Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Reuter Vörusending frá útlandinu SMÁKAUPMENN í bænum Agnas Verdes deyja ekki ráða- lausir þótt brúm yfir skurðinn, sem skilur að Perú og Ekvad- or, hafi verið lokað af öryggisástæðum. Hálfgert styrjaldar- ástand hefur ríkt milli ríkjanna að undanförnu en viðskipt- in verða að hafa sinn jafnvel þótt kasta verði vörunum úr einu landi yfir í annað. Ekki er vogandi að vaða yfir því á skurðbotninum hefur verið komið fyrir sprengjum, sem hafa þegar kostað einn mann lífið. Jeltsín krefur varnarmálaráðherra sinn skýringa Gratsjov bendlaður við spillingarmál PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sem stendur mjög höllum fæti vegna hernaðaraðgerðanna í Tsjetsjníju, fór á sjúkrahús í Moskvu eftir að Borís Jeltsín forseti hafði lagt fram fyrir hann gögn um leynilegan bankareikning í Þýskalandi sem gæti tengst ráðherran- um, að sögn rússneska dagblaðsins Sevodnja á föstudag. Jospin fer fram fyrir sósíalista París. Reuter. LIONEL Jospin var kjörinn forseta- frambjóðandi franskra sósíalista á aukaþingi flokksins um helgina. Segist hann viss um að geta sam- einað vinstrimenn í Frakklandi að baki sér og kom- ist í aðra umferð forsetakosning- anna en sú fyrri verður 11. apríl nk. Skoðanakönn- un um fylgi fram- bjóðenda, sem franska dagblað- ið InfoMatin birti í gær, sýnir, að hugsanlegt er, að Jospin, sem er fyrrum ráðherra menntamála, reyn- ist sannspár og komist í aðra um- ferð forsetakosninganna. Sam- kvæmt henni hefur Edouard Ballad- ur forsætisráðherra stuðning 30% kjósenda, Jacques Chirac, borgar- stjóri í París, er með 19% og Jospin 17%. Könnunin sýndi hins vegar einnig, að hvor um sig, Balladur eða Chirac, myndi sigra Jospin í síðari umferðinni. Kjörinn til að „tapa með sæmd“ Innan Sósíalistaflokksins tókust á um forsetaframboðið þeir Jospin og Henri Emmanuelli, núverandi formaður flokksins, og fóru leikar þannig, að Jospin fékk 65% at- kvæða en Emmanuelli 35%. Sósíal- istar standa mjög höllum fæti í frönskum stjórnmálum nú um stundir og líta margir svo á, að Jospin hafí verið kjörinn til þess eins að „tapa með sæmd“. Sósíalistar gerðu sér lengi vonir um, að Jacques Delors, sem lét af starfi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í janúar, myndi gefa kost á sér sem frambjóðandi þeirra en hann hafði ekki hug á því þegar til kom. Gratsjov hefur áður verið bendl- aður við spillingu innan hersins en þetta er alvarlegasta ásökunin til þessa. Fast er nú lagt að Jeltsín að víkja vamarmálaráðherranum frá vegna hemaðaraðgerðanna í Tsjetsjníju, sem hafa kostað þús- undir manna lífið. Talsmaður Gratsjovs vísaði því á bug að vamarmálaráðherrann væri viðriðinn ólögleg viðskipti og sagði að hann hefði farið á sjúkrahúsið til að gangast undir rannsókn. Bankareikningurinn væri löglegur og hefði verið notaður til að greiða fyrir brottflutning rússneskra her- sveita frá Þýskalandi. DAGUR múrmeldýrsins hefur verið tími fagnaðarláta í bænum Punxsutawney svo lengi sem elstu menn muna. Nú er hins vegar svo komið að fleiri gesti ber að garði við þetta tækifæri en búa í bænum og drykkjuskap- urinn og ólætin, sem fylgja, minna mest á rokkhátíðina Wood- stock. Nú komu sjö þúsund manns til Punxsutawney í Pennsylvaníu í tilefni af degi múrmeldýrsins í síðustu viku. Þar á meðal var fjöldi óstýrilátra skólakrakka og hlupu menn um á nærfötum ein- um fata og supu viskí af stút til að halda á sér hita í kuldanum. Dag múrmeldýrsins ber upp á 2. febrúar eða kyndilmessu og segir sagan að þann dag vakni múrmeldýrið úr dvala og gái til Yfirmenn hersveitanna í Þýska- landi hafa sætt rannsókn vegna meints fjármálamisferlis, sem hátt settir embættismenn í Moskvu eru einnig sagðir viðriðnir. Rannsókn- inni var hætt fýrir rúmum tveim árum þótt henni hefði ekki verið lokið. Gratsjov hefur vísað því á bug að mikil spilling hafí viðgengist inn- an hersveitanna. Ólögleg vopnasala? Sevodnja hafði eftir nokkrum heimildarmönnum í stjóm Jeltsíns að forsetinn hefði lagt fram gögn um leynilegan reikning í Deutsche Bank, sem stofnaður hefði verið án Úr sveita- skemmtun í svallveislu veðurs. Sjái múrmeldýrið skugga sinn eru enn sex vikur eftir af vetri en vorið er annars á næstu grösum. Virtasti veðurfræðingur okkar daga af múrmeldýrakyni býr í Punxsutawney og nefnist hann Punxsutawney Phil. Hátíðahöldin í bænum snúast um Punxsutawn- ey Phil og ná þau hámarki þegar hann gægist út úr híði sínu að morgni 2. febrúar. Ástæðuna fyrir þessum vin- heimildar árið 1992. Á reikningnum hefði verið allt að 1,3 milljarðar króna. Heimildarmenn blaðsins sögðu að grunur léki á að hér væri um að ræða ágóða af sölu hergagna og eldsneytis sem átt hefði að flytja með hersveitunum til Rússlands. Dagblaðið sagði að í gögnunum sem Jeltsín sýndi Gratsjov væri ekki minnst á varnarmálaráðherr- ann sjálfan. Gratsjov hefði sagt Jeltsín að hann vissi ekki hvaðan peningarnir kæmu eða hvers vegna þeir voru lagðir inn á reikninginn. Tilraunir ráðherrans til að sannfæra Jeltsín um sakleysi sitt hefðu virst „vonlausar frá upphafi". Gratsjov hefði orðið veikur fljótlega eftir atburðinn og farið á sjúkrahús. Heimild: Washington Post sældum Punxsutawney Phils má rekja til Hollywood. Árið 1993 var gerð bíómynd, sem nefndist Dagur múrmeldýrsins (Ground- hog Day), með gamanlcikaranum Bill Murray í hlutverki veður- fræðings, sem dæmdur er til að endurlifa sama daginn þar til hann hefur fundið hlutverk sitt í lífinu. Svo þröngt var á svæðinu þar sem Punxsutawney Phil er kynnt- ur til sögunnar að fólk gat sig varla hreyft. „Frelsið rottuna,“ hrópuðu menn í kór og konur dönsuðu um á bijóstahöldurum. Bæjarbúum finnst þetta frem- ur langt gengið og sakna kyrrlát- ari daga. Dagur múrmeldýrsins er hins vegar mikill búhnykkur fyrir viðskiptalíf bæjarins og því verður sennilega ekki aftur snú- ið. Jospin Boston. Morgunblaöið. Ekki gröf Alexand- ers mikla? HÓPUR fornleifafræðinga á vegum grísku stjómarinnar, sem rannsakað hefur fullyrð- ingar samlanda sinna um að þeir hafi fundið gröf Alexand- ers mikla í eyðimörk í Egypta- landi, segjast ekki hafa fundið neinar vísbendingar sem styðji það. Segja fornleifafræðing- arnir að óvíst sé hvort um gröf sé að ræða og að bygging- arstíllinn sé ekki makedónísk- ur, eins og hópurinn sem fann gröfina fullyrðir. Byggingin sé mun yngpi. Þá draga þeir í efa að þýðingar á steintöflum séu réttar. Fram gegn Berlusconi ROMANO Prodi, fyrrum stjórnarformaður IRI eignar- haldsfyrirtækisins á Italíu, hefur lýst því yfír að hann hyggist bjóða sig fram í næstu þingkosningum gegn Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra. Vöknuðu þegar vonir um að Prodi gæti leitt samfylkingu miðju- og vinstri- flokkanna í næstu kosningum. Lettland í Evrópuráðið LETTLAND varð í gær aðili að Evrópuráðinu, síðast Eyst- rasaltsríkjanna. Staða rússn- eska minnihlutans í landinu stóð í vegi fyrir aðild þar til i júlí sl. er slakað var á lögum um ríkisborgararéttindi Rússa. West fyrir rétt ROSEMARY West, eiginkona fjöldamorðingjans Fredericks West, sem sökuð er um að hafa myrt 10 konur og stúlkur ásamt manni sínum, kom í gær fyrir rétt þar sem ákveða á hvort réttað verður í máli hennar. Segja lögmenn hennar ekki næg sönnunargögn gegn henni og að útilokað sé að réttarhöld yfír henni verði réttlát. Skipaumferð leyfð á ám SKIPAUMFERÐ um hol- lensku síkin og flestar ár var leyfð að nýju í gær, í kjölfar flóðanna í síðustu viku. Mestu munar um skipaumferðina á Rín en umferð er enn bönnuð um nokkrar ár, m.a. Maas. Mjög hefur dregið úr hættu á því að varnargarðar bresti og hafa flestir Hollendingar feng- ið að halda til síns heima. Brak úr gervihnetti banar sex BRAK úr kínverskum gervi- hnetti, sem sprakk í loft upp í síðasta mánuði, varð kín- verskri fjölskyldu að bana. Alls létust sex manns og 23 slösuðust er brakið féll til jarð- ar og myndaði 2 metra djúpan gíg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.