Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Formaður Alþýðuflokksins um Evrópusamþykkt aukaflokksþingsins Mun hafa sögu- leg áhrif á næstuárum Aukaflokksþing Alþýðuflokksins samþykkti á sunnudag með öllum greiddum atkvæðum Evrópustefnu flokksins þar sem tekið er af skarið um að ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu eins fljótt og auðið er. UM 350 manns sóttu flokksþing Alþýðu- flokksins, sem fram fór á Scandic Hótel Loft- leiðum á laugardag og sunnudag. Talsverðar umræður áttu sér stað á þinginu og einnig var unnið í vinnuhópum að frágangi kosn- ingastefnuskrár og að ályktunum í einstökum málaflokkum en lítill sem enginn ágreiningur kom fram við umræðumar. Á flokksþingi Alþýðuflokksins í Suðumesjabæ í júní á seinasta ári var samþykkt Evrópuályktun þar sem sagði að hagsmunum íslend- inga verði til frambúðar best borg- ið með því að Island stefni að fullri aðild að ESB en jafnframt var ákveðið að efna til aukaþings flokksins til þess að fjalla nánar um spuminguna um aðildarum- sókn þegar niðurstöður úr þjóð- aratkvæðagreiðslum á Norður- löndum lægju fyrir og viðræður hefðu farið fram hér á landi milli stjómvalda, hagsmunasamtaka og flokka um þau hagsmunamál þjóð- arinnar, sem setja þyrfti á oddinn í viðræðum við ESB. Á aukaflokksþinginu um helg- ina var megináhersla lögð á þijú mál; Evrópustefnuna, sjávarút- vegsmál og tillögur flokksins um leiðir til jöfnunar lífskjara í tengsl- um við gerð kjarasamninga. Sam- þykktar vom ályktanir í þessum málaflokkum og gengið frá kosn- ingastefnuskrá í tólf punktum. Eindrægni og samstaða „Þessa aukaþings Alþýðu- fiokksins árið 1995 verður minnst í Islandssögunni því á þessu þingi tók Alþýðuflokkurinn-Jafnaðar- mannaflokkur íslands af skarið um mótun framtíðarstefnu ís- lensks þjóðfélags sem mun hafa söguleg áhrif á næstu árum og áratugum,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, þegar niðurstöður úr FULLTRÚAR á flokksþingi Alþýðuflokksins á Hótel Loftleiðum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg atkvæðagreiðslu um Evrópustefn- una lágu fyrir. Nokkrir vinnuhópar unnu að einstökum köflum Evrópuálykt- unarinnar og lýstu formenn hóp- anna því yfir að eindrægni og sam- staða hefði ríkt um málið. Nokkrir fundarmenn höfðu þó á orði að flokksmenn þyrftu að hafa á hendi allar upplýsingar um kosti og galla hugsanlegrar aðildar íslands að ESB til að geta varið Evrópustefnu flokksins í komandi kosningabar- áttu. „Það er líka alltaf hægt að ganga aftur úr ESB, ef hlutirnir ganga ekki upp og okkur í hag,“ sagði einn fundarmanna við um- ræðurnar. í Evrópuályktun þingsins segir: „Aukaflokksþing Alþýðuflokks- ins-Jafnaðarmannaflokks íslands telur að hagsmunum íslands sé best borgið til framtíðar með aðild að Evrópusambandinu, náist um það viðunandi samningar. Við mótun samningsmarkmiða er ekk- ert jafn mikilvægt og samstaða um að tryggja með varanlegum hætti forræði þjóðarinnar yfir auð- lindinni innan ísl. efnahagslögsög- unnar. Til að taka af tvímæli um það leggur Alþýðuflokkurinn til að sameign þjóðarinnar á fiskimið- unum verði bundin í stjórnarskrá. Svarið við því, hvort þetta samn- ingsmarkmið næst fram, fæst ekki nema í samningaviðræðum. Al- þýðuflokkurinn telur því rétt að ísland sæki um aðild að Evrópu- sambandinu eins fljótt og auðið er. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að umsókn-um aðild og endanleg ákvörðun um aðild eru tvær aðskildar ákvarðanir. Skapa þarf samstöðu þjóðarinnar um samningsmarkmið og fyrirvara í aðildarumsókn, sérstaklega í mál- efnum sjávarútvegsins. Þá fyrst þegar samningsniður- stöður liggja fyrir er unnt að taka endanlega afstöðu til spurningar- innar um aðild. Lokaáfanginn er að leggja samninginn fram til kynningar og umræðu og endan- legrar afgreiðslu í þjóðaratkvæða- greiðslu." Sjávarútvegsstefna Alþýðuflokksins Fjármálaráðherra um samningamál ríkisins Hærra veiðigjald á frysti- togara en ísfisktogara „NÚVERANDI sjávarútvegs- stefna hefur brugðist. Með löggjöf þarf að koma í veg fyrir að kvóti safnist á fáar hendur. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðar- báta, og takmarka veiðar togara á grunnslóð uns fiskistofnar rétta úr kútnum,“ segir í kafla um sjáv- arútvegsmál í kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins, sem samþykkt var á aukaflokksþinginu um helg- ina. Þar segir einnig að tryggja verði að enginn hvati sé til þess að físki sé hent á hafí úti. „Alþýðuflokkur- inn vill að veiðileyfagjaldi verði komið á í áföngum, og telur að farsæl leið sé að með stækkun fiskistofnanna verði viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi. Við mótun stefnu ber að leggja áherslu á kerfí sem ýtir undir vinnslu í landi. M.a. ber að Ieggja á hærra veiði- gjald á frystitogara en ísfísktog- ara,“ segir í kosningastefnu- skránni. „Alþýðuflokkurinn telur að leyfa eigi erlendum fjárfestum að eiga hlut í fískvinnslu- og útgerð- arfyrirtækjum, enda verði forræði íslendinga yfir auðlindinni tryggt. Setja má það að skilyrði að full- vinnsla aflans fari fram hér á landi,“ segir þar ennfremur. Leyfa á erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi með skilyrðum Breytingar á 4-5 árum Aukaþingið samþykkti nýja út- færslu á sjávarútvegsstefnu flokksins í sérstakri ályktun. Eftir umræður í starfshópi var Jóni Baldvin Hannibalssyni, Magnúsi Jónssyni og Pétri Bjarnasyni falið að ganga frá endanlegri ályktun um sjávarútvegsmál sem var sam- þykkt mótatkvæðalaust sem stefna flokksins á þinginu á sunnudag. Lítill ágreiningur kom fram á þinginu um sjávarútvegsályktun- ina en Steindór Ögmundsson lýsti þó yfir að hann væri ósammála stefnu flokksins í þessu máli við umræðumar. í sjávarútvegsstefnunni segir að Alþýðuflokkurinn vilji tryggja sameign þjóðarinnar allrar á auð- lindum sjávar með því að binda ákvæði um slíkt í stjórnarskrá. Þá vilja alþýðuflokksmenn gjör- breyta núverandi stjórnkerfi fisk- veiða. „Nauðsynlegt er að slíkar breytingar geti átt sér stað á sem skemmstum tíma, ekki lengur en á 4-5 árum. Með núverandi kvóta- kerfi er stjórn fiskveiða komin í slíkar ógöngur að aðeins er spum- ing um tíma hvenær þjóðin hafnar því. Fá markmið kerfísins hafa náðst, allra síst megintilgangur þess: vemdun og uppbygging fískistofna. Niðurstaða af afla- marki í blönduðum botnfískveiðum hefur hvarvetna reynst hin sama: sóun á verðmætum hafsins, fals á aflatölum, versnandi afkoma út- gerðar strandveiðiskipa og sí- minnkandi fiskistofnar," segir þar. Einnig er lögð áhersla á að lög- gjöf um togveiðilandhelgi verði endurskoðuð með það að markmiði að togveiðar verði ekki stundaðar á grunnslóð. Strandveiðiflotanum verði tryggður forgangur að mið- um næst landi og önglaveiðar gerðar fijálsar. Flokkurinn vill beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um veið- ar utan fiskveiðilögsögunnar og stuðla að þátttöku íslendinga í erlendum sjávarútvegi og loks vill Alþýðuflokkurinn stefna að því að óunninn afli af íslandsmiðum fari um íslenskan markað, þaf sem því verði við komið. Krónutöluhækkun kæmi til greina Fjármálaráðherra segir að samninganefnd ríkisins sé heimilt að semja um krónutölu- hækkanir á laun frekar en pró- sentuhækkanir. í raun hefði þetta verið gert í undanförnum samningum með svonefndum eingreiðslum til þeirra sem lægst hefðu launin. Friðrik Sophusson svaraði á Alþingi í gær fyrirspurn frá Hermanni Níelssyni alþingis- manni um hvort til greina kæmi að veita samninganefnd ríkisins heimild til að semja um krónu- töluhækkun í komandi kjara- samningum. Hermann sagði að málið snerist um kaupmátt launa og að finna leið til að bæta kjör þeirra lægst launuðu og það næðist best með því að semja um krónutöluhækkun með sérstakri uppbót á lægri laun, hækkun skattleysismarka og lækkun á nauðsynjavörum. Víðtækt umboð Friðrik sagði að samninga- nefndin hefði tiltölulega víð- tækt umboð. Að undanförnu hefði mestur tími nefndarinnar farið í að ræða við kennarafé- lögin tvö, sem hefðu boðað verk- fall 17. febrúar, og þar hefðu ekki komið upp kröfur um krónutöluhækkun. Þvert á móti væru kröfur um almennar launahækkanir í hefðbundnum stíl. „Það er ekkert því til fyrir- stöðu að samninganefnd ríkis- ins fái heimild til að semja um launahækkanir eins og um semst á almennum markaði og ég tel raunar nauðsynlegt að bæði samningsaðilar á almenn- um markaði og hjá ríkinu fari að með svipuðum hætti í samn- ingaviðræðum. Ég hef reyndar haldið því fram að það sé afar óheppilegt þegar einstök félög opinberra starfsmanna boða verkfall jafnvel áður en samn- ingaviðræður hefjast á hveijum tíma,“ sagði Friðrik. Svavar Gestsson þingmaður Alþýðubandalags sagði að í svari Friðriks fælist að ekki væri hægt að tala við kennara og opinbera starfsmenn fyrr en gengið hefði verið frá samning- um á almennum vinnumarkaði, og þetta jafngilti í raun yfirlýs- ingu um að opinberir starfs- menn hefðu ekki samningsrétt. Friðrik sagði þetta útúrsnúning enda hefði verið unnið sleitu- laust að því að koma í veg fyrir verkfall kennara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.