Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ lAÐSENDAR GREINARl Aðflýja textann MEÐ EFTIRMINNILEGRI yfir- lýsingum síðastliðins árs gat að líta í skrifi Erlends Jónssonar um svo- nefndu Sagnaþing sem ritað var Jónasi Kristjánssyni sjötugum til heiðurs (Mbl. 2.12.94). Hér víkur Erlendur að grein eftir Véstein Óla- són sem nefnist Morð í rekkju hjóna - þrætt um túlkun Gísla sögu, og þykir grein sú góð, „hún skírskotar til ófróðra jafnt sem fróðra. En Vésteini er manna bezt lagið að reifa svo forn málefni að þau höfði til okkar sem nú lesum og lifum“. Síðan segir hann: Þó Vésteinn taki þarna fyrir eitt tiltekið atriði má í stuttu máli segja að hann varpi fram þeirri sígildu spumingu hversu langt skuli leita í túlkun þegar fornbókmenntir eru annars vegar. A að skilja textann eins og hann kemur fyrir - eins og okkur finnst eðlilegast að skilja hann? Eða á að leggja í hann ein- hvem óræðan og fjarlægan skilning sem ætla má að legið hafi ljós fyr- ir miðaldamönnum en okkur nú- tímafólki sé hulinn? Vésteinn hall- ast að hinu fyrr talda. Undirrit- aður er sammála. Oftúlkun ein- faldar ekkert. Hún flækir. (Lbr. mín.) Þetta er vandinn. Þar sem Er- lendur er svo heltekinn af kröggum þessarar tegundar þykir mér hlýða að gera hér smá athugasemd. Grein Vésteins Vésteinn Ólason er vel ritfær, og að því leyti má skilja umsögn Er- lends Jónssonar. En val verkefnis- ins finnst mér yfirmáta auvirðilegt. Að vísu er þar tekið fram, að Vé- steinn riti þessa grein vegna nokk- urra góðra fræðimanna sem „hafa villzt af vegi“. En þar em ekki tekn- ar til meðferðar þær risastærðir sem Gísla saga býður upp á, ekki er minnzt á draumkonur Gísla og eðli þeirra, hvað þá heldur að þær séu settar í samband við aðrar vídd- ir efniviðarins. Þá er þar ekki rætt um goðsöguleg sambönd Gísla sögu og sagnminni svo sem spjótið Grá- síðu, bláu kápuna, að ekki sé talað um eldhús það sem var tírætt að lengd en tíu faðma breitt „en útan ok sunnan stóð dyngja þeirra Auðar ok Ásgerðar." (E.P.: Stefið 1988: kl29-130,145.) Vart þarf að taka fram að ekkert slíkt „ejdhús“ hefur nokkm sinni fundizt á íslandi, hvað þá heldur dyngjur kvenna til útsuð- urs við slíka byggingu; eða hví festi „aldri ... snæ útan ok sunnan á haugi Þorgríms" - einmitt í sömu átt? Var þetta ekki áttavísan goðs- ins Freys? Var staður Freys ekki í útsuðri - við dyr tímans á sólstöð- um? Eða kemur þessi útsuðurátt ekki hinni við, dyngju Auðar og Ásgerðar? Eða er þama vísað til hofs svo sem í Vatnsdælu? (srk.171) Og kemur þá ekkert af þessu morð- inu við, sem á þó að vera meginat- riði greinar Vésteins? Og hví er Gísla saga ekki sögð í hugtökum talnasamstæðunnar 16/18 í tengsl- um við töluna 5 eins og skyldar sagnir, sem einmitt varða dráp fijó- guðs? Eða hví er í þessu sagnminni að finna „augljósa skírskotun til vígs Sigurðar Fáfnisbana“ - ef víg- ið kemur Sigurði ekki við? Hví var höfundurinn þá að skrifa söguna svona? Nútíma skáldsaga? Manni verður starsýnt á þá flatn- eskju sem Vésteini virðist þykja boðleg í túlkun. Þannig veltir hann því fyrir sér á algeru yfirborðsplani (þ.e. í umsögnum um greinar ann- arra) hvort lesa megi milli lína að Gísli stjómist af æstum tilfinning- um, eða hvort Gísli sé afbrýðisamur vegna einhvers konar ástarhugar milli Auðar konu hans og Þor- gríms. Þá veltir hann því fyrir sér hvort verið muni hafa niðamyrkur í húsinu, eða hvort Gísli drepur Þorgrím til að gera ástir ólögmæt- ar. Þá þykja sjálfsagðar í þessari grein bollaleggingar um bijóst sem þreifað var á; hvort ætlazt sé til að skilin sé sem ástleitni og hvatning til bólfarar, eða að púðrið blotni: „hátterni allt [er] syfjulegra en svo að líklegt geti talizt að sögumaður hafi viljað gefa okkur til kynna að þau væm haldin goðmagnaðri frygð“, og er hörmulegt ef rétt er, að sönnu mikil þreyta og syfja sem sker úr um túlkun. Það skal áréttað að morðið í rekkju hjón- anna er til meðferðar í grein Vé- steins eitt sér, og því e.t.v. ekki að vænta stórra sviptinga í verk- efnavali. En, drottinn minn, að nenna þessu. Þetta er dæmigerð „bókmenntarannsókn": að eltast við yfirborðið eins og það væri nútíma Það hefði verið stór- kostlegt að eiga gagnrýnanda, segir Einar Pálsson, sem treystist til að taka á málefnum fornrita vorra af dýpt og festu. skáldsaga. Og þó liggur við að manni finnist niðurstaða Vésteins jafnvel enn smærri, þegar hugað er að möguleikum efniviðarins, svo sem klisjur um „frásagnaraðferð" og hinn „fagurfræðilega tilgang", Drottinn minn sæll og góður. Álykt- anir eins og „Listræn frásögn er einatt margræð“ verður beinlínis að skopstælingu í svona grein, hvað þá samandregin niðurstaðan: „í sögunni ríkir siðfræði hefndarskyld- unnar ásamt djúpum skilningi á því hve skelfilegar afleiðingamar geta verið“, og vissum vér það Sveinki, en hefirðu engu við að bæta? Sem í sjálfu sér kórónar alla markleys- una, þótt það þurfí ekki að vera vitlaust, svona út af fyrir sig. Á þessu hefur verið þrástagazt undan- fama áratugi; það liggur við maður fómi upp höndum; Strönduðu þeir virkilega allir upp til hópa á Njáls- búð Einars Ólafs? Mat Erlends Og þetta þykir Er- lendi frábært, af því það skírskotar jafnt til fróðra sem ófróðra. „Vésteini er bezt lagið að reifa svo forn mál- efni að þau höfði til okkar sem nú lesum og lifurn." Það er að segja: Ekkert er á okk- ur lagt, við getum fýlgst með yfirborðs- legum útlistunum af því við skiljum þær; guði sé lof fyrir að þurfa ekki að hugsa. Það hefði verið stórkostlegt að eiga gagnrýnanda sem treystist til að taka á málefnum fomrita vorra af dýpt og festu. Hvílíkur munur; okkur hefði þá verið forðað frá þreytulegu bergmáli norrænunnar síðast liðna hálfa öld. En það átti ekki að verða; sjálfskipaðir „bók- menntamenn" rifu rannsóknir á fornum fræðum úr eðlilegum far- vegi, gerðu þær að lítilmótlegum barnaskap í stað þess að leita fyrir sér um dýpri merkingar. Þetta var uppgjöf; nú fáum við hins vegar þær fregnir að þetta sé sérkenni þeirra sem er „bezt lagið“ að skýra það í fornum bókum vorum sem ekki skilst. Ekki er að furða, þótt hálfur landslýður sé á flótta með Vésteini, þegar helzti gagnrýnandi mikilvægasta dagblaðs þjóðarinnar sér ekkert í þessu nema tómið - og finnst það harla gott. Miðaldaritun Allegóría nefndist eitt sérkenni- legasta einkenni miðaldaritunar. Þetta var myndræn framsetning sem hafði í sér fólgna merkingu handan og ofan við hina bókstaf- legu merkingu. Menn rituðu „dulið“ eins og Snorri Sturluson orðaði það; þeir fólu merkingu orðanna bak við misjaflega flóknar myndir - sem ólærðir fengu ekki skilið. Til að botna í merkingum þurftu menn að þekkja HVAÐ FALIÐ SKYLDI í MYNDINNI, þar skilst fátt af flatneskjulegum merkingum nútímans. Ærið oft voru merkingar þessar byggðar á goðsögnum; jafn oft eða oftar á helgum útlistunum Biblíunnar. Helztu heildstæðar al- legóríur íslenzkar, sem ég hef fund- ið, eru Njála, Egils saga og Hrafn- kels saga. Gísla saga er ekki í þess- um flokki sagna í varðveittri gerð, en þó er möguleiki á því að hún hafi verið líkari allegóríu í upphafs- Einar Pálsson Skuldastaða heimilanna Framsóknarmenn reyna að halda því að fólki að erfið skuldastaða heimilanna sé húsbréfakerfinu ð kenna. Þetta er svona álíka gáfu- legt og að halda því fram að van- skil sem aukist hafa hjá Hitaveit- unni, sé uþví kerfi að kenna, þegar allir vita að orsök vandans er fyrst og fremst lág laun og mikið tekju- fall hjá fólki. Saga mistaka Aftur á móti felldu framsóknar- menn sinn eigin dóm nýlega „þegar þeir ályktuðu um að ráðast þyrfti í stærstu skuldbreytingu Islands- sögunnar fyrir heimilin í landinu. Hveijir skyldu lengst hafa stjórnað landinu, sl. aldarfjórðung. Jú, Framsóknarflokkurinn hefur verið nær samfellt í stjóm frá 1973 ef undan er skilið núverandi kjörtíma- bil. Hvemig tímar voru það. — Jú, tímar óðaverðbólgu, gífurlegra fjár- festingarmistaka, stórfelldrar og stöðugt vaxandi skuldasöfnunar. heimila, fyrirtækja og þjóðarinnar allrar og mikils misgengis launa og lána sem dregið hafa niður lífskjör- in. - Meira að segja á góðæristím- um þegar þeir stjórnuðu 1985- 1987, og kaupmáttur jókst um 40%, þurfti að ráðast í víðtæka aðstoð og skuldbreytingu við heimilin í landinu, enda skildu þeir eftir hús- næðiskerfi sem Ríkisendurskoðun dæmdi gjaldþrota eftir að þeir höfðu farið með húsnæðismálin. Saga Framsóknarflokksins við stjórnvölinn er því samfelld saga mistaka, sem dregið hefur niður lífskjör heimilanna í landinu, og við erum enn að súpa seyðið af. Ástæður skuldastöðu heimilanna Skuldastaða heimil- anna væri mun verri ef ekki hefði verið grip- ið til víðtækra kerfis- breytinga í húsnæðis- málum á umliðnum árum, enda hefur hlutfall húsnæðisskulda minnkað úr 90% í 70% af heildar- skuldum heimilanna á sl. árum. Áður en húsbréfakerfið kom til var hlutfall 3ja mánaða vanskila af gjaldföllnum greiðslum 25,9% en á sl. ári voru þær 20,2%. Skýringin á vanskilum er m.a. sú að Hús- næðisstofnun grípur miklu seinna til harðra aðgerða við lántakendur en aðrar lánastofnanir og því hafa skuldir fólks við Húsnæðisstofnun frekar tilhneigingu til að safnast upp. Ástæður sívaxandi skuldastöðu heimilanna eru margþættar og má rekja allt aftur til árs- ins 1980. Misgengi lána við afnám vísi- tölubindingar . launa árið 1983, stórgallað húsnæðiskerfi áranna 1986-1990 sem leiddi til mikilla skammtíma- fjármögnunar í banka- kerfinu, atvinnuleysi og hið mikla tekjufall heimilanna vegna efnahagsþrenging- anna og lág laun í land- inu eru þar ráðandi þættir. Aðferðir húsnæðisstofnunar og lánastofnana Grípa verður til víðtækra aðgerða til að bæta lífskjör fólks með lágar og meðaltekjur og til að bæta stöðu þeirra heimila sem búa við miklar skuldir vegna atvinnuleysis, erfiðra félagslegra aðstæðna eða minnk- andi tekna. Aðgerðirnar þurfa að fela í sér að heimilt veri að fresta greiðslum húsnæðislána um tiltekinn tíma t.d. 3 ár vegna erfiðra félagslegra að- stæða og mikil samdráttar í tekjum heimilanna. Gjaldfallnar afborganir og vextir á þeim tíma myndu síðan leggjast við höfuðstól lánsins og lengja lánstímann. Ríkisvaldið á Setja þarf lög um greiðsluaðlögun, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem segir gjaldþrot blasa við fjölda heimila. líka að leita samráðs við lífeyris- sjóði og bankastofnanir, þannig að fólki verði gefinn kostur á að skuld- breyta lánum sínum til alls að 15 ára. Stefna ber einnig að því að vaxta- bætur verði auknar til fólks með lágar og miðlungstekjur og að þær verði greiddar jafnóðum Iíkt og húsaleigubætur. Greiðslubyrði og lánskjör í félagslega kerfinu, þarf að verða sveigjanlegra og taka meira mið af aðstöðu hvers og eins. Raunhæft er líka að hækka láns- hlutfall í húsbréfakerfinu í 75% fyr- ir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Greiðsluaðlögnn Þegar í stað þarf einnig að setja lög um greiðsluaðlögun, til aðstoðar heimilum sem eru í miklum vanskil- um og ekkert blasir við nema gjald- Jóhanna Sigurðardóttir gerð, síðar brenglazt. Rannsókn á þessu hefði verið hveijum fræði- manni verðugt verkefni. Það skal tekið fram, að þeir menn sem Vésteinn vitnar í eru taldir með beztu rýnum fornbók- mennta. En rýni nútíma bók- menntafræðinga minnir mig oft á skilgreiningu á skísófreníu - afsak- ið orðalagið - þetta væri allt lóg- ískt EF þeir væru að tala um allt annað en efnið sem fyrir liggur - ef þeir væru að ræða nútíma skáld- sögu en ekki torskilinn miðaldatexta sem hlítir gjörólíkum lögmálum. Ef ritdómandi Morgunblaðsins lýsir því yfir, að ransóknir á hinum dýpri merkingum sagna flæki þær einungis, og nefnir þær oftúlkun, er ekki gott í efni. Við gætum þá eins hætt við allar vísindalegar rannsóknir á arfi íslendinga. Flúið arf vorn - og þótt það harla gott. Landsmenn vorir nenna þá ekki lengur að fást við það sem máli skiptir: þeir hafa flúið textann á vit einhverra fáfengilegra bolla- legginga í stíl við útlistanir á nútíma skáldsögum. Og nú sitjum við uppi með þetta. Gat þó hver maður sagt sér sjálfur, að fyrst hugsanafrelsi var afneitað í heimspekideild, gat engin fram- þróun átt sér stað. Menn hafa senni- lega látið blekkjast af því, hversu lítið kennarar háskólans kunnu í miðaldafræðum. Almenningur hef- ur hreinlega ekki trúað því. Og svo er þetta smáatriði með flóttann undan verkefnum sínum. Það er vinsælt. Lokaorð Erlends eru þau, að sá sem les Sagnaþing verði ekki ein- ungis fróðari en áður, „hann gerir sér einnig ljóst hvað það er, sem heimurinn er að skyggnast eftir þegar hann horfir norður hingað“. Og er þeigi gott. En til allrar guðs lukku er það ekki rétt. Að sönnu eru margar góðar greinar og merk- ar athugasemdir í svo miklu riti. En það sem okkur varðar hér er svonefnd bókmenntaiýni - hvað svonefndir „bókmenntafræðingar" eru að dútla við út úr vandræðum. Erlendur sér ekki hvað heimurinn vildi sjá ef hann bara mætti. Hann hefur fýrir augum varnargirðingu þeirra sem ekki hafa tekizt á við hin dýpri lög efniviðarins. En að því kemur vonandi að heimurinn umbylti hinni fátæklegu uppgjöf í miðaldarannsóknum. Ög sú bylting hefst með því að leyfð verður frjáls hugsun. Höfundur er fræðimaður. þrot. Þau úrræði sem bjóðast ein- staklingum í alvarlegum greiðslu- vandræðum, greiðslustöðvun og nauðasamningar virðast duga ekki. Greiðsluaðlögun felur í sér að heim- ilt verði undir ströngum skilyrðum að skuldbreyta lánum, þannig að lánstími lengist og að vextir og höfuðstóll lækki. Þannig getur það bæði verið hagur skuldara og kröfu- hafa því greiðsluaðlögun eykur lík- ur á því að kröfuhafi fái skuldina að einhveiju leyti endurgreidda og dregur úr kostnaðarsömum inn- heimtuaðgerðum. I Noregi þar sem greiðsluaðlögun hefur verið tekin upp er gert ráð fyrir 5 ára greiðsluaðlögunartíma- bili þar sem skuldara er gert að lifa spart og selja eignir á meðan að grynnkað er á skuldum. Að því loknu má fella niður eftirstöðvarnar ef skuldari hefur uppfyllt skilyrði greiðsluaðlögunar. Áhrif norsku laganna hafa m.a. orðið þau að í auknum mæli hafa tekist fijálsir samningar milli aðila sem taka mið af þeim reglum sem lögin um greiðsluaðlögun byggja á. Samhliða því að taka upp lög um greiðsluaðlögun þarf að lækka þjón- ustugjöld fjármálastofnana og lög- fræðinga. Ótækt er líka með öllu að ríkisvaldið sé að leggja skatt á skuldir heimilanna á sama tíma og þeir koma sér hjá að leggja skatt á eignatekjur stóreignafólks, en virðisaukaskattur er að fullu lagður á innheimtuþjónustu lögfræðinga. Höfundur er alþingismaður og formaður Þjóðvaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.