís- lands verða sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarp- inu í dag kl. 14.30. LEIÐRETT Eldhamar selur fisk Ólafur Amberg forstjóri Eldhamars hefur haft sam- band við Morgunblaðið vegna vertíðarrispu, sem birtist í Morgunblaðinu á föstudag. Þar kemur fram að Hallgrímur fisksali Jó- hannesson í Keflavík sé eini fisksalinn þar um slóðir. Ólafur bendir á að Elda- hamar hf. hafi um mörg undanfarin ár útvegað Suðumesjabúum nýja línu- ýsu og hefur selt kaupfé- lagsbúðunum og Staðar- kjöri í Grindavík fisk á föstu verði. Þar hafa sveifl- ur fiskmarkaðanna ekki verið látnar hafa áhrif á verð. Qrv ÁRA afmæli. Á OÍ/morgun, mánudag- inn 30. janúar, verður átt- ræður Ármann Kr. Ein- arsson, kennari og rithöf- undur, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Runólfsdóttir, en hún lést 1985. Sambýlis- kona Ármanns er Aðal- heiður Þorsteinsdóttir. Ármann tekur á móti gest- um í Átthagasal Hótel Sögu á afmælisdaginn kl. 20. />/\ARA afmæli. A Ov/morgun, mánudag- inn 30. janúar, verður sex- tugur Þorsteinn Jónsson, frá Gjögri, Strandasýslu, til heimilis í Ási, Hvera- gerði. Hann tekur á móti gestum í Álfheimum 46, Reykjavík, í dag sunnudag- inn 29. janúar milli kl. 15-18. Með morgunkaffinu Áster . Öfyrirsjáanleg eins og veðrið TM Reg. U.S. Pat 06. — all rights rosorvod (c) 1994 Loe Angelos Times Syndlcate JÚ, það var einmitt þama sem hún hreyfði sig. HOGNIHREKKVISI „ Haruxle'ikaretki(encjura. iábq me£ tzzjoq elsisht\ö>r>sve}tinnL.« STJÖRNUSPA eftir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú kemur vel fyrirþig orði og gætir náð langt á sviði stjómmáia. Hrútur (21. mars- 19. apríl) Gamall vinur leitar til þín vegna vanda sem hann á við að stríða. Með sameiginlegu átaki tekst ykkur að fínna góða lausn. Naut (20. apríl - 20. mai) fl* Láttu það ekki valda þér von- brigðum þótt samningar um viðskipti dragist á langinn. Úr ætti að rætast mjög fljót- lega. Tvíburar (21. maí - 20.júní) 5» Þú sækir mannfund í dag og skemmtir þér konunglega með góðum vinum. Gættu þess samt að eyða ekki óhóflega miklu í óþarfa. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) HIB Þú ferð hægt af stað í dag, en tekur þig á þegar á daginn líður og hefur ástæðu til að fagna góðum árangri í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú kemur ekki miklu í verk heima í dag vegna sífelldra truflana. Notaðu því tímann til að sinna heimili og flöl- skyldu. Meyja (23. ágúst - 22. september) m Þú ert með hugann við vinn- una í dag. Reyndu að slaka á og njóta dagsins með fjöl- skyldunni eða við tómstunda- iðju. Vog (23. sept. - 22. október) Þú hefur átt mjög aannríkt og ættir að muna að sunnu- dagur er hvíldardagur. Taktu ekki þátt i fjölskyldudeilum f kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Taktu ekki alvarlega ummæli þröngsýns vinar í dag. Ráð- gjafi hefur góðar fréttir að færa, og þróunin í fjármálum er hagstæð. Bogmaður (22. nóv. -21. desember) Þú átt stundum erfitt með að koma orðum að hugmyndum þínum, en þér gengur betur að koma þeim frá þér ef þú skrifar þær niður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki aðra misnota sér hæfileika þína í dag. Þótt horf- ur í fjármálum séu góðar, ættir þú að fara sparlega með peninga. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ef þú þjáist af þreytu eftir erfíða vinnuviku er ráðlegt að njóta hvildarinnar í dag og safna orku fyrir komandi viku. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Láttu ekki keppnisskapið ganga út í öfgar og spilla góðum leik. Ástvinur er eitt- hvað miður sín og þarfnast umhyggju. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. Vegna FJÖLDA ÁSKORANA: Grænmetisréttahlaðborðið aftur á sunnudögum! Það er okkur sönn ánægja að verða við óskum um hlaðborð srænmetisrétta á sunnudögum. Við verðum meo dýrindis rétti og mikla fjölbreyttni. Verð aðeins 895.- kr. Opið frá kl.l8:00 til 22:00. P.S. - Munið franska, lífrænt ræktaða eðalvínið okkar! m . Matstofan 1 A næstu grösum jT Laugavegi 20b * Sími 28410 Við reynum alltaf að gera máltíðina að ævintýri - bara íyrir þig! Hættum að reykja! Námskeið Heilsuverndar- stöðvarinnar gegn reykingum. Innritun stendur yfir á mars námskeið. Upplýsingar í síma 22400 milli kl. 9-16 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur v/Barónsstíg Þetta er auglýsing um of mörg aukakíló... ...og góða leið tilað losna irið þau FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ STÓRÁTAK - YFIRVIGT 3 lokaðir tímar á viku 2 x í viku frjáls mæting í aðra tima fitumæling, vigtun, cm. mæling kripalujóga matardagbók uppskriftír að léttum réttum kvensjúkdómalæknir hár og förðun mjög gott aðhaid barnagæsla Námskeidin hefjast 30. jan og 7. feb Takmarkaður fjöldi BAÐUUSI Ð Ármúla 30 • Sími 88 1 6 1 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.