Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r~\ ' . -segir I greinai ^ 1 KIS E fsl rs, . lerð fy'KískJaia Skýrsla Ríkisendurskoðunar um störf Jakobs Frímanns Magnússonar lögö fram Öllum grunsemdum eytt segir í greinargerð utanríkisráöuneytis. Athugasemdir einkum geröar viö meö- j .......og bókhalds sem var á ábyrgð Helga Ágústssonar sendiherra. f GrtA\Jh\0 Þú þarft ekkert að segja Kobbi minn. Ég finn það svo greinilega að það er ekki mikið sem kusk á hvítflibbanum. 145 leituðu slysadeildar vegna bitsára Hundar eða menn höfðu bitið tvo af hverjum þremur BÖRN undir 12 ára aldri voru tæp- lega 40% þeirra sem leituðu til slysadeildar Borgarspítalans vegna dýrabita á 12 mánaða tímabili frá ágúst 1991 til júlí 1992. Mun fleiri karlar en konur leituðu lækninga vegna bitsára en þó höfðu fleiri konur en karlar verið bitnar af kött- um og voru flestar kvennanna yfir fertugu. Alls leituðu 145 manns til slysa- deildar vegna bitsára á tímabilinu, 22 hlutu klíníska sýkingu og 3 þurftu að leggjast inn á sjúkra’nús, 2 þeirra vegna kattarbits. Langal- gengasti áverkinn var hundsbit — 66 höfðu verið bitnir af hundum — en mannsbit var næstalgengast og þetta ár komu 34 á slysadeild sem bitnir höfðu verið af meðborgurum sínum. í hópi þeirra sem annars konar bit hlutu var m.a. maður sem bitinn hafði verið af piranha-fískum. Eigendur hunda oftast bitnir Þessar upplýsingar er að fínna í nýjasta töjublaði .Læknablaðsins, þar sem gerð er grein fyrir niður- stöðum rannsóknar sem Kristján Oddsson, Guðrún Stefánsdóttir, Brynjólfur Mogensen og Sigurður Guðmundsson unnu á vegum Borg- arspítala og læknadeildar Háskóla Islands. 82 karlar og 63 konur leituðu til slysadeildar sökum bitsára en alls leituðu á þeim tíma sem rannsóknin tók til 40.413 manns, þannig að bitsár eru um 0,4% þeirra áverka sem þar er gert að. 66 höfðu orðið fyrir hundsbiti, eða 46% þeirra sem bitnir höfðu verið. 36 voru yngri en tvítugir. 40 af þessum 66, eða 60%, voru eig- endur hundsins sem beit eða þekktu hann vel.. í 41 skipti hafði hundinum verið ögrað. Eins og fyrr sagði voru 34 bitnir af manni, 26 karlar og átta konur. 79% voru undir þrítugu. í 14 tilvik- um var sá bitni undir áhrifum áfengis. Með bit eftir piranha-fisk Kattabit varð 29 manns, 12 körl- um og 17 konum, tilefni til að leita á slysadeild á tímabilinu. 9 kvenn- anna voru yfir fertugu. Tæplega 40% þeirra 145 sem leituðu læknisaðstoðar á slysadeild vegna hvers kyns bitsára voru yngri en 12 ára. Önnur bit en hunds-, kattar- og mannsbit voru 16 eða 11% heildar- fjöldans. Tveir höfðu verið bitnir af rottu, 5 af hestum, 3 af kanín- um, 2 höfðu bit eftir hamstur, 1 eftir naggrís, annar eftir mink og einn kom til iæknis þar sem mann- ætufiskur af piranha-gerð hafði bit- ið þann. í 19 þeirra 23 tilvika þar sem sýking komst í sár var um vægar sýkingar að ræða. Þrír þurftu inn- lagnar við, tveir eftir kattarbit sem fylgdi ígerð í húð og einn eftir mannsbit með beinsýkingu í hand- legg. Þá þurfti einn að koma marg- sinnis á göngudeild án innlagnar vegna kattarbits. I greinargerð þeirri sem birtist í Læknablaðinu kemur fram að varn- ir gegn stífkrampa hafi verið veitt- ar í um þriðjungi þeirra tilvika þar sem ástæða hefði verið til slíks og er hvatt til að vörnum gegn stíf- krampa sé haldið á lofti við með- ferð bitsára en líklega hirði fæstir íslendingar um að viðhalda ónæmi við stífkrampa, sem 6 ára börn séu bólusett við en ætla megi að á um 10 ára fresti þurfi að endurbólu- setja til að viðhalda mótefnum. Þá kemur fram að bitsár séu ekki mikið vandamál hérlendis miðað við önnur lönd, einkum séu hundsbit fátíðari enda hundahald ekki jafnútbreitt og víða annars staðar, t.a.m. í Bandaríkjunum. Markvörður í nær aldarfjórðung Utilegnrnar og skíðaferðimar bíða betri tíma Kolbrún Jóhannsdóttir KOLBRÚN Jó- hannsdóttir verður 37 ára í vor og er elsti leikmaðurinn í 1. deild kvenna í handknatt- leik en um helgina sýndi hún enn einu sinni að ald- ur er oft afstæður í íþrótt- um. Stóísk ró einkenndi þessa síungu íþróttakonu { einum mest spennandi kvennaleik sem um getur og yfirvegun hennar og útsjónarsemi höfðu mikið að segja þegar mest lá við. Er þetta alltaf jafn gaman? „Já. Þetta er mjög góð- ur félagsskapur og ég væri ekki í þessu nema ég hefði gaman af því. Ég hef eignast góða vini á ferlinum og við stelp- urnar í Fram höldum góðu sam- bandi á milli æfinga og leikja. Hins vegar verður að segjast eins og er að það fer rosalega mikill tími í æfingar og leiki og þegar ég vinn allan daginn eins og ég hef gert undanfarin tvö ár gefst lítill tími fyrir annað en vinnuna, handboltann og heimil- ið. Aðstæður voru aðrar og betri þegar ég vann aðeins hálfan daginn en fjölskyldan hefur stað- ið vel við bakið á mér og gert mér þetta mögulegt." Heldurðu að þú hafir misst af einhverju vegna handboltans? „Nei, það held ég ekki. Vissu- lega hef ég fórnað öllu fyrir handboltann en það hefur verið þess virði.“ Hvað hefur helst breyst síðan þú bytjaðir í boltanum fyrir nær aldarfjórðungi? „Þetta er allt öðru vísi núna og verður erfiðara með aldrinum. Æfíngarnar eru lengri en áður, tímarnir fleiri og álagið hefur aukist en mér hefur fundist erfíðast að vinna fullan vinnudag með þessu öllu saman. Þetta var miklu auðveldara þegar ég vann aðeins hálfan daginn.“ Hefur þér aldrei dottið í hug að hætta? „Jú, en annað hefur ráðið ferðinni. Síðast sú staðreynd að Fram fékk loks eigið íþróttahús á síðasta ári og mig langaði til að kynnast því að spila í eigin húsi.“ Hefurðu alltaf leikið í marki? „Já. Þegar ég byij- aði að keppa voru ekk- ert sérstakir mark- menn í félaginu, ég var talin góð og höfð þar. Samt er tilfellið að mér finnst skemmtilegra að spila úti og hef stundum fengið að gera það.“ Er erfiðara fyrir stelpur en stráka að halda lengi áfram í íþróttum? „Það getur verið en ég held að það fari fýrst og fremst eftir fjölskyldunni. Fyrir konuna skiptir öllu að fjölskyldan styðji vel við bakið og sé á sömu nót- um. Húsmóðirin þarf að sjá um heimilið en strákamir geta kannski frekar leyft sér að skjót- ast á æfingu. Samt held ég að þetta sé að breytast því stelpurn- ar eru farnar að endast betur í ►Kolbrún Jóhannsdóttir hefur verið í sviðsljósi íslensks kvennahandknattleiks í nær aldarfjórðung og verið einn besti markvörður landsins um árabil. Hún byijaði að æfa íþróttina hjá Fram í Reykjavík þegar hún var í barnaskóla og 15 ára gömul, árið 1973, hóf hún að leika með meistara- flokki og er enn að. Kolbrún hefur alla tíð leikið í marki og á tæplega 600 meistaraflokks- leiki að baki en á ferlinum hef- ur hún 13 sinnum orðið íslands- meistari og fagnaði 10. bikar- meistaratitlinum um helgina. Kolbrún, sem hefur unnið í Seðlabanka íslands í nær 18 ár, er gift Guðmundi Kolbeinssyni, sem m.a. er liðsstjóri meistara- flokks kvenna hjá Fram, og eiga þau tvö börn; Kolbein 16 ára og Önnu Kristínu, sem er níu ára. þessu og það er af hinu góða vegna þess að reynslan kemur með aldrinum og hún hefur mik- ið að segja.“ Hver er framtíð kvennahand- boltans? „Ég held að hún sé mjög björt. Kristján Halldórsson landsliðs- þjálfari er að byggja upp ungar stelpur sem er af hinu góða en það er mikilvægt að halda upp- byggingarstarfinu áfram. Það hefur verið algengt að við höfum fengið landsleiki og talað hefur verið um að gera stóra hluti en síðan hefur þetta dottið niður á milli. Það má ekki gerast og aðalatriðið er að vinna með Iang- tímamarkmið í huga.“ Hvað með önnur áhugamál? „Það gefst nú frekar lítill tími í annað en handboltann. Ég var mikið á skíðum sem unglingur og finnst það gaman en ég get ekki leyft mér að fara á skíði daginn sem ég er að keppa eða daginn áður. Ég hef ekkert komist á skíði í vetur, fór aldrei í fyrra en einu sinni eða tvisvar fyrir tveimur árum. Þá finnst okkur gaman að ferðast, fara í útilegur og vera í sumarbústað móður minnar í Skorradal en við gerum of lítið af því og í raun og veru verður annað að sitja á hakanum handboltans vegna.“ Góöur félags- skapur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.