Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 19 ERLENT Reuter ASKAR Akajev, forseti Kirgistans, brosir til fréttamanna eftir að hafa greitt atkvæði í fyrstu þingkosningum landsins. Fyrstu þingkosn- ingar Kirgistans Bishkek. Reuter. KOSIÐ í KIRGISTAN FYRRI umferð fyrstu þingkosning- anna í Kirgistan frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1991 fór fram á sunnudag og síðari umferðin verður eftir tvær vikur. Aðeins 13 frambjóðendur náðu kjöri í fyrri umferðinni og í öðrum kjördæmum verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðend- anna 19. febrúar. Þinginu er skipt í tvær deildir, önnur er skipuð 35 þing- mönnum og hin 70. Tæplega 1.000 manns voru í fram- boði, kjörsóknin var 72,8%. Á meðal þeirra sem náðu kjöri voru tveir af fyrrverandi leiðtogum kommúnista - Túrdiakun Usubalijev, aðalritari kommúnistaflokks Kirgistans 1961-85, og eftirmaður hans, Absa- mat Masalíjev. Um tólf flokkar voru með fram- bjóðendur í kosningunum, en flokks- bundnu frambjóðendurnir voru þó aðeins um fimmtungur þeirra sem voru í framboði. Kirgisar samþykktu í þjóðarat- kvæði í fyrra að stofna nýtt þing í stað þess gamla frá sovéttímanum. Askar Akajev forseti leysti upp gamla þingið eftir að það hafði reynt að hindra efnahagsumbætur. FYRSTU þingkosningarnar í Kirgistan frá því landiö öölaöist sjáifstæði eftir hrun Sovétríkjanna fóru fram á sunnudag LANDAFRÆÐI íbúar: 4,291,000 (1989) 52,4% Kirgisar, íslamskir mongólar, tala tyrkne§kt mál. 21,5% Rússar og 12,9% Usbekar. Stærð: 198,500 ferkílómetrar Höluðborg: Bishkek, hét áöur Frunze Trúarbrögð: Súnnítar, en halda í ýmsar fomar andatrúarhefðír. EFNAHAGUR I tjöllunum er kvikljárrækt aðalatvinnuvegur en í dölum er helst ræktað hveiti og grænmeti. Allmikið af verðmætum jarðefnum, svo sem kvika- silfri, kolum, olíu, gasi og gulli. Helstu greinar iðnaðar eru vefnaðar- og matvælaiðnaður SAGA Kirgisar eru af mongólskum og austur-tyrkneskum uppruna. 1855 Fyrst innlimaö í Rússland 1921 Hluti af Túrkistan í Sovétríkjunum 1924 Stjómin í Moskvu endurskipuleggur Miö-Asíusvæöiö eftir þjóöernum, Kirgistan veröur hérað innan Rússlands 1936 Veröur sérstakt lýöveldi innan Sovétríkjanna 1991 Sjálfslasöi frá Sovétríkjunum 1994 Askar Akajev forseti fær umboö í þjóöar- atkvæðagreiöslu til aö stofna nýtt tveggja REUTER deilda þing í staö þingsins Irá sovéttímanum Bandaríkjamenn hóta Kínverjum 100% refsitollum Viðræður hefjast aftur fljótlega Washington. The Daily Telegraph. Reuter. KINVERSK og bandarísk stjórnvöld staðfestu í gær að þau ættu í viðræðum um hvenær og hvar ætti að hefja nýjar samningaviðræður til að binda endi á deilur ríkjanna um brot á höfundarrétti gagnvart bandarískum fyrirtækjum. Hefur dagsetningin 13. febrúar verið nefnd en takist ekki samningar fyrir 26. febrúar, munu Bandaríkjamenn leggja á 100% refsitolla á kínverskar vörur og Kínveijar svara í sömu mynt. Ákvörðun Bills Clintons Banda- ríkjaforseta um að beita Kínveija refsiaðgerðum, bæti þeir ekki út höfundarréttarmálum, hefur mælst ágætlega fyrir í Bandaríkjunum. Hægrisinnar sem vilja bæta stöðu Tævans á alþjóðavettvangi, vinstri- sinnar sem barist hafa fyrir auknum mannréttindum og þeir sem vilja vernda bandaríska framleiðslu hafa fagnað ákvörðuninni. Þó gætir nokkurs ótta meðal stjórnarerind- reka vegna tímasetningarinnar. Telja þeir að vegna óvissunnar um heilsu Dengs Xiaopings leiðtoga Kína kunni tímasetningin að verða vatn á myllu and-vestrænna afla í æðstu stjórn landsins. Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, tilkynnti á laugardag að 100% tollar yrðu lagð- ar á 35 kínverskar vörutegundir frá og með 26. febrúar gættu Kínveijar þess ekki að vernda bandarískan tölvu-, lyfja- og sjónvarpstækjaiðn- að, auk bóka, tímarita og vöru- merkja. Sagði Kantor að um væri að ræða umfangsmestu refsiað- gerðir sem Bandaríkjastjórn hefði tekið ákvörðun um. Þær nema sem svarar til 72 milljarða kr. Bandaríkjamenn krefjast þess að Kínveijar setji lög sem verndi höf- undarrétt og að stjórnvöld láti loka fjölda verksmiðja skammt frá Pek- ing, sem framleiða varning án til- skilinna leyfa. Verksmiðjur tengjast hernum Kínverskir embættismenn ráða vart við þessa framleiðslu. Talið er að margar verksmiðjurnar tengist háttsettum mönnum innan hersins auk þess sem þær veita fjölmörgum vinnu og veita dýrmætum gjaldeyri inn í landið. Þá hafa Bandaríkjamenn miklar áhyggjur af halla í viðskiptum við Kína. Innflutningur á kínverskum vörum nemur nú um 2,5 billjónum kr. en útflutningur á bandarískum vörum til Kína nemur um 600 millj- örðum kr. Kínveijar hafa brugðist ókvæða við ákvörðun Bandaríkjamanna. Hafa þeir boðað 100% refsitoll á bandarískar vörur til Kina, sama dag og tollurinn tekur gildi á kín- versku vörurnar. Konan á bak við stjórnmála- áhuga Majors London. The Daily Telegpraph. RÚMLEGA sextug kennslu- kona á eftirlaunum komst í sviðsljósið svo um mun- aði um helgina, er tímaritið Esqu- ire upplýsti að hún hefði orðið til þess að ýta John Major forsætis- ráðherra út í stjómmál á sjöunda áratugnum. Full- yrðir blaðið að þau hafi átt í ástarsambandi í fimm ár, frá 1963-1968. Kennslukonan, frú Jean Kierans, var 33 ára fráskilin tveggja barna móðir er hún flutti í sömu götu og Major-fjölskylda í Brixton árið 1963. John Major var þá tvítugur skrifstofumaður og bjó heima hjá foreldrum sín- um. Fullyrt er í tímaritinu að frú Kierans hafi verið virk í flokks- starfi íhaldsflokksins í Brixton og að hún hafi hvatt Major til að ganga til liðs við flokkinn og leita eftir starfi i banka. Hvorki Major né Kierans hafa viljað tjá sig um fréttina. „Einstaklega fáguð“ Greinarhöfundur, sjónvarps- fréttamaðurinn Michael Crick, kveðst hafa komist á sporið er hann kannaði hveiju sætti ósam- ræmi í frásögnum af upphafi stjórnmálaferils Majors árið 1968. Crick ræddi m.a. við John Rennie, bankamann á eftirlaun- um sem kynntist Major í Nígeríu árið 1967 en Major var þá starfs- maður Standard Chartered bank- ans. Er hann slasaðist illa í bíl- slysi, var Rennie fenginn til að fylgja honum til Bretlands. Rennie segir að kona hafi tek- ið á móti Major á flugvellinum og að hún hafi verið „mun eldri en John, dökkhærð, með ljósa húð og einstaklega fáguð í fram- komu“. Segir Rennie hana hafa verið eina fallegustu konu sem að hann hafi séð. Rennie var boðið til kvöldverðar í íbúð Majors og ræddi þar lengi kvölds við konuna, sem reyndist vera frú Kierans. Hún gaf í skyn að þau Major hefðu átt í mjög innlegu ástarsambandi auk þess sem börn hennar tvö virt- ust líta á hann sem fóst- urföður. Crick segir móður Majors hafa verið afar ósátta við ástarsambandið, svo og systur hans, Pat, sem taldi Kierans vera slægvitra og á höttunum eftir bróðurnum. Urðu mæðgurnar al- veg æfar er þær komu eitt sinn að frú Kierans í íbúð Major-fjöl- skyldunnar þar sem hún leitaði að óhreinum þvotti ástmanns síns. Er Kierans og Major hugðust fara í frí til Spánar, krafðist frú Major þess að fá að koma með. Svo mikið uppistand varð að þau misstu öll af flugvélinni og héldu til Spánar, frú Major ein en unga parið í annarri vél. Að sögn tímaritsins slitnaði upp úr ástarsambandinu árið 1968 en þá var Majbr á uppleið í bankanum og hafði náð kjöri í bæjarráð Lambeth. Skömmu síð- ar kynntist hann Normu sem hann kvæntist árið 1970. John Major r LADA SAFIR Frá 588.000 kr. \ 148.000,-kr. út og, 14.799,- kr. í 36 mánuði. Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BHINN SÍMI: 553 12 36 BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bilastœði fyrir alla Það er þægilegra að nota miðastæði og bílahús en þig grunar ___________________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.