Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gullin hugskot MYNDUST Gallerí Sölon íslandus MÁLVERK LÍSBET SVEINSDÓTTIR Opið alla daga til 20. febrúar. Að- gangur ókeypis SAMBÚÐ myndlistarsýninga og annars rekstur getur verið erfíð á stundum, og ekki hefur alltaf tekist að varðveita virðingu fyrir mynd- listinni í slíku samhengi. Oft hefur myndlistin verið notuð á óviðeigandi hátt sem skreyting á óskyldum vett- vangi, og sett niður fyrir vikið. A nokkrum stöðum hefur þetta sambýli þó tekist með ágætum, og er Gallerí Sólon íslandus einn þeirra. Þessi sýningarstaður fyrir ofan kaffíhúsið hefur reynst henta vel ólíkri myndlist og innsetningum, en nýtur sín þó best þegar á ferð- inni eru stór myndverk. Þá verður rýmið einnig virkur þáttur í sýning- unni, og einstök verk verða sterk- ari fyrir augum áhorfandans. Sýning Lísbetar Sveinsdóttur nýtir þessa kosti til hins ítrasta. Listakonan sýnir hér sex gríðarstór- ar myndir, sem allar eru unnar í pappír og olíulit. Verkin hefur hún unnið í vetur, og er hin gulli slegna birta þeirra, umfang og viðfangs- efni í skýrri andstöðu við drunga skammdegisins sem þau lýsa nú upp. Fyrir nokkru bjó Lísbet um tveggja ára skeið í Portúgal, og virðist sú dvöl hafa haft umtalsverð áhrif á list hennar. Hér er hinn guli litur sólbakaðs lands rílq'andi, og er efldur eða tempraður til skipt- is með gylltum innskotum eða Morgunblaðið/Kristinn LÍSBET Sveinsdóttir: Horfðu á lífið. gráum ofanlit, sem þó nær ekki að hylja þann hlýleika, sem býr undir. Allt er þetta unnið í þeirri grófu myndgerð expressionismans, sem listakonan hefur sýnt áður. Til við- bótar vægi litanna og hinni breiðu útlínumálun sem hún beitir hefur Lísbet hér nýtt sér texta úr rúmlega hálfrar aldar gömlu sendibréfí, sem hún stækkar upp og klippir niður í fletina, þannig að áhorfandinn nær aðeins að lesa nokkur orð á stangli, án þess að skilja samhengið. Þann- ig verða þessir textar líkt og hug- skot í myndunum, sem gera hvoru tveggja í senn að efla þau á mynd- rænan hátt og fylla þau ákveðinni óræðni og dulúð. Verkin njóta sín vel í uppsetning- unni. Málaður pappírinn er settur á milli tveggja platna úr plexigleri, og verða myndimar þannig léttar og svífandi, þrátt fyrir stærðina. Einstök myndefni ná einnig að greina verkin vel frá hvert öðru, þrátt fyrir nátengt litaspil og heild- arsvip. Þannig virkar t.d. „Tónsmiður- inn“ (nr. 1) afar sterkur í einfaldri andlitsmyndinni, og gyllt eyrað bendir til mikilvægasta skilningar- vits þessa listamanns. „Horfðu á lífíð" (nr. 4) byggir einnig á manns- höfði, en hér er undrun hins opin- mynnta í raun undrun okkar allra gagnvart því góða jafnt sem hinu illa sem blasir við okkur daglega; textamir em hér sterkur þáttur, og vísa ef til vill til þeirrar orrahríð- ar fjölmiðlunar, sem umlykur okkur alla tíð. Þegar svo fá verk fylla heila sýn- ingu er freistandi að taka hvert og eitt þeirra til nánari skoðunar, en hér skal staðar numið með því að benda að síðustu á myndina „Hemp- an“ (nr. 3). Hið trúarlega inntak er hér einkar vel dregið fram, bæði með þeim gráa krossi sorgarinnar sem er markaður með litunum, og síðan útlínum hempunnar sem tekur inn á sig allt það sem í krossmark- inu felst. Þessi sýning Lísbetar ber með sér að listakonan vinnur vel að list sinni og leggur mikla alúð í hvert smáatriði. Hér eru á ferðinni verk sem ættu að hreyfa við hveijum manni og er rétt að hvetja sem flesta til að skoða hana á komandi vikum. Eiríkur Þorláksson Leturmálverk MYNDIIST Hafnarhúsið MÁLVERK KRISTJÁN JÓNSSON Opið kl. 14-18 alla daga. Til 12. febr- úar. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTARMENN hafa hag- nýtt sér letur og tákn á ýmsa vegu í nútímalist og á stundum er allt lista- verkið einungis ein setning á ritmáli. Málarar hafa svo einnig lætt letr- inu inn í myndheildir sínar, í formi einstakra táknrænna bókstafa, brot- um af bókstöfum og heilla setninga. Þeir hafa iðulega sótt í hina magn- þrungnu hrynjandi aust- urlenzks leturs, en þó oft- ar á þann veg' að hin myndrænu lögmál eru dregin fram og gegna meginhlutverkinu. • Það er hins vegar mun sjaldgæfara, að málarar hræri þessu saman á þann veg að það vefjist fyrir skoðandanum, hvort um sé að ræða myndheild sem er borin uppi af ritmáli, eða málverk sem nýtur stuðnings frá hrynjandi letursins og stundum ekki gott að sjá hvort hafi bet- ur. Kristján Jónsson er einn þeirra sem hefur tekið letrið í þjónustu málverksins, en hann nam í eitt ár við myndlistarskólana tvo. í Reykjavík, en flutti sig svo til Barcel- ona þar sem hann stundaði nám í málara- og grafíkdeild við Escuela Massana í fjögur ár. Ekki þekki ég til skólans, en myndir Kristjáns bera vott um að meginveigurinn hafí síður verið grunnmenntun og teikning, mun frekar hrynjandin á myndfletin- um, og nemendum þannig frekar uppálagt, að mála eftir innblæstri en skipulögðum lita- og formrann- sóknum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, er þetta fyrsta einkasýning Kristjáns, ekki þó fyrir óstýrilæti og margvíslegar formrannsóknir, mun frekar sama stefíð sem gengur eins og rauður þráður í gegnum myndferl- ið allt. Þetta er táknrænt einkenni nútímans hjá ungum, sem leitast við að vera samstæðir en um leið sér á báti og öðruvísi — líkt og allir hinir. Það er þrennt sem einkennir myndir Kristjáns öðru fremur, borg- arlandslag, letur og misturkennd form. Fátt er klárt og ákveðið og er líkast sem óformlegum (infomel) vinnubrögðum sé stefnt á móti form- legum, en takist honum að samræma letur og mjúka hrynjandi eins og t.d. í myndinni „Bárugata 3, 5 og 7 geng- ur dæmið upp. Skýrleiki í formum reynist einnig styrkur gerandans og má þar helst nefna myndimar „Bær „Bárugata 3, 5 og 7“ (Terra firma), blönduð tækni 124x94 sm. (Petra Genetrix)" og „En Arkadia Ego“ í tveim útgáfum. (nr. 9 og 11). En svo eru aðrar myndir þar sem sér móta fyrir mannverum í bak- grunninum og hér er teikningin mjög formlaus og ósannfærandi og býr þar fyrir utan ekki yfir innri styrk. Burð- argrindín er lin og tjákraftinum eftir því ábótavant. En taki maður mið af því, að þetta mun vera frumraun Kristjáns, gefur sýningin ýmis loforð um framhaldið en hann þarf að ein- beita sér til muna um formræna ögun þegar það á annað borð við á myndfletinum. Bragi Ásgeirsson Yefir o g vinnuaðstaða MYNDUST Hveragerdi ÓSKAR MAGNÚSSON ÍBÚÐ OG VINNUSTOFA GESTAVINNUSTOFUM lista- manna, þ.e. þeim sem úthlutað er í afmarkaðan tíma, er stöðugt að Ijölga á landinu og eru það væn tíðindi. Um helgina var með viðhöfn opnuð fyrsta gestavinnustofan í Hveragerði, og henni tengist lítið hús skammt frá er nefnist Varma- hlíð, og í því tilefni voru hengd upp nokkur veggteppi eftir hinn bemska Óskar Magnússon og stóð Gylfí Gíslason listamaður að þeirri fram- kvæmd. Þá ber að nefna, að um þessi mánaðamót er tilbúin gesta- vinnustofa og íbúð fyrir myndlistar- menn í Deiglunni á Akureyri. Vinnuaðstaðan í Hveragerði er bæði ætluð myndlistarmönnum og rithöfundum enda settu þeir svip á bæinn hér áður fyrr og gera jafn- vel enn. Er mér í fersku minni hve ævintýralegt þetta þorp var í mín- um augum er ég var í fyrirhleðslu- vinnu við Markarfljót á árunum eftir stríð og átti iðulega leið þar framhjá. Bæði var að gufustrókam- ir stóðu upp úr ótal smáhveram um allt þorpið og nágrenni þess og svo bar ég ótakmarkaða virðingu fyrir listamönnunum á staðnum, en af þeim fóru ýmsar sögur. Frá þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á Hveragerði, gufu- strókamir era að mestu horfnir, listamennimir einnig og andstæð- umar eru orðnar mun meiri vegna viðamikilla byggingaframkvæmda. Hin Iitlu og vinalegu hús, sem sum eru nánast dvergvaxin, standa þó ennþá og flaug mér í hug er rútan ók framhjá þeim að borðleggjandi væri að ekki er stundað útræði frá þorpinu (!), en um leið að mögulegt væri að beisla hina miklu orku til íjölþættari gagns en upphitun gróð- urhúsa og heilsuræktar. Hinir nævu vefir Óskar Magnús- HVERAGERÐI Bamsleg fegurð prýðir verkin, sem eru fyrir sumt af pólitísk- um toga, en tengjast sonar, sem lést fyrir rúmu ári, setja sér- stæðan blæ á veggi dvalarhússins, sem er endurgert fyrsta íbúðarhúsið í Hvera- gerði og var byggt af Guðmundi Sólmundar- syni árið 1929. Óskar telst sértækur kvistur í hópi hinna mörgu bemsku mynd- listarmanna, sem auðgað hafa ís- lenzkan myndlistarvettvang á und- anfömum áratugum og frá upphafi hafa átt sinn þrönga aðdáendahóp, sem farið hefur stækkandi hin síð- ari ár, þvi bemsk list virðist eiga mun greiðari Ieið til almennings en sú er byggist á skólun. Eftir sýn- ingu á verkum Óskars og Blómeyj- ar Stefánsdóttur konu hans fyrir allnokkrum árum sem dijúga at- hygli vakti, hefur verið hljótt um þau bæði. Þetta var alþýðufólk sem bjó í furðuhúsi í Blesugrófínni, sem var líkast lokinhamri eða álfabyggð og vakti óskipta athygli þeirra er þó aðallega þjóðlegum minnum. í svefnskála eru svó nokkrar mynd- ir af hinu sérstæða húsi og þeim sjálfum sem tekið hafa Leifur Þorsteinsson og Jó- hanna Ólafsdóttir. Skal mælt með þessari litlu sýningu sem opin verður sunnudaginn 5. laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. febrúar frá 14-18 alla dagana og getur fólk um leið skoðað húsa- kynnin. Vinnustofan er aflangur skáli 45 fermetrar að stærð, þar sem áður vora geymd garðyrkjuáhöld. Gluggar vita í suður og telst það öllu frekar galli en ávinningur fyrir myndlistarmenn, og þyrfti því nauð- synlega að útbúa sérstök glugga- tjöld til að dempa sólarljósið. Gert er ráð fyrir að myndlistar- menn fái húsið til afnota þrisvar sinnum tvo mánuði á ári, en rithöf- undar tvisvar sinnum tvo mánuði. Tveir mánuðir skulu svo til fijálsrar úthlutunar og þá einkum til lista- manna sem hvorki teljast myndlist- armenn né rithöfundar. Það er menningarmálanefnd Hveragerðis sem stendur að baki hinna lofsverðu framkvæmda, en í henni sitja um þessar mundir Knút- ur Braun forseti bæjarstjómar, Ein- ar Mathiesen, bæjarstjóri og Grétar Einarsson. Sérstök úthlutunarnefnd hefur verið skipuð sem í sitja Bryn- hildur Þorgeirsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenzkra ‘ myndlistar- manna, Egill Egilsson tilnefndur af Rithöfundasambandi íslands og Knútur Braun frá Hveragerðisbæ. Hér er vel og viturlega að verki staðið og vonandi verður vinnuað- staðan til að lífga upp á menningar- lífið í Hveragerði, eins og lista- mennimir nafnkenndu gerðu forð- um. Listamönnum skal bent á, að kjörið tækifæri er til að breyta um umhverfi og loka að sér um stund, einbeita sér að einhveiju afmörkuðu verkefni, eða einfaldlega slappa af og endumærast. Hlaða birgðar- geyma skapandi kennda í takt við kraumandi hveraorkuna. Bragi Ásgeirsson. Ertu ekki búinn að tryggja þér númer í Happdrættinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.