Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ANNA KRISTJANA BJARNADÓTTIR + Anna Kristjana Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1920. Hún lést á Landspítalan- um 24. janúar sið- astliðinn. Foreldar hennar voru Ingi- björg Steingríms- dóttir og Jón Bjarni Pétursson blikk- smiður. Anna átti fimm systkini sem öll eru látin nema Inga Lillý. Anna giftist Hans Jörgen Hans- en árið 1939. Þau skildu. Þau áttu eina dóttur saman, Mar- gréti Hansen, sem á þijú börn með eiginmanni, sínum Arnari Guðmundssyni. Árið 1954 gift- ist Anna Guðlaugi Kristmanns- syni, sem er látinn. Þau áttu einn son, Bjarna Guðlaugsson, en hann á þijú börn með eigin- konu sinni, Margréti Ríkarðs- dóttur. Útför Önnu Bjarnadóttur fór fram í kyrrþey frá Fríkirlyunni í Reykjavík 3. febrúar. HÚN elsku amma mín er dáin. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Þegar ég hugsa til baka koma margar falleg- ar minningar upp í hugann. Enda bjuggum við amma í sama húsi fyrstu fjörtán árin mín. I Grana- skjóli er stór garður sem amma hafði unun af að snyrta og laga til. Hún var manneskja sem rækt- aði garðinn sinn af alúð og natni. Ef veður var gott var amma komin * til að dytta að einhveiju. Hvort sem það var að klippa tré, skrapa máln- ingu, mála eða gera eitthvað annað 'aðkallandi. Henni féll sjaldan verk úr hendi enda var hún kraftmikil kona til munns og handa. Og ef veður bauð ekki uppá útiveru var einfalt að finna eitthvað til dundurs innandyra. Með þijú barnaböm í kjallaranum var auðvelt að finna verkefni. Amma lagfærði saum- sprettur, setti bætur á slitnar buxur og sá um að allt væri i lagi. Hún var alltaf með augun opin og fylgd- ist grannt með okkur í uppvextin- um. Hún spurði hvort við værum ekki svöng, hvort við vildum ekki banana eða annað góðgæti? Amma bakaði bestu vínarbrauð í heimi. Þau voru svo góð að hún þurfti að gefa okkur barnabömunum sína krúsina hveiju sem við földum til að geta maulað þau i okkur í næði fyrir hinum. Eg man sérstaklega eftir einni sérstakri athöfn úr Granaskjólinu. Alltaf þegar amma fór út úr húsinu ErfícÍrykkjur Glæsileg kaffí- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsíngar í síma 22322 FLUGLEIDIR HöTfif ÍJPTLEIÖIR tKrossar áleiði I viSarlit og málaSir Mismunandi mynsiur, vönduo vinna. Sliwi 91-35929 oq 35735; þurfti að „ganga“ eins og hún kallaði það. Þá fékk hún vanalega eitt okkar til að ganga um íbúðina með sér til að athuga hvort hellur eldavélarinnar væru ömgglega kaldar, slökkt væri á ljósum, skrúfað fyrir krana o.s.frv. Þessari athöfn lauk ævinlega með því að hún tók rækilega í útidyrahurðina til að athuga hvort hún væri ekki traustlega læst. Þetta gat tekið óratíma og krafðist mikillar nákvæmni og þolinmæði þegar ungar manneskjur áttu í hlut. Ég varð stundum pirmð þegar kannski var búið að fara yfir íbúðina tvisvar. Það þýddi ekkert að láta það í ljós. Þetta varð að gera. Amma vildi hafa þetta svona og hún var ákveðin og föst fyrir. Athöfnin kenndi mér vandvirkni og sýndi af hve mikilli alúð hún amma sá um heimili sitt. Allt varð að yera fínt og fágað. Ánægjulegt var að heyra ömmu segja frá. Sérstaklega hafði hún gaman af að segja frá uppvaxtarár- um sínum á Vesturgötunni, frá líf- inu og tilvemnni í gamla daga. Hún talaði ætíð af mikilli virðingu um foreldra sína sem hún var mjög stolt af. Mér fannst sérstaklega skemmti- legt hvað amma var alltaf ung í anda. Hún hafði mikla ánægju af því að skemmta sér og lifði lífinu lifandi. Allt fram á síðasta dag reyndi hún að fara reglulega út að dansa. Hún var mikill unnandi tón- listar og ef góð tónlist heyrðist í útvarpinu var hún farin að dilla sér með það sama. Þegar ég var lítil horfði ég oft á hana af einlægri aðdáun og var staðráðin í því að þegar ég yrði fullorðin ætlaði ég að verða alveg eins og hún, alltaf hress og kát, með næmt auga fyrir björtu hliðun- um í lífinu. Þrátt fyrir að amma hafði gengið í gegnum margvíslega erfiðleika á lífsgöngu sinni var hún þeim ein- stöku hæfileikum gædd að horfa alltaf fram á veginn, bjartsýn og lífsglöð. Lífsþróttur hennar var einstakur og alltaf stutt í glettnina, allt fram á síðasta dag. Þannig var hún, sama á hveiju dundi, alltaf haldið áfram og dugnaðurinn og lífsgleðin í fyrir- rúmi. Ég veit að ég á aldrei eftir að gleyma þeim stundum sem ég átti með ömmu og af henni lærði ég margt. Ég minnist hennar sem konu sem var kát og glöð og einstaklega sterkur persónuleiki. Það var aldrei deyfð í kringum hana. Ég veit að nú líður þér vel, elsku amma mín, og þú hefur fengið góð- Blömmtofa Friöfinns • Suðuriandsbraut 10 fy 108 Reykjavík. Simi 31099 Opið öll kvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tiiefni. Gjafavörur. ar móttökur hinum megin. Og að lokum vil ég segja við þig það sem þú sagðir svo oft við mig, elsku amma mín: Guð geymi þig. Ingibjörg Anna Arnarsdóttir. Hún var glæsileg kona, hávaxin og bar höfuðið af stakri reisn. Anna Bjarnadóttir var stórkostleg kona í viðkynningu. Hún var vinur í raun og þeir sem kynntust henni litu upp til hennar. Ég átti því láni að fagna að kynnast Önnu fyrir rúmum fímm árum. Þau kynni voru afar ánægju- leg og gefandi af hálfu Önnu. Hún vildi hafa hönd í bagga með bama- börnum sínum sem litu til hennar sem fyrirmyndar af einstakri virð- ingu og aðdáun. Og það var reynd- ar í gegnum eitt þeirra sem fundum okkar Ónnu bar saman. Ingibjörg Anna, sem síðar varð eiginkona mín, var ljósið hennar ömmu sinnar enda skírð í höfuðið á henni og Ingi- björgu móður hennar. Eitt af því fyrsta, sem ég man eftir að tilvon- andi eiginkona mín hafi sagt í mín eyru, var að hún vildi líkjast henni ömmu sinni, sem væri algjör „nagli“ og svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Það var því ekki lítill spenningur- inn hjá mér að fá að hitta þessa merkilegu konu. Hún brást ekki vonum mínum, æðrulaus og með kímnigáfu sem befði getað drepið fíl - úr hlátri. Hún var risavaxinn húmoristi og hnittin í tilsvörum með afbngðum. Eftir því sem ég kynnt- ist Önnu betur sá ég hvernig hún tókst á við lífið með skapinu. Lund- in var yfirleitt leikandi létt en hún kunni líka að gráta. Það er mesti misskilningur að það sé óhollt að gráta og Anna þurfti oft á því að halda að geta grátið erfiðleikana burt. Hún átti að mörgu leyti af- skaplega erfitt líf að baki en henni tókst að sigrast á sorginni með ein- stakri lund sinni. Meira að segja sjúkdómurinn, sem að lokum hafði yfirhöndina, þurfti að lúta í lægra haldi fyrir skapinu hennar Önnu. Þá vann hún sér inn sex dýrmæt ár sem hún nýtti einstaklega vel til að skemmta sér, fara í „siglingar" á sólarstrendur og til að dansa. Ég hef aldrei áður kynnst eldri konu sem var jafn dansfíkin og hún. Á hveiju sunnudagskvöldi á meðan heilan leyfði fór hún út að dansa með eldri borgurum og hafði alltaf jafn gaman af. Hún dansaði þangað til fætumir gátu ekki lengur borið hana, í orðsins fyllstu merkingu. Hún var svo sannarlega ung í anda þegar hún hvarf á braut úr þessum heimi. Ég minnist allra hlýju og glettnu brosanna hennar, ég minnist kjöt- súpunnar og vínarbrauðanna, sem hún bauð okkur hjónakomunum svo oft í, allra skemmtilegu samræðn- anna og gjafmildinnar sem Anna var svo rík að. Ég á eftir að muna eftir sérríi með sterku út í og svo mörgu öðm á meðan ég lifi. Ég þakka samveruna og allar ljúfu stundirnar. Ég veit að nú fær hún að dansa eins og hún vill - og strá í kringum sig glettni og gleði eins og gimsteinum og gulli. Óllum aðstandendum hennar votta ég dýpstu samúð mína. Bjarni Brynjólfsson. Anna frænka var sérstök kona. Hávaxin, þrekin kona sem talaði svo skýrt og kvað fast að orðunum, með andlitsdrætti, sem voru eins og meitlaðir. Hún fór ekki með neinn sérstakan tepruskap, en hún var hjartahlý og vinur vina sinna. Nú er hún látin eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var erfitt að horfa á þennan ójafna leik, þenn- an óvin sem sigraði hana að Iokum. Anna var ætíð lífsglöð og jafnan hrókur alls fagnaðar á öllum manna- mótum. Ég man þá tíð er ég var hjá henni í gamla daga og hún pass- aði mig. Þá söngst þú alltaf falleg lög, ég mun aldrei gleyma því. Nú ert þú komin til Guðs og við vitum að þú fylgist með okkur og þér líður aftur vel hjá Guðlaugi þín- um, afa og ömmu. Eitt vil ég segja um þig, þú þorðir að vera þú sjálf. STEFÁN GUNN- BJÖRN EGILSSON + Stefán Gunnbjörn Egilsson fæddist á Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu 14. desember 1904. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. febrúar. MIG langar til að minnast með fáein- um orðum Gunnbjöms Egilssonar tækjafræðings, sem látinn er í hárri elli hér í Reykjavík. Ævir okkar Gunnbjöms lágu nefnilega samsíða í hálfa öld, og svo nálægt hvor ann- arri að þær snertust iðulega. Gunn- bjöm var einn þeirra manna sem ég þekkti nánast frá því ég man eftir mér, því faðir minn, Steinþór Sig- urðsson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs ríkisins, átti þátt í því að Gunnbjöm fluttist suður frá Akur- eyri á stríðsárunum og hóf störf við Atvinnudeild Háskólans. Auk þess vomm við Gunnbjörn ögn skyldir í móðurætt mína, afkomendur Kristj- áns Jósepssonar á Halldórsstöðum í 4. og 6. lið, og vegna mannkosta hans leit ég jafnan á hann sem frænda minn. En sérstaklega lágu leiðir okkar þó lengi saman á vett- vangi starfsins, því Gunnbjörn var í mörg ár lykilmaður í bergfræði- rannsóknum hér á landi, fyrst og löngum eini „þunnsneiðameistari" vor, og afar flínkur í þeirri grein. Hann var nefnilega slíkur völundur í höndunum að til listamanna mátti teljast, sem kannski var önnur kraft- birting listgáfu Laxamýrarættar sem hæst reis með föðurbróður hans Jóhanni Siguijónssyni skáldi. Góðir þunnsneiðameistarar eru ekki sér- lega margir í veröldinni, og því mjög eftirsóttir af háskólum og rann- sóknastofnunum, en íþrótt þeirra er m.a. í því fólgin að undirbúa berg- sýni undir smásjárskoðun með því að slípa þau niður í ‘/30 millimetra þykkt. Og á leiðinni frá steinmola til fullkominnar þunnsneiðar af réttri þykkt eru margar gryfjur til að falla í, jafnvel fyrir handlagna menn og vandvirka. Það hefi ég fyrst heyrt af Gunn- bimi, að hann var húsvörður í Menntaskólanum á Akureyri á þeim tíma er Dalvíkuijarðskjálftinn reið yfir 1934. Þegar húsin hristust hróp- aði Sigurður Guðmundsson skóla- meistari: „Hvar er Gunnbjörn," því hann vissi að enginn gæti tekizt á við þá vá þegar jörðin, sjálf undir- staðan, svíkur annar en Gunnbjörn. Slíkan afburðamann vildi Steinþór Sigurðsson, sem þá var kennari við MA, að sjálfsögðu fá til liðs við sig þegar byg'gja skyldi upp starfsemi Atvinnudeildarinnar. Á þeim tíma voru íslendingar að gera margs kon- ar tilraunir með nýtingu orkulinda sinna og jarðefna, og meðal fyrstu verkefna Gunnbjarnar hér syðra mun hafa verið könnun á silfur- bergsnámunni á Helgustöðum við Reyðarfjörð. Mér er hann í bams- minni í herbragga vestan við At- vinnudeildarhúsið, þar sem allir bekkir voru þaktir silfurbergi. Síðar kenndi Tómas heitinn Tryggvason honum að slípa þunnsneiðar og eins og fyrr sagði varð hann fljótlega meistari í þeirri grein. Auk þess að smíða og gera við alla hluti eftir þörfum. Þegar Atvinnudeild Háskólans var beytt í Rannsóknastofnanir atvinnu- veganna með lögum 1965, flutti Gunnbjöm upp á Keldnaholt með Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins, með viðkomu í húsi „Klúbbs- ins“ við Sigtún. Þar vann hann að margvíslegum prófunum á stein- steypu og öðmm efnum, auk tækja- smíði og viðhalds. Og loks, eftir að hann „komst á eftirlaun", var sett upp fyrir hann aðstaða til þunn- sneiðagerðar á Náttúrufræðistofn- Þú varst svo fjölbreytt í skapi, óvenjuleg m.a. vegna þess, að þú lést viðmælanda þinn finna álit þitt með svipbrigðunum einum. Þeir sem til þekkja muna sjálfsagt eftir því, að þú gast lyft manni upp með and- litssvipnum einum saman, glaðst yfir velgengni manna. Þú gast grát- ið, en aftur á móti sigrast á erfíðleik- um án þess að blikna. Þú varst trúuð kona, jafnvel svo að aldrei þurfti að efast. Þeir sem þannig trúa, tala ekki sýknt og heil- agt um Guð, um sjálfsagða hluti þarf ekki að tala. Þú varst lengi í stjórn Fríkirkjusafnaðarins eins og amma Ingibjörg. Þú áttir margar vinkonur sem sátu við eldhúsborðið þitt, fengu sér kaffisopa með örlít- illi mjólk saman við. Þú last blöðin og spjallaðir við þær. Þú spurðir frétta og sagðir okkur fréttir sem þú kryddaðir með kímnigáfu þinni. Þegar sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig tók hún því með jafnað- argeði sem einkenndi hana. Hún var með óbilandi baráttuþrek og barðist hatrammlega við þennan óboðna gest sem settist að í líkama hennar. Hún hélt áfram að vera meinfyndin og hafa gaman af að glettast við aðra. Hún hringdi oft og spurði mig hvemig sjúkdómurinn væri nú eða hvort hann væri horfínn. Að lokum varð hún að láta í minni pokann fyrir þeim sjúkdómi sem að endingu heltók hana og kvaddi hana til feðra sinna. Hún dó með reisn voru orð hjúkrunarfræðings, sem sá um hana. Slíka konu er gott að þekkja. Margs er að minnast, inargt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem) Ég, fjölskylda mín, faðir minn og móðir mín sem nú hefur misst sitt síðasta systkini sendum Margréti, Jóni Bjama og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Bjarni Þorsteinsson. un, þar sem hann vann eftir þörfum í mörg ár. Gunnbjöm Egilsson var góðmenni og göfugmenni, Ijúfur og lítillátur. Mér er hann minnisstæður með sitt konunglega Laxamýrarnef, lágvax- inn, grannur og höfðinglegur, hal- landi sér yfir gijótslípivélina með logandi sígarettu í munnvikinu og pírandi augun vegna reyksins. Ára- tug eftir áratug að vinna sína vinnu með handbragði listamannsins. Sumir hafa bent á það, til að skýra þverstæðuna um ágæta heilsu og langlífí Gunnbjörns og hina eilífu rettu í munnvikinu, að á yngri árum gekk hann í mörg sumur um allt Odáðahraun ásamt Ólafi Jónssyni, sem var að viða sér efni í ritverk sitt um þá miklu eyðimörk. Og senni- lega er það ágæt skýring, því eins og þeir gömlu sögðu: „í kili skal kjörviður" og „lengi býr að fyrstu gerð“. Þótt Gunnbjörn Egilsson væri sér- lega vel gefínn til líkama og sálar, varð lífíð honum að ýmsu leyti mót- drægt. Ungur lenti hann í slysi sem fékk mikið á hann, kona hans átti lengi við heilsuleysi að stríða, og sitthvað fleira varð til sorgar. En Gunnbjörn var jafnan æðrulaus, kurteis og yfírlætislaus, enda segir í sálmi: „Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu. Allt er gott sem gerði hann.“ Eftir lifa vin- ir Gunnbjörns og afkomendur, sem geyma minningar um góðan dreng og óvenjulega heilsteyptan mann- kostamann. Sigurður Steinþórsson. í upphafí minningargreinar Har- alds Ásgeirssonar um Stefán Gunn- björn Egilsson á blaðsíðu 32 í Morg- unblaðinu fimmtudaginn 2. febrúar féll af misgáningi niður vísa eftir Oddrúnu Jóhannsdóttur, eiginkonu Gunnbjarnar. Eru hlutaðeigandi innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Vísan er svona: Hugurinn sér langa leið ljós á klettastalli. Einn þar magnar álfur seið undir bláu fjalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.