Morgunblaðið - 16.02.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.02.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 23 LISTIR FRAMTÍÐARDRAUGAR í Borgarleikhúsinu: Ellert A. Ingimundarson, Árni Pétur Guðjónsson, Jóhanna Jónas og Björn Ingi Hilmarsson. Verður Bergen menn- ingarborg Evrópu? NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að sækja um að Bergen verði menningarborg Evrópu árið 2000 eða 2001. Ase Kleveland menntamálaráðherra segir að þótt Norðmenn hafi kosið að standa utan við Evrópusambandið sé mik- ilvægt fyrir þjóðina að taka þátt í evrópskri menningarsamvinnu og vekja með því athygli á hlut Norð- manna í menningarstarfi Evrópu. Valið stóð á milli Bergen og Þrándheims, en talið var æskilegt að tvær stærstu borgirnar utan höfuðborgarinnar, Ósló, legðu mikla áherslu á menningu og þróun hennar í borgarskipulagi framtíð- arinnar. Kostnaður 30. millj- ónir norskar Ríkisstjórnin mun mæla með því við þingið að Bergen fái umbéðinn styrk að upphæð 36 millj. norskra króna til framkvæmda af þessu tilefni, en kostnaður borgarinnar er áætlaður 90 milljónir verði hún valin menningarborg. Framtíð- ardraugar frumsýnd- ir í kvöld LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýnir í kvöld, fimmtudaginn 16. febrúar, leikritið Framtíðar- drauga eftir Þór Tulinius, leik- ara og leikstjóra. Framtíðardraugar er þriðja íslenska verkið sem sett er upp á Litla sviði Borgarleikhússins á þessu starfsári. Hin fyrri eru Óskin eftir Jóhann Siguijónsson og Ófælna stúlkan eftir Anton Helga Jónsson. Báðar sýningarn- ar eru í fullum gangi. Það er höfundurinn sem leikstýrir, en Þór hefur áður getið sér gott orð fyrir leikstjórn hjá leikhópnum Þíbilju, þar sem hann háði frum- raun sína sem leikstjóri á verkinu Gulur, rauður, grænn og blár og einnig á smásögu H.G. Wells, Dalur hinna blindu. Síðan hefur hann leikstýrt Tartuffe hjá Leik- félagi Reyýavíkur og sýning- unni Allir synir mínir hjá Þjóð- Ieikhúsinu. Samstarfsmenn Þórs í svið- setningunni eru þau Stígur Stein- þórsson leikmyndahönnuður, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sem hannar búninga, Elfar Bjarnason sem sér um lýsingu og Lárus Grímsson er sér um tónlist fyrir sýninguna. Leikarar eru Jóhanna Jónas, Ellert A. Ingimundarson, Björn Ingi Hilm- arsson, Arni Pétur Guðjónsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Sóley Elíasdóttir. I Framtíðardraugum segir frá ungu utangarðsfólki sem lifir í nánustu framtíð samfélags okkar í landi sem er snautt af náttúrleg- um gæðum og tækifærum. í ver- öld sýndarveruleika, smáglæpa, eiturlyfja óg ofbeldis reyna þrír einstaklingar að móta sér tilveru. Lýsing Þórs og framtíðarsýn er í senn hrollvekja og grátt gam- an, farsi og fráhrindandi mynd af heimi á heljarþröm. -----♦ ♦ ♦ „Fávitinn“ endursýndur í bíósal MÍR KVIKMYNDIN „Fávitinn" sem gerð var í Moskvu 1958 eftir sam- nefndri skáldsögu Fjodors Dostoj- evskís, var sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, fyrir fullu húsi síð- astliðinn sunnudag. Þar sem margir urðu frá að hverfa hefur verið ákveðið að end- ursýna hana í bíósalnum í kvöld, kl. 20. Myndin er með íslenskum texta. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. Kiapparstíg38 • Bor ð a pa n t an i r í síma 561 3 1 3 1 SniglaJylUir sveppahattar með hvitlauk. vafðir með Bacon. Funghetti alla Pancetta & Lunache al bwro d'Aglio Roero Arneis '92 Marsaglia Kátfasteik með túnfisk Vitello Tonnato Freisa delle Langhe '92 Cascina Ballarin Nautasteil i rauðvini framreitt með Polenta Brasato di Manzo con Polenta Barolo '89 Cascina BaUarin Tortellini meö Carljohans sveppum í rjómasósu ToHellini alla salsa di Fungbi Porcini Nebbiolo d'Alba '91 Marsaglia og sólberjaterta, toppuð með sólberjalíkjör Torta Gelato alla Crema e frutti di Bosco í á 5 rétta niáltið kr. 2,680.- Vín (5 glös) kr. 2,285.- Matur og vín kr. 4,965.- Moscato d'Asti Gallina 92 ííatiu' á " ..vi'imeðiUnn okkar Munið nýia miðnætui . helgarj Opið til kl. 01 virka daga ogkl. -- A Itahkur wlkeri - s>«takokkur á Pasta Baita Gianni Formenti er gestakokkur á Pasta Basta á sælkeravikunni okkar. Hann laefur unnið sér nafn sem matgæðingur og hefur verið kallaður til ráðgjafar og uppsetningar matseðla í veitingahúsum á Ítalíu, suður-Afríku, Malasíu, Mexico, Danmörku og Englandi m.a. Gianni setti á stofn vínklúbb í Danmörku sem hann kallar "IN VINO VERITAS" og selur í gegnum hann ítölsk bændavín sem eru framleidd með gæði í huga frekar en magn. Vínin sem kynnt verða eru frá 3 framleiðendum í Piemontehéraði. Það eru Marsaglia, Gallina, og Cascina Ballarin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.