Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ-VSK Alþjóðlegur samanburður á verðlagi á íslandi og í ríkjum innan OECD 1990-1993 Allur flot- inn bíður loðnunnar ALLUR loðnuflotinn er nú á miðun- um í Berufjarðarál. Örn KE er eina skipið sem fengið hefur afla en það hefur dýpri nót en önnur. Örn fyllti sig í gær í fjórum köst- um en það síðasta var rúmlega 400 tonn. Skipið ber um 750 tonn og þar sem ekki var pláss fyrir allt, gaf hann Keflvíkingi 270 tonn. Auk þessa er vitað að Albert GK náði smá kroppi. Loðnan stendur enn djúpt eða á 40 föðmum og grynnri næturnar ná ekki svo djúpt. Hrognafylling er nú um 12% og getur frysting farið að hefjast inn- an tíðar. Rannsóknarskipum geng- ur illa að athafna sig vegna veð- urs, sem hefur verið afar óhag- stætt. Því hefur enn ekkert verið ákveðið um heildarkvóta á vertíð- inni SH semur við Japani Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur gengið frá samningum við kaupendur í Japan um sölu á allt að 17 þúsund tonnum af frystri loðnu og 5 þúsund tonnum af loðnuhrognum. Er um að ræða mikla aukningu frá í fyrra. Nokkur verðlækkun hefur orðið frá síðasta ári. ■ SH semur um sölu/17 Rækja til Súðavíkur Morgunblaðið/Kristinn BESSI ÍS landaði í gærmorgun 40 tonnum af rækju í Súðavík. Rækjuvinnsla hefur verið hjá Frosta hf. frá því á mánudag í síðustu viku eftir hálfs mánaðar stopp sem varð í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík. Um 35 manns vinna nú í Frosta, helmingi færra fólk en vann þar áður en snjóflóðin féllu. Færeyingar vilja hefja laxveiðar á ný Orri segir samkomu- lag í gildi Færeyjum. Morgunblaðið. FÉLAG laxaveiðiskipa í Færeyj- um, Laksaskip, gaf út þá yfirlýs- ingu í færeyska útvarpinu í gær- kvöldi, að félagið væri ekki á neinn hátt bundið af samningum við Orra Vigfússon, sem hefur sein- ustu ár keypt upp laxveiðikvóta ^Færeyinga fyrir um fjórar milljónir færeyskra króna á ári eða rúmar 40 milljónir ísl. króna. Orri Vigfússon sagði í gær- kvöldi, staddur í London, að þetta væri fjarstæða. Fyrir lægi samn- ingur undirritaður af báðum aðil- um sem gilti til. 1. janúr 1997. „Ef Færeyingar hefja laxveiðar í sjó á ný er það skýlaust brot á samn- ingnum,“ sagði Orri. 110 hálku- slys á tólf tímum 110 manns leituðu á slysadeild Borgarspítalans eftir að hafa dottið í hálkunni á tímabiiinu frá klukkan átta í gærmorgun til klukkan 20 í gærkvöldi. Mjög mikið annríki hefur verið á slysadeildinni allt frá því á föstudag, þegar mikil hálka myndaðist á götum og gangstéttum borgarinnar, og hafa mörg hundruð manns þurft að leita þangað síðan. Margir þeirra sem fengu byltur um helgina brotnuðu mjög illa. Verðlag- lækkar um 7% miðað við ESB VERÐLAG á íslandi lækkaði um 7% samanborið við verðlag í Evrópu- sambandsríkjunum að meðaltali á þriggja ára tímabili frá árinu 1990 til 1993 að því er fram kemur í al- þjóðlegum verðsamanburði sem Hagstofa íslands á aðild að og nær til ríkja innan Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar. Á sama tíma hækkaði verðlag innan OECD um 16% umfram verðlag á íslandi. Hinsvegar er verðlag enn hlutfalls- lega hátt hér á landi og við föllum aðeins úr 6. í 7. sæti yfir dýrustu löndin í samanburðinum. Samanburðurinn byggist á út- reikningi svonefndra jafnvirðisgilda (purchasing power parity) og sýnir verðlag í ólíkum löndum með sam- bærilegum hætti. Þannig sýnir sam- anburðurinn hvað fæst fyrir sömu fjárupphæðina í ólíkum löndum. Gerður er verðsamanburður á sömu eða sambærilegum vörum og þjón- ustu sem nær til einkaneyslu, sam- neyslu og fjárfestingar. Alls er safn- að verði í 220 flokkum vöru og þjón- ustu. Til dæmis er safnað saman upplýsingum um þijú þúsund teg- undir neysluvöru. Verðmunur minnkar Samanburðurinn leiðir í ljós al- mennt að verðmunur á íslandi og í þeim löndum sem við miðum okkur oft við hefur minnkað á fyrrgreindu árabili. Á meðan verðlag á íslandi og raunar á öllum Norðurlöndunum hefur lækkað hefur verð í mörgum öðrum löndum hækkað. Þannig hækkar verðlag í Bandaríkjunum í samanburði við Island um 18% á þessu tímabili og í Þýskalandi um 15%, en á sama tíma lækkar verðlag í Noregi um 8% og í Svíþjóð um 7% samanborið við verðlag á íslandi. Þannig þurfti 70 krónur íslenskar til að kaupa það sama í Bandaríkjun- um og fékkst hér fyrir 100 krónur árið 1990, en samsvarandi tala fyrir árið 1993 í Bandaríkjunu'm var 82 krónur. í Þýskalandi þurfti árið 1990 91 krónu til að kaupa það sem kost- aði 100 krónur á íslandi en 105 krónur þurfti 1993. Hins vegar þurfti 110 krónur í Hvað kostar að lifa? 1990 1993 Breyting Finnland 118 87 -26% Noregur 110 101 -8% Svíþjóð 111 104 -6% Spánn 76 75 -1% írland 81 80 -1% ÍSLAND 100 100 0% Danmörk 107 111 4% Bretland 76 79 4% Sviss 112 119 6% Frakkland 86 95 10% Holland 84 94 12% Þýskaland 91 105 15% Bandaríkin 70 82 17% Noregi til að kaupa það sama og fékkst fyrir 100 krónur á íslandi árið 1990, en 101 krónu 1993. Sama gildir um Svíþjóð, þar þurfti 111 krónur 1990, en 104 krónur árið 1993. ■ Verðlag hækkaði/11 Segja sig óbundna Eftir nýafstaðnar viðræður ís- lendinga og Færeyinga um veiði- heimildir þeirra síðarnefndu í ís- lenskri fiskveiðilögsögu, eru tals- menn laxveiðiskipa, þar á meðal þeirra sem veiddu lúðu á íslands- miðum á seinasta ári, áfram um að hefja eigi laxveiðar í sjó að nýju. í yfirlýsingu félagsins segir, að aðeins hafi verið skrifað undir samning við Orra sem gildir til ársloka 1994. „Við höfðum líka gert samkomulag sem næði til og með ársins 1996, en ekki er búið að skrifa undir það. Af þeim sökum sjáum við engan Þránd í Götu þess að hefja laxveiðar að nýju,“ sagði einn talsmanna félagsins í samtali við færeyska útvarpið. Geta ekki framfleytt sér Ástæðan fyrir þessum sinna- skiptum sjólaxveiðimanna eru minnkandi aflaheimildir á íslands- miðum, sérstaklega skerðing lúðu- kvótans. Þeir telja sig ekki geta framfleytt sér og hyggjast því grípa til þess örþrifaráðs að veiða lax að nýju. Fulltrúar Súðvíkinga kanna mögnleika á bráðabirgðahúsnæði Miklar líkur á að stéttarfé- lög taki þátt í kaupunum Súðavík. Morgunblaðið. FULLTRÚAR Súðavíkurhrepps skoðuðu í gær sumarbústaði á Flúðum og Selfossi sem Súðvík- ingum standa til boða sem bráðabirgðahúsnæði. Að sögn Jóns Gauta Jónssonar, sveitarstjóra Súðavíkur, er verið að kanna hvort stéttarfélög séu reiðubúin til að standa að kaupunum með sveitarfélaginu og sagði hann fyrstu viðbrögð vera jákvæð. Ríkissjóður mun hins vegar bera allan kostnað af flutningi og uppsetningu hús- anna í Súðavík. Jón Gauti sagði að í gær hefðu borist upplýs- ingar um fala sumarbústaði hvaðanæva af land- inu, og sagði hann að í það minnsta væri hægt að fá 15 nýja bústaði afhenta nú þegar. Hann sagði að forystumenn stéttarfélaga sem hann hefði rætt við í gær hefðu tekið vel í að taka þátt í kaupum húsanna með sveitarfélaginu, og mun nefnd ráðuneytisstjóra sem vinnur að málefnum Súðvíkinga ræða við forystumenn ASÍ og BSRB um þátttöku félaganna í kaupunum. í notkun eftir miðjan mánuð Markmiðið er að þau stéttarfélög sem þátt taka í þessu verkefni taki við bústöðunum að ári liðnu til nota fyrir félagsmenn sína, og er þá jafnvel hugsanlegt að Súðavíkurhreppur af- hendi stéttarfélögunum land undir sumarbú- staðabyggð á einhverjum þeim stað í sveitarfélag- inu sem henta þykir. Tveir fulltrúar úr byggingarnefnd Súðavíkur- hrepps ásamt smið héldu suður í gærmorgun til að skoða bústaði sem boðnir hafa verið Súðvík- ingum. Gert er ráð fyrir að ef af kaupum verður fari fyrstu húsin jafnvel með skipi vestur ein- hvern næstu daga, en miðað er við að hægt verði að taka þau í notkun upp úr miðjum mánuðinum. Reistar verða bráðabirgðaundirstöður undir sum- arbústaðina á íþróttasvæðinu í Súðavík og verður væntanlega einhvem næstu daga byijað á að leggja holræsalagnir og rafmagn fyrir bústaðina. Fjölsóttur borgarafundur Borgarafundur var haldinn á Súðavík síðdegis á sunnudag og var hann mjög fjölsóttur. Á furid- inum var framkvæmdaáætlun um uppbyggingu kynnt fyrir íbúunum og rætt um brýnustu mál sveitarfélagsins. Hjá þeim sem tóku til máls komu fram miklar áhyggjur af skólahaldi í vetur. ■ Fyrstu húsin verða tilbúin í haust/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.