Morgunblaðið - 16.02.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.02.1995, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Rætt við Gizur Bergsteinsson á 75 ára afmæli Hæstaréttar Dreymdi dóms- málin á næturnar GIZUR Bergsteinsson var skipaður hæstarétt- ardómari árið 1935, 33 ára gamall, og hefur enginn verið skipaður yngri í Hæstarétt. Ámi Tryggvason var nokkr- um mánuðum eldri þeg- ar hann settist í réttinn. Gizur var dómari í Hæstarétti í 36 ár og er það einnig met. Gizur er nú kominn á tíræðis- aldur og hitti blaðamað- ur hann að máli á heim- ili hans við Neshaga í Reykjavík. Það var mikil pólitík í kringum skipun hæstaréttar- dómara í þá daga. Framsóknarmenn viidu Gizur í embættíð, „en Morgunblaðið bauð mig ekki velkominn," segir hann. Þegar Gizur var skipaður í Hæstarétt voru dómararnir bara þrír. Þórður Eyjólfs- son var skipaður um leið og Gizur en fyrir var Einar Arnórssop. Gizur segir að það hafí verið erfitt fyrir svo ungan mann að koma til starfa í Hæstarétti, starfið hafi átt hug hans allan jafnt daga sem nætur því hann dreymdi dómsmálin. En svo vandist það auðvitað að gegna þessu ábyrgðarstarfi. Af málflytjendum segir Gizur að Eggert Claessen, sem var annar af tveimur málflytjendum fyrir Hæsta- rétti, þegar hann var stofnaður árið 1920, sé sérstaklega eftirminnilegur. „Hann gat rakið málsatvik svo ljós- lega að dómaramir þurftu vart að líta í hinn skrifaða útdrátt — en fræðibækumar sem hann vitnaði í vom allar frá því um aldamótin,“ segir Gizur glettnislega. Gizur er orðhagur maður eins og sératkvæði hans bera vott um. Hann er höfundur að íslenskun hugtaka eins og „vísiregla" (retslig standard) og „viðskiptavild“ (goodwill) sem hafa unnið sér fastan sess í lagam- áli. Blaðamaður hefur orð á því að mörg sérat- kvæði Gizurar séu eftir- minnileg. „Það var nú ekki mikið um sérat- kvæði framan af. Einar Amórsson var fremur á móti sératkvæðum og reyndi að liðka til fyrir sameiginlegri niður- stöðu." Gizur telur að sitt fyrsta sératkvæði hafi verið í Hrafnkötlumál- inu 1942 en þar taldi meirihlutinn að lög sem veittu ríkinu einkarétt á útgáfu fomrita frá því fyrir 1400 stönguðust á við prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnar. Giz- ur var á öðru máli og hann situr enn fast við sinn keip. „Nokkmm ámm seinna komu út rit í Danmörku eftir þá Alf Ross og Poul Andersen þar sem þeir skýrðu stjómarskrána eins og ég hafði gert. Yngri fræðimenn danskir eins og Peter Germer hafa reifað viðhorf í sömu átt og hjá meirihluta Hæstaréttar, en ég veit ekki betur en að Alf Ross hafí seinna tekið hann til bæna,“ segir Gizur. Gizur lét af störfum árið 1972. En lögfræðin er áfram helsta áhuga- málið. Á skrifstofu Gizurar er mikið safn lögfræðirita og það vekur at- hygli að þar eru glæný norræn fræði inn á milli eins og til dæmis um sam- keppnisrétt og lagaskilarétt. Gizur segist kaupa fræðirit reglulega að utan en það sé orðið æði dýrt eftir að virðisaukaskatturínn var íagður á bækur. En hvaða eiginleikum þarf góður dómari að vera gæddur? „Hann þarf að átta sig á því að laga- textinn segir ekki alla söguna heldur verður að beita lögunum í sem bestu samræmi við þjóðlífið hveiju sinni,“ segir Gizur. ■ Afl sem leysist úr Iæðingi/29 ENGINN hefur verið lengur dóm- ari við Hæstarétt en Gizur Berg- steinsson. Loðnan er dreifð og veiðin dræm LOÐNUFLOTINN er nú staddur um 12 mílur suðvestur af Hvanney við Homafjörð. Að sögn Ingólfs Ásgríms- sonar skipstjóra á Jónu Eðvalds SF, sem var á leið á loðnumiðin aftur eftir löndun afla gærdagsins, er veið- in dræm og loðnan er mjög dreifð. Mest af aflanum fer í bræðsluþví hrygnan er ekki nægilega stór til að skilja sig frá hængnum í flokkuninni. Loðnan sem berst til Homafjarðar fer í vinnslu hjá Borgey hf. og Skinney hf. og í bræðslu hjá Óslandi hf. 15% loðnunnar vinnsluhæf 15% loðnunnar hefur verið vinnslu- hæf það sem af er. Stanslaus dæling hefur verið hjá Borgey síðan á föstu- dag, að sögn Ágústs Sigurðssonar vinnslustjóra. Öll loðna sem berst að landi fer í flokkun hjá Borgey og síð- an til vinnslustöðvar. FRÉTTIR VERÐLAUNAMYND Sigrúnar Stefánsdóttur, „Þeir komu og þeir fóru“, var valin úr hópi 2.200 ljósmynda. Myndirnar áttu að lýsa náttúr- unni utan friðlýstra svæða. SVARTHVÍT mynd alnöfnunnar af sama tindi. Alnöfnur taka sömu ljós- mynd með 36 ára millibili Morgunblaðið/Kristinn SIGRÚN eldri segir að að minnsta kosti vikulega sé hringt til hennar og spurt eftir Sigrúnu fréttamanni. Þegar nöfnurnar hittust kom í ljós að Sigr- únu eldri hafði borist boðskort Sigrún- ar yngri til afhendingar Evrópuráðs- verðlaunanna 4. febrúar. LÍFIÐ er óútreiknanlegt og gefur af sér skemmtilegar tilviljanir eins og Sigrún Stefánsdóttir, lektor og fréttamaður, varð áþreifanlega vör við eftir að hún fór að sinna áhuga sínum á ljósmyndum á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Ekki aðeins hlaut hún fyrstu verðlaun í alþjóðlegri ljós- myndasamkeppni Evrópuráðsins í tengslum við Náttúruverndarár Evr- ópu 1995 fyrir myndefni frá Græn- landi heldur komst hún að raun um að nafna hennar tók nánast sömu mynd á Grænlandi fyrir 36 árum. Sigrún Stefánsdóttir, yngri, tók verðlaunamyndina „Þeir komu og þeir fóru“ af Sarqakajik-fjalli á Ammassalik á Grænlandi í júlí í fyrra. „Ég var að gera sjónvarpsþátt um Grænland og skemmti mér við að taka myndir þegar hlé gafst frá hinu raunverulega verkefni,“ segir Sigrún. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir gæðum verðlauna- myndarinnar sjálf. „Ég hefði ekki sent hana í samkeppnina nema vegna þess að mér var sagt að hún væri góð. Þá var hún komin í fjölskyidu- albúmið. Mitt eigið sjálfstraust varð því ekki til þess að hún fór í keppn- ina. En verðlaunin komu á óvart og mér fannst fyndið að fá þau með tilliti til þess að maður gefur sig út fyrir allt aðra hluti. Ég segi vinum mínum að ég hafi hiegið í viku.“ Eftir afhendingu verðlaunanna og birtingu verðlaunamyndarinnar í Morgunblaðinu barst Sigrúnu óvænt eftirfarandi bréf. „Mér til gamans sendi ég þér þessa mynd um leið og ég óskaþértil hamingju með verð- launin. Eg rak upp stór augu þegar ég sá þína mynd. Þarna var þá fjall- ið mitt á Grænlandi komið. Ég var þama á ferð fyrir 36 ámm og tók mína mynd auðvitað í svarthvítu. Mér fannst fjallið tignarlegt og fal- legt en sleppti tunnubreiðunni. Hún var þarna á sama stað, kannski ekki eins kolryðguð og hún er í dag. Þær em svo ótrúlega líkar þessar myndir að snjórinn í fjallinu er sá sami og önnur skrýtin tilviljun þá emm við alnöfnur. Með kærri kveðju, Sigrún Stefánsdóttir." Elti glópagull Bréfritarinn sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hefði fundist tilviljunin svo skemmtileg að hún gat ekki annað en látið fréttamanninn vita. „Ég fór í dagsferð með Fiugfé- lagi íslands til Grænlands í ágúst árið 1959. Veðrið var yndislegt, glaðasólskin, og ég lét ekki fímm mánaða þungun aftra mér frá því að hlaupa upp um allar hliðar á fjallinu. Mér sýndist alltaf glitta í ein- hveija steina en þegar ég kom nær hurfu þeir eins og glópagull," segir Sigrún eldri þegar hún rifjar upp Grænlandsferðina og bætir því við kankvís að hún hefði auðvitað ekki getað skilið við fjallið öðmvísi en að taka af því mynd. „Ég sá síðan myndina í Morgunblaðinu og datt alveg yfírmig því égþekkti fjallið. Ég hafði komið þarna. Ég fínn undir eins á mér þar sem ég hef kornið." Fá lönd eftir Sigrún er 64 ára og hefur starfað við ræstingar í Háskóla íslands í 32 ár. Hún segist ferðast mikið. „Ég hef farið í kringum hnöttinn og útum allar trissur. Ég held að fá lönd séu orðin eftir handa mér og auðvitað tek ég myndir hvert sem ég fer,“ segir Sigrún en hún er nýkomin úr ferðalagi um Kenýa og Tanzaníu fyrir jólin. Hún á erfítt með að gera upp á milli landanna sem hún hefur farið til, nefnir fyrst Hawaii sem hún hefur tvisvar farið til, en segir svo að líklega sé réttara að segja að Is- lands sé „uppáhaldslandið", a.m.k. sé alltaf jafngott að koma heim. Sigrún er ekkja og á tvær upp- komnar dætur. Hún segist ýmist ferðast með vinkonu sinni, systur eða ein í hópi fleiri ferðamanna. Varla sé heldur auglýst sú ferð að hún fari hana ekki í huganum. Sljórn Viðlagatryggingar mótfallin lagabreytingum vegna skíðalyfta Munu ekki bæta lyftur Isfirðinga VERÐI gerðar breytingar á lögum um Viðlaga- tryggingu Islands í þá veru að henni sé heim- ilt að greiða út tjón á skíðalyftum vegna nátt- úruhamfara aftur í tímann, eins og raunin er með skíðasvæði ísfírðinga, mun stjórn stofnun- arinnar ekki nýta sér slíkt ákvæði. Þetta þýðir í raun að stofnunin myndi ekki bæta skíðalyft- ur þær sem eyðilögðust í snjóflóðinu sem féll á Seljalandsdal og Tungudal í apríl í fyrra. Tjón metið ef skylda Skv. upplýsingum Morgunblaðsins kemur þetta fram í áliti stjómar Viðlagatryggingar Islands sem sent hefur verið heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis og fleiri aðilum. I frumvarpi því sem nefndin vinnur að, og ætlun- in var að afgreitt yrði á Alþingi fyrir þinglok, er gert ráð fyrir að stjóm Viðlagatryggingar hefði heimild til afturvirkni, en ekki skyldu. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, stjómarformaður VÍ, staðfesti við Morgunblaðið að þetta væri afstaða stjómar. Hún hefði verið ítrekuð á fundi hennar með nefndinni í fyrradag. „Ef að frumvarpinu verði hins vegar breytt og Alþingi gerir það að lögum að tjónið á skíðalyftum Isfirðinga skuli bætt, mun stjórn Viðlagatryggingar að sjálfsögðu hlíta því. Væntanlega mun þá lagasetningin vera með þeim hætti, að bætur verði greiddar eins og ef viðkomandi mannvirki hafi verið tryggð. Tjónið verður þá metið eins og önnur slík sem VÍ hefur bætt, og það er með öilu óvíst að sú upphæð nemi 90 milljónum króna eins og rætt hefur verið um,“ segir Guðmundur. „Okkur er í raun ókunnugt um hvernig sú upphæð er til komin, enda höfum við ekki kannað tjónið því það er ekki bætanlegt eins og staðan er í dag.“ Um siðferðishlið þess að tryggja eftir á, kveðst Guðmundur telja að hver og einn verði að skoða hug sinn í því efni. Stjórn VÍ telji ákvæði um afturvirkni gefa slæmt fordæmi. „Þessi afstaða er með öllu ótengd því hvort þessi stofnun, sem fólkið í landinu á og leggur til framlög með iðgjaldagreiðslum af bruna- tryggingum, veikist fjárhagslega á nokkurn hátt. Hins vegar teljum við það veikja stöðu Viðlagatryggingar sem virtrar stofnunar á al- þjóðavísu, sem þarf að kaupa endurtryggingar og annað erlendis með talsvert háum eigin- ábyrgðum, ef menn hafa í hendi sér með laga- setningu að tryggja mannvirki sem áður voru ótryggð og láta því til viðbótar tjónsábyrgðir virka aftur fyrir sig,“ segir hann. ÖH skíðamannvirki tryggð? „Mín persónulega skoðun, og efiaust fleiri, er einnig sú að menn ættu að íhuga vel gang mála áður en sett er inn ákvæði um skyldutryg- ingu á öllum skíðamannvirkjum í landinu. Það er óvíst að slíkt sé gieðiefni fyrir þá sem eiga skíðalyftur á svæðum þar sem þeir telja ekki þörf á tryggingu vegna náttúruhamfara, en verða samt að tryggja skv. Iögum. Aðrir gætu verið á svæðum þar sem áhættan er talin mik- il og iðgjöld að sama skapi há, sem þyngt gæti rekstur skíðamannavirkja til muna. Guðmundur kveðst skilja ágætlega að stjórnvöld vilji létta byrðar ísafjarðarkaupstað- ar vegna tjónsins, en hann telji hins vegar eðlilegra að fara aðrar ieiðir en breyta lögum um VÍ, þ.e. bæta skaðann á fjárlögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.