Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
-LISTIR
Listasafn Islands
Síðasta sýningar-
helgi stofngjafarinnar
SÝNINGU Listasafns
fslands á stofngjöf
þess lýkur sunnudag-
inn 19. febrúao Hún
hefur hlotið mjög
góða aðsókn og er
greinilegt að sýning-
argestir hafa metið
framtakið. Listasafn-
ið eignaðist hluta
verkanna fyrir tilstilli
Björns Bjamarsonar,
síðar sýslumanns og
alþingismanns, sem
stofnaði listasafnið
árið 1884. Verkin
vom gjafír frá lista-
mönnunum sjálfum,
einstaklingum og
dönsku konungsfjöl-
skyldunni.
Á sýningunni er
úrval margra góðra
verka eftir norræna
listmálara, aðallega
danska, frá síðari
hluta 19. aldar og má
þar nefna málverk
listmálaranna Anna Ancher og
Peter Severin Kreyer. Þessi
gjöf er eitt heildstæðasta safn
erlendrar myndlistar í eigu
Listasafnsins og hefur ekki ver-
ið sýnt síðan 1974. Myndimar
hafa verið hreinsaðar og er nú
CARL V. Balsgaard. Kona. 1840.
nær öll stofngjöfin sýnd í heild
sinni.
í frétt Listasafnsins segir að
Björn Bjarnarson hafí verið
langt á undan samtíð sinni í
skilningi á mikilvægi safna fyr-
ir almenning. í grein sem hann
skrifaði í tímaritið
Heimdall í júlí árið
1884 stendur eftirfar-
andi: „Söfnin em ekki
aðeins til skemmtunar,
heldur nauðsynleg, og
alveg ómissandi ef vís-
indi og fagrar listir
eiga að geta blómgast;
... og auk þess að stór
og góð söfn em ómiss-
andi fyrir lista- og vís-
indamenn em þau
mjög menntandi fyrir
alla alþýðu, því að
jafnvel þeir, sem skoða
þau sér til skemmtun-
ar, læra á því margt
fyrirhafnarlaust og
hjá mörgum getur
vaknað löngun til að
læra meira.“
í tengslum við sýn-
inguna hefur verið
gefin út bók, prýdd
fjölda litmynda auk
greinar um stofngjöf-
ina eftir Bem Nordal,
forstöðumann Listasafns ís-
lands. Sýningin er opin daglega,
nema mánudaga, frá kl. 12-18,
fram til 19. febrúar og verður
ekki framlengd. Hægt er að
panta leiðsögn um hana fyrir
hópa.
Gagn og gaman
LEIKLIST
Morfín
FÚRÍA. LEIKFÉLAG
KVENNASKÓLANS í
REYKJAVÍK
Morfín eftir Svend Engelbrechtsen.
Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson.
Aðalleikendur: Næstum því allir
og örugglega hljómsveitin líka.
Frumsýning í Héðinshúsinu 11.02.
MIKIÐ rosalega er gaman að
vera ungur (nútildags og öðru-
vísivarþanú í mínu úngdæmiosei-
seisjá (eða hittþáheldur)) og vera
í Kvennó og Fúríu og fá svona
góðan leikstjóra sem kennir
manni að það sé allt í lagi að
teygja svolítið á skönkunum því
þá togni líka á lífsreynslunni
enda er reynslan poki sem stækk-
ar og hækkar eftir því sem meira
er sett í hann og ef maður setur
nógu mikið í hann og stendur
upp á honum sér maður alltaf
meira og meira og kannski allan
heiminn og ábyggilega meira en
þeir sem sitja bara heima og
sjúga á sér puttann.
I leikskránni stendur að hand-
ritið að Morfíni hafí strax virkað
(sic) vel á leikhópinn. Það hlýtur
að vera satt því leikhópurinn
höfðaði vel til áhorfendahópsins,
a.m.k. þess sem þetta skrifar.
Leikritið er forkostulegt, mein-
fyndið, hæðið, hlægilegt og
leikararnir ná að draga þessi ein-
kenni skýrt fram og gott betur
því þeir eru áræðnir, djarfír en
aldrei afkáralegir.
Þröstur Guðbjartsson, leik-
stjóri, hefur hugsað þessa sýn-
ingu niður í smáatriðin, frá upp-
hafí til enda. í henni er hvergi
falskur tónn. Allar lausnir eru
hnitmiðaðar, leikrænar en ekki
kauðskar, eins og stundum vill (
brenna við hjá áhugaleikurum.
Þröstur hefur unnið einstaklega
vel með þessu unga fólki, leyst
úr læðingi með þeim kraftinn til
að treysta á sjálft sig og með
því opnað mörgum nýja heima.
Leikendur eru óþvingaðir á
sviðinu í Héðinshúsinu, en frelsi
hreyfínganna er einmitt forsenda
góðrar leikrænnar túlkunar. Þeir
standa sig allir vel og eini munur-
inn á aðalhlutverkum og auka- 1
hlutverkum er sá að þeir sem eru
í aðalhlutverkunum standa sig
vel lengur.
Hraði er mikill en þó er sýning-
in ekki flaustursleg. Allir eru vel
með á nótunum. Ekki síst hljóm-
sveitin sem lék fallega blúsuð lög
(bráðefnilegir pikkarar þar), hröð
lög og skapaði sýningunni tempó
og umgjörð.
Morfín er skólasýning eins og 1
þær gerast bestar. Margir taka
þátt í henni, vinna vel og hafa
gaman af. Undir handleiðslu góðs
leikstjóra læra nemendur talsvert
um leiklist og sennilega enn
meira um sjálfa sig. Svo er af-
skaplega gaman fyrir áhorfendur
að húmorinn skuli vera í svona
góðu lagi. Það hækkar í pokan-
um.
Guðbrandur Gíslason
Námstefna VIB um bestu ávöxtun
og uppbyggingu eigna
íSúlnasal Hótels Sögu, laugardaginn 18. febrúar
DAGSKRÁ:
Ntímstefhustjóri: Vilborg Lofts aðstoðarframkvœmdastjóri VÍB.
Kl. 11:00 -12:00. Skráning gesta í Súlnasal.
Kynning á jþjónustu VIB við ávöxtun peninga í verðbréf-
um, m.a. serstakri fjárvörslu, kaup og sölu á verðbréfum,
eignastýringu og bókum VIB um fjármál og verðbréf.
Kl. 12:00-13:15. Hádegisverður.
Hádegisverðarerindi um fjármál
einstaklinga og skatdagningu
sparnaðar.
Friðrik Sophusson jjármálaráðherra.
Kl. 13:30 -13:35. Námstefnan sett.
Margrét Sveinsdóttir forstöðumaður Einstaklingsþjónustu VÍB.
Kl. 13:35 -13:45. Inngangsorð og kynning.
Vilborg Lofis aðstoðarframkvæmdastjóri VfB.
Kl. 14:15 -14:30. Kynning á niðurstöðum
skoðanakönnunar Gallup á Islandi um fjármál fólks á
eftirlaunaárunum.
Hvað þarft þú að eiga mikla peninga til að geta hætt að
vinna? Ásgeir Þórðarson forstöðumaður Verðbréfamiðlunar og
fyrirtœkjaþjónustu VÍB.
Kl. 14:30 -15:00. Hvernig tryggja lífeyrissjóðir hag þinn?
Hvað getur þú átt von á miklum eftirlaunum frá
lífeyrissjóðnum þínum? Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri
SAL, Sambands atmennra Ufeyrissjóða.
Kl. 15:30 -16:00. Eignir fólks og sparifé frá 45 ára aldri
til starfsloka og fyrstu árin eftir starfslok.
Hvernig byggjast eignir og sparifé upp eftir því sem líður
á starfsævina? Hve mikill hluti af heildareignum er í
formi réttinda í lífeyrissjóði? Gunnar BaUlvinsson
forstöðumaður Reksturs sjóða hjá VÍB.
Kl. 13:45 - 14:15. Hvemig er hægt að ná bestu ávöxtun
á sparifé á árinu 1995 og á næstu árum?
Horfur um ávöxtun á árinu 1995 og á næstu árum.
Erlend verðbréf og eignastýring. Stýring á milli
irinlendra og erlendra verðbréfa í safni.
Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri VÍB.
Kl. 16:00 -16:30. Hvaða ávöxtunarleiðir bjóðast nú og
hvaða skref þarf að taka til að byggja upp eignir til
eftirlaunaáranna?
Hvernig er best að fjárfesta núna? Hvernig á að byggja
upp eignir til lengri tíma? Skattar, eignastyring og
erfðamál. Margrét Sveinsdóttirforstöðumaður
Einstaklingsþjónustu VfB.
Kl. 16:30. Námstefnulok. í námstefnulok býður VIB upp á léttar veitingar.
Þátttökuverð: , . ,
Almennt verðfyrir einstaklinga er 5.900 krónur ogfyrir hjón , aernt með enndum
7.900 krónur. Sérstakur afsláttur er veittur viðskiptavinum námstefnunnar liggja frammi
VÍB. Einstaklingargreiða 3.900 krónur og hjón 5.900 krónur. { lok dagsins.
Þátttaka greiðist við skráningu.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aöili að Verðbréfaþingi íslands •
Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.
Morgunblaðið/Alfons
VIÐ afhendingu viðurkenn-
ingarinnar; María mynd-
menntakennari ásamt Ásdísi
Helgu og Birki.
Alþjóðleg
listasýning
Nemendur
fá viður-
kenningu
Ólafsvík. Morgunblaðið.
Á SÍÐASTLIÐNU ári tóku nemendur
Grunnskólans í Ólafsvlk þátt í alþjóð-
legri myndlistarsamkeppni í Ung-
verjalandi.
Um var að ræða tilraunaverkefni
sem þær María Vilborg Ragnarsdóttir
myndmenntakennari við Grunnskól-
ann í Ólafsvík og Hólmfríður Árna-
dóttir dósent við Kennaraháskóla ís-
lands stóðu fyrir.
Samkeppni þessi er á vegum
INCEA, International Society for
Education trough Art, en það er al-
þjóðlegt samband listgreina sem held-
ur uppi öflugu miðlunarkerfi á mörg-
um sviðum sem snerta listuppeldi inn-
an skólakerfisins.
Tveir nemendur skólans, þau Ásdís
Helga Jóhannesdóttir og Birkir Reyn-
isson, hlutu viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi árangur í keppninni og
eiga þau verk á sýningu barnalista-
safnsins í Ungveijalandi.