Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ íbúar í Smáíbúðahverfinu ath.: AÐSENDAR GREINAR Fiskbúðin Tunguvegi 19 auglýsir opnunartilboð í þessari viku: Ysuflök 425 kr./kg. Nýjar gellur 450 kr./kg. Heil ýsa 210 kr./kg. ýsa í karrýsósu eöa hvít- Ýsuhakk 400 kr./kg. laukssósu 450 kr./kg. Ýsufars 300 kr./kg. RYMINGAR SALA 50% VEGGBORDAR, veggfoðuT SKRAUTLISTAR og RQSEttur IafsUttur Gríptu tækifærið og gerðu góð kaup á útsölunni. 15-50% afsláttur. Einnig gólfdúkar, veggdúkar og fleira. VERSLUN MEÐ VEGG- OG GÓLFEFNI VEGGFÓÐRARINN EINAR ÞORVARÐARSON & CO HF FAXAFEN 10 SIMI: 5 6 8 7 1 7 1 Qp Stjómtækniskóli íslands Höfðabakka 9. Sími 671466 Sriórntækniskóli íslands gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki með góða almenna menntun, starfsreynslu í viðskiptalífinu eða þeim sem vilja bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Nómið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Nómsgreinar: Markaðsfræði. Sölustjómun og sölutækni. Vöruþróun. Vörustjómun. Stjómun og sjálfstyrking. Auglýsingar. Tölvunotkun í áætianagerð. Viðskiptasiðferði. STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Opið til kl. 22. Sími 671466. Vélsleðamenn! Verða tímamót hjá okkur 1995? NÚ í ársbyrjun er að hefjast tíma- bil ferðalaga hjá útivistar- og vél- sleðafólki. I tilefni þeirrar umræðu sem hafin er á vegum margra aðilja um hin alvarlegu slys, sem orðið hafa undanfarin ár vegna notkunar vélsleða hér á landi, langar mig til þess að leggja nokkur orð í belg. Fram hefur komið að allmörg slys hafa orðið, og því miður urðu bana- slys 4 á síðasta ári, auk margra al- varlegra, vegna notk- unar vélsleða hér á landi. Orsakir þessara slysa og óhappa eru af ýmsum toga. Þar eru taldar m.a. of hraður og ógætileg- ur akstur jafnvel við góð akstursskilyrði, vanþekking og vanmat við erfiðar aðstæður og í þriðja Jagi ölvuna- rakstur. Ég beini orð- um mínum til þeirra sem eru að byija sína vélsleðamennsku og hyggja á ferðalög á vélsleðum. Það hefur fylgt nær öllum tækninýjungum sem við íslendingar höfun tileinkað okkur, að við ráðum ekki alltaf við þær og í of mörgum tilvikum hefur notkun þeirra leitt af sér vandræði ýmiskonar. Svo er um notkun vél- sleðanna. Við höfum ekki ráðið við okkur eins og nauðsynlegt hefði verið. Framleiddir eru sleðar með sæmilega aflmiklum vélum og þægi- legum til ferðalaga. Tækið er í einu orði sagt hið allra besta. Það er hins- vegar maðurinn, stjórnandinn, sem ekki hefur náð að tileinka sér þá grundvallarreglu sem þarf til að stjórna því á skynsamlegan hátt og sjá sjálfum sér farborða. Þetta á við um stjórn allra tækja, svo sem flug- véla, skipa og bíla. Ef ekki er beitt sjálfsaga, réttu mati á aðstæðum og þeirri athyglisgáfu sem við höf- um, ásamt mörgum fleiri þáttum, getum við ekki ætlast til þess að það gerist af sjálfu sér að við komumst klakklaust í gegnum þær hindranir sem á vegi okkar kunna að verða. Því er ekki við tækin, sem við stjórn- um, að sakast þegar okkur hlekkist á, eins og mjög margir gera til þess að draga athyglina frá eigin ófam- aði. Bilanir í tæknibúnaði eru mjög sjaldgæfar sem betur fer en koma þó vissulega fyrir. Undirbúningur ferðar, hvort sem hún er fyrirhuguð löng eða stutt, krefst ákveðins undirbúnings. Það þarf að huga að veðrinu. Hvernig er veðurspáin fyrir það svæði sem við ætlum að fara um. Á Reykjavík- ursvæðinu er ekki um að ræða vél- sleðaakstur innan borgar- og bæjar- markanna. Mikill fjöldi fólks sækir því lengra til iðkunar þessa sports. Margir fara í snjóinn á Hellisheiðar- og Mosfellsheiðarsvæðinu. Þar er komið í allt annað veðurfar. Það getur verið t.d. hörku skafrenningur strax við Sandskeið, þó að sól og blíða sé í byggð. Áttaviti og kort af landsvæðinu eru nauðsynleg, en kunnátta til notkunar verður að vera fyrir hendi. Vanda þarf val á fatn- aði og hafa með sér heitan drykk á hitabrúsa. Eldsneyti þarf á sleðann og menn verða að gera sér grein fyrir því að það eyðist furðufljótt. Það er mjög erfitt, og getur tekið langan tíma að ganga til baka þá vegalengd sem farin er í 10 mínútna akstri á sleða. Þá er mikilvægt að gleyma ekki hjálminum á höfuðið. Hjálmurinn er, auk þess að vera til hlífðar fyrir utanað- komandi höggum, mjög góð kuldavöm og vindhlífin til verndar augunum. Nú þegar skammt er liðið á vetur, hafa borist fréttir af slysum sem orðið hafa í byggð við akstur vélsleða. Þau hafa, eftir því sem ég veit best, orðið vegna ógætilegs akst- urs og eftirtektarleysis ökumannanna sjálfra og verður ekki kennt um erfiðum aksturs- skilyrðum né öðrum utanaðkomandi áhrifum. í báðum tilvikum þufti að leggja fólk inn á sjúkrahús. Það eru staðreyndir sem öllum vélsleðamönnum þurfa að vera ljós- ar, að stjórnandi vélsleða situr mjög lágt, eða svipað og ökumaður lítillar bifreiðar. Sjónsvið hans fram á við er því takmarkaðra en ella. Á ósléttu landi þar sem snjór hylur jörð eru skilyrði til aksturs oft erfið og þarf því alla athygli við stjórn tækisins. I lausamjöll geta hættur leynst und- ir yfirborði, svo sem jarðfastir stein- ar, mannvirki ýmiskonar, girðingar- strengir og fleira. Hætta á slysum, ef ekið er á slík- ar fyrirstöður, eykst eftir því sem hraðinn er meiri. Við árekstur á grjótið eigum við á hættu að sleðinn skaddist og finnst það mörgum mjög slæmt og hafa af því þungar áhyggj- ur. En líkami ökumanns - og eftir atvikum farþega, getur orðið fyrir þeim skakkaföllum að ekki verði upp staðið og er það auðvitað miklu verra mál, því það er ekki eingöngu skaði einstaklingsins og aðstandenda, sem fyrir því verður, heldur þjóðfélagsins í he ild með þeim kostnaði sem hlot- ist getur af t.d. þyrluflugi á vettvang og langri sjúkrahúsvist. Skyggni er ekki alltaf best þó að sól sé hátt á lofti. Þá geta mishæðir runnið saman í eitt og ruglað augað með þeim hætti að það skynjar ekki landslagið sem skyldi. Snjóblinda er einnig þekkt vandamál hjá vélsleða- fólki. í hríðarveðri og þoku eru akst- ursskilyrði auðvitað verri. í slíku veðri og skyggni getur það hent að menn sjá ekki hvort sleðinn hreyfist og vita það ekki nema að reka fæt- ur niður í snjóinn. í slíku færi er ekki nema eitt að gera, og það er að „stöðva". Við slíkar aðstæður á ókunnum slóðum er líf okkar dýr- mætara en svo að ástæða sé til að fórna því með fíflsskap. Því miður- eru hætturnar víða. í hraunum, svo sem Þjófahrauni, fjölfarinni vélsleða- leið, eru margar hættulegar gjótur. Þær eru misstórar og fyllast aldrei af snjó.‘ Þetta eru gígar sem margir liggja mjög nærri slóðinni sem farin er frá Gjábakkahrauni að Skjald- breið. Undanfarna vetur hefur björg- unarsveit SVFÍ á Selfossi sett niður stikur við allmarga þessara gíga og Hætta á vélsleðaslysum, * * segir Olafur Ishólm Jónsson, eykst eftir því sem hraðinn er meiri. hefur það vonandi komið í veg fyrir að menn hafi ekið ofan í þá. Þessir gígar sem merktir hafa verið liggja eins og áður sagði mjög nærri slóð- inni, en utan hennar eru ótalmargir svipaðir og er því mjög rík ástæða til að fara með gát. Einmitt við þessa gíga hafa orðið slys sem rekja má til of mikils hraða ökutækja, bæði vélsleða og jeppa. Ég ætla einnig að minnast hér á það atriði sem einstaka maður lætur sér í léttu rúmi liggja og ýmsir ótt- ast. Það eru skráningarmál vélsleða. Það er grunur minn að nokkur fjöidi óskráðra sleða sé í umferð, og hefur það best komið í ljós þegar slys hafa orðið í byggð. Auk þess að vera lögbrot, eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þann sem telst vera eig- andi slíkra óskráðra tækja. Fébætur vegna umferðarslysa geta numið tugum milljóna króna. Því höfum við ekki, ég eða þú, efni á að fara á svig við reglur um skráningu og notkun tækja án trygginga. Trygg- ingaiðgjöld eru ekki svo há, enn sem komið er, að þau ráði úrslitum varð- andi fjárhagsafkomu sleðaeigenda. Og talandi um vátryggingariðgjöld af vélsleðum, hljótum við að taka mið af greiðslum tryggingarfélag- anna, sem verða að bæta slys með ótöldum milljónum króna á ári hverju, vegna vélsleðaslysa. Iðgjöld munu nú vera um kr. 16.000-17.000 á ári. Það eru því okkar hagsmunir að halda okkur við settar reglur samfélagsins og koma í veg fyrir óhöpp eins og framast er kostur. I ágætri nýbirtri grein formanns LÍV kemur fram að bifhjólamenn hafí orðið að sæta því að vátrygg- ingaiðgjöld bifhjóla hækkuðu upp í um kr. 200.000 vegna ofsalegrar slysaöldu sem yfir þann hóp dundi. Á vegum LÍV og fleiri aðilja eru haldnir fræðslufundir um margt sem að ferðamennsku á vélsleðum lýtur. Samtökin hafa í samvinnu við fjöl- mörg félagasamtök skorið upp herör gegn slysaöldunni og sett sér það mark að ná til sem flestra með áróðri og leiðbeiningum. Höfundur er lögregluvarðsljóri og í vinnuhópi um öryggismál vélsleðamanna. Ólafur íshólm Jónsson OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila sannar gæðin! • Byggðir samkvæmt ISO 9002 gæðastaðli. • Öryggis- og aftöppunarloki. • Blöndunarloki, sem blandar 38-40° heitt vatni út í kerfið. • Stærðir: 30/50/100/120/200 eða 300 lítra. • Tæringaröryggi gegn saltmenguðu vatni. • Notar allt að 20% minni orku. • HAGST/ETT VERÐ. iíi‘ Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 7f 5622901 og 5622900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.