Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 17
A UPPLYSIN GAHRAÐBRAUT
í rúm áttatíu ár hefur Eimskip verið mikilvægur tengiliður í við-
skiptum íslands við umheiminn. Nú hefur Eimskip eflt þessi
samskipti enn frekar með því að tengjast hinu alþjóðlega tölvu-
neti, Internet. Fyrirtækjum og einstaklingum, heima og erlendis,
er þannig veittur greiður aðgangur að upplýsingum, bæði á
íslensku og ensku, um fyrirtækið og starfsemi þess.
Eimskip hefur nú eignast heimasíðu á Veraldarvefnum og þar er
meðal annars að finna upplýsingar um þjónustuáætlun áætlana-
siglinga Eimskips, heimilisföng og símanúmer á skrifstofum fyrir-
tækisins og hjá umboðsmönnum þess hér á landi og erlendis. Með
tölvupósti er einnig boðið upp á gagnkvæma upplýsingamiðlun
og geta viðskiptavinir þannig óskað eftir sértækum upplýsingum.
Til þess að tengjast heimasíðu Eimskips á Internetinu þarf að slá inn slóðina: http://www.mmedia.is/eimskip/
Netfang Eimskips fyrir tölvupóst er: mottaka@eimskip.is
EIMSKIP
Fyrir alþjóðleg samskipti
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA