Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 27 AÐSENDAR GREIIMAR Athugasemdir við skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl UNDIRRITAÐUR fyrir hönd Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vill koma á framfæri at- hugasemdum við eftir- farandi niðurstöður í skýrslu Samkeppnis- ráðs um „Stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi.“ „Lífeyrissjóður verzl- unarmanna fjárfestir aftur á móti gjarnan í „blokk“ sem tengist einkarekstri. Því er eðli- legt að spurt sé, var hreint arðsemismat haft að leiðarljósi við ijárfestinguna?" Svarið við því hvort hreint arðsem- ismat hafi verið haft að leiðarljósi við fjárfestingarnar liggur í 15 ára reynslu lífeyrissjóðsins við kaup á hlutabréfum en árangurinn af fjár- festingum í hlutabréfum yfir fyrr- greint tímabil er ólygnastur. Heildar- arðsemi hlutabréfaeignar Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna yfir 15 ára tímabil, þ.e. frá ársbyijun 1980 til ársloka 1994, sýnir 7% árlega raun- ávöxtun. Þannig er hlutabréfaeign sjóðsins sú eign hans sem hvað bestri ávöxtun hefur skilað yfir fyrrgreint tímabil. Eðlilegar ástæður liggja að baki mismunandi eignarhaldi Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna og Samvinnu- lífeyrissjóðsins á hlutabréfum en eins og öllum ætti að vera kunnugt eru einungis 4 ár liðin síðan Sambandið var leyst upp í hlutafélög. Hlutabréf í þeim félögum hafa ekki verið á hlutabréfamarkaði en Samvinnulíf- eyrissjóðurinn eignaðist hluti sína í þessum félögum aðailega sem hluta af uppgjöri vegna vangoldinna krafna. Ennfremur öðlaðist Sam- vinnulífeyrissjóðurinn ekki heimild í reglugerð sinni tii hlutabréfaijár- festinga fyrr en Sam- bandið stefndi í þrot. Heimildir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til hlutabréfakaupa eru mun eldri og því er fylgni á milli fjárfest- inga sjóðsins í hluta- bréfum einstakra félaga á liðnum áratug eftir því sem hlutabréfa- markaðurinn smáefld- ist. Jafnframt má benda á kr. 120 milljóna hlut LV í Olíufélaginu hf. og þá staðreynd að sjóður- inn tók þátt í kaupum á hlut Sam- bandsins í Samskipum hf. á sínum tíma. Vandaðri vinnubrögð skýrslu- höfunda, t.d. með því að hafa sam- band við forsvarsmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, hefðu leitt til þess að tekið hefði verið tillit til fyrr- greindra staðreynda áður en villandi ályktanir voru dregnar af mismun- andi eignarhaldi sjóðanna. Á liðnum misserum hefur fjárfest- ingastefna sjóðsins í hlutabréfum og hluthafastefna, þ.e. hvernig sjóður- inn gegnir eigendaskyldum sínum gagnvart þeim fyrirtækjum sem sjóð- urinn er hluthafi í, verið að mótast. Slík stefnumörkun tekur breytingum í tímans rás eftir því sem hlutabréfa- markaður landsmanna dafnar og þroskast. Við ijárfestingar í hluta- bréfum mótaði stjórn sjóðsins sér formlega eftirfarandi hluthafastefnu á liðnu ári til þess að vinna eftir á hlutabréfamarkaði: Fjárfestingastefna: Fjárfest er í félögum sem hafa skráð hlutabréf sín á Verðbréfaþingi íslands. Heildararðsemi Lífeyrissjóðs verzlunar- manna yfir 15 ára tíma- bil var 7% árleg raun- ávöxtun, segir Þorgeir Eyjólfsson. Hluta- bréfaeign sjóðsins sé sú eign, sem hafi skilað hvað bestri ávöxtun. Fjárfest er í öðrum hlutafélögum með a.m.k. 5 ára starfsreynslu og sem hafa samþykktir sem tryggja hömlulaus viðskipti með hlutafé. Þá skulu þau hafa sýnt góða rekstraraf- komu síðustu 2 til 3 ár sem stendur undir arðsemiskröfum sjóðsins. Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og áhættufjármögnun fer fram í gegn um félög og sjóði sem hafa slíkar flárfestingar á stefnuskrá sinni og lífeyrissjóðurinn hefur gerst hlut- hafi í. Ekki er íjárfest í félögum ef einn aðili á meirihluta hlutaíjár. Af eignarhlut sjóðsins í einstökum félögum eru 9/10 hlutar að jafnaði kjarnafjárfesting, þ.e. ijárfesting til langs tíma, en 1/10 hluti eignar sjóðsins í einstökum félögum skal nýttur til viðskipta á markaði eftir aðstæðum. Eignarhlutur í einstökum félögum skal að öllu jöfnu ekki vera hærri 'en 7% af hlutafé viðkomandi félags og samtala heildarskuidbindinga (þ.e. hlutafjáreign á markaðsverði að viðbættum skuldaviðurkenningum fyrirtækisins gagnvart sjóðnum) ekki hærri en 1% af höfuðstól lífeyris- sjóðsins. Hluthafastefna: Lífeyrissjóðurinn er langtímafjár- festir og vill ásamt með góðri arð- semi af hlutabréfaeign sinni stuðla að vexti fyrirtækjanna sem sjóðurinn tekur þátt í. Lífeyrissjóðurinn hefur takmarkaða möguleika til þess að lýsa óánægju sinni um rekstur og stefnu fyrirtækja sem hann er hlut- hafi í með sölu hlutabréfa sinna og því gegnir sjóðurinn eigendaskyldum sínum með virkum eftirfarandi hætti: Ábendingum um rekstur og stefnu félaga sem sjóðurinn er hluthafi í er komið á framfæri með beinum sam- skiptum við stjórnendur viðkomandi fyrirtækja. Með þátttöku í stjórnum félaga þegar aðstæður og stærð eignarhlut- ar sjóðsins kallar á slíkt. Reglur stjórnsýslulaga um sér- stakt hæfi gilda, eftir því sem við getur átt, um meðferð mála og ákvarðanatökur í stjórn sjóðsins í einstökum málum. Reglur stjórnsýslulaga um sér- stakt hæfí gilda með sama hætti um þá, sem sjóðurinn styður til stjórnar- starfa í einstökum félögum. Greinarhöfundur telur sig með bréfi þessu hafa sýnt fram á að arð- semismat sé haft að leiðarljósi við ijárfestingar sjóðsins í hlutabréfum sem eru unnar eftir settum reglum stjórnar sjóðsins. Ennfremur að full- komlega eðlilegar ástæður valdi því að eignarhald Lífeyrissjóðs verzlun- armanna og Samvinnulífeyrissjóðs- ins í hlutabréfum er mismunandi. Höfundur er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson Míele Tílíoð Gildir meðan birgðir endast EIRVÍK heimilistæki hf. Suðurlandsbraut 22, sími 588 0200. - kjarni málsins! MISSTIR ÞUAF MIÐAKAUPUM í JANUAR? Við eigum eftir að draga út yfir 100 vinninga frá einni milljón og upp í 25 milljónir króna. Auk mikils fjölda hálfrar milljóna króna vinninga og lægri. 2. FLOKKUR: DREGIÐ 10. FEB. •1 vinningur á kr. 10.000.000 kr. 10.000.000 4 vinningar á kr. 2.000.000 kr. 8.000.000 •4 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 4.000.000 16 á kr. 200.000 kr. 3.200.000 •10 á kr. 500.000 kr. 5.000.000 40 á kr. 100.000 kr. 4.000.000 •48 á kr. 125.000 kr. 6.000.000 192 á kr. 25.000 kr. 4.800.000 •820 á kr. 70.000 kr. 57.400.000 3280 á kr. 14.000 kr. 45.920.000 •1200 á kr. 12.000 kr. 14.400.000 4800 á kr. 2.400 kr. 11.520.000 •2 aukav. á kr. 250.000 kr. 500.000 8 aukav. á kr. 50.000 kr. 400.000 10425 kr. 175.140.000 Enn er tækifæri til að vera með í vinningsliði HHÍ95. Eftirsóknarverðustu vinningar árisins eru: 18 milljónir samtals í mars, 45 milljónir samtals í desember og glæsi- álbifreiðin AUDI A8 á gamlársdag. Allir þessir vinningar verða eingöngu dregnir úr seldum miðum og ganga því örugglega út. Þetta eru óvenju miklir vinningsmöguleikar. Láttu ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara! »| HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings LÁTTV SKRÁ ÞIG í VINNiNGSLlÐ HHÍ95. VIÐ DRÖGUM 10. FEBRÚAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.