Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 37 , MIIMNINGAR BJARNIÁRMANN JÓNSSON + Bjarni Ármann Jónsson fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1930. Hann lést á heim- ili sínu í Hayward í Kaliforníu 30. desember 1994 og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 23. janúar. BJARNI Ármann, Baddi á Skóla- vörðustígnum, ólst upp í gamla húsinu nr. 17b, sem afi hans Jó- hann Ármann úrsmíður og öll hans fjölskylda bjó í. Baddi, minn eftir- minnilegasti og besti æskuvinur, lést á heimili sínu í Hayward, í Kalifomíu hinn 30. desember 1994. Æskuheimili Badda var rétt handan við hornið á Óðinsgötu 4, húsinu sem faðir minn, Ólafur Hvanndal, og ég bjuggum í á mínum uppvaxt- arárum. Við Baddi urðum mjög fljótt góðir og nánir vinir, eða á tólfta aldursári okkar. Við vorum fermingarbræður í Frikirkjunni, hjá séra Árna. Vinátta okkar hélst alla tíð, þrátt fyrir aðskilnað í aldar- fjórðung. Baddi fór í siglingar á Eimskips frægustu fossum, þar á meðal gamla Tröllafossi, sem var, ef ég man rétt, eitt af hrað- eða skyndismíðuðu „Liberty-skipum“ sem F.D. Roosevelt lét smíða. Lengst af var þó Baddi á Lagar- fossi. Eins og fyrr var á minnst, hitt- umst við Baddi ekki í 25 ár, en svo gerðist það hér í Washington snemma ársins 1994, þegar hann og Systa, hans góða, fallega kona, komu til að heimsækja vini sína hér; Einar Ásgeirsson hjá Flugleið- um í Baltimore, hans góða gamla vin og skipsfélaga o.fl. Þessi heim- sókn Badda og Systu var eftir- minnilegasta, skemmtilegasta og stærsta stund, sem ég hef átt síðan ég fluttist út. Við áttum stórkost- legar stundir hér í Alexandria og rifjuðust upp gamlir góðir dagar. Við vorum góðir skólafélagar og bekkjarbræður í gamla Verzló í tíð Vilhjálms Þ. Gíslasonar, sem þá var skólastjóri. Baddi var sá stórkost- legasti grínisti, sem ég hef nokkum tíma hitt á ævinni og hafði alltaf eitthvað skemmtilegt að segja, allt fram á síðustu stundir ævi sinnar. Hann var orðinn illa veikur þegar ég ætlaði að heimsækja hann í nóv- ember sl. til að ræða „tilveruna“ eins og við vorum vanir að segja, og hringdi því í Systu. Hann hringdi í mig strax sama dag uppvægur yfir hugmyndinni en segir svo: „Eggi minn, ekki koma í heimsókn núna, ég vil að þú munir eftir mér eins og var, þegar við hittumst síð- ast. og eins og við vorum á okkar gömlu góðu dögum. Ég bað Systu um að láta þig vita um leið og þetta endar hér, eða einhver breyting verður." Svo segir hann: „Ég hef ekki viljað láta alla vita af þessu ástandi mínu, vegna þess að ég vil ekki að fólk fari að troðast undir, þegar að endalokunum kemur.“ Það koma svo margar minningar nú, að ekkert blað mundi rúma þær. Við Baddi reyndum margt saman og þóttum of fullorðinslegir að mati okkar uppalenda, oft og tíðum, en alltaf var þetta alveg þræl- , skemmtilegt. Mér verður hugsað til þess sem faðir minn sagði stundum, hann sagðist ekki vera viss um hvor væri meiri grínisti og skemmti- legri, hann Baddi, eða vinur okkar Flosi Ólafsson, síðar góður leikari og mikill grínisti, svo sem alþjóð þekkir. Badda var margt til lista lagt, sérstaklega á tólistarsviðinu, lék á fiðlu og mörg önnur hljóðfæri á unglingsárunum. Við eignuðumst eitt stórslys sameiginlega, sem batt enda á hans væntanlega frægðar- feril á þessu sviði. Eitt sinn kom hann á Óðinsgötuna um miðja nótt og ég var ekki nógu fljótur að svara merkinu okkar (smásteinn á gluggarúðu, þegar annar vildi kom- ast inn hjá hinum). Baddi braut þá litla rúðu í bakdyrunum og við það skar hann allar sinar vinstri hand- ar, við úlnlið. Þetta urðu mikil von- brigði fyrir okkur og alla hans fjöl- skyldu. Seinna áttum við Baddi í ýmsum útistöðum við tilveruna, svo sem baráttu við mjög þekkt lífsins öfl, sem margir hafa átt í stríði við. Baddi var sá sterkasti í þeirra baráttu og sigraðist betur en nokk- ur annar á því vandamálinu. Áður en lengra er haldið hefði ég ef til vill átt að minnast á ýmis ævintýri okkar Badda en það er af alltof mörgu að taka. Við Baddi nutum vinsælda í bæn- um, sérstaklega vegna kímnigáfu og skemmtilegs persónuleika Badda, en ég varð einskonar fylgi- sveinn vinar míns. Enginn stóðst grínið hans og skemmtilegheit. Oft var margt brallað, sem varð foreldr- um og íjölskyldum okkar stundum ærið áhyggjuefni. Ég minnist þess að einn dag setti móðir Badda, frú Villa, okkur niður við borðstofu- borðið á Skólavörðustígnum og sagði: „Þið, drengir mínir, verðið aldrei samkvæmishæfir nema þið lærið bridge.“ (Við gerðum þá ekk- ert af okkur á meðan.) Baddi varð strax miklu betri spilari en ég gat nokkurn tíma orðið. Hann hafði það í sér að geta gert hlutina vel og í huga minn, í þessu sambandi kemur upp setning sem við heyrðum svo oft: „Þið verðið að gera þetta miklu, miklu betur.“ Orð Inga heitins Gíslasonar, sem kenndi okkur Badda íslensku og stærðfræði í Versló. Baddi var listamaður og alltaf svo vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Ég ætla ekki að rekja fieiri sögur af okkur Badda, ég vona að Systa og Stefán hafi þann styrk sem þarf við brottför míns gamla góðar vinar. Ég bið Guð að vaka yfir allri hans fjöl- skyldu, sérstaklega vil ég senda frá mér og minni fjölskyldu, vináttu- og samúðarkveðjur til Systu og Stefáns. Ég ætla ekki að fara hér með neina bæn eða sálm, enda hefði Baddi ekki þolað mér það, en alla- vega eins og við sögðum stundum, í okkar gamla „hangout" í Vonar- stræti 4: Af langri reynslu lært ég þetta hef að láta drottin ráða á meðan ég sef, en þegar ég vaki vil ég sjálfur ráða og þykist jafnvel geta ráðið fyrir báða. Þótti mörgum þetta ærið frekju- leg vísa. Þessar hugleiðingar mínar um æskuvin minn Badda eru skrifaðar í Springfield, Virginiu, á gamlárs- dag, 31. desember 1994. Jón Eggert Hvanndal, Bandaríkjunum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þcss Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega Hnulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI GESTSSOIM, Bergstaðastræti 33, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GOTTSKÁLK GUÐMUNDSSON, sem andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði þann 31. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Ingigerður Gottskálksdóttir, Bragi Jónsson, Aðalsteinn Gottskálksson, Fríða Björk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kveðjuathöfn elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ARNBJARGAR HJALTADÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíf, ísafirði, fer fram í Fossvogskapellu á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag fslands (svd. Karla, ísafirði). Hjalti Ragnarsson, Sigriður Konráðsdóttir, Jóhann P. Ragnarsson, Ragna G. Ragnarsdóttir, Jóhannes Ragnarsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Þórunn M. Guðmundsdóttir, Stefán Ævar Ragnarsson, Agnes Óskarsdóttir, Karen Ragnarsdóttir, Kristinn Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, REKBEKKA EIRÍKSDÓTTIR, sem andaðist 28. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Halldór Kristjánsson. ■ t Útför móðursystur okkar, INGUNNAR SIGMUNDSDÓTTUR, sem andaðist í Borgarspítalanum 3. febrúar, fer fram frá Foss- vogskapellu miðvikudaginn 8. febrúar kl. 10.30. Guðrún Freysteinsdóttir, Sigmundur Freysteinsson, Ólöf Magnúsdóttir Robson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA KRISTJANA BJARNADÓTTIR, lést í Landspítalanum 24. janúar sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Fríkirkj- unni í Reykjavík þann 3. febrúar. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabba- meinsdeildar kvenna á Landspítalanum fyrir kærleiksríka umönnun við Önnu. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Krabbameinsfélags íslands Margrét Hansen, Arnar Guðmundsson, Jón Bjarni Guðlaugsson, Margrét Ríkarðsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, BRYNJÓLFS ÞORBJARNARSONAR frá Geitaskarði. Sigurður K. Brynjólfsson, Unnur Einarsdóttir, Þorbjörn Brynjólfsson, Stefán H. Brynjólfsson, Svava Þorsteinsdóttir, Jón Brynjólfsson, Grethe Have, Magnús Brynjólfsson, Sigrún Karlsdóttir, Guðmundur Brynjólfsson og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, nær og fjær, sem á margvtslegan hátt sýndu okkur samúð, aðstoð og hlýhug .viö fráfall og útför eiginkonu og móður, ARNFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR HJALTESTED, Kjalarlandi 14, Reykjavik. Drottinn blessi.ykkur öll. Bruno Hjaltested, Þórður Arni Hjaltested. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför ást- kærra foreldra, tengdafor- eldra, ömmu og afa, HRAFNHILDAR KRISTINAR ÞORSTEINSDÓTTUR, og SVEINS GUNNARS SALÓMONSSONAR, áðurtil heimilis á Nesvegi 7, Súðavík, og einnig elskulegrar dóttur okkar, systur og litlu frænku, HRAFNHILDAR KRISTÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR yngri, áður heima á Aðalgötu 4, Súðavík. Hlýhugur ykkar, stuðningur og hjálpsemi hefurverið okkur ómetanleg. Guð blessi ykkur eitt og sérhvert. <; Þorsteinn Örn, Sigríður Rannveig, Linda Rut, Kristín Ósk, Bjarni Geir, Mari'a, Andrea, Daníel, Stefán, Jónþór, Róbert Örn og Alexander Bjarki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.