Morgunblaðið - 16.02.1995, Side 13

Morgunblaðið - 16.02.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 13 LANDIÐ SR. FRIÐRIK J. Hjartar Morgunblaoio/Altons góðra vina hóp á barna- og fjölskylduhátíð Ólafsvíkurkirkju. Barna- og fjölskylduhátíð í Olafsvíkurkirkju Ólafsvík - Fyrir skömmu var haldin barna- og fjölskylduhá- tíð í Ólafsvíkurkirkju og komu um 230 manns saman af þvi tilefni. Barnakór grunnskólans söng nokkur lög undir stjórn Guðbjargar Ragnarsdóttur tón- menntakennara og einnig sungu börn af leikskólanum og börn úr sunnudagaskólanum. Lionsklúbbur Ölafsvíkur færði af þessu tilefni kirkjunni myndvarpa að gjöf og við henni tók formaður sóknarnefndar, Stefán Jóhann Sigurðsson, og þakkaði hann félögum klúbbs- ins góða gjöf. Hápunktur hátíðarinnar var þegar kirkjan færði öllum 5 og 6 ára börnum bókina Kata og Óli fara í kirkju að gjöf og voru börnin nyög ánægð með gjöfina og er ætlunin að gefa þessa bókagjöf árlega. Að lok- inni messu var gestum boðið í kaffi og tertur í boði kirkjunn- ar og kunnu kirkjugestir vel að meta þessa hátíð. GUÐRÚN Ylfa Halldórs- dóttir var greinilega ny'ög hrifin af bókinni Kata og ÓIi fara í kirkju; beið ekki boðanna og leit í bókina á kirkjugólfinu. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson FRA afhendingu minningargjafarinnar. F.v. eru mæðgurnar Salome Guðmundsdóttir og Lára Huld, dóttir hennar, og aftar Guðjóna Kristjánsdóttir og Anna Elísabet Jónsdóttir frá Krabba- meinsfélagi Akraness og nágrennis. Sjúkrahúsinu á Akranesi gefin rúm Akranesi - Lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness barst á dög- unum gjöf til minningar um Guð- jón Bergþórsson, skipstjóra, sem lést fyrir réttu ári. Það voru fulltrúar Krabba- meinsfélags Akraness og nágrenn- is sem afhentu gjöfína sem eru tvö sérbúin rúm sem henta mikið veik- um sjúklingum jafnt á sjúkrahús- um sem í heimahúsum og fullkom- ið myndbandstæki. Verðmæti gjafarinnar nemur röskum fjögur hundruð þúsund krónum. Við andlát Guðjóns Bergþórs- sonar var það ósk aðstandenda að þeim sem vildu minnast hans var bent á Krabbameinsfélag Akra- ness og nágrennis. Skipstjórar á íslenska loðnuflotanum, Skip- stjóra- og stýrimannafélagið Haf- þór á Akranesi og ekkja Guðjóns, Salome Guðmunsdóttir og dóttir þeirra Lára Huld lögðu fram veg- legar minningargjafir, sem er stór hluti þessarar minningargjafar. Guðjón Bergþórsson var skip- stóri á Akranesi og þótti alla tíð sérlega fengsæll og með mestu aflaskipstjórum íslenska flotans. Hann var tæplega fímmtugur þeg- ar hann lést, eftir erfíð veikindi. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjömsdóttir Ungir Horn- firðingar Höfn. Morgiinblaöiö. BÖRNIN á leikskólanum Lönguhólum í Hornafirði blóta þorrann ekki síður en hinir fullorðnu og héldu nýlega blót sitt að loknum löngum og vönduðum undirbúningi þar sem þau æfðu þjóðlega þorra- söngva og kynntu sér í máli o g myndum hvaðeina sem tengist þorranum og matar- gerðinni sem við mánuðinn er kennd. Ekki voru öll börnin hrifin af hákarlinum eða mysunni og sum héldu sig við hangikjöt, laufabrauð og harðfisk en inn- anum voru hörkutól sem létu ekkert af góðgætinu til spillis fara. Líkt og á flestum öðrum þorrablóturii var leikið fyrir dansi og þandi Haukur Þor- valdsson nikkuna fyrir hornf- irsku krakkana. Akranes Bruggarar stöðvaðir í tveimur heimahúsum LÖGREGLAN á Akranesi gerði upptæk tæki til brugg- gerðar í tveimur heimahúsum á staðnum í fyrradag auk rúmlega 20 lítra af landa í öðru húsinu. Að sögn lögreglunnar á Akranesi stóð yfír bruggun á hvorugum staðnum þegar hún lét til skarar skríða en undanfarið hafði þar verið talsvert bruggað. í báðum til- vikum áttu menn á þrítugs- aldri hlut að máli. Lögreglan hafði haft þessa tvo aðila undir smásjánni nokkra und- anfarna daga. Að sögn lögreglu er ávailt eitthvað framboð af bruggi á Akranesi. * VANMAT OFMAT! Hvers vegna eru konur með 70% af launum karla? Hvers vegna eykst launamunur með aukinni menntun? Hvað veldur launamun kynjanna? Hverju er hægt að breyta? Þessum spurningum og fleiri verður svarað á málþingi um launamun kynjanna sem haldið verður í Valhöll í dag fimmtudaginn 16. febrúar, ld. 17.00-19.00. Ræðumenn verða: Hrund Hafsteins- dóttir, lögmaður, fulltr. Sjálfstæðra kvenna. Setning: Þórunn Gestsdóttir, formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Andri Þór Guðmundsson, fjármálastjórí Lýsis. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur VSI. Þingstjóri: Drífa Hjartardóttir, bóndi. Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASÍ. Þingritari: Ashildur Bragadóttir, stjórnmálafræðingur. Jafnréttis- og íjölskyldunefnd Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.